Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Side 4
4 | Fréttir 6.–8. maí 2011 Helgarblað
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Gott í vorverkin
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
Black&Decker
háþrýstidæla 110 bar
13.900
Hjólbörur 90L
4.490
Garðslanga 15 m
með úðabyssu
890
Bakkabræður kæra úrskurð sýslumannsins á Hvolsvelli:
Vilja fella forkaupsrétt úr gildi
Bræðurnir Ágúst og Lýður Guð-
mundssynir hafa kært nýlegan úr-
skurð sýslumanninsins á Hvolsvelli
um að fella ekki úr gildi kvöð á jörð-
inni Lambalæk í Rangárvallasýslu
um að afmá forkaupsrétt af jörðinni.
Lambalækur er nánar tiltekið í Úthlíð
og þar hafa þeir reist eitt glæsilegasta
sumarhús landsins.
Deila bræðranna við sýslumann-
inn snýst um að þegar bræðurnir
keyptu 9,7 hektara landspildu í jörð-
inni Lambalæk í byrjun árs 2005, var
þessi kvöð í gildi. Samkvæmt upp-
lýsingum frá embætti sýslumannsins
á Hvolsvelli hafði verið gert ákveð-
ið samkomulag á milli nokkurra að-
ila um gagnkvæman forkaupsrétt á
jörðinni.
Þegar bræðurnir keyptu spild-
una töldu þeir að fallið hefði verið
frá þessum forkaupsrétti. Þeir fóru
fram á við sýslumanninn á Hvolsvelli
að þessi kvöð um forkaupsréttinn
yrði tekin út af þinglýsingabók fyrir
spilduna. Þessari kröfu synjaði sýslu-
maður og hafa bræðurnir því kært þá
synjun. Héraðsdómur Suðurlands
mun síðan taka afstöðu til kröfunnar.
Talsvert hefur verið fjallað um
sumarhús bræðranna á Lambalæk
enda var ekkert til sparað þegar hús-
ið var byggt og íburðurinn eftir því.
Stærð hússins er skráð 567 fermetrar
og eiga bræðurnir húsið saman sam-
kvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá.
Lambalækur Ágúst og
Lýður Guðmundssynir hafa
kært úrskurð sýslumannsins
á Hvolsvelli um að fella ekki
úr gildi kvöð sem er á land-
spildu á jörðinni Lambalæk
sem er í þeirra eigu.
Tryggvi Jón Jónatansson, 15 ára
drengur frá Akureyri, lést á heimili
sínu aðfaranótt mánudagsins 2. maí.
Tryggvi hafði háð erfiða baráttu við
sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm sem
dró hann að lokum til dauða. Tryggvi
fæddist alheilbrigður en við 9 ára
aldur var hann greindur með sjúk-
dóminn. Síðustu tvö ár höfðu verið
honum erfið og frá því í ágúst í fyrra
hrakaði honum hratt. Undir það síð-
asta hafði hann tapað bæði sjón og
heyrn auk þess sem sjúkdómurinn
herjaði á jafnvægisskyn hans svo
hann þurfti að nota hjólastól. Þrátt
fyrir að hafa glímt við erfiðan sjúk-
dóm segir Ásta Freygerður Reynis-
dóttir móðir hans að hann hafi sýnt
æðruleysi og lífsgleði fram á síðasta
dag.
Tók þátt í 1. maí-hlaupinu
„Hann átti rosalega góðan dag síð-
asta daginn sinn. Hann vildi kom-
ast í 1. maí-hlaupið enda var hann
keppnismaður mikill. Hann samdi
við skólabræður sína um að hlaupa
með hjólastólinn í hlaupinu og hann
var afskaplega hamingjusamur.
Skólasystkini hans voru afskaplega
dugleg að heimsækja hann,“ segir
Ásta móðir hans.
Þrátt fyrir að vera orðinn mjög
þreyttur síðustu mánuði lífs síns,
náði hann að láta stóra drauminn
sinn rætast í mars á þessu ári eins
og móðir hans útskýrir: „Það hefur
verið erfitt að finna stærri aðdáenda
Manchester United. Hann átti sér
þann stóra draum að komast á Old
Trafford og hann fékk drauminn sinn
uppfylltan. Þetta var það sem hann
þráði heitast í lífinu. Ég er svo þakklát
fyrir að hann fékk þann draum upp-
fylltan. Hann fór á leik 12. mars og að
sjálfsögðu var það sigurleikur.“
Heilbrigður fyrstu árin
Tryggvi fæddist heilbrigður en um
níu ára aldur fóru læknar að gera
sér grein fyrir því að hann væri með
hrörnunarsjúkdóm. Móðir hans seg-
ir að hún hafi þó verið búin að átta
sig á því fyrr, enda hafi sjúkdómsein-
kennin verið mjög dulin í upphafi.
„Þetta byrjaði með heyrnarskerðingu
og það var ekki hefðbundin heyrnar-
skerðing. Hann heyrði öll hljóð en
orðin skiluðu sér ekki. Þar af leið-
andi lenti ég í svolitlu basli því það
var ekki talið neitt annað að honum
en óþekkt. En hann var afskaplega
sannur og samviskusamur og sýndi
aldrei neina óþekkt.“
Fram að níu ára aldri, þegar hann
greindist með sjúkdóminn, og fyrstu
árin þar á eftir gat Tryggvi lifað nokk-
uð eðlilegu lífi að sögn móður hans.
Síðustu tvö ár voru hins vegar erfið
því sjúkdómnum fylgdi jafnvægis-
skerðing sem leiddi til þess að hann
þurfti að nota hjólastól. Auk þess var
hann búinn að missa hreyfigetu í
höndunum.
