Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Side 26
Þráinn Bertelsson alþingis­maður lýsti á þingflokks­fundi í VG vantrausti sínu á Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráð­ herra sem situr ekki lengur í hans umboði á ráðherrastóli. Afstaða Þráins er skiljanleg þegar litið er til frammistöðu og ofríkis Jóns undan­ farna mánuði. Ráðherrann Jón sýndi þann kjark að taka tegundir eins og skötu­ sel og rækju út úr kvóta. Með þeim aðgerðum kallaði hann yfir sig reiði öfgaarms LÍÚ. Og hann vann fleiri þjóðþrifaverk. Jón ráðherra blés lífi í sjávarbyggðir allt í kringum land­ ið með því að heimila strandveiðar. Sægreifar Íslands trylltust af réttlátri reiði þeirra sem eiga bæði hafið og miðin. Hetjan Jón stóð af sér árás­ irnar og uppskar aðdáun almenn­ ings. En nú er hún Snorrabúð stekk­ ur. Ráðherrann sem vann fyrir fólk­ ið og stóð keikur frammi fyrir sæ­ greifum auðvaldsins er nú eins og vindlaus belgur í ólgusjó, marandi í hálfu kafi. Ráðherrann þorði ekki að auka kvóta til strandveiða, lík­ lega af ótta við vald útgerðarmanna. Hann virðist ætla að klúðra því langstærsta máli ríkisstjórnarinnar að breyta illræmdum kvótalögum í almannaþágu. Ráðherrann sem þorði uppsker vantraust í baklandi sínu nú þegar hann virðist nota kvótamálið til þess óþurftarverks að hafa af almenningi leyfi til að segja nei eða já við Evrópusambandinu. Byltingarmaðurinn sem gekk órag­ ur til verka er dottinn ofan í gjá lítil­ mennsku. Í stað þess að ljúka starfi sínu sem ráðherra með glæsibrag er hann trausti rúinn. Afstaða Þráins Bertelssonar og skoðanasystkina hans er ekki aðeins skiljanleg held­ ur virðingarverð. Jón ráðherra hef­ ur klúðrað sínum málum. Sægreif­ arnir héldu öllu íslensku launafólki í gíslingu í lítilmótlegri tilraun sinni til að taka að sér löggjafarhlutverk­ ið á Íslandi. Sjávarútvegsráðherr­ ann er lítið skárri. Hann liggur und­ ir grun um að nota þjóðþrifamál sem skiptimynt til að þjóna þeim duttlungum sínum að hrifsa af al­ menningi þann rétt að taka afstöðu til ESB. Mikil er lágkúra og skömm Jóns. Enn einn kjáninn, Sigurður klári og hún þarna Nordal, eða hvað hún nú heitir sú ágæta kona, eru ekki fyrr búin að grenja úr sér augun af ótta við að Jóhönnu takist að vinna verk af viti, er grátkór Launasjóðs ís­ lenskra útvegsmanna byrjar að emja. Og kórnum er stjórna af engum öðr­ um er ástsælasta stjórnmálamanni allra tíma, Dabba litla blaðbera. Og söngurinn ómar: Varúð! Varúð! Varúð, þjófarnir leynast víða! Við verðum að hafa auga með pollrólegu deild náhirðarinnar sem í faðmi drauga stendur vörð um kúlu­ lánasjóð íslenskra stjórnmálamanna. Kannski er hinum ástríka hjarta­ knúsara aumingjadeildar íhalds­ ins, Jónmundi, ekki ljóst, að úr í Valhallar garðinum fór einn af ung­ liðum trúfélags sjálfstæðismenna burt með söfnunarbaukinn. Að vísu höfðu peningarnir komið sem gjöf frá einhverri klíku uppgjafarstjór­ nmálamanna, sem sá mæti maður Halldór Ásgrímsson þjónar um þess­ ar mundir í Danaveldi. En þjófnað­ urinn sýnir okkur engu að síður að órólega deild íhaldsins, vælukjóa­ hópurinn, þarf aðhald og ástúð. Hér erum við að tala um fólk sem hefur tapað milljónum í formi kúlulána og fjár án hirðis. Ja, að vísu þarf al­ menningur að borga brúsann. En hugmyndina um tapið vill ástsæll leiðtogi íslenskrar alþýðu, Dabbi litli, auðvitað eigna því fórnfúsa fólki sem barðist með kjafti og klóm fyrir upp­ hefð góðærisgrýlunnar og náði með eljunni einni saman að varða þjóð­ inni leið til ánauðar. Nú er það sértrúarsöfnuður Dabba litla sem á hugi og hjörtu þjóðarinnar. Núna verður hinn mikli frelsari vor að stíga niður til þjóðar­ innar og útdeila visku sinni; breyta vatni í vín og brauði í gull. Hann sem sjálfviljugur lagðist í jötu ríkisins og krossfesti sig upp á eigin spýtur. Núna þurfa styrkþegar auðvaldsins að sameinast undir gunnfána græðgi. Baráttudagur freka lýðsins er að baki og maístjörnukjaftæðið er hjóm í húsi þeirra sem þurfa að vernda það sem þeir náðu að raka til sín í skjóli uppskrúfaðra hvítflibba og jakkafa­ taplebba sem böðuðu sig í glæstum vonum um eilífa sælu í himnaríki pen­ inganna. Hæstiréttur íhaldsmanna verður að standa vörð um frelsi einstaklingsins til að ástunda hræsni og hroka. Ekkert okkar má þola illt umtal fyrir það eitt að þiggja, í drottins nafni, aðgang að einkaauðlindum hinna útvöldu. Það er af sem áður var, nú er hann niðurlútur sá vælukjói Valhallar sem vildi þiggja mútur. 26 | Umræða 6.–8. maí 2011 Helgarblað „Það stóð ekki til að gefa út neina yfirlýsingu um þetta. En ég get staðfest úr því spurt er, að Jón Bjarnason situr ekki á ráðherrastóli í mínu umboði.“ n Sagði Þráinn Bertelsson, þingmaður VG. – DV „Skil ekki í DV að lepja upp af vef þessa lyga­ marðar og siðleysingja.“ n Skrifaði Tryggvi Þór Herbertsson í athugasemdakerfi dv.is eftir að Björgólfur Thor Björgólfsson sagði að ekkert mark hafi verið takandi á efnahagsráðgjafanum í aðdraganda hrunsins. – DV.is „Þótt fyrstu hljóðfærin kæmu í torfbæi og lágreist timburhús við fjörukambinn var tónlistin lengi að ná hér þroska, verða burðarás í menningarlífi Íslendinga.“ n Sagði forseti Íslands í stuttu ávarpi á opnunartónleikum Hörpu. – forseti.is „Ég er enn mjög vantrúað­ ur þegar kemur að kostum aðildar.“ n Sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann er enn andvígur aðild að ESB. – Wall Street Journal. Lágkúra ráðherrans Leiðari Bókstaflega Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Hetjan Jón stóð af sér árásirnar Vælukjóar Valhallar Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Við verðum að hafa auga með pollrólegu deild náhirðar- innar sem í faðmi drauga stendur vörð um kúlul- ánasjóð íslenskra stjórn- málamanna. Vildi heita Björgólfur n Tryggvi Þór Herbertsson alþingis­ maður liggur undir áföllum vegna árása Björgólfs Thors Björgólfssonar sem telur á heimasíðu sinni að Tryggvi hafi gengið erinda Askar Capital á sama tíma og hann var starf­ andi ráðgjafi Geirs H. Haarde forsætisráð­ herra. Málið hlýtur að vera sárt fyr­ ir Tryggva sem sóttist eftir því sem háskólaprófessor að kenna stöðu sína við föður hins unga Bjögga, Björgólf Guðmundsson. Hefði hann þá borið sæmdarheitið prófessor Björgólfur Guðmundsson, Tryggvi Þór Herbertsson. Þrátt fyrir þessa blindu aðdáun ræðst afkvæmi goðsagnarinnar svo á hinn auð­ mjúka þjón. Sómi Ögmundar n Ögmundur Jónasson innanríkis­ ráðherra virðist ekki ætla að feta spillingarslóð forvera sinna við skipan dómara. Alkunna er að á Davíðstíman­ um var vinum og vandamönn­ um flokksins, hæfum sem óhæfum, troð­ ið inn í dóm­ stólana. Meðal þeirra sem ekki hafa hlotið náð er Eiríkur Tómasson lagaprófessor sem Ögmundur hefur nú skipað sem dómara ásamt þeim Gretu Baldursdóttur og Þorgeiri Örlygssyni. Sómi þykir vera að framgöngu Ögmundar. Bláu dómararnir n Þremenningarnir sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skip­ aði í Hæstarétt gætu orðið mótefni við dómara á borð við Ólaf Börk Þorvaldsson, frænda Davíðs Odds­ sonar, og Jón Steinar Gunnlaugsson, vin þess sama. Báðir voru skipaðir þótt þeir væru lágt metnir í hæfni. Og Ólafur Börkur var ekki sá eini sem naut náðar í ættinni því Herdís Þorvaldsdóttir, systir hans, var talin til þess fallin að vera héraðsdóm­ ari. Nú standa vonir til þess að sið­ væðing dómskerfisins sé hafin og tími bláu dómaranna að baki. Leynieigandi 365 afhjúpast n Margir bíða þess nú spenntir að Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigendur 365, gefi það upp hver sé sá huldueigandi sem lagði stórfé inn í rekstur félagsins á sín­ um tíma. Fram að þessu hafa hjónin neitað að upplýsa um leynieigandann en nú eru fjölmiðlalög skýr hvað það varðar að eignarhald eigi að vera skýrt. Þau hjónin munu vænt­ anlega svipta hulunni af málinu á allra næstu dögum. Sandkorn TryGGVaGöTu 11, 101 rEykjaVÍk Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. SvarthöfðiÞ að gat nú verið að menning­arlegar eyðimerkur lands­ins kvörtuðu yfir flottasta tónlistar húsi norðan Alpafjalla. Þ etta fólk lætur eins og aldrei hafi verið byggð fyrir það Kringlan. Og aldrei hafi verið byggð Smáralind, eitt glæsilegasta reðurtákn heims. Hvítt rusl hvar sem er í heiminum hefði prísað sig sælt fyrir að vera aðnjótandi slíks bygg­ ingarlegs óðs. Meðan áskrifendur að sinfóníutónleikum seðja smekk­ vísi sína í Hörpunni getur hitt fólkið auðveldlega farið í Kringlubíó og Smárabíó til að upplifa eitthvað sem hæfir þess skynjunarstigi. V issulega mætti reka fjöldann allan af leikskólum og spítöl­um fyrir peninginn sem skatt­ greiðendur eru látnir borga í Hörpu. En yfirburðarsmekkvísi verður ekki grædd í fólk á spítala. Skynjun á fín­ ustu blæbrigðum nærgætnustu til­ brigða tónlistarinnar er ekki kennd á leikskólum. Þessu þroskastigi, sem áskrifendur sinfóníuhljómsveitar­ innar hafa öðlast, verður aðeins náð fram með áratuga snertingu við tæra hámenningu. H arpa er ómissandi vettvang­ur fyrir hámörkun vitsmuna, skilnings og skynjunar. Þeir óbreyttu landsmenn sem sjá ekki hvernig þetta fjölnota elítuhús snert­ ir þá sjálfa ættu að athuga að þeir deila dýrðinni með áskrifendum sinfóníuhljómsveitarinnar, sem hafa náð æðsta stigi skynjunar og skiln­ ings. Við erum öll Íslendingar. Því fleiri Íslendingar sem ná hámarks­ árangri sem þessum, þess merki­ legra er að verða Íslendingur. Ekki kvörtum við þegar handboltalands­ liðið hámarkar yfirburði sína? Nei, við fögnum. Og samt þarf lítið sem ekkert að hugsa til að henda bolta. Á sama hátt ætti almenningur að fagna, þegar heