Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Side 2
2 | Fréttir 25.–27. mars 2011 Helgarblað Siv og Húnbogi í hár saman Á föstu- dagsmorg- un verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál Sivjar Friðleifs- dóttur gegn fyrr- verandi sambýlis- manni sínum og barnsföður, Þor- steini Húnbogasyni. Þau kynntust þegar Siv var í háskólanum en í fyrra- haust skildu þau skiptum. Skilnað- urinn hefur ekki verið átakalaus og nú er deilt um eignaskipti. Eitt af því sem tekist er á um er hlutdeild Þor- steins í lífeyrisréttindum Sivjar. Þau eru umtalsverð þar sem hún hefur setið á þingi frá árinu 1995 og gegndi ráðherraembætti í sex ár. Siv fellst ekki á kröfu hans um hlutdeild í þessum réttindum. DV bannað að fjalla um Horn Sýslumað- urinn í Reykjavík hefur sett lögbann á DV til að koma í veg fyrir frekari umfjöllun um fundargögn fjár- festingarfélags- ins Horns sem blaðið hefur undir höndum. Horn er fjárfestingarfélag í eigu þjóðar- bankans Landsbankans sem heldur utan um hlutabréf í ýmsum félögum eins og Eyri Invest og Eimskip. DV hefur að undanförnu fjallað um ýmis mál sem rætt er um í fundargögnum Horns frá stjórnarfundi í félaginu þann 25. febrúar síðastliðinn. Meðal þeirra mála sem DV hefur sagt frá eru væntanleg kaup Horns á rúmlega 14 prósenta hlut í Stoðum. Bótox-meðferðir í blokk Erlend kona búsett á Ís- landi býður upp á bótox-meðferðir á heimili sínu í Kópavogi. Hún flytur lyfið inn frá Úkraínu þar sem hún fær það frá þarlendum lækni en strangar reglur gilda hér á landi um innflutning lyfja. Konan, sem er um fertugt, framkvæmir fegrunar- aðgerðir í blokkaríbúð í Kópavogi. Blaðamaður DV heimsótti konuna og komst á snoðir um að ólögleg aðgerð hjá konunni væri dýrari en hjá viður- kenndum lýtalæknum. Lyfið sem konan notar heitir Dysport en í því er sama virka efni, Botulinum Toxin A, og er í bótoxi og gilda sömu reglur um bæði lyfin. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Betri blóðrás - bætt líðan Þrýstingssokkar fyrirbyggja og meðhöndla: • Bjúg • Æðahnúta • Blóðrásarvandamál • Þreytu og þyngsl í fótleggjum Bjóðum gott úrval vandaðra þrýstingssokka. Fagleg ráðgjöf og mælingar Aldraðir heimilismenn á hjúkrunar- heimilinu Seljahlíð hafa safnað undir- skriftum til þess að mótmæla ákvörð- un biskups um að leggja niður starf séra Hans Markúsar Hafsteinssonar héraðsprests sem þjónað hefur hjúkr- unarheimilinu og tveimur öðrum heimilum síðustu ár. Heiðar Mar- teinsson sem býr á Seljahlíð verður áttræður í næsta mánuði. Hann sættir sig ekki við þessi málalok og mótmæl- ir ákaft. „Skýringin sem biskup gefur er sparnaður. Hans Markús er ákaf- lega vel liðinn því hann gerir meira en að messa einstaka sinnum; hann er vinur fólksins. Það er mikið af gömlu fólki eins og mér og fleiri sem hann veitir allan þann stuðning sem hægt er að hugsa sér. Ég missti konuna mína fyrir rúmu ári og ég fæ aldrei þakk- að honum þann stuðning sem hann veitti henni áður en hún dó. Nú á að taka þennan mann af okkur vegna sparnaðar kirkjunnar,“ segir Heiðar. Safna undirskriftum Alls hafa um 80 manns lagt nafn sitt við undirskriftasöfnunina og að sögn Heiðars er stafsfólk Seljahlíðar þar á meðal. Hann undrast forgangsröðun innan kirkjunnar. „Ég sé ekki annað en að þeir búi í fjögurra hæða húsi við Laugaveginn og þeir geta trúlega borgað fasteignaskattinn þar en ekki borgað prestinum. Hans Markús er mjög ákveðinn maður og þorir að segja sína meiningu, hvort sem hann talar við biskup eða annan. Hann hef- ur allan stuðning bæði starfsfólks og vistmanna hérna og það er af því að hann er vinur fólksins,“ segir Heiðar. Hann gagnrýnir Karl Sigurbjörns- son biskup fyrir að svara ekki opnu bréfi sem hann skrifaði í Morgun- blaðið til varnar prestinum. „Hann er huglaus. Hann svaraði aldrei bréfinu mínu. Ég reyndi lengi að ná í hann í símann en það var ekki hægt að ná í hann, ýmist vegna þess að hann væri upptekinn eða erlendis.“ „Ég fékk 80 undirskriftir og sendi á Biskupsstofu en fékk ekki svar nema almennt svar til vistfólks Seljahlíð- ar um fátækt í landinu og á þeim for- sendum hefði orðið að segja prestin- um upp. Ég er ekki alveg tilbúinn að kyngja því vegna þess að presturinn er okkur ákaflega mikils virði fyrir hvað hann veitir fólki á okkar aldri sem er í erfiðleikum mikla hlýju og huggun,“ segir Heiðar. Þakklátur prestur Í samtali við DV segist Hans Mark- ús vera þakklátur íbúum á Seljahlíð. „Það er ekki annað hægt að segja en að þetta hafi verið alveg yndislegt af þeirra hálfu, hvað þau meta það mikils sem reynt er að gera fyrir þau. Kannski er þessi niðurskurður að koma þar sem síst skyldi,“ segir Hans Markús. Hann segist kunna að meta bar- áttu og mótmæli Heiðars og ann- arra heimilismanna í kjölfar þess að starf hans var lagt niður. „Það er allt- af spurning um forgangsröðun og mörgum finnst þarna ekki forgangs- raðað rétt. Ég er auðvitað þakklátur fyrir þann stuðning og velvilja sem ég hef fengið frá fólki.“ Þegar DV náði tali af Hans var hann staddur á Seljahlíð. Þótt hann sé formlega hættur ákvað hann að halda áfram að sinna fólkinu á elli- heimilinu. „Þar sem enginn er að sinna þessu fólki ákvað ég að halda því áfram. Það þarf að sinna þessu fólki.“ „Ég missti konuna mína fyrir rúmu ári og ég fæ aldrei þakkað honum þann stuðning sem hann veitti henni áður en hún dó. Berst fyrir starfi vinsæls prests n Starf séra Hans Markúsar lagt niður n Íbúar á elliheimili mótmæla með undir- skriftalista n Segir prestinn vin fólksins n Yndislegt af þeirra hálfu, segir presturinn Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Heiðar Marteinsson „Nú á að taka þennan mann af okkur vegna sparnaðar kirkjunnar.“ MYnd SigtrYggur Ari tekur ekki sæti Inga Lind Karlsdóttir, ein þeirra 25 sem náðu kjöri á stjórnlagaþing í nóvember síðastliðnum, hefur lýst því yfir að hún muni ekki þiggja boð Alþingis um að taka sæti í stjórn- lagaráði. Tillaga um skipun stjórn- lagaráðs var samþykkt á Alþingi í dag með 30 atkvæðum gegn 21. Sjö þingmenn sátu hjá í kosn- ingunni, þeirra á meðal Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. „Nú hefur verið samþykkt á Al- þingi að skeyta ekki um úrskurð Hæstaréttar frá því í janúar, um að kosningar til stjórnlagaþings skyldu ógildar teljast, og skipa þessa 25 í stjórnlagaráð sem á að sinna því sama og stjórnlagaþinginu var ætl- að. Undirrituð mun ekki ganga á svig við úrskurð Hæstaréttar og þigg- ur því ekki boð Alþingis um að taka sæti í stjórnlagaráði,“ segir Inga Lind í yfirlýsingu. Sóttu mann upp á jökul Björgunarfélag Hornafjarðar fór upp á Skálafellsjökul á þrem- ur jeppum að sækja slasaðan göngumann í skálann við Gríms- vötn á fimmtudag. Maðurinn, sem var á ferð með níu manna hópi í göngu á jökli, féll og slasaðist á fæti á miðviku- dagskvöld. Um klukkan hálf tíu morguninn eftir barst svo beiðni um að hann yrði sóttur. Talið er að hann sé illa tognaður eða fót- brotinn. Gönguhópurinn hyggst halda ferð sinni áfram. 16 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðinni. Fleiri taka í vör- ina Árið 2003 seldust 11,7 tonn af munntóbaki, en árið 2010 var magn- ið komið upp í 25,5 tonn. Þetta kom fram í svari Guðbjarts Hannesson- ar velferðarráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur um tóbaks- notkun. Í svarinu kemur fram að sam- kvæmt könnun, sem gerð var fyrir Lýðheilsustöð um munntóbaksnotk- un meðal ungs fólks á aldrinum 16 til 23 ára árin 2009 til 2010, sé notkun munntóbaks umtalsverð hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.