Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Qupperneq 62
Stórafmæli Hjörvars Hafliðasonar: Þarf ekki að safna fyrir brúðkaupi 62 fólkið 8. október 2010 föStudagur Kallar hann ekki pabba n Söng- og leikkonan Ólöf Jara Skagfjörð, dóttir Guðrúnar Gunn- arsdóttur og Valgeirs Skagfjörð, leikur aðalhlutverkið í Buddy Holl- y-söngleiknum sem nú er sýndur í Austurbæ. Við sýninguna starfar einnig Hannes Friðbjarnarson, trommari Buff, en hann byrjaði með móður Ólafar eftir skilnaðinn við Valgeir. Í viðtali við tímaritið Monitor talar Ólöf Jara opinskátt um skilnaðinn og hvaða áhrif það hafði á hana og systur hennar hversu ítarlega greint var frá hon- um í fjölmiðlum. Aðspurð um það hvort hún kallar Hannes pabba svarar Ólöf Jara í viðtalinu: „Það myndi aldrei gerast.“ Sjálfstæð Ásdís n Fyrirsætan Ásdís Rán Gunn- arsdóttir er næsta viðfangsefni sjónvarpsmannsins Jóns Ársæls í þáttaröðinni Sjálfstætt fólk. Hélt Jón til Sófíu í Búlgaríu í sumar til að sannreyna hversu fræg Ásdís er í raun og veru þar um slóðir en sjálf segir hún í einni stiklunni að hún hafi orðið súperstjarna eftir aðeins þrjá mánuði. Ásdís veit vel hversu umdeild og umtöl- uð hún er en í broti úr þættinum sem verður sýndur á sunnudag- inn segir Ásdís: „Þú getur eflaust ekki fundið manneskju sem er umdeildari en ég. En ég náði tak- markinu mínu,“ segir Ásdís sem er flutt til Münchenar í Þýskalandi. Knattspyrnuspekingur Íslands, Hjörvar Hafliðason, varð þrítugur á miðvikudaginn en í tilefni af því ætlar hann að efna til stórveislu um helgina. Aldurinn segir hann ekk- ert hræða sig. „Það er bara ágætt að verða þrjátíu ára. Ég hef haft aug- að á þessum degi í þrjátíu ár en svo varð þetta alls ekkert jafnslæmt og ég hélt,“ segir Hjörvar sem er annar þáttastjórnenda Sunnudagsmess- unnar, þáttar um enska boltann sem sýndur er á laugardögum á Stöð 2 Sport 2. Veislan verður heldur betur í lagi, smekkfull af knattspyrnuhetjum en Hjörvar segist ekkert vita hvað hann er búinn að bjóða mörgum. „Það hljóta einhverjir að koma,“ segir hann léttur. „Gummi Ben verður veislu- stjóri en hann er einn allra fyndnasti maður Íslands. Svo mun Sólmundur Hólm skemmta, ein besta eftirherma Íslands, auk þess sem Erpur Eyvind- arson, Blaz Roca, ætlar að taka nokk- ur lög. Hann er auðvitað uppáhalds- tónlistarmaður allra Kópavogsbúa.“ Hjörvar tjaldar miklu til í þessari stórveislu sem hann hefur skírt „Ká- maður í 30 ár“. „Þar sem ég sé ekki fram á að ég sé að gifta mig á næstu árum get ég lagt sama pening í afmæl- isveisluna. Ég er allavega ekki að safna pening fyrir brúðkaupsveislu,“ segir Hjörvar Hafliðason hinn þrítugi. tomas@dv.is AFmæliSbARnið Hjörvar heldur mikið kempupartí um helgina. mynd SiGtRyGGuR ARi Hljómsveitin Árstíðir er á leið í tónleikaferðalag til Rúss- lands. Ferðin hefst með tónleikum í Helsinki á miðvikudag og í kjölfarið verður farið til Rússlands þar sem Árstíðir munu koma fram á tónleikum í þremur borgum. V ið ætlum að verða næstu poppstjörnur Rússlands, nei, en verða ekki all-ar íslenskar hljómsveiti heimsfrægar þegar þær fara til út- landa að spila?“ spyr Daníel Auð- unsson gítarleikari í hljómsveitinni Árstíðum en hún heldur í tónleika- ferðalag til Rússlands og Finnlands í næstu viku. „Það er rússnesk kona sem heitir María og er í stjórn tón- listarsjóðs þarna í Rússlandi sem var að leita að þjóðlagatónlist á IMX síðunni eða Icelandic music export og heyrði lag eftir okkur þar. Hún tók algjöru ástfóstri við okkur, hafði samband og vildi endilega skipu- leggja tónleikaferð.“ Hljómsveitin mun koma fram í Helsinki, Pétursborg, Dubna og Moskvu. Svo virðist sem strák- arnir eigi von á góðum móttökum því á rússnesku samskiptasíðunni Vkontakte hafa yfir átta hundruð manns boðað komu sína á tónleik- ana í St. Pétursborg. „Í kjölfarið á þessu veittum við Maríu umboð til að vera umboðsmaðurinn okkar í Rússlandi og Austur-Evrópu. Við gerðum árssamning við hana með fyrirvara um framlengingu, því hún hefur staðið sig frábærlega.“ Eitthvað er María að gera rétt því stofnaður hefur verið aðdáenda- klúbbur í St. Pétursborg og er hann búinn að skipuleggja sérstaka móttöku við komu þeirra til borg- arinnar. „Það er mjög skemmti- legt að það sé til aðdáendaklúbbur í Rússlandi og það kemur á óvart því það er svo stuttur tími liðinn síðan þetta fór allt af stað. Annars veit ég ekki mikið um þetta og ég er mjög spenntur að sjá hvernig mót- takan verður, ég get eiginlega ekki ímyndað mér það grunar að vodki muni koma við sögu,“ segir Daníel og hlær. Rússneska mafían berst í tal og segir Daníel að þeir hræðist hana ekkert sérstaklega. „Það hefur þó tekið okkur dágóðan tíma að verða okkur út um vegabréfsá- ritun og við þurfum líka að sýna fram á eignarrétt á hljóðfærun- um okkar. Þeir eru svo hræddir um hljóðfærastuldur og ef það er gengið á okkur þurfum við að geta sýnt fram á það að við eigum þessi hljóðfæri.“ Daníel segir að þeir séu gríðarlega spenntir fyrir þessari ferð og ekki síst fyrir að fá að sjá rússnesku borgirnar. „Maður hef- ur heyrt að St. Pétursborg sé ein af fallegustu borgum í heimi og svo Moskva, þetta verður sko ævintýri“ Í St. Pétursborg mun rússnesk hljómsveit hita upp fyrir Árstíðir en hún spilar þjóðlagatónlist. „Það er þjóðlagabragur yfir þessu öllu enda er þjóðlagatónlist mjög vinsæl þarna úti og mikil hefð fyrir henni.“ hanna@dv.is Í útrás til rússl nds hljómsveitin Árstíðir: dAníel AuðunSSon „Mig grunar að vodki muni koma við sögu.“ ÁRStíðiR Spila í þremur rússneskum borgum, Pétursborg, Dubna og Moskvu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.