Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Qupperneq 30
30 föstudagur 20. nóvember 2009 helgarblað Það er oft þannig að vinsælustu lögin eru langt frá því að vera í uppáhaldi hjá listamönnunum sem flytja þau. Stundum er það jafnvel þannig að hljóm- sveitir og tónlistarfólk hreinlega hatar þessi lög og getur jafnvel alls ekki hugsað sér að spila þau aftur. en flYtJendurnIr hata Lögin sem við elskum nIrvana: smells lIke teen spIrIt Það er engum blöðum um það að fletta að lagið Smells Like Teen Spirit gerði Nirvana að heimsfrægri hljómsveit. En söngvara sveitarinnar, Kurt Cobain heitnum, þótti allt annað en vænt um lagið. Hann var alla tíð á móti meginstraumnum og þess vegna þoldi hann ekki lagið. Hann lét meira að segja hafa eftir sér að lagið væri „sellout“ og að það væri næstum því skömm að því að spila það. r.e.m.: shInY happY people Michael Stipe, söngvari hljómsveitarinnar, hefur alltaf talað eins og hann vildi að þetta lag hefði aldrei orðið til. En hann er of góður við áhangendur hljómsveit- arinnar til að viðurkenna það. „Ég myndi ekki segja að ég skammaðist mín fyrir lagið en áhrif þess á mig eru mjög takmörkuð,“ hefur hann sagt um lagið. Titill lagsins er tekinn af kínversku áróðursveggspjaldi sem kom út stuttu eftir atburðina á Torgi hins himneska friðar. prInce : nothIng compares 2 u Ekki allir vita að það var Prince sem samdi lagið Nothing Compares 2 U fyrir hljómsveit sína The Family árið 1985. Sinead O’Connor tók lagið svo upp á sína arma og gerði það að einu frægasta lagi heims fyrr og síðar. Þegar Sinead og Prince hittust svo eitt skipti eftir að lagið hafði slegið í gegn endaði það með slagsmál- um og írska söngkonan hrækti ítrekað á Prince. Hann hefur því aldrei verið sáttur við þá útgáfu lagsins sem heimurinn elskar. france gall: les sucettes France Gall gerði það meðal annars gott í Eurovision árið 1965 fyrir hönd Lúxemborgar. Gall, sem er frönsk, söng ári seinna lagið Les Sucettes og varð það eitt þekktasta lag hennar. Texti lagsins, sem er samið af Serge Gainsbourg, fjallar um unga stúlku sem hefur gaman af því að sjúga sleikipinna. Hægt var að lesa á milli línanna að í raun fjallaði textinn um munnmök og þegar Gall áttaði sig á því varð hún gjörsamlega miður sín. Hún neitaði að syngja lagið nokkru sinni aftur og fór í felur í lengri tíma. bobbY mcferrIn: don’t WorrY be happY Þvert á það sem margir eflaust halda er Bobby McFerrin menntaður í klassískri tónlist. Hann samdi þennan smell á aðeins einni klukku- stund sem varð óendanlega vinsæll og er enn í dag. Lagið vann til Grammy-verðlauna og George W. Bush notaði lagið í kosningaherferð sinni árið 1998. Um lagið segir McFerrin sjálfur: „Það er ekki það að ég elski ekki lagið. Lögin mín eru eins og börnin mín. Sum viltu hafa í kringum þig en önnur viltu bara senda í háskóla sem fyrst.“ madonna: lIke a vIrgIn Þótt lagið Like a Virgin hafi gert Madonnu heimsfræga getur hún ekki hugsað sér að flytja lagið nokkru sinni aftur. Þetta lét hún hafa eftir sér í útvarpsþætti einu sinni. „Ég er ekki viss um að ég geti nokkru sinni sungið Holiday eða Like a Virgin aftur. Ég bara get það ekki. Ekki nema að einhver myndi borgar mér svona 30 milljónir dala eða eitthvað í þá áttina.“ tom pettY and the heartbrea- kers: don’t do me lIke that Tom Petty og hljómsveitin hans The Heartbreakers eiga nokkra heimsfræga smelli en þeirra fyrsta vinsæla lag og lagið sem kom þeim á kortið er ekkert sérlega vinsælt hjá þeim sjálfum. Ástæðan er sú að lagið kom frá annarri hljómsveit sem Petty hafði verið í nokkrum árum áður og hann var aldrei neitt sérstaklega hrifinn af því. beastIe boYs: fIght for Your rIght (to partY) Þetta lag var alltaf ætlað sem grín hjá snillingunum í Beastie Boys. Almenning-ur fattaði það nú samt einhverra hluta vegna aldrei heldur tók laginu opnum örmum og varð það gífurlega vinsælt um allan heim. Meðlimir hljómsveitarinn-ar hafa opinberlega sagt að lagið sé ömurlegt. radIohead: creep Flestir tónlistarmenn væru ánægðir með að eiga jafn mikinn risasmell og Creep er. Það er þó önnur saga þegar áhorfendur á tónleikunum baula allan tímann þar til lagið er spilað. Það lætur tónlist- armönnunum líða eins og einhverri vél sem á að gera það sem henni er sagt. Svona lýsir Tom Yorke, höfundur lagsins, þessum smell sem Radiohead gerði. Hann hefur einnig sagt að það hafi alltaf verið nær tilgangslaust fyrir hljómsveitina að gera annað lag þar sem allir biðu alltaf eftir að heyra Creep. robert plant: staIrWaY to heaven „Led Zeppelin væri eflaust til enn þann dag í dag ef ekki væri fyrir þetta helvítis brúðkaups-lag,“ segir Robert Plant um lagið sem hann samdi. Hann sagði einnig við L.A. Times árið 1988: „Ég myndi fá útbrot ef ég þyrfti að spila Stairway to heaven á hverjum einustu tónleikum. Ég samdi textann árið 1977 og fannst lagið þá vera mikilvægt og gott. En núna, sautján árum seinna, er þetta bara ekki fyrir mig.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.