Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Page 20
Ögmundur Jónasson dómsmála- og mannréttindaráðherra kallaði Val- tý Sigurðsson ríkissaksóknara til sín á fund. Á fundinum var ákveðið að Valtýr fengi bréf frá ráðuneytinu þar sem óskað er eftir greinargerð hans um hvort umfjöllun hans um kyn- ferðisbrotamál samrýmist þeim leik- reglum og þeim verndarhagsmunum sem um er að ræða í þessum mál- um. Dómsmálaráðherra setur einn- ig fram spurningar um það hvort umfjöllun ríkissaksóknara verði til þess að efla traust brotaþola á réttar- vörslukerfinu. Ósk um greinargerð er í samræmi við eftirlitsvald ráðuneytisins með embætti ríkissaksóknara samkvæmt meðferð sakamála. Í því felst þó ekki almenn heimild fyrir ráðherra til að endurskoða ákvarðanir ríkissak- sóknara enda gengi slík regla gegn meginreglunni um sjálfstæði rík- issaksóknara sem æðsta handhafa ákæruvalds í landinu. Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra, situr fyr- ir svörum hjá DV um málefni ríkis- saksóknara og svarar spurningum er varða ummælin og þá umræðu að Valtýr Sigurðsson eigi að víkja úr embætti vegna þeirra: Hvað finnst þér um þessi ummæli og þau viðhorf sem þarna birtast? „Sem dómsmála- og mannréttinda- ráðherra er það mér áhyggjuefni hversu stór hluti þolenda kynferðis- legs ofbeldis veigrar sér við að leita til réttarkerfisins. Þá er ljóst að sak- fellingar í þessum brotaflokkum eru mjög fáar og hlutfall niðurfelldra mála hátt. Ég mun beita mér fyrir því að skoðað verði ofan í kjölinn – í samvinnu við lögreglu, ákæruvald, dómstóla, Stígamót, neyðarmóttöku vegna nauðgana og fleiri – hvers vegna staðan er svona og hvort úr megi bæta.“ „Mér er sagt að það sem þolend- ur kynferðislegs ofbeldis óttist einna mest sé að vera ekki trúað og ef við- horf þeirra sem innan kerfisins starfa ýta undir þann ótta þá er það mjög alvarlegt. Ég hef skilning á því hlut- verki sem embætti ríkissaksóknara er falið í þessum málaflokki þar sem sönnunarbyrðin er alla jafna þung. Hlutverk mitt er hins vegar ann- að. Löggjöfin hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum en hugs- anlega má enn bæta hana, meðal annars með þeim hugmyndum sem Atli Gíslason þingmaður hefur talað fyrir þar sem áherslan er lögð á sam- þykki fyrir kynmökum og að verkn- aðarlýsing sé tekin út úr lögum. Þetta er nokkuð sem ég vil skoða ásamt fleiri hugmyndum. Um leið vil ég hvetja alla karla til að leggja barátt- unni gegn nauðgunum lið. Sú bar- átta á ekki að vera einkamál kvenna.“ Femínistafélag Íslands og marg- ir fleiri hafa farið fram á afsögn Valtýs í ljósi þess að hann hafi af- hjúpað þekkingarleysi sitt á ofbeldi, dómgreindarleysi, fordóma í garð kvenna, virðingarleysi gagnvart kon- um og að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli hans og þeirra sem leita réttar síns vegna nauðgunarmála. Þá hef- ur verið bent á að viðhorf Valtýs beri keim af þeim hugsunarhætti að kon- ur geti sjálfum sér um kennt sé þeim nauðgað og það sé óásættanlegt að hafa ríkissaksóknara sem hafi þessi viðhorf. Hvað finnst þér um það? „Þetta vona ég að sé oftúlkun. En almennt vil ég segja að ég tek gagn- rýni kvennahreyfingarinnar mjög alvarlega. Ábyrgð á ofbeldi á heima hjá þeim sem beitir því og allt sam- félagið þarf að viðurkenna það, þar með talið réttarvörslukerfið. Þetta er grundvallaratriði.“ Þú berð pólitíska ábyrgð og það er þitt að gæta þess að allir sem leita réttar síns fái sanngjarna málsmeð- ferð. Hvernig muntu bregðast við þessu? Munt þú ávíta Valtý, færa hann til eða vísa honum úr starfi? Finnst þér ásættanlegt að ríkissak- sóknari hafi þessi viðhorf? „Ég hef þegar kallað ríkissak- sóknara á minn fund og við höf- um rætt þessi mál, meðal annars að rannsókn kynferðisbrotamála er vandasöm og að öll opinber um- fjöllun af hálfu fulltrúa réttarvörslu- kerfisins hljóti að taka mið af því. Vegna þess og þeirra athugasemda sem borist hafa í tilefni af umfjöllun DV – og ég greindi ríkissaksóknara frá á fundi okkar – urðum við rík- issaksóknari ásáttir um að dóms- málaráðuneytið sendi honum bréf og óskaði eftir greinargerð hans um hvort þessi umfjöllun um kynferð- isbrotamál samrýmist þeim leik- reglum og þeim verndarhagsmun- um sem þarna eru. Einnig eru settar fram spurningar um hvort umfjöll- un ríkissaksóknara af þessu tagi sé til þess að efla traust brotaþola á réttarvörslukerfinu.“ Dr. Auður Styrkársdóttir segir að það sé réttast að vísa honum úr starfi og greiða honum bætur sé það ólög- legt. Er það möguleiki í stöðunni? Ef ekki, af hverju ekki? „Þegar litið er til undirstofnana dómsmálaráðuneytisins þá hefur embætti ríkissaksóknara sérstöðu og staða hans er áþekk stöðu hæsta- réttardómara. Skipun ríkissaksókn- ara er ótímabundin. Hann fer með ákæruvaldið, sem samkvæmt lögum er sjálfstætt og ég sem ráðherra ber virðingu fyrir því. Það er mikilvægt því annars gæti pólitískur ráðherra farið að skipta sér af einstökum saka- málum. Í því ljósi þarf að skoða þessi mál. “ Er möguleiki að ráða sérstakan saksóknara sem fer með kynferðisbrot á Íslandi? „Það er ein af þeim hugmyndum sem komið hafa frá kvennahreyfing- unni og við tökum hana með okkur inn í þá vinnu sem fram undan er í málaflokknum. Ég útiloka ekki neitt í baráttunni gegn kynferðislegu of- beldi.“ 20 FRÉTTIR 8. október 2010 FÖSTUDAGUR ÖGMUNDUR ÚTILOKAR EKKI SÉRSTAKAN SAKSÓKNARA Mér er sagt að það sem þolend- ur kynferðislegs ofbeld- is óttist einna mest sé að vera ekki trúað og ef viðhorf þeirra sem inn- an kerfisins starfa ýta undir þann ótta þá er það mjög alvarlegt. KRISTJANA GUÐBRANDSDÓTTIR blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Ekkihægtaðvíkja Valtýúrstarfi Fram kemur í svörum dómsmála- og mannréttindaráðherra að hann hefur ekki vald til þess að víkja Valtý Sigurðssyni úr starfi vegna ummælanna því í lögum er sjálfstæði ríkissaksóknara áréttað gagnvart framkvæmdavaldinu. Ög- mundur nefnir að staða Valtýs sé áþekk stöðu hæstaréttardómara og sé ótíma- bundin ráðning. Í sakamálalögum felst þannig að ríkissaksóknari nýtur sambæri- legrar réttarstöðu og hæstaréttardómarar, til dæmis við lausn frá embætti, en um það gilda nokkrar sérreglur sem víkja eftir atvikum frá almennum ákvæðum laga. Þessar sérregl- ur eru mismunandi eftir því hvaða atvik og réttarheimildir liggja þeim til grundvallar. Sem dæmi skal nefna að ef spurningar vakna um brot eða ámælisverða hegðun hæstaréttardómara í starfi, er litið til ákvæða IV. kafla laga nr. 15/1998 um dómstóla. Þar er nefnd um dómarastörf falið að meta það hvort háttsemi dómara, vanræksla hans eða framferði sé slík að hún gefi tilefni til aðgerða og getur nefndin með áliti sínu fundið að störfum hlutaðeigandi dómara eða veitt honum áminningu eftir ákvæðum 28. gr. laganna. Í 29. gr. laganna er svo tekið fram að veita megi dómara lausn frá embætti um stundarsak- ir ef hann hefur sætt áminningu en lagar sig ekki að henni innan hæfilegs tíma eða gerist innan þriggja ára á ný sekur um ávirðingar sem gefa tilefni til áminningar. ÁRÉTTING ÍDVkomframaðumfjöllunumniðurfelldmál værubyggðálögregluskýrslum.Umfjölluninvar byggðágögnumríkissaksóknara,bréfumumniður- fellingarsemeruúrdrættirúrlögreglurannsóknum. Ummæli ríkissaksóknara um kynferðis- legt ofbeldi í viðtölum við DV hafa fallið í grýttan jarðveg. Dómsmála- og mannrétt- indaráðherra, Ögmundur Jónasson, kall- aði ríkissaksóknara, Valtý Sigurðsson, til sín á fund og hefur krafið hann grein- argerðar vegna ummælanna. Ráðherra segist ekki útiloka að skipa sérstakan sak- sóknara verði það til þess að efla baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.