Barðist fyrir réttindum fatlaðra
Ásta lýsir Tryggva sem baráttumanni
sem lét veikindi sín ekki stöðva sig.
„Honum var mjög hugleikið að berj-
ast fyrir réttindum fatlaðra. Hon-
um fannst vera vegið að sínum rétt-
indum. Þó hann væri með þennan
hrörnunarsjúkdóm og líkaminn
hrörnaði, þá var hann afskaplega vel
gerður og skynsamur drengur sem
vildi vera í sínu umhverfi. Honum
fannst hann eiga rétt á því að geta
verið heima,“ segir Ásta.
Mæðginin vöktu mikla athygli
í nóvember í fyrra þegar Stöð 2
fjallaði um aðbúnað fjölskyldunnar,
en vegna veikinda Tryggva þurfti að
ráðast í miklar breytingar á heimili
þeirra. Þau leituðu eftir aðstoð hjá
Akureyrarbæ en fengu enga aðstoð. Í
viðtali við sjónvarpsstöðina var hann
spurður hvað honum þætti mikil-
vægast að koma á framfæri við fólk?
Tryggvi svaraði: „Ég vil að fólk átti sig
á því hvað er erfitt að vera með svona
sjúkdóm og að fólk sem er með sjúk-
dóma valdi ekki að vera með þá.
Þetta getur komið fyrir hvern sem er.“
Ástu sárnaði skilningsleysi yfir-
valda á þeim tíma sem þau þurftu að
standa í framkvæmdum á heimilinu.
„Við þurftum að gera miklar breyt-
ingar á húsnæðinu til að gera honum
kleift að vera hérna heima. Við leit-
uðum eftir aðstoð hjá Akureyrarbæ,
sem kallar sig fjölskyldubæinn, þar
var enga aðstoð að fá í svona breyt-
ingar. Það hefði verið hægt að vista
hann á stofnun þar sem hann átti
ekki heima því hann var með meira
fulla skynsemi. Hann var bæði af-
skaplega vel gerður og mjög greind-
ur,“ segir Ásta. Hún segist að lok-
um vilja koma á framfæri þakklæti
til allra sem hafa sýnt fjölskyldunni
stuðning á þessum erfiðu tímum.
Lífsglaður til
síðasta dags
Lífið
Ég lifi fyrir mig
Þú lifir fyrir þig
Maður lifir fyrir sjálfan sig og saknar hinna.
Ég elska að vera til
Ég elska að vera ég
Ég elska hver ég er
Ég elska að vera til í þessum stóra heimi.
Höfundur: Tryggvi Jón Jónatansson
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Tryggvi Jón Jónatansson Daginn áður en hann lést tók hann þátt í 1. maí-hlaupinu
þar sem skólasystkini hans hlupu með hjólastólinn hans. Móðir hans segir hann hafa verið
afskaplega hamingjusaman þann dag.
Tekist á um World Class:
Selt á gjafverði
til tengdra aðila
Tvö mál sem þrotabú ÞS69 ehf. hef-
ur höfðað gegn Laugum ehf., í eigu
Björns Leifssonar, voru tekin fyrir í
Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtu-
dag.
Þrotabúið krefst þess meðal annars
að sölu á World Class úr ÞS69 verði rift
þar sem líkamsræktarveldið hafi verið
selt allt of lágu verði til tengdra aðila.
ÞS69 ehf. hét áður Þrek ehf., en
Björn Leifsson og Hafdís Jónsdótt-
ir, keyptu rekstur World Class út úr
þrotabúinu og greiddu einungis 25
milljónir króna fyrir. Þrek ehf. hafði
farið í þrot árið 2009 og nema kröfur í
þrotabúið 2,2 milljörðum króna.
Skiptastjóri þrotabúsins, Sigur-
björn Ársæll Þorbergsson, lítur hins
vegar svo á að kaupsamningurinn hafi
verið gjafagerningur og vill að dóm-
stólar rifti kaupunum enda sé World
Class að minnsta kosti 500 til 700
milljóna króna virði. Annað mál sem
tekið var fyrir á fimmtudag snýr að
viðskiptum með fasteign á Seltjarnar-
nesi sem hýsir starfsemi World Class
þar í bæ.
Krefjast riftunar
á milljóna greiðslum
Riftunarmál slitastjórnar Lands-
bankans á hendur Sigurjóni Þ.
Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra
Landsbankans, var tekið að nýju
fyrir í héraðsdómi á fimmtudag.
Mánuður er síðan héraðsdómur
hafnaði frávísunarkröfu Sigur-
jóns en slitastjórninn krefst þess
að hundruð milljóna króna launa-
greiðsla til Sigurjóns rétt fyrir hrun
verði rift.
Sams konar mál var einnig höfð-
að gegn Halldóri J. Kristjánssyni,
fyrrverandi bankastjóra Lands-
bankans, en samkvæmt heimildum
DV er enn þónokkuð í að aðalmeð-
ferð í málunum hefjist. Meðal þess
sem leggja þarf mat á er gjaldfærni
bankans þegar launagreiðslur til
bankastjóranna voru reiddar af
hendi.
Þetta er ekki eina dómsmálið
sem hangir yfir bankastjórunum
fyrrverandi enda krefur slitastjórnin
þá um 37 milljarða króna í skaða-
bætur vegna meintrar vanrækslu
við störf í aðdraganda hrunsins.
n Tryggvi Jón Jónatansson lést á heimili sínu aðfara -
nótt 2. maí n Skólabræður hlupu með hann í hjólastól í 1. maí-
hlaupinu n Fæddist heilbrigður en hrakaði hratt síðustu mánuðina