Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 40
40 ára á Laugardag 40 ÆttfrÆði umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 3. september 2010 föstudagur Erla Kristjana Hafliðadóttir veitingakona á Patreksfirði Erla fæddist að Hvallátrum og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf þess tíma. Hún fékk sitt barnaskóla- nám í farskóla. Erla starfaði mikið utan heimilis eftir að hún gifti sig og hefur gjarnan haft mörg járn í eldinum. Árið sem elsta barnið þeirra hjóna fermdist kom eiginmaður hennar í land vegna heilsubrests. Hann var heima við en studdi konu sína í hverju því sem hún tók sér fyrir hendur og Erla vann við það sem til féll. Hún sótti fisk- matsnámskeið og öðlaðist réttindi fiskmatsmanns og verkstjóra, var um tíma verkstjóri í frystihúsi Magnús- ar Guðmundssonar á Patreksfirði, var kokkur tvö sumur á togaranum Guðmundi í Tungu og vann auk þess á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði af og til. Erla var matráðskona í Breiðuvík þrjú sumur á árunum 1957-60 og á góðar minningar þaðan. Erla tók við matsölunni Sólbergi á Patreksfirði á miðjum sjöunda áratugnum og rak hana með Krist- jáni manni sínum árum saman. Við bættist gisting sem síðan varð Gisti- hús Erlu, Brunnum 14, sem hún á og rekur enn. Frá 1983 var Erla samfellt einnig vökukona á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði, nú Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar, en lét af þeim störf- um fyrir tíu árum vegna aldurs, þeg- ar hún varð sjötug. Erla hefur tekið virkan þátt í fé- lagsmálum. Hún er félagi í Slysa- varnafélaginu og Kvenfélaginu, starf- aði með Leikfélagi Patreksfjarðar frá upphafi, lék mörg hlutverk í upp- færslum félagsins, sat í stjórn þess og varð heiðursfélagi þess 1986, hef- ur starfað í Briddsfélag Patreksfjarð- ar og gerir enn, var stjórnarmaður í Bridds- og taflfélaginu, eins og það hét áður, og hefur tekið þátt í fjöl- mörgum briddskeppnum. Erla tók þátt í hreppapólitík og landspólitík á árum áður, gekk ung í Framsóknarflokkinn, var um tíma varamaður í hreppsnefnd og vann að nefndarstörfum innan hreppsins, þ. á m. í Sjómannadagsráði í tíu ár. Erla var sæmd orðu Sjómanna- dagsráðs. Fjölskylda Erla giftist 21.9. 1948 Kristjáni Jó- hannessyni, f. í Höfðadal í Tálknafirði 26.9. 1921, d. 2.11. 1986, sjómanni. Foreldrar hans voru Jóhannes Krist- ófersson bóndi og Kristín Ólafsdóttir húsfreyja sem bjuggu í Höfðadal og síðan í Hjallatúni í Tálknafirði. Börn Erlu og Kristjáns: Erlendur, f. 26.6.1949, rafverktaki og sjómaður á Patreksfirði, kvæntur Sigríði Karls- dóttur hjúkrunarforstjóra; Kristín, f. 11.9.1950, sölufulltrúi í Reykjavík, var fyrst gift Birgi Harðarsyni sem er lát- inn, deildarstjóra hjá Eimskipafélagi Íslands, en seinni maður Kristínar er Páll Pampichler Pálsson tónskáld; Ól- afur Arnar, f. 8.2. 1952, mjólkurfræð- ingur í Reykjavík, kvæntur Svanhvíti Bjarnadóttur skrifstofumanni; Bára, f. 22.12. 1953, d. 7.5. 2005, þroska- þjálfi í Kópavogi, hún var gift Kristj- áni Geir Arnþórssyni kerfisfræðingi; Björn, f. 31.3.1960, d. 13.4. 2008, kjöt- iðnaðarmeistari á Blönduósi; Jökull, f. 21.6. 1964, beitningamaður í Þor- lákshöfn; Björk, f. 30.12.1965, sjúkra- liði í Garðabæ, gift Andra Kristni Karlssyni lækni. Barnabörn og langömmubörn Erlu eru orðin þrjátíu og sjö talsins en eitt barnabarnið, Kristján Rafn Erlendsson, er látinn. Systur Erlu eru Anna, f. 29.6. 1927, húsmóðir á Patreksfirði, gift Árna Helgasyni, fyrrv. bónda í Neðri-Tungu og eiga þau níu börn; Ólöf Þórunn, f. 16.4. 1932, hjúkrun- arfræðingur í Reykjavík, gift Þórði Guðlaugssyni vélstjóra og eru þeirra börn fjögur. Foreldrar Erlu voru Hafliði Hall- dórsson f. 6.10. 1899, d. 5.7. 