Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Page 14
14 | Fréttir 25.–27. mars 2011 Helgarblað
n Tíðinda er að vænta frá
Orkuveitu Reykjavíkur á næstu
dögum n Tugprósenta gjald-
skrárhækkun er rædd af mikilli
alvöru n Orkukostnaður 100
fermetra íbúðar færi úr 11.200
krónum á mánuði í 16.240
RisahækkaniR RæddaR
í ORkuveitu ReykjavíkuR
Tíðinda er að vænta frá Orkuveitu
Reykjavíkur á næstu dögum og sam-
kvæmt heimildum DV er það nú rætt
af mikilli alvöru innan eigendahóps
og stjórnar að hækka gjaldskrá um-
talsvert aðeins fimm mánuðum eftir
síðustu hækkun.
Mikil hagræðing og endurskipu-
lagning hefur átt sér stað innan
Orkuveitunnar síðastliðna mánuði.
Skemmst er að minnast gjaldskrár-
hækkunarinnar þann 1. október um
28,5 prósent og svo 1. nóvember þeg-
ar hækkað var verð á dreifingu raf-
magns. Þá var 65 manns sagt upp í
hagræðingarskyni. Þessar aðgerðir
voru metnar sem svo að þær myndu
skila OR samtals sex milljörðum
króna á ári. Án þeirra var fullyrt að
fyrirtækið gæti ekki staðið undir end-
urgreiðslu lána sinna. Nú, nokkrum
mánuðum síðar, er gjaldskrárhækk-
un aftur komin á borðið.
Risahækkun í pípunum
Hækkunin í fyrra vakti mikla reiði al-
mennings en við þær fór rafmagn og
heitt vatn fyrir 100 fermetra íbúð á
höfuðborgarsvæðinu úr 8.800 krón-
um á mánuði í 11.200 krónur.
Unnið hefur verið að því linnu-
laust síðustu tvo mánuði að reyna að
koma fyrirtækinu á réttan kjöl sam-
kvæmt öruggum heimildum DV,
enda skuldastaða fyrirtækisins eft-
ir óvarlegar fjárfestingar góðærisár-
anna erfið. Skuldir hafa tífaldast á
innan við áratug og nema nú, sam-
kvæmt árshlutareikningi frá 30. sept-
ember 2010, tæpum 230 milljörðum
króna.
Viðfangsefni stjórnar Orkuveit-
unnar í hagræðingu er tvíþætt, að
lækka skuldir og auka tekjur, enda
er skuldaklafinn gríðarlegur. Því vilja
stjórn og eigendur OR ná fram með
annarri gjaldskrárhækkun sem mun
toppa þá sem lögð var á herðar al-
mennings í október.
DV hefur heimildir fyrir því að
meðal eigendahóps og stjórnar OR
séu hugmyndir um 45 prósenta
gjaldskrárhækkun. Þó útfærsla þess-
arar hækkunar sé ekki ljós að svo
stöddu myndi hún þýða hækkun á
mánaðarlegum orkukostnaði vegna
100 fermetra íbúðar á höfuðborgar-
svæðinu úr 11.200 krónum í 16.240
krónur. Orkuútgjöld þessa heimilis á
ári yrðu því 195.000 krónur.
Gagnaveitusala aftur til
umræðu
Þó unnið hafi verið stöðugt að því
síðustu mánuði að koma fyrirtækinu
í gegnum þennan mikla skafl þá hef-
ur hagræðingarvinna OR staðið yfir
frá því fyrir hrun 2008. Þá þegar var
gripið til ýmissa ráðstafana til að rifa
seglin í rekstri fyrirtækisins, eins og
að draga úr fjárfestingum, til dæmis
við Hellisheiðarvirkjun, og hætt við
að setja milljarða í útrásarævintýri.
Leiðangurinn hefur því verið langur
og er hvergi nærri lokið.
Ýmsar leiðir eru ræddar í þessu
ferli. Til að mynda lagði Kjartan
Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í stjórn OR, til á stjórnar-
fundi 18. mars að gert yrði verð-
mat á Gagnaveitu Reykjavíkur ehf.
og að hlutur OR yrði síðan seld-
ur ef viðunandi tilboð bærist. Sal-
an á Gagnaveitu Reykjavíkur hef-
ur áður borið á góma en var slegin
af í kringum REI-málið alræmda
á sínum tíma. Kjartan metur það
sem svo að Gagnaveitan sé orðið
rekstrarhæf og því söluhæf en tap
Gagnaveitunnar nam 250 milljón-
um króna árið 2009.
Á sama fundi var samþykkt að
fela forstjóra að ganga til samninga
í samræmi við hæstu boð á ýmsum
smærri eignum OR, eins og skemmu
og starfsmannahúsum. Auk þess
herma heimildir DV að verið sé að
skoða sölu margra eigna OR.
Ýmsar leiðir ræddar
Heimildarmenn DV segja að ekki sé
ljóst hvaða leiðir verði ofan á í þess-
ari vinnu. Hún standi þó yfir og tíð-
inda sé að vænta. Verið sé að skoða
gjaldskrána, eignasölu og frestun
fjárfestinga og einn bendir á að svo
gæti farið að þetta verði allt samein-
að í einn pakka. Þetta geti þó gerst
hvenær sem er á næstunni.
2003 2007 2010
Apríl 2003
n Höfuðstöðvar
Orkuveitunnar
vígðar– Hafa fengið
viðurnefnið Royal
Alfreð Hall í Slang-
urorðabók Snöru.
Júní 2006
n Viljayfirlýsing
um álver í Helguvík
undirrituð.
Október 2007
n REI-málið nær
hámarki.
Ágúst 2010
n Sérstakur ríkissaksóknari gefur út
ákæru á hendur Baldri fyrir innherjasvik.
n Fréttir berast af 240 milljarða króna
skuldum Orkuveitunnar.
n Kjartan Magnússon, stjórnarmaður
Orkuveitunnar og fyrrverandi stjórnarfor-
maður, segir í fréttum að stefnumörkun á
árunum 2003–2006 skýri stærstan hluta
skuldasöfnunar Orkuveitunnar.
Fall Orkuveitunnar
2006 2008
Ágúst 2008
n Orkuveitan
býður vildarvinum
sínum á tónleika
með Eric Clapton.
Október 2010
n Gjaldskrá Orkuveitunnar
hækkar um 28,5%.
n 65 fastráðnum starfs-
mönnum sagt upp störfum í
hagræðingarskyni.
Breytingar í tölum
Algengt verð fyrir rafmagn og heitt vatn fyrir 100 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu
var fyrir hækkanirnar 1. október og 1. nóvember um 8.800 krónur á mánuði eða 106.000
á ári. Eftir hækkanirnar fór mánaðarreikningurinn upp í 11.200 krónur – 135.000 í orkuút-
gjöld á ári. Verði af gjaldskrárhækkun sem DV hefur heimildir fyrir að ræddar séu nú á
æðstu stöðum í OR mun mánaðarkostnaður taka risavaxið stökk upp í 16.240 krónur eða
tæplega 195.000 krónur á ári!
„DV hefur heimildir
fyrir því að meðal
eigendahóps og stjórnar
OR séu hugmyndir
um 45 prósenta
gjaldskrárhækkun.
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Í skuldaskafli Hagræðingaraðgerðum og gjaldskrárhækkunum
Orkuveitu Reykjavíkur er hvergi nærri lokið þrátt fyrir að aðeins séu
fimm mánuðir frá síðustu aðgerðum. Nú er umtalsverð gjaldskrár-
hækkun meðal þess sem rætt er meðal æðstu stjórnenda fyrirtækisins.
mynD siGTRyGGuR ARi JóHAnnssOn