Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Blaðsíða 43
Sport 20. nóvember 2009 föStudagur 43 Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama Oxy tarmið 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Hönd Guðs Trúlega frægasta höndin í sögu fótboltans. Staðan var 0-0 í stórleik Argentínu og Englands þegar boltinn barst upp í loftið eftir misheppnaða hreinsun frá Steve Hodge. Pet- er Shilton markvörður Englands kom út og ætlaði að kýla boltann frá en Maradona náði að slæma hendinni í bolt- an og inn lak hann. Maradona hefur einnig svindlað á lyfjum en hann féll sem kunnugt er á lyfjaprófi á HM 1994. Skotinn í fótinn – haldið fyrir andlit Á HM 2006 var Brasilía að keppa við Tyrki. Brasilía fékk hornspyrnu og sparkaði einn leikmanna þeirra, í ein- hverjum pirringi, til Rivaldos. Boltinn fór í löppina á Ri- valdo sem henti sér niður og hélt fyrir andlitið. Dómar- inn gekk í gildruna og veifaði rauða spjaldinu framan í Tyrkjann. Snerting – beið í tvær sekúndur – henti sér niður – borinn af velli Glasgow Celtic var nýbúið að skora í sögufrægum 2-1 sigri á AC Milan þegar stuðningsmaður liðsins hljóp inn á völlinn og rétt kom við Dida sem stóð í marki AC Mil- an. Klárlega brá Dida alveg gríðarlega en hans fyrstu við- brögð voru að taka á sprett á eftir stuðningsmanninum. Þegar hann áttaði sig á því að hann myndi aldrei ná hon- um henti hann sér í grasið og var að lokum borinn af velli. Hann var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir leikaraskap- inn. Eiður Smári straujaður – Robben henti sér niður Chelsea og Liverpool hata ekki að mætast á knattspyrnu- vellinum. Okkar maður, Eiður Smári, fékk stungusend- ingu árið 2006 og náði boltanum á undan Pepe Reina markverði Liverpool sem straujaði Eið aftan frá. Dómar- inn kallaði hann til sín enda brotið gróft. Arjen Robben mætti á staðinn og skipti sér af – sagði einhver vel valin orð við Reina sem kom létt við vangann á Robben sem henti sér niður. Reina fékk rautt spjald og Robben hefur æ síðan verið hataður af stuðningsmönnum Liverpool. Gleymdi lyfjaprófinu Rio Ferdinand var boðaður í lyfjapróf 2003 en ákvað að mæta ekki. Sagðist hafa gleymt því af því hann var að flytja. Hann fékk að taka lyfjapróf hjá Manchester Unit- ed nokkrum dögum síðar og stóðst það. En knattspyrnu- samband Englands var hins vegar ekki ánægt og dæmdi hann í átta mánaða keppnisbann og sekt upp á 50 þús- und pund. Mútumaðurinn Bruce Grobbelaar fékk 40 þúsund pund fyrir að tapa leik með Liverpool gegn Newcastle 1994. Hann reyndi líka að tapa fyrir Manchester United en sá leikur endaði 3-3 sem kostaði Grobbelaar 125 þúsund pund. Þrátt fyrir að vera úthrópaður svindlari er hann enn gríðarlega vinsæll á Anfield. Frá skúrk í hetju Slaven Bilic var fordæmdur víða um heim eftir samskipti sín við Laurent Blanc. Blanc rétt kom við kassann á Bilic þegar sá síðarnefndi henti sér niður, greip um andlitið og orgaði mikið sársaukavein. Blanc fékk rauða spjaldið og missti þar af leiðandi af úrslitaleiknum 1998. Bilic hætti skömmu síðar í fótbolta sem einn óvinsælasti leikmaður allra tíma en hefur allt í einu dúkkað upp sem einn efni- legasti þjálfari síðari ára. Hönd djöfulsins Thierry Henry lagði boltann fyrir sig með hendinni, kom honum fyrir markið þar sem William Gallas skoraði jöfnunar- mark Frakka sem skaut þeim á HM. Thierry Henry var staðinn að svindli þegar Frakkar tryggðu sér sæti á HM. Henry lagði boltann fyrir sig með hendinni en hefur viðurkennt brot sitt. Henry er ekki fyrsti knattspyrnumaðurinn sem svindlar í leik því menn hafa reynt að bæta frammistöðu sína með leikaraskap, lyfjagjöf og mútum í gegnum árin. Svindlarar á vellinum Hönd Guðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.