1987, bóndi á Hvallátrum í Rauðasands- hreppi, og Sigríður Filippía Erlends- dóttir f. 13.4. 1901 d. 29.3. 1982, hús- freyja. Ætt Hafliði var sonur Halldórs Benja- mínssonar, b. í Keflavík á Rauða- sandi, og Önnu Jónsdóttur. Móðir Erlu var Sigríður Filippía, dóttir Er- lends Kristjánssonar, b. á Siglunesi á Barðaströnd og síðar útvegsb. og vitavarðar á Hvallátrum, og Stein- unnar Ólafsdóttur Thorlacius. Erla tekur á móti gestum í Félags- heimili Patreksfjarðar laugardaginn 4.9. milli kl. 16 og 18 og vonar að hún sjái sem flesta. 80 ára á föstudag Ásta Valdís fæddist á Akureyri en ólst upp á Blönduósi til sextán ára aldurs. Þá flutti hún í Stykkishólm og var þar búsett til 2009 er hún flutti á Seltjarnarnesið. Hún var í Grunnskólanum á Blönduósi, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Ármúla vorið 1990, stund- aði fjarnám við Kennaraháskóla Íslands og lauk þaðan prófum sem leikskólakennari vorið 2001. Ásta Valdís vann í kaupfélaginu á Blönduósi og í sláturhúsinu þar á unglingsárunum en hefur starf- að við leikskóla frá 1995, fyrst leik- skólann í Stykkishólmi en starfar nú við leikskólann á Seltjarnarnesi. Fjölskylda Börn Ástu Valdísar eru Ólöf Birna Rafnsdóttir, f. 31.10. 1991; Ragn- heiður Erla Rafnsdóttir, f. 6.9. 1993; Garðar Þór Rafnsson, f. 2.11. 2000. Systkini Ástu Valdísar eru Katr- ín Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 23.9. 1969, sjúkraþjálfi við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri, búsett í Kristsnesi við Eyjafjörð; Arthur Garðar Guðmundsson, f. 30.10. 1973, starfsmaður við álverið í Straumsvík, búsettur í Grafarvogi. Foreldrar Ástu Valdísar eru Guðmundur Garðar Arthursson, f. 23.11. 1947, starfsmaður við Ari- on banka, búsettur á Seltjarnar- nesi, og Katrín Ólöf Ástvaldsdótt- ir, f. 21.2. 1949, skrifstofumaður hjá SFR. Ásta Valdís Guðmundsóttir leikskólakennari á seltjarnaresi 30 ára á föstudag Ágústa fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breiðholtinu og í Árbæn- um. Hún var í Seljaskóla, stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breið- holti og lauk þaðan sveinsprófi í snyrtifræði, stundaði síðan nám við Tækniskóla Íslands og lauk þaðan meistaraprófi 2010. Ágústa hefur starfað á ýmsum snyrtistofum, s.s. Xanadú, Gyðj- unni, Rós og Mist. Hún er nú versl- unarstjóri í gluggatjaldaverslun og hefur starfrækt sína eigin snyrti- stofu, Heilsu og hamingjulindina, í Lágafellslaug í Mosfellsbæ, frá 2008. Fjölskylda Unnusti Ágústu er Ásgeir Þór Er- lendsson, f. 23.2. 1981, sölumaður hjá Brimborg. Dóttir Ágústu er Kolbrún Kara Pálmadóttir, f. 16.3. 2000. Dóttir Ágústu og Ásgeirs er Katrín Klara Ásgeirsdóttir, f. 26.5. 2008. Bræður Ágústu eru Arnar Már Hafsteinsson, f. 2.7. 1987, flugnemi í Reykjavík; Elvar Freyr Hafsteins- son, f. 25.3. 1990, nemi við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Foreldrar Ágústu eru Hafsteinn Valsson, f. 2.12. 1957, bifvélavirki í Reykjavík, og Hallfríður Karlsdótt- ir, f. 24.11. 1958, verslunarmaður í Reykjavík. Ágústa og Ásgeir taka á móti gestum í sal sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti í Mjóddinni, laugardag- inn 4.9. milli kl. 19.00 og 21.00. Ágústa Nellý Hafsteinsdóttir meistari í snyrtifræði 30 ára á Laugardag Guðbjörg fæddist í Reykjavík en ólst upp í Suðurbænum í Hafn- arfirði. Hún var í Öldutúnsskóla, stundaði nám við Flensborgar- skóla og lauk þaðan stúdentsprófi árið 2000 og lauk grunnnámskeiði í sjúkraflutningum 2009. Guðbjörg var dagmóðir í eitt ár, var stuðningsfulltrúi við Hlíða- skóla um skeið, vann í móttöku við MT Stofuna og starfaði á sambýli í Hafnarfirði skamma hríð. Hún hóf störf við Neyðarlínuna í janúar 2007, hefur starfað þar síðan og er nú aðstoðarvarðstjóri þar. Guðbjörg æfði og keppti í frjáls- um íþróttum með FH á unglingsár- unum. Hún gekk í Björgunarsveit- ina í Hafnarfirði (áður Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði) árið 1996 og hefur starfað með sveitinni. Fjölskylda Börn Guðbjargar eru Arnar Páll Kristjánsson, f. 6.10. 2003; Pétur Mikael Kristjánsson, f. 20.2. 2006. Systkini Guðbjargar eru Hlynur Þorri Jónsson, f. 23.1. 1980, starfar í Noregi um þessar mundir; Óskar Þór Jónsson, f. 14.6. 1983, starfs- maður hjá EJS, búsettur í Reykja- vík; Nanna Rut Jónsdóttir, f. 7.9. 1984, MS-nemi í efnafræði við Há- skóla Íslands. Foreldrar Guðbjargar eru Jón Valdimar Gunnbjörnsson, f. 31.3. 1957, starfsmaður við álverið í Straumsvík, og Ragna Jóna Helga- dóttir, f. 31.8. 1960, starfsmaður hjá Hópbílum í Hafnarfirði. Guðbjörg Helga Jónsdóttir aðstoðarvarðstjóri á neyðarlínunni Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir HÚsmóðir í vestmannaeyjum Þorsteina Sigurbjörg fæddist í Ásgarði í Vestmannaeyjum og ólst upp í Vest- mannaeyjum. Hún var í Barnaskóla Vestmannaeyja, fór ung í vist í Vest- mannaeyjum, og var síðan vinnukona þar og á Akureyri um skeið. Eftir að Þorsteina Sigurbjörg gifti sig stundaði hún heimilisstörf en starfaði jafnframt við aðhlynningu á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og á Borg- arspítalanum í Reykjavík á meðan óbúandi var í Vestmannaeyjum í gos- inu árið 1973. Þorsteina Sigurbjörg hóf búskap með manni sínum í Odda í Vest- mannaeyjum en þar bjuggu fyrir tengdaforeldrar hennar. Hún og mað- ur hennar fluttu síðan á Hólagötu 9 í Vestmannaeyjum árið 1950 í hús sem þau byggðu og þar bjó hún í hálfa öld, til ársins 2000, er hún flutti á Sel- foss. Hún var síðan búsett í Hveragerði skamma hríð en hefur verið búsett í þjónustuíbúð í Vestmannaeyjum frá árinu 2004. Þorsteina Sigurbjörg var virkur fé- lagi í Kvenfélaginu Líkn í Vestmanna- eyjum um árabil. Fjölskylda Þorsteina Sigurbjörg giftist í Vest- mannaeyjum 13.4. 1941 Ólafi Árna- syni, f. 31.7. 1917, d. 26.2. 1997, bif- reiðastjóra á olíubílum BP. Foreldrar hans voru Árni Jónsson, verslunar- stjóri á Tanganum, búsettur í Odda í Vestmannaeyjum, og k.h., Soffía Þor- steinsdóttir húsmóðir sem vann jafn- framt í mörg ár í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Börn Þorsteinu Sigurbjargar og Ól- afs eru Gunnar, f. 12.12. 1940, lengst af vörubílstjóri, búsettur í Vestmanna- eyjum, kvæntur Erlu Sigurðardóttur og eiga þau tvo syni; Sigurbjörg, f. 29.5. 1943, skólaliði, búsett á Hellu, gift Birgi Pálssyni og eiga þau fjögur börn; Sig- urður, f. 7.10. 1946, sundlaugavörður, búsettur í Eyjafirði, var kvæntur Mar- gréti Jónsdóttur sem lést 1981 og eign- uðust þau tvær dætur en kona Sigurð- ar er Birna Jóhannesdóttir auk þess sem Sigurður á eina dóttur með Est- er Þorsteinsdóttur; Guðbjörg, f. 17.7. 1949, skólaliði, búsett i Kópavogi, gift Eiríki Bogasyni og eru börn þeirra tvö; Sesselja, 15.9. 1951, leikskólastjóri, búsett í Hveragerði, gift Gunnari Berg Sigurjónsson og á hún þrjú börn; Ólöf Erla, f. 18.5. 1957, búsett í Svíþjóð, en maður hennar er Stig Gunnarsson og á hún fjögur börn. Systkini Þorsteinu Sigurbjargar: Ragnhildur Guðrún, f. 8.4. 1917, d. 23.2. 1999, var húsmóðir á Akureyri og síðar í Reykjavík og starfaði lengi hjá Lyfjaverslun ríkisins; Guðmundur Kristinn, f. 23.8. 1918, d. 4.3. 2002, vél- stjóri, búsettur í Vestmannaeyjum; Ás- munda, f. 16.6. 1922, húsmóðir á Akur- eyri, en síðar í Reykjavík og vann lengi í Kassagerð Reykjavíkur, nú búsett á Grund. Foreldrar Þorsteinu Sigurbjargar voru Ólafur Andrés Guðmundsson, f. 14.10. 1888, d. 23.3. 1955, verkamaður í Oddhóli í Vestmannaeyjum og síðar á Akureyri, og k.h., Sigurbjörg Hjálmars- dóttir, f. 7.9. 1884, d. 15.8. 1937, hús- freyja. 90 ára á Laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.