Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Page 12
12 föstudagur 20. nóvember 2009 helgarblað Til stendur að virðisaukaskattur hækki og aukin vörugjöld leggist á áfengi og bensín: Sætindi og bensín hækka Súkkulaðistykki sem kostar 150 krónur hækk- ar um 10 krónur í verði fari virðisaukaskatts- hækkun ríkisstjórnarinnar beint út í verðlag- ið. Nýr þriggja þrepa virðisaukaskattur, 7, 14 og 25 prósenta, verður tekinn upp. Í 7 prósenta þrepi verða matvörur, mjólk- urvörur, húshitun, tónlist, dagblöð, afnota- gjöld fjölmiðla og veggjöld. Þessir liðir taka ekki breytingum frá því sem nú er. Í nýja 14 prósenta þrepið færist veitingastarfsemi, sæl- gæti, kex, kökur og drykkjarvörur aðrar en áfengi. Á þessum vörum var áður 7 prósenta skattur. Almennur virðisaukaskattur færist úr 24,5 prósentum í 25 prósent en samanlagt eiga þessar breytingar að skila ríkissjóði 6 milljarða tekjuauka í ríkiskassann. Þá er gert ráð fyrir 10 prósenta hækkun á vörugjöldum á áfengi, tó- bak, bensín, díselolíu og bifreiðagjald. Þetta á að skila 2,5 milljörðum króna í kassann auka- lega. Samanlögð hækkun vegna kolefnisskatta og vörugjalda á bensín og díselolíu er talin nema 5 til 6 krónum á lítra. Verði frumvarpið samþykkt kemur breytingin til framkvæmda í tveimur áföngum; um áramótin og 1. mars. Hækkun virðisaukaskatts á sætindi þýðir að það sem kostar 150 krónur nú kostar 160 krónur eftir breytingar, renni hækkunin beint út í verðlagið. Það sem nú kostar 500 krónur kostar 33 krónum meira eftir hækkun og það sem kostar 1.000 krónur núna úti í búð kostar 1.065 krónur ef frumvarpið verður samþykkt. Hér til hliðar má sjá hvernig breytingin hef- ur áhrif á nokkrar vörutegundir. Miðað er við algengt verð í matvöruverslunum. baldur@dv.is Hækkun: 7 kr. Hækkun: 15 kr. Hækkun: 10 kr. Hækkun: 18 kr. Hækkun: 5–6 kr. Minni skattur á láglaunafólk Nýtt fyrirkomulag tekjuskatts hefur sáralítil áhrif á þá sem hafa meðal- eða lágar tekjur. Þeir sem hafa minna en 270 þúsund krónur á mánuði borga minni skatt vegna þess að persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur. Þeir sem hafa 330 þúsund krónur greiða liðlega 1.800 krónum meira ef frumvarpið verður samþykkt. Nýkynnt þriggja þrepa skattkerfi á tekjur einstaklinga þýðir að með- almaðurinn greiðir 1.770 krónum meira í skatt en hann gerir í dag. Hækkun persónuafsláttar þýð- ir að þeir sem hafa 270.000 krónur eða minna í mánaðarlaun fá meira útborgað ef lögin verða samþykkt á Alþingi. Þetta gildir einnig um hjón sem hvort um sig hafa 270.000 krón- ur á mánuði, eða samtals 540.000 krónur. Þeir sem hafa lægstu tekj- urnar, eða um 150.000 krónur á mánuði fá 2.000 krónum meira út- borgað verði frumvarp ríkisstjórnar- innar samþykkt. Lítil breyting fyrir tekjulága Laun sem eru lægri en 200.000 krónur á mánuði bera eftir sem áður 37,2 prósenta tekjuskatt. Þetta kallar ríkisstjórnin fyrsta skattþrep. Skatturinn skiptist þannig að ríkið fær 24,1 prósent en meðalútsvar til sveitarfélagsins nemur 13,1 pró- senti. Hækkun persónuafsláttar úr 42.205 krónum í 44.205 krónur þýðir að þeir lægst launuðu fá svo- litla kjarabót. Annað þrep felur í sér að 27 pró- senta skattur leggst á laun á bilinu 200 til 650 þúsund krónur. Að við- bættu útsvari nemur skatturinn 40,1 