Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Síða 18
18 | Fréttir 25.–27. mars 2011 Helgarblað Kraum er staðsett í elsta húsi Reykjavíkur Aðalstræti 10 p. 517 7797 kraum.is OPNUNARTÍMAR Mán. - Fös. 9:00 - 18:00 Lau. - Sun. 12:00 - 17:00 íslenskar fermingargjafir strákar og stelpur Félagið V Laugavegur ehf. í eigu tví- burabræðranna Arnars og Bjarka Gunnlaugssona hefur gert samn- ing við Langanesbyggð um útleigu á sex íbúðum í Þórshöfn sem þegar er hafin vinna við að gera. Samningur- inn skuldbindur sveitarfélagið til að taka allar íbúðirnar á leigu fyrir 1.500 krónur á fermetra á mánuði næstu 10 árin. Samningurinn hljóðar því samtals upp á rúmar 100 milljónir króna. Í fundargerð bæjarstjórnar segir að „leiguverð taki breytingum í samræmi við þróun vísitölu neyslu- verðs“. Miðað við verðlagsþróun síðustu ára má því gera ráð fyrir að leiguupphæðin hækki líklega jafnt og þétt á leigutímanum. Leiguverð það sama og í Reykjavík Íbúafjöldi á Þórshöfn hefur haldist stöðugur síðustu ár búa 380 manns í bænum. Fimmtán ár eru frá því að íbúðarhúsnæði var síðast byggt í bænum. Leiguverðið sem þeir Arnar og Bjarki hafa samið um við Langa- nesbyggð er þó heldur hátt miðað við fáa íbúa og staðsetningu sveit- arfélagsins. Leiguverð á hvern fer- metra í Reykjavík er á bilinu 1.200 til 2.100 krónur, samkvæmt leigu- verðkönnun Neytendasamtakanna. Samkvæmt neysluviðmiðum vel- ferðarráðuneytisins er leiguverð í Reykjavík þó talsvert lægra en sett er á nýju íbúðirnar sex. Um er að ræða sex raðhúsaíbúð- ir sem hver er um 93 fermetrar að stærð. Kostnaður sveitarfélagsins við hverja íbúð er því rúmar 139 þúsund krónur á mánuði. Gunn- ólfur Lárusson sveitarstjóri segir fermetraverðið vissulega vera hátt en að það sé bara eitthvað sem sveitarfélagið þurfi að sætta sig við. „Við komum til með að þurfa að borga með þessu eitthvað, við get- um örugglega ekki leigt þetta út á þennan pening. Þetta er bara fórn- arkostnaður við að fá húsnæði fyr- ir fólk sem vill koma hingað,“ segir hann. „Það hefur verið og er skortur á leiguhúsnæði.“ „Ekki draumakosturinn“ Samningurinn var samþykktur á aukafundi í bæjarstjórn Langanes- byggðar sem ekki var auglýstur. Sam- kvæmt heimildum DV tók það lang- an tíma að fá fundargerðina birta á vef sveitarfélagsins. Samkvæmt fundargerðinni mun sveitarstjórinn hafa vikið af fundinum eftir að hann bar upp tillögu um samninginn. Samningurinn var samþykktur sam- hljóða á fundinum og var sveitar- stjóra falið að vinna áfram í málinu. „Sveitarfélagið á svo mikið af eignum og getur ekki bætt við og við viljum frekar losna við þetta því við teljum leigumarkaðinn frekar eiga heima á frjálsum markaði en í gegn- um sveitarfélögin,“ segir Gunnólfur sem viðurkennir þó að með samn- ingnum sé sveitarfélagið enn vel tengt leigumarkaðnum. Aðspurður hvort sveitarfélagið hafi ekki sjálft getað byggt húsin á jafn hagkvæman hátt og leigufélagið, neitar Gunnólf- ur því. „Það var annaðhvort að gera þetta svona eða þetta hefði ekki ver- ið gert. Þetta var ekki draumakostur- inn en þetta var eini kosturinn.“ n Bæjarstjórn í Þórshöfn samþykkir að tryggja leigumiðlun viðskipti n Verð á fermetra í íbúð- unum svipað og á höfuðborgarsvæðinu n Eftirspurn er eftir húsnæði, segir sveitastjórinn LANGANESBYGGÐ TRYGGIR TVÍBURUM 100 MILLJÓNIR „Þetta var ekki draumakosturinn en þetta var eini kosturinn. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Byggja leiguíbúðir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa tryggt sér tugmilljóna hagnað af leigufyrirtæki sínu V Laugavegur ehf. með samningi við Langanes- byggð upp á 100 milljónir króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.