Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Síða 6
6 FRÉTTIR 8. október 2010 FÖSTUDAGUR Stjórnarmenn í Verkalýðsfélag- inu Hlíf í Hafnarfirði fóru á dögun- um í skemmtiferð ásamt mökum til Prag, höfuðborgar Tékklands. Félag- ið greiddi fyrir ferðina en Kolbeinn Gunnarsson, formaður félagsins, seg- ir að ferðakostnaðurinn hafi verið greiddur sem laun sem stjórnarmenn höfðu ekki fengið greidd síðustu þrjú ár. Kostnaður á hvern stjórnarmann fyrir ferðina til Prag var rúmlega 90 þúsund krónur en sjö manns eiga sæti í stjórn. Makar stjórnarmanna þurftu hins vegar að greiða sjálfir fyrir ferðina samkvæmt Kolbeini. „Menn mæta hér á fundi og hafa safnað í þessa ferð í þrjú ár með stjórnarsetu. Menn hafa tekið þá pen- inga sem þeir fá fyrir fundi og lagt þá til hliðar.“ Fyrir hvern stjórnarfund eru greiddir fjórir tímar af lágmarks- taxta launa þannig að hver stjórnar- maður fær um 3.600 krónur fyrir fund. Aðspurður hvort stjórnarmenn hafi fengið laun greidd fyrir síðustu þrjú ár í stjórn segir Kolbeinn svo ekki vera. „Enginn hefur innheimt þessa pen- inga. Fólk ákvað það bara sjálft að leggja þetta til hliðar. Þetta er búið að vera á döfinni í þrjú ár hjá fólkinu.“ En er það viðtekin venja að menn taki út laun fyrir stjórnarsetu á þriggja ára fresti? „Fólk ákvað bara að leggja þetta til hliðar. Það er til stjórnarsam- þykkt fyrir þessu og svo ákveður fólk bara hvað það gerir,“ segir Kolbeinn. Um það hvort stjórnarmenn greiði skatt af launum þegar þau eru tekin út með þessum hætti segir hann að sjálf- sögðu svo vera. valgeir@dv.is Stjórnarmenn í Verkalýðsfélaginu Hlíf: Stjórnin til útlanda Fóru til Prag Stjórnarmenn í Verkalýðsfé- laginu Hlíf fóru til Prag. Formaður stjórnar segir um laun að ræða. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR BROTIST INN Í VERSLUN Í MIÐBÆNUM: „Skelfilegt“ „Það er búið að brjótast inn tvisvar á rúmri viku hjá okkur,“ segir Sigyn Eiríksdóttir, meðeigandi Mundi’s Boutique á Laugavegi 37. Brotist var inn í verslunina aðfaranótt mið- vikudags og lager hennar tæmdur. Verslunin var opnuð fyrir um þremur vikum og selur hún ís- lenska hönnun eftir hönnuðinn Munda. Sigyn segir að brotist hafi verið inn hjá þeim fyrir rúmri viku og þá hurfu tveir iPod- spilarar og græjur með þeim. „Síðan var brotist inn í fyrrinótt og þá var allur lagerinn minn tekinn. Þetta er augljóslega sama fólkið því það var farið nákvæmlega eins inn og í fyrra skiptið,“ segir Sigyn í samtali við DV. Hún segir að fötin sem hurfu séu verðmæt íslensk hönnun og ekki nokkuð sem auðvelt sé að koma í verð á svörtum markaði hér heima. „Ég reikna því miður með að þetta sé komið niður á hafnarbakka og sé á leið úr landi.“ „Það vildi svo óheppilega til að ég skildi eftir þessa fínu risastóru Ik- ea-innkaupapoka sem pössuðu akk- úrat undir allan lagerinn. Þannig að þeir löbbuðu bara út með lagerinn í þessum fínu pokum þarna,“ segir Sigyn en pokana hafði hún notað við flutninga fyrir opnunina. Sigyn segir að fyrir fyrirtækið sé þetta stórtjón. „Airwaves-hátíðin er í næstu viku, jólin á næsta leiti og lag- erinn farinn. Þetta er bara skelfilegt, það er ekki til annað orð yfir þetta.“ Hönnuðurinn Mundi Fyrrverandi landsliðsmark- vörður í fangelsi Hæstiréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Ól- afi Gottskálkssyni, fyrrverandi landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Ólafur var dæmdur í tíu mán- aða fangelsi fyrr á árinu fyrir að ryðjast inn á heimili manns, misþyrma honum og hafa tölvu á brott með sér. Hæstiréttur þyngdi dóminn í tólf mánaða fangelsi sem er óskilorðsbundið. Ólafur framdi brotið með öðr- um manni en sá hlaut tólf mán- aða fangelsisdóm. Þá var Ólafi gert að greiða fórnarlambi sínu skaðabætur, áfrýjunarkostnað og málsvarnarlaun verjanda síns. Nú fögnum við glæsilegri viðbót í skálaflóru Útivistar með kjötsúpuveislu helgina 15.-17 okt. Skráning á skrifstofu Útivistar eða á www.utivist.is Kjötsúpuveisla í Dalakofa Laugavegi 178 - Sími 562 1000 - utivist.is Novator, fjárfestingafélag Björg- ólfs Thors Björgólfssonar, borg- aði á síðasta ári rúman milljarð króna upp í skuld við móðurfé- lag sitt BeeTeeBee Ltd. samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2009. Ársreikningnum var skilað til ársreikningaskrár fyrir skömmu. Móðurfélagið BeeTeeBee er skráð á Bresku Jómfrúaeyjum, nánar til- tekið á Tortóla. Novator á meðal annars símafyrirtækið Nova. Í árslok 2008 skuldaði Novator móðurfélaginu alls 7.768 milljónir króna. Í lok síðasta árs hafði skuld- in við Tortólafélagið hins vegar lækkað snarlega um 1.051 millj- ón króna. Heildarskuldir Novators nema um það bil 7,8 milljörðum króna en langstærstur hluti skuld- anna er við móðurfélagið eða um 6,7 milljarðar króna. Á öðrum stað í ársreikningnum kemur fram að skuld Novators við tengdan aðila hafi lækkað um 1.051 milljón á síð- asta ári. Ekki liggur fyrir hvernig skuld Novators við móðurfélagið BeeTee- Bee er tilkomin. Ljóst er hins vegar að meirihluti skuldarinnar er frá ár- inu 2008 þegar skuld Novators við BeeTeeBee jókst um meira en 5,6 milljarða króna samkvæmt ársreikn- ingi Novators 2007. Novator er því nú að greiða niður skuld við Tortóla- félag sem stofnað var til árið 2008. Milljarður greiddur af víkjandi, vaxtalausu láni Skuldin við Tortólafélagið er í árs- reikningnum sögð vera vaxtalaus og víkjandi fyrir öðrum skuld- bindingum. Þrátt fyrir þetta borg- aði Novator þennan rúma milljarð upp í skuldina í fyrra á sama tíma og stórtap var á rekstrinum. Alls tapaði félagið 475 milljón- um króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins. Um síðustu áramót var eigið fé félagsins nei- kvætt um 2.566 milljónir króna samkvæmt efnahagsreikningi. Tap Novators var hins vegar umtalsvert meira árið 2008 eða 1.467 milljón- ir króna. Tekjur Novators jukust mjög mikið árið 2009 í samanburði við árið áður. Í fyrra voru tekjur fé- lagsins rúmir 2,7 milljarðar króna en árið 2008 voru tekjur þess hins vegar 1,5 milljarðar króna. Tæp- lega 40 prósent af tekjum Novators á seinasta ári fóru því upp í skuld- ina við Tortólafélagið. Í skýrslu stjórnar segir að vegna tapsins hafi ekki verið greidd- ur út arður til hluthafa en Novat- or er sem fyrr segir alfarið í eigu Bee TeeBee Ltd. sem jafnframt er stærsti lánveitandi félagsins. Þótt enginn arður hafi verið greiddur til móðurfélagsins BeeTeeBee í fyrra fór þessi rúmi milljarður króna aft- ur á móti til félagsins upp í skuld- ina. Björgólfur Thor er eini hluthafi BeeTeeBee. Engar afborganir Í yfirliti yfir langtímaskuldir Novators kemur fram að félagið skuldi ekki neitt sem það þarf að greiða næstu fimm árin eða árin þar á eftir. Skuldin við BeeTeeBee er því ekki tekin þar með. Skuld- in við BeeTeeBee er heldur ekki í yfirliti yfir skammtímaskuldir Novators – ekkert slíkt yfirlit yfir skammtímaskuldir er að finna í ársreikningnum. Það eina sem stendur í árs- reikningnum um afborganir af skuldinni við BeeTeeBee er áð- urnefnt atriði um að skuldin sé vaxtalaus og víkjandi: „Skuld fé- lagsins við móðurfélagið Bee- TeeBee Ltd. að upphæð 6.718 milljónir er vaxtalaus og víkjandi fyrir öðrum skuldbindingum fé- lagsins.“ Enga slíka umfjöllun um skuldina er aftur á móti að finna í ársreikningi Novators fyrir árið 2007. Skuldin við BeeTeeBee flokk- ast því hvorki sem langtíma- né skammtímalán að því er virðist, og ekkert er tekið fram um hvern- ig hún eigi að greiðast til baka. Hið eina sem er vitað er að lán- ið frá BeeTeeBee er langstærsta skuldbinding félagsins og að það er víkjandi og vaxtalaust. Samt var hluti skuldarinnar greiddur til baka í fyrra, á tapári hjá félaginu. Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, tapaði nærri hálfum milljarði í fyrra. Hluti af tapinu er greiðsla á milljarði króna til Tortólafélagsins BeeTeeBee. Novator skuldar BeeTeeBee nú nærri sjö milljarða króna en skuldaði nærri átta milljarða árið 2008 sem þýðir að rúmur milljarður króna fór frá Novator til Tortóla í fyrra. SENDI MILLJARÐ TIL TORTÓLA Í FYRRA Skuld félags-ins við móður- félagið BeeTeeBee Ltd. að upphæð 6.718 milljónir er vaxtalaus og víkjandi fyrir öðrum skuldbindingum fé- lagsins. Björgólfur Thor Björgólfsson Fjárfestingafélagið Novator skuldar móðurfé- lagi á Bresku Jómfrúaeyjum 6,7 milljarða og hefur skuldin lækkað um milljarð frá seinasta ári. Svo virðist sem hluti skuldarinnar hafi verið greiddur niður á tapári hjá Novator. Svar Ragnhildar Sverrisdóttur, talskonu Björgólfs Thors, við fyrirspurn DV um lækkunina á skuldum Novators við BeeTeeBee. ,,Skuldin lækkar um einn áttunda. Hún er tilkomin vegna þess að Novator hefur fjármagnað sig með láni frá móðurfélaginu, ekki með lánum í bönkum. Þessir 8 milljarðar hafa farið í uppbyggingu CCP, Verna og Nova. Þrjár skýringar eru á þessari lækkun. Novator hefur selt þjónustu til móðurfélags, sinnt eignum þess og svo framvegis. Þá seldi Novator eignir til móðurfélagsins. Novator greiddi einnig ýmsan kostnað, svo sem lögfræði- og sérfræðikostnað. Við þessu greiðslu skulda fór ekkert fé úr landi, enda banna lög um gjaldeyrishöft slíkt. Þá má benda á að allar eignir Novators voru undir í skuldauppgjöri Björgólfs Thors.” n Inntakið í orðum Ragnhildar er því að peningarnir frá Nova hafi verið notaðir til að skuldajafna hluta skuldarinnar við BeeTeeBee og að þetta hafi verið gert í nokkrum hlutum en ekki á einu bretti. Í ársreikningi BeeTeeBee á Tortóla er væntanlega gerð grein fyrir þessari lækkun skuldarinnar en inntakið í lækkuninni er ekki útskýrt í ársreikningnum. FÉKK LÁN HJÁ MÓÐURFÉLAGINU INGI F. VILHJÁLMSSON og VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamenn skrifa: ingi@dv.is og valgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.