prósenti. Meðallaun á Íslandi eru samkvæmt Hagstofu Íslands um 330.000 krónur. Einstakling- ur sem hefur slík laun greiðir 37,2 prósent af fyrstu 200.000 krón- um launa sinna en 40,1 prósent af þeim 130.000 krónum sem eft- ir eru. Samtals greiðir hann 1.770 krónum meira í skatt ef frumvarpið verður samþykkt. Skattbyrðin eykst því frekar lítið hjá þeim sem hafa meðaltekjur eða lágar tekjur. Hátekjufólk greiðir meira Þeir sem hafa meira en 650.000 krónur í mánaðarlaun falla und- ir þriðja skattþrepið. Þriðja þrep ber 33,3 prósenta tekjuskatt og 13,1 prósents útsvar, samtals 46,4 pró- senta skatt. Þeir greiða þó jafnmik- inn skatt af fyrstu 200.000 krónum launa sinna og aðrir; greiða aðeins 46,4 prósenta skatt af tekjum um- fram 650.000 krónur. Sá sem hef- ur 750.000 krónur í mánaðarlaun greiðir 19.950 krónum meira en nú, ef frumvarpið nær fram að ganga, og sá sem hefur 950.000 krónur í mán- aðarlaun greiðir 37.750 krónum meira en nú. Skattbyrði þeirra eykst um 2,1 prósent. 117 milljarðar í kassann Í kynningu stjórnvalda kemur fram að í þeim tilvikum þar sem ein fyr- irvinna hefur yfir 650 þúsund krón- ur í mánaðartekjur sé möguleiki á því að sækja um að færa hluta tekna í lægra skattþrep. Hjón eða sambýlisfólk virðist ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að líða fyrir að vera bæði úti á vinnumarkaðn- um. Hjón sem hafa samtals 540.000 krónur í laun á mánuði greiða lægri tekjuskatt en þau gera í núverandi skattkerfi. Þá má geta þess að fjármagns- tekjuskattur hækkar úr 15 í 18 prósent. Fólk mun því geta haft 100.000 krónur í fjármagnstekjur á ári, án þess að borga af þeim skatt, en skattstofn leigutekna verður 70 prósent af framtöldum tekjum. Samanlagðar tekjur ríkisins af þessum sköttum nema 117 millj- örðum króna, miðað við núverandi forsendur. BALDur GuÐMunDSSOn blaðamaður skrifar baldur@dv.is 0–119 þúsund 0% 119–200 þúsund 24,1% 200–650 þúsund 27,0% 650+ þúsund 33,0% Útborgun fyrir breytingu Útborgun eftir breytingu 150.000 kr. 250.000 kr. 350.000 kr. 550.000 kr. 750.000 kr. 950.000 kr. BrúttóLAun BreytinG á útBOrGun núverandi kerfi Fyrir 37,20% Persónuafsl. útborgað 150.000 kr. 55.800 kr. 42.205 kr. 136.405 kr. 250.000 kr. 93.000 kr. 42.205 kr. 199.205 kr. 350.000 kr. 130.200 kr. 42.205 kr. 262.005 kr. 550.000 kr. 204.600 kr. 42.205 kr. 387.605 kr. 750.000 kr. 279.000 kr. 42.205 kr. 513.205 kr. 950.000 kr. 353.400 kr. 42.205 kr. 638.805 kr. *Frá dragast greiðslur í lífeyrissjóðir og/eða stéttarfélög nýtt tekjuskattkerfi tafla 1.þrep 2.þrep 3.þrep Eftir 37,20% 40,10% 46,10% Samtals: Persónuafsl. Útborgað 150.000 kr. 55.800 kr. 0 kr. 0 kr. 55.800 kr. 44.205 kr. 138.405 kr. 250.000 kr. 74.400 kr. 20.050 kr. 0 kr. 94.450 kr. 44.205 kr. 199.755 kr. 350.000 kr. 74.400 kr. 60.150 kr. 0 kr. 134.550 kr. 44.205 kr. 259.655 kr. 550.000 kr. 74.400 kr. 140.350 kr. 0 kr. 214.750 kr. 44.205 kr. 379.455 kr. 750.000 kr. 74.400 kr. 180.450 kr. 46.100 kr. 300.950 kr. 44.205 kr. 493.255 kr. 950.000 kr. 74.400 kr. 180.450 kr. 138.300 kr. 393.150 kr. 44.205 kr. 601.055 kr. *Frá dragast greiðslur í lífeyrissjóðir og/eða stéttarfélög Þeir sem hafa meira en 650.000 krónur í mán- aðarlaun falla undir þriðja skattþrepið. Þr ep as ki pt s ka tt ke rfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.