Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Page 10
10 FRÉTTIR 3. september 2010 FÖSTUDAGUR TÖLVUBRÉF STAÐFESTA ORÐ PÁLMA UM OFMAT Tölvupóstar sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum staðfesta að helstu stjórnendur og eigendur FL Group ofmátu þær eignir vísvitandi sem settar voru inn í eignarhalds- félagið Northern Travel Holding árið 2008. Blaðið fjallaði um málið á fimmtudaginn og mun halda því áfram næstu vikurnar. Vísar blað- ið meðal annars til þeirra orða Jóns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra hjá FL Group, í einum tölvupóst- inum að mikilvægt sé að viðskiptin muni „líka meika sens út á við“. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra hefur rannsakað North- ern Travel Holding viðskiptin í lengri tíma en enginn hefur enn ver- ið ákærður í málinu. Í stuttu máli máli gengur North- ern Travel Holding fléttan út á það að árið 2006 seldu FL Group og Fons danska flugfélagið Sterling, Iceland Express, Astreus og tvö önnur félög á 28 milljarða króna til Northern Tra- vel Holding, sem einnig var í eigu fé- laganna tveggja. Þetta er sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að einung- is rúmu ári áður hafði Fons keypt Sterling á fimm milljarða króna og selt FL Group félagið svo aftur á 14,6 milljarða nokkrum mánuðum síð- ar. Talið er að tilgangur Sterling-við- skiptanna hafi verið að búa til gríð- arlegan hagnað á pappírunum fyrir Fons og FL Group þrátt fyrir að verð- mæti Sterling hafi ekki endurspegl- ast í kaupverðinu. Hugsanlegt er að eigendur FL Group og Fons hafi inn- leyst mikinn hagnað persónulega af viðskiptunum. Samkomulagið „FL Midnight“ Í umfjöllun Viðskiptablaðsins seg- ir orðrétt um inntakið í greininni: „Tölvupóstsamskipti milli helstu stjórnenda FL Group sýna að eignir sem settar voru inn í Northern Tra- vel Holding í lok árs 2006 voru vís- vitandi ofmetnar til að sýna fram á blekkjandi eignarstöðu á efnahags- reikningi þeirra félaga sem að við- skiptunum komu. Á meðal þeirra eigna sem færðar voru þangað yfir voru danska flugfélagið Sterling og Iceland Express.“ Þar segir meðal annars að Hann- es Smárason, stjórnarformaður FL Group, og Pálmi Haraldsson, eig- andi Fons, hafi ákveðið að FL Group myndi kaupa Sterling á 15 millj- arða króna á kvöldfundi sem hald- inn var 16. október árið 2005. Sam- komulagið gekk undir nafninu „FL Midnight“. Verðmat Sterling hafði þá hækkað um 10 milljarða króna á nokkrum mánuðum. Pálmi sagðist þurfa að axla ábyrgð Umfjöllun Viðskiptablaðsins sýn- ir fram á það með traustum hætti, byggðum á gögnum, hvernig eig- endur og stjórnendur FL Group og Fons stjórnuðu verðmatinu á eign- unum sem seldar voru til og frá fé- lögunum í Sterling- og Northern Travel Holding-viðskiptunum með handafli. Pálmi Haraldsson í Fons gekkst að sumu leyti við því að þetta hefði einmitt verið raunin í viðtali við DV fyrr á árinu. Fyrst reyndi Pálmi að halda því fram að markaðurinn í heild, en ekki fjárfestarnir sem áttu í viðskiptunum, hefðu stjórnað því að verðmat fyrirtækja á Íslandi var eins hátt og raun bar vitni. Pálmi dró svo í land og viðurkenndi að viðskipti hefðu oft verið stunduð þannig að fyrirtækin voru metin of hátt þegar þau voru seld. Meðal annars sagði hann: „Já, við fórum fram úr okkur að því leytinu til að viðskipti voru stunduð með alltof háum margföld- unarstuðli. Ef það er það sem þú ert að leita eftir þá er svarið já.“ Brot úr viðtalinu við Pálma, þar sem hann ræðir um Northern Tra- vel Holding viðskiptin, fylgir hér á eftir. Umfjöllun Viðskiptablaðsins um Sterling- og Northern Travel Holding-viðskiptin sýnir fram á hvernig Fons og FL Group of- mátu eignir sem skiptu um hendur í viðskiptum þeirra. Tilgang- urinn var að fegra stöðuna á efnahagsreikningi félaganna sem stóðu í viðskiptunum. Pálmi Haraldsson hefur gengist við því í viðtali við DV að eignir hafi verið ofmetnar í Northern Travel Holding viðskiptunum. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Það var bara markaðurinn í heild sinni. Blaðamaður: „En þið brugðust af því að þið stunduðuð siðferðilega vafasöm viðskipti. Þú sagðir það sjálfur áðan.“ Pálmi: „Kannski var það of djúpt í árinni tekið hjá mér. En eftir á að hyggja er ég ekki í nokkrum vafa um að menn fóru fram úr sér. Og ég held að allir eigi þar hlut að máli sem voru í viðskiptum hvort sem þeir voru inni í bönkum eða annars staðar í atvinnu- lífinu. Margföldunarstuðlarnir sem notaðir voru til að reikna virði fyrirtækja á þessum árum, 2002 til 2008, þá skiptir engu máli hvort það var sjoppa á Bústaðaveginum eða Iceland Express, standast ekki skoðun. Það var út úr kortinu hvernig fyrirtækin voru verðmetin. En við skulum hafa það í huga að þetta var ekki séríslenskt fyrirbæri. Það sem gerir Ísland svo sérstakt er þessi tilhneiging íslensku bankanna til að sækja sér fjármagn hjá erlendum sparifjáreigendum í miklum mæli.“ Blaðamaður: „Þið brugðust að því leytinu til að þið misnotuðuð það frelsi sem þið höfðuð á markaði, er það ekki?“ Pálmi: „Ég er ekki sammála því að við höfum misnotað það. Þetta voru þeir stuðlar sem voru í gangi þá ...“ Blaðamaður: „En þið bjugguð til þessa stuðla.“ Pálmi: „Nei, það er bara framboð og eftirspurn sem stjórnar verðinu.“ Blaðamaður: „Hver stjórnaði eftirspurninni? Pálmi: „Það var bara markaðurinn í heild sinni.“ Blaðamaður: Og hverjir stjórna markaðnum? Eru það ekki fjármagnseigendurnir og þeir sem eiga fyrirtækin sem stjórna eftirspurninni á markaði? Þið voruð stærstu aðilarnir á markaði. Þið áttuð Ísland. Þið bjugguð þessa bólu til. Þeir sem voru ráðandi aðilar í bönkunum og viðskiptalífinu.“ Pálmi: „Auðvitað er það þannig að ráðandi aðilar í bönkunum og í atvinnulífinu höfðu langmest áhrif á hvernig staðan var orðin. Svo ertu með eftirlitsaðilana ...“ Blaðamaður: „Þeir brugðust líka, að sjálfsögðu. Þetta getur farið saman.“ Pálmi: „Ef bindiskylda bankanna hefði verið aukin heldur þú þá ekki að það hefði haft áhrif á eftirspurnina á markaði og þar með verðmyndun?“ Blaðamaður: „Já, en þetta getur farið saman. Þið brugðust líka. Þú ert búinn að segja að þið hafið farið fram úr ykkur.“ Pálmi: „Já, við fórum fram úr okkur að því leytinu til að viðskipti voru stunduð með alltof háum margföldunarstuðli. Ef það er það sem þú ert að leita eftir þá er svarið já. Ég myndi ekki kaupa fyrirtæki í dag á margföldunarstuðlinum 30 eða 50. Það myndi enginn gera það. Um þetta snýst punkturinn. En við skulum aldrei gleyma því að þetta fer algerlega eftir framboði og eftirspurn og þetta er það verð sem var í gangi. Og aldrei gleyma því að við fórum eftir þeim reglum sem voru í gildi á þeim tíma.“ Eignabólan stóðst enga skoðun Blaðamaður: „En ertu ekki sammála því að það voru stórir aðilar á markaði, bank- arnir, eigendur bankanna, eigendur stóru fyrirtækjanna og eignarhaldsfélaganna, sem bjuggu til framboðið og eftirspurnina á markaði, meðal annars með því að eiga í innbyrðis viðskiptum sín á milli, eins og í Northern Travel Holding þar sem flugfélag er selt þrisvar á milli sömu aðilanna á uppsprengdu verði í hvert skipti?“ Pálmi: „Eins og þú setur þetta upp núna, þá jú, við verðum að axla okkar ábyrgð í þessum málum. Við brutum engin lög en það er alveg ljóst að við fórum fram úr okkur.“ ÚR VIÐTALI DV VIÐ PÁLMA Í MARS Ofmátu eignir Umfjöllun Viðskiptablaðsins sýnir fram á hvernig Pálmi Haraldsson og stjórnendur FL Group ofmátu eignir vísvitandi í Sterling- og Northern Travel Holding-viðskiptunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.