Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Qupperneq 8
Að verA Ögmundur n Ekki er það alveg tekið út með sæld- inni að vera Ögmundur Jónasson þessa dagana. Enda er hann maður sem berst fyrir ráðherrasæti sem hann kastaði frá sér fyrir nær ári. En þeir sem hugsa djúpt um mannleg sam- skipti og trúverð- ugleika eru þess vissir að þótt Ög- mundur telji sjálfur að hann hafi haft erindi sem erfiði sé innganga hans í núverandi ríkisstjórn háð marg- víslegum skilyrðum. Hann sé í raun búinn með brotthlaupskvóta sinn og verði nú að fylgja flokkslínunni með meiri aga en hingað til. Meðal stjórn- arliða er nú hvískrað að „órólega deildin“ innan VG sé á skilorði. villikettir – heimiliskettir n Gárungarnir eru fljótir að sjá skondnar hliðar á pólitíkinni og draga hana sundur og saman í háði og spotti. Kristján L. Möller fráfarandi samgönguráðherra sló á létta strengi þegar fréttamenn spurðu hann hvort ekki væri sársaukafullt að standa upp úr ráðherrastóli. Hann hélt varla en rifjaði upp ummæli Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra um að samstarfið við VG í stjórnarmeirihlut- anum væri eins og að smala köttum. Þetta fór afar illa í „órólegu deildina“ á sínum tíma. Kristján L. spurði í þessu sambandi hvort verið væri að skipta út blíðum heimilisköttum fyrir villiketti. steinhÖrð gAgnrýni n Guðmundur Ólafsson hagfræðing- ur sendi tilteknum hagfræðingum og spunamönnum tóninn á Rás 2 og sakaði þá um að blanda saman skoð- unum sínum inn í hreina hagfræði. Meðal annars með því að heimta að áfengi og tóbak verði tekið út úr vísi- tölunni og að halda því að fólki að lán hækki þegar krónan fellur í verði. Hið sanna sé að lánin standi í stað á meðan gjaldmiðilinn rýrni. Auk þess varði hagfræðinga ekkert um skoðan- ir manna á neyslu, hvort heldur það er áfengisneysla eða harðfiskát. Víst er talið að sendingin hafi verið ætluð Ól- afi Ísleifssyni, Jóni Þór Sturlusyni og Ólafi Arnarsyni skríbent á Pressunni. „Þó Að peningAnA skorti… “ n Ljósanótt var sett formlega í Reykja- nesbæ síðastliðinn fimmtudagsmorg- un. Börn slepptu blöðrum og sitthvað fleira skemmti- legt var gert. Árni Sigfússon bæj- arstjóri stjórnaði við þetta tækifæri fjöldasöng. Kom þar sögu að Árni fór fyrir söng Rúnars Júlíus- sonar við texta Þorsteins Eggertssonar þar sem finna má efirfarandi: „Þó að peningana skorti getur hamingjan oft gert menn æði ríka.“ Þegar gestir meðtóku boð- skap textans gátu margir þeirra ekki stillt sig og skelltu upp úr. Svo vill til að Reykjanesbær er nær gjaldþrota og á bæjarstjórinn varla peninga til dag- legra útgjalda sveitarfélagsins. sandkorn 8 fréttir 3. september 2010 föstudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs Thors Björgólfssonar, neit- ar að gefa það upp hvaða starfs- menn Novators það voru sem héldu utan um fimm prósenta hlut í félag- inu Given shire Equities Limited sem Björgólfur átti fimm prósenta hlut í. Givenshire, sem skráð var í Lúxem- borg, var félagið sem hélt utan um eignarhlut Björgólfs í eignarhaldsfé- laginu Samson, móðurfélagi Lands- bankans. Samson átti 41 prósents hlut í Landsbanka Íslands og var kjölfestu- fjárfestir í bankanum og ráðandi aðili frá 2003 til ársins 2008. Ástæðan fyrir því að eignarhaldið á Givenshire gæti skipt máli er sú að ef Björgólfur Thor hefði átt 20 prósent eða meira í Landsbankanum í gegn- um Samson hefði verið litið á hann sem tengdan aðila í bankanum. Líkt og fram kom í frétt Ríkissjónvarpsins í fyrrasumar báru stjórnendur Lands- bankans, þeir Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, því við, þeg- ar þeir voru spurðir hvort þeir ótt- uðust niðurstöðu Fjármálaeftirlits- ins í rannsókn stofnunarinnar um hvort Landsbankinn hefði farið fram úr reglum um áhættuskuldbindingar til tengdra aðila, að Björgólfur hefði ekki verið tengdur aðili þar sem hann hefði hvorki átt 20 prósent í bankan- um né setið í stjórn. Niðurstaðan var því sú, samkvæmt frétt RÚV, að stjórn- endur Landsbankans hefðu ekki litið á Björgólf sem tengdan aðila sam- kvæmt reglum bankans. Rannsókn Fjármálaeftirlitsins Í umræddri frétt RÚV var fjallað um lánveitingu frá Landsbankanum í Lundúnum upp á 43 milljarða króna til félags í eigu Björgólfs Thors sem heitir Novator Pharma árið 2007. Lánið var það langstærsta í lánabók Landsbankans þar í borg. Sú lánveiting var sett í samhengi við rannsókn Fjármálaeftirlitsins á því hvort lánveitingar Landsbankans til eigenda bankans hefðu farið fram yfir lögbundin mörk um hámarks- lánveitingar til tengdra aðila. Sam- kvæmt lögum um fjármálafyrirtæki má þessi áhætta vegna tengdra aðila ekki fara yfir 25 prósent af eiginfjár- grunni banka. Í kjölfarið var það haft eftir fyrrverandi stjórnendum bank- ans að þeir óttuðust ekki niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins þar sem Björgólf- ur hefði ekki átt yfir 20 prósent í bank- anum og ekki verið stjórnarmaður í honum. Fimm prósenta eignarhald starfs- manna Novators, sem Ragnhildur hefur staðfest, þýddi að óbeinn eign- arhlutur Björgólfs í Landsbankanum var kominn niður fyrir 20 prósent. Skilgreiningin á því hvort Björgólfur var tengdur aðili í Landsbankanum eða ekki hangir því á því hvernig eign- arhaldinu á Givenshire var háttað. Nöfnin ekki gefin upp DV leitaði eftir svörum hjá Ragn- hildi við þeirri spurningu hvort Björ- gólfur hefði átt Givenshire einn eða hvort aðrir aðilar hefðu átt í félaginu með honum. Eftir nána eftirgrennsl- an svaraði Ragnhildur spurning- unni þannig að Björgólfur hefði allt- af átt meirihluta í félaginu en að lítill hluti hefði verið í eigu annarra aðila. „Björg ólfur Thor hefur alltaf átt lang- stærstan hluta Given shire einn. Um tíma átti félag í eigu nokkurra starfs- manna Novators lítinn hluta,“ sagði hún. Þegar Ragnhildur var spurð að því hversu stóran hluta Björgólfur hefði átt og hversu stór hluti hefði verið í eigu starfsmanna Novators sagði hún: „Þetta félag í eigu starfsmanna Nova- tors átti aðeins lítinn hlut, bara nokk- ur prósent, og líklega um 5% þegar mest var.“ Þegar þarna var komið sögu lá því ljóst fyrir að Björgólfur hefði átt 95 prósent í félaginu á móti félagi starfs- manna Novators. Því lá beint við að spyrja Ragnhildi hvaða starfsmenn Novators hefðu átt í Givenshire. Hún vildi ekki veita þessar upplýsingar: „Þetta var félag í eigu nokkurra starfs- manna Novators. Ég gef ekki upp nöfn þeirra.“ Þegar Ragnhildur var spurð af hverju hún vildi ekki gefa upp nöfn þessara starfsmanna sagði hún: „Starfsmenn Novators hafa ekki verið ein föst stærð í gegnum tíðina, þarna hafa menn komið og farið. Það er al- gjörlega ástæðulaust að tíunda nöfn þeirra sem áttu aðild að félagi sem átti mest 5% í Givenshire.“ Þessar upplýsingar þýða því að fé- lag sem var í eigu starfsmanna Björg- ólfs gerði það að verkum með eignar- haldi sínu á Givenshire að Björgólfur var ekki skilgreindur sem tengdur að- ili samkvæmt reglum Landsbanka Ís- lands og gat þess vegna fengið meiri og greiðari aðgang að lánum frá bank- anum. Ekki liggur fyrir, þar sem upp- lýsingar um nöfn þessara starfsmanna Novators fást ekki gefin upp, af hverju þessir starfsmenn Björgólfs ákváðu að eignast 5 prósenta hlut í Given shire Equities Limited. Hins vegar er ljóst að þetta eignarhald þessara starfs- manna hafði góð áhrif fyrir Björgólf Thor og gerði það að verkum að staða hans innan Landsbankans var ákjós- anlegri fyrir vikið þar sem hann var ekki skilgreindur sem tengdur aðili. iNGi F. viLhJÁLMSSoN fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Þetta félag í eigu starfsmanna Novators átti aðeins lítinn hlut, bara nokkur prósent, og líklega um 5% þegar mest var. áttu LEYNIHLut Í LaNdsbaNkaNum Björgólfur Thor Björgólfsson átti minna en 20 prósent í Landsbanka Íslands fyrir hrun vegna þess að starfsmenn hans héldu utan um 5 prósenta eignarhlut í félaginu sem átti hlutabréfin. Ekki hefur fengist gefið upp um hvaða starfsmenn ræðir. Við þetta fór óbeint eignarhald Björgólfs í bankanum niður fyrir 20 prósent. Traustir starfsmenn Eignarhald starfsmannaBjörgólfsThorsá hlutabréfumífélagihanssemhéltutan umeignhansíSamson,móðurfélagi Landsbankans,gerðiþaðaðverkumað ekkivarlitiðáhannsemtengdanaðila. FU RS TY NJ AN Söfnunarstell 13 teg. á lager - Pöntum inn í enn fleiri stell Hnífaparatöskur f/12m. 72 hlutir margar gerðir Hitaföt - margar gerðir Líttu á www.tk.is ÍTALSKUR KRISTALL K r i n g l u n n i - S í m i : 5 6 8 9 9 5 5 40 ára Vörur á verði fyrir þig Ótrúlegt glasaúrval á frábæru verði Verum vinir á - mikið úrval RÚMFÖT afsláttur Fallegar gjafir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.