Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Qupperneq 41
Michael og Christopher. En eins og Elizabeth sagði sjálf var ástarsamband þeirra meira í ætt við náinn vinskap og því lauk hjónabandinu þegar ann- ar maður náði ástum hennar. Sá var Mike Todd framleiðandi. Saman eign- uðust þau dótturina Lizu. Todd lést þegar flugvél hans fórst en hann hafði nefnt hana Lucky Liz. Taylor var harmi slegin. Fíkn hennar í verkjalyf, eiturlyf og áfengi tók yfir. Elizabeth giftist aftur árið 1959, Eddie Fisher. Það var skandall í litlu Hollywood en Eddie fór frá Debbie Reynolds til þess að vera með Eliza- beth. Þær tvær léku saman í síðustu mynd hennar, The Old Broads, árið 2001 og hafði stríðsöxin þá verið graf- in. Elizabeth var helst þekkt fyrir að leika kynþokkafulla kvenvarga eða mjúkar bombur. Hún sýndi þó magn- aðan leik í mynd í myndinni Giant á móti James Dean. Markverð mynd að sjá fyrir aðdáendur Elizabeth. Elizabeth féll fyrir Richard Burton þegar hún lék á móti honum í einni dýrustu mynd allra tíma. Cleopötru. Hitinn á milli þeirra er öllum aug- ljós sem horfa á myndina og meira að segja páfinn skipti sér af því sem hann áleit syndsamleg samskipti þeirra á milli en bæði voru þau gift og gátu ekki látið hvort annað í friði. Mr. Big Þau slitu sambandi við maka sína og giftu sig árið 1964. Þau voru eins og flugeldasýning saman í Hollywood. Richard keypti handa henni stærsta demant í heimi og fjölda annarra skartgripa, málverk eftir gamla meistara og risastóra lúxussnekkju. Þau komu fram saman í The Tam- ing of the Shrew og ættleiddu litla stúlku að nafni Maria frá munaðar- leysingjahæli í Þýskalandi. Maria var meðal barna hennar sem kvöddu hana á dánarbeðinum í Los Angeles. Burton var stóra ástin í lífi Eliza- beth og hún lagði það meira að segja á sig að læra móðurmál hans, velsku. Ástin fjaraði þó út með mik- illi drykkju þeirra beggja og bitur- leika Burtons gagnvart henni. Hann var öfundsjúkur og reiddist henni oft og kallaði hana þá ölllum illum nöfnum. Þau skildu árið 1974 en eitt- hvað áttu þau erfitt með að sjá hvort af öðru og giftu sig aftur 1975 aðeins til að skilja ári seinna. Leiðinlegt hjónaband Hjónaband hennar við öldunga- deildarþingmanninn John Warner reyndist mörgum ráðgáta. Í nokkur ár var Elizabeth í hlutverki íhalds- samrar Washington-eiginkonu og leiddist það víst mikið. Einhverju máli hefur hann þó skipt hana því hún seldi dýrasta demant verald- ar frá Burton og lagði féð í kosn- ingasjóð eiginmanns síns. Leiðind- in höfðu vinninginn og Elizabeth losaði sig úr hjónabandinu. Síð- asti eiginmaður hennar var Larry Fortensky. Honum kynntist hún í meðferð árið 1991 og þau giftu sig á búgarði Michaels Jackson í einu furðulegasta brúðkaupi sögunnar en meðal gesta voru Ronald Reag- an og Ford Bandaríkjaforsetar. Larry var hálfutangátta í Hollywood- heimi Elizabeth og að lokum skildu þau í góðu. Undarlegur vinskapur Eftir að ferill Elizabeth var á enda fitnaði hún ógurlega. Hún hest- húsaði ótrúlega miklu af mat og við- urkenndi opinberlega að hún ætti við vanda að stríða. Áfengisfíknin fylgdi henni á efri ár en mitt í þessarri einmanalegu líðan eignaðist hún óvænt náinn vin, Michael Jackson. Vinátta þeirra var náin og lífseigari en öll hjónabönd hennar til samans. Michael var fullur aðdáunar á vin- konu sinni og hugsaði meira að segja um að láta gera á sér lýtaaðgerðir til að líta út eins og Taylor 12 ára í hlut- verki hennar í National Velvet. Heilsu hennar hrakaði mikið síð- ustu árin sem hún lifði en hún barð- ist gegn hverri raun og hafði að sögn ættingja sinna ótrúlegan lífsvilja. Aðdáendur hennar minnast sterkrar og fallegrar konu sem stundum hefur verið kölluð: Síðasta stjarnan. kristjana@dv.is Úttekt | 41Helgarblað 25.–27. mars 2011 Síðasta myndin Þessi mynd er ein þeirra síðustu sem teknar voru af Elizabeth á þessu ári. Eiginmaður númer eitt Með hótelerfingjanum Nicky Hilton árið 1950, aðeins 18 ára. Nicky gekk svo í skrokk á henni að hún missti barn sem hún bar undir belti. Mr. Big Richard Burton var stóra eldfima ástin í lífi Taylor. Hún lærði meira að segja móðurmál hans, velsku. Honum giftist hún tvisvar. Önnur Óskarstiln- efningin Elizabeth var kynþokkafullur kvenvargur í Cat on a Hot Tin Roof. Vináttan við Michael Jackson Vin- átta poppgoðsins sáluga og Elizabeth var lífseigari en nokkurt hjónabanda hennar. „Á langri ævi sinni hefur hún farið í 100 aðgerðir og þar af voru 20 stóraðgerðir þar sem óttast var um líf hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.