Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Page 62
62 | Fólk 25.–27. mars 2011 Helgarblað í Drekktu betur n Logi Bergmann er einn reyndasti spyrill landsins n Semur spurning- arnar sjálfur n Drekktu betur fer fram í fjögurhundraðasta sinn Sölvi bíður sumarsins Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason er orðinn þreyttur á íslenska vetrinum. Á Facebook-síðu sinni segist hann vilja fara til Suður-Ameríku að dansa. „Þessi vetur hefur fengið mann til að keyra upp Enrique og Marc Anthony á fóninum og leggja á ráðin um langa dvöl í Suður-Ameríku á salsa- og tangónámskeiðum!“ segir Sölvi á Facebook-síðunni. Margt hefur gengið á hjá Sölva í vetur en hann talaði um sambands- slitin við kærustu sína í einlægu viðtali við DV nýverið. Veturinn er þó senn á enda en Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur, sagði á miðvikudag að vorið kæmi á laugardaginn. Forsetinn fær afabarn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á von á fimmta afabarninu. Dóttir hans Dalla á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum Matthíasi Sigurðarssyni. Tinna, tvíburasystir Döllu, á einnig tvö börn með eiginmanni sínum Karli Pétri Jónssyni. Ljóst verður að mikil gleði á eftir að ríkja á Bessastöðum á næstunni þó að það beinist mikil athygli að forsetaembættinu vegna annarra hluta. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær Dalla á von á sér en það var fjölmiðlamað- urinn Eiríkur Jónsson sem greindi frá þessu á bloggi sínu. LOGI F jölmiðlamaðurinn Logi Bergmann er ekki ókunnugur því að stjórna spurn- ingakeppnum en hann verður spyr- ill á fjögurhundruðustu Drekktu bet- ur-spurningakeppninni sem haldin verður á Hverfisgötu 46 í dag, föstudag. Logi er einn reyndasti spyrill landsins en hann hefur með- al annars verið spyrill í Gettu betur, spurninga- keppni menntaskólanna, sem Drekktu betur dregur nafn sitt einmitt af. „Ég held að ég sé með þeim reyndari enda búinn að stjórna spurn- ingaþætti í mörg ár, en hvort ég rúlla þessu upp er svo annað mál,“ segir hann aðspurður hvort hann eigi ekki eftir að rúlla starfinu upp. En er Logi fastagestur í keppninni? „Ég hef ekki mætt mjög lengi, ég fór stundum á Grand rokk hérna í gamla daga en svo hefur þetta verið á föstu- dögum og ég er eiginlega upptekinn öll föstu- dagskvöld.“ Logi semur spurningarnar sjálfur en hann segir þær ekki vera of erfiðar. „Mér finnst að spurningar eigi að vera þannig að þú eigir að vita svarið. Spurningar eins og: Hvað eru mörg sveitarfélög á Íslandi? Það á enginn að vita þetta nema að hann vinni hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga. Spurningarnar eiga að vera um eitthvað sem þú í rauninni ættir að vita. Eitthvað sem þú hefur heyrt eða séð,“ seg- ir Logi. „Ég hef rosalega gaman af því að búa til spurningar og ég er í því líka núna að und- irbúa spurningakeppni fjölmiðlanna sem fer fram um páskana á Bylgjunni. Þannig að þetta fer saman, maður situr bara og horfir út í loftið og hugsar um eitthvað sniðugt til að spyrja um. Þetta er rosagaman.“ Fyrst um sinn var Drekktu betur-keppnin haldin á skemmtistaðnum sáluga Grand rokk en núna fer keppnin fram á Hverfisgötu 46. Þó að keppnin dragi nafn sitt af Gettu betur er hún þó með talsvert öðru sniði en Gettu betur. Spurt er 30 spurninga sem eru samdar af spyrli hverju sinni. Öllum er velkomið að mæta á spurninga- keppnina en til að taka þátt þarf að mynda tveggja manna lið með einhverjum. Spurninga- keppnin hefst stundvíslega klukkan 18.00 og má búast við þungum spurningum, en samt ekki of erfiðum, samkvæmt Loga. Stjörnulögfræðingur neitar hvorki né játar: „ÉG ER ALLAVEGA Á TENERIFE“ „Ég tjái mig bara ekkert um það. No komment bara,“ segir stjörnulög- fræðingurinn Sveinn Andri Sveins- son sem hvorki staðfestir né neitar því að hann sé í sambandi við Krist- rúnu Ösp Barkardóttur. Séð og Heyrt greindi frá því að „rómantík væri í loftinu“ hjá þeim Sveini Andra og Kristrúnu á forsíðu. Blaðið greindi einnig frá því að þau væru bæði stödd á Tenerife. Sveinn Andri vildi ekki tjá sig um það hvort Kristrún Ösp væri á Tenerife en sagði: „Ég er allavega á Tenerife.“ Kristrún Ösp er nýhætt í sam- bandi með Stefáni Lárusi Reynissyni en hún sagði frá sambandsslitunum í nýlegu viðtali við DV. „Við byrjuð- um saman 14. nóvember og hættum saman nákvæmlega fjórum mánuð- um síðar. Það var bara eins og þetta hefði verið ákveðið fyrir okkur,“ sagði hún um sambandsslitin. Hún sagðist þá einnig hafa saknað fótboltakapp- ans Dwights York sem hún hefur verið í sambandi við með hléum um nokkurt skeið. Ekki fæst staðfest hvort Sveinn Andri feti nú í fótspor Yorks og sé kominn í samband með Kristrúnu en Sveinn Andri vill ekki einu sinni staðfesta við DV að hann og Krist- rún þekkist. Sveinn Andri hefur lengi þótt einn eftirsótt- asti piparsveinn landsins en Kristrún Ösp hef- ur einnig þótt ein af fegurri íslensku fyrirsætunum og hefur hún vakið athygli út fyrir landsteinana fyrir samband sitt við Dwight York.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.