Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Qupperneq 10
10 föstudagur 20. nóvember 2009 helgarblað „Bankahrunið og efnahagshrun- ið, sem fylgdi í kjölfarið, afhjúpaði alvarlegar meinsemdir í gerð þess þjóðfélags, sem við höfum byggt upp frá stofnun lýðveldisins.“ Þannig kemst Styrmir Gunnars- son fyrrverandi ritstjóri Morgun- blaðsins að orði í nýrri bók sinni; Umsátrið - fall Íslands og endur- reisn. Meinsemdirnar segir hann vera þær að þjóðin búi í sundruðu sam- félagi. Í inngangi bókarinnar segir hann að sterk hagsmunaöfl hafi tek- ist á. „Kannski má líta svo á að þau átök hafi endurspeglað dauðateygj- ur hins gamla þjóðfélags, sem hafði átt við alvarleg sjúkdómseinkenni að stríða, og fæðingarhríðir þess nýja, sem margir óska að verði til á fyrstu árum nýrrar aldar.“ Styrmir segist fyrst, fyrir hálfri öld, hafa starfað á vettvangi Sjálfstæðis- flokksins og síðar á Morgunblaðinu, „fyrst í fjarlægð frá valdakjarna sam- félagsins en eftir því sem árin liðu sí- fellt nær honum og kannski um skeið verið hluti af honum.“ Styrmir fjallar um návígið í ís- lensku þjóðfélagi sem valdi því að deilur verði illvígari en ella. Rógur um náungann og illt umtal sé dag- legt brauð. „Við Íslendingar erum eins og fjölskylda, sem föst er í víta- hring innbyrðis átaka, sem valda því að hún kemst hvorki lönd né strönd. Neikvæðu hliðar návígisins í sam- félagi okkar geta til dæmis verið þær að forstöðumaður ríkisrekinnar eftir- litsstofnunar, sem á góða vini, gamla skólafélaga, frændur eða frænkur í forystu stofnana eða fyrirtækja sem sæta eftirliti, á einfaldlega erfitt með að ganga hart að viðkomandi aðila, vegna þess að ella geta vinslit verið yfirvofandi og fjölskyldubönd rofn- að,“ segir Styrmir einnig. Vonlaus staða miklu fyrr en opinbert var Styrmir leiðir rök að því að hægt og bítandi hafi nágranna- og viðskipta- þjóðir hert vísvitandi að íslensku bönkunum af ýmsum ástæðum. Æ erfiðara hafi orðið að afla lánsfjár og að halda lánalínum opnum. Það hafi sumpart átt sér skýringar í þróun al- þjóðlega fjármálamarkaðarins en einnig andúð og tortryggni í garð ís- lensku bankanna sem fjármögnuðu útþenslu sína einkum með útgáfu skuldabréfa til nokkurra ára og síðar með söfnun innlána meðal sparifjár- eigenda í nágrannalöndunum. Styrmir gengur svo langt að segja að á ársfundi G 10 ríkjanna í apríl 2008, sem haldinn var í tengslum við ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafi orðið til einhvers konar sam- staða um að herða að Íslendingum. „Eftir þann fund koma fulltrúar okk- ar nánast alls staðar að lokuðum dyr- um.“ Styrmir skýrir meðal annars frá tilraun Davíðs Oddssonar á einum af fundum seðlabankastjóra heimsins í Basel í Sviss til þess að afla lánsfjár. Þetta var skömmu fyrir bankahrun og lánið átti að liðka fyrir flutningi Icesave-reikninganna yfir í dóttur- fyrirtæki Landsbankans í Bretlandi og þar með yfir í breska lögsögu. Davíð ræddi þar við Timothy Geith- ner, sem nú er fjármálaráðherra Bandaríkjanna og spurði hann hvort bandaríski seðlabankinn gæti lánað Íslendingum 2 til 3 milljarða dollara eða sem samsvarar 370 milljörðum króna. Viðbrögð Geithners komu nokkru síðar: „Davíð, ykkur vantar ekki 2 til 3 milljarða dollara. Sú upp- hæð skiptir engu máli. vandi ykkar er yfirþyrmandi ( e. overwhelming). Þessi upphæð er ekki raunsæ.“ Davíð kvaðst þá hafa rætt með- al annars við Trichet, bankastjóra Seðlabanka Evrópu og hann hefði nefnt þann möguleika að Ísland leitaði til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Viðbrögð Geithners voru þessi, þar sem þeir tveir stóðu með kaffibolla í höndunum í fundarhléi: „Aha. He offered you the kiss of death.“ Hann bauð þér upp á koss dauðans.“ Að mati Styrmis segja þessi orð Geithners harla afdráttarlausa sögu um viðhorf Timothy Geithners til AGS. Deilan um AGS Neikvæð afstaða Davíðs Oddsson- ar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og manna sem standa honum nálægt er vel þekkt. DV hefur lagt drög að því að fá staðfestingu Geithners á þessum orðum sem eftir honum eru höfð. Þorvaldur Gylfason, hagfræði- prófessor gat um neikvæð viðhorf til sjóðsins í grein í Fréttablaðinu í gær, en hann er einn þeirra sem varið hef- ur aðgerðir sjóðsins og aðstoð þá sem hann getur veitt í efnahagshremm- ingum þjóðarinnar. „Ekki kemur á óvart að þeir, sem mesta ábyrgð bera á hruninu, reyni að skella skuldinni á sjóðinn. Hitt kemur meira á óvart, að fólk, sem ber enga ábyrgð á hrun- inu, skuli bergmála gamla gagnrýni á sjóðinn með há- reysti og reyna að draga hann til ábyrgðar á Seðlabankinn. Menn vissu allt en gátu ekkert gert, að mati Styrmis. Davíð hefði getað sagt af sér með þeim orðum að ekkert væri hlustað á viðvaranir hans. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að sá dagur komi þegar meira jafnvægi komist á mat fólks á verkum Davíðs Oddssonar, umdeildasta stjórnmálamanns á síðustu áratugum. Í Umsátrinu, nýrri bók sinni um banka- hrunið, segir Styrmir að Davíð hafi fyrst orðað það í nóvember 2005 að bankakreppa kynni að skella á íslensku þjóðinni. Dav- íð hafði þá varla verið tvo mánuði í starfi seðlabankastjóra. Styrmir er sannfærður um að meinsemdir hafi hreiðrað um sig í íslensku þjóðlífi á löngum tíma og talar um alvarleg sjúk- dómseinkenni. Þau virðast þó lítið tengd persónu Davíðs, sem tíðast er nefndur í bókinni. Þjóðfélag með alvarleg sjúkdómseinkenni „Á fundinum sagði Davíð Oddsson, sem þá hafði verið formaður bankastjórnar Seðlabankans í tæpa tvo mánuði, að íslenzka bankakerfið gæti hrunið.“ JóhAnn hAukSSOn blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Rithöfundurinn. Styrmir seg- ist fyrst, fyrir hálfri öld, hafa starfað á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og síðar á Morgunblað- inu, „fyrst í fjarlægð frá valdakjarna sam- félagsins en eftir því sem árin liðu sífellt nær honum og kannski um skeið verið hluti af honum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.