Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Qupperneq 50
Apple uppfærir iMAc Apple hefur uppfært iMac-tölvur sínar og er hægt að fá þær í tveimur stærðum með 21,5 tommu skjá eða 27 tommu skjá. Minni týpan skartar 3.06 GHz Intel Core 2 Duo örgjörva en hægt er að fá stærri týpuna með 2.66 GHz Intel Core i5 quad-core eða fjögurra kjarna örgjörva. Með iMac fylgir hin nýja mús Apple, Magic Mouse, auk þráðlauss lyklaborðs. iFixit.com er bandarísk vefsíða sem sérhæfir sig í að veita almenn- ingi mjög ítarlegar leiðbeiningar varðandi viðgerðir og uppfærslur á Apple-vélbúnaði. Það er kannski ekki fyrir hvern sem er að taka í sundur viðkvæman rafeindabún- að en fyrir handlagna er hægt að spara töluverðar fjárhæðir með þessu móti, þolinmæði og skipu- lag er allt sem til þarf. Á síðunni er til dæmis hægt að skoða eða sækja leiðbeiningar sem sýna skref fyrir skref með myndum hvernig skal skipta um móðurborð í Apple- ferðatölvu eða setja nýjan skjá í iPhone-síma. Vefsíðan veitir einn- ig upplýsingar um hvaða verkfæri séu nauðsynleg og hvernig sé best að standa að því að raða skrúfum og öðrum smáhlutum þannig að auðvelt sé að setja allt saman aft- ur. Hægt er að kaupa þá varahluti sem nauðsynlegir eru í gegnum síðuna og fá þá senda til Íslands. iFixit.com hefur hlotið mikið lof síðustu árin frá miðlum sem fjalla um tölvur og tækni víðs vegar um veröldina. iFixit býður upp á ítarlegar leiðbeiningar fyrir þá sem þora: Viðgerðir á eigin spýtur rAfbækur á uppleið Það verður sífellt vinsælla að lesa rafbækur (E-books). Flest bókaforlög erlendis hafa gefið út slíkar bækur undanfarin ár samhliða hinu hefðbundna prentformi og mörgum finnst þægilegra að kaupa þannig og sækja bækur eftir sína uppá- haldshöfunda beint af netinu og að auki hafa allt bókasafnið sitt í lestölvunni sinni. Lestölvur seljast nú sem heitar lummur út um allan heim og er t.d. hægt að nálgast þær í gegnum hinar stóru sölusíður Amazon.com og ebay.com lg gD910 LG hefur sett á markað í Evrópu armbandssíma með snertiskjá. Í símanum má finna myndavél, tónlistarspilara, 3G, Blátönn og einnig er hægt að gefa raddskipanir. Umfjallanir hafa allar verið á sama veg, þér mun líða eins og James Bond þegar þú hefur skipt út gamla armbandsúrinu fyrir LG GD910. UMsJón: páLL svAnsson, palli@dv.is Töluverð eftirvænting hefur ríkt undanfarna mánuði í Bandaríkj- unum varðandi hina nýju síma- þjónustu Google sem kallast Voice. Google Voice er eins og er á tilrauna- og þróunarstigi og aðeins takmark- aður fjöldi notenda hefur fengið að- gang meðan helstu vandamálin eru löguð og nýir þættir þjónustunnar prófaðir. Helsta aðdráttarafl Google Voice eru frí símtöl og SMS innan Banda- ríkjanna og eitt símanúmer fyrir lífstíð, fyrir alla símana þína! Voice er í raun þín eigin símstöð, eða skiptiborð, og lætur þér í té síma- númer sem þaðan í frá er samtengt öllum þeim númerum sem þú not- ar dagsdaglega, í vinnunni, far- símanum og heimasímanum. Þau númer geta breyst frá ári til árs en það er einfalt mál að aftengja eða tengja nýtt númer við Voice-þjón- ustuna. Möguleikar Voice Voice býður upp á SMS og talhólf líkt og hefðbundnar símaþjónustur. Það er bæði hægt að nálgast skilaboðin í gegnum vafra eða fá þau áframsend í farsímann. Talhólfsþjónustan hef- ur einnig þá möguleika að umbreyta raddskilaboðum í texta og senda sem vefpóst eða í farsímann sem SMS eða jafnvel beina símtölum frá ákveðnum aðilum beint í talhólfið. Voice býður einnig upp á frí SMS- skilaboð og mjög ódýr símtöl milli landa. Viðmót Helsta viðmót þjónustunnar verð- ur til að byrja með í gegnum síma með raddskipunum en vefviðmót Voice er í örri þróun. Það er ekki ólíkt Gmail-viðmóti Google, skipt niður í flokka eins og SMS, talhólf, símtöl út, símtöl inn og símtöl sem ekki hefur verið svarað. Hægt er að leita í SMS- skilaboðum og talhólfsskilaboðum sem hefur verið umbreytt í texta og merkja þau líkt og í Gmail. Google hefur þegar gefið upp að fullrar samhæfingar við Gmail sé að vænta í náinni framtíð og verð- ur þá hægt að nota eitt viðmót fyrir vefpóst, símtöl, textaskilaboð og tal- hólf. Voice um allan heim Til að byrja með verður aðeins boð- ið upp á Google Voice innan Banda- ríkjanna en vitað er að Google stendur þessa dagana í samningum við ýmis símafyrirtæki í heiminum um aðgang að kerfum þeirra. Tæp- lega ein og hálf milljón Bandaríkja- manna notar Voice eins og er og tal- ið er að gífurlegur fjöldi komi til með að nýta sér þjónustuna þegar hún verður loks gerð aðgengileg fyrir al- menning. Það er því líklegt að sum fyr- irtæki séu efins um kosti þess að veita Google aðgang þar sem það gæti dregið úr þeirra eigin hagn- aði. Þannig vakti mikla athygli þeg- ar Apple-fyrirtækið lokaði fyrir notk- un á sérstöku Google Voice-forriti fyrir iPhone-síma fyrr á árinu án raunhæfra útskýringa, sem kannski bendir til þess að um þrýsting hafi verið að ræða frá AT&T, símafyrir- tækinu sem Apple hefur haft samn- ing við frá upphafi. Eins og er býður Google aðeins upp á sérstök Voice- hringiforrit fyrir Blackberry og And- roid-síma. Fyrir aðra farsíma er hægt að nota veflægt forrit eða hringja fyrst í Voice-númerið sem gefur síð- an þann möguleika að hringja frítt í önnur númer. palli@dv.si Nánari upplýsingar má finna á: http://googlevoiceblog.blogspot. com/ 50 föstuDAgur 20. nóvember 2009 helgArblAð Tölvan í pörtum Það þarf styrkar hendur í það að rífa sundur og setja saman aftur. Almenningur í Bandaríkjunum hefur tekið Google Voice opnum örmum en stóru símafyrirtækin vestanhafs eru að uppgötva sér til skelfingar að þau verði að koma til móts við nýja tækni sem gerir kleift að veita nánast fría síma- þjónustu fyrir alla. eitt núMer fyrir lífstíð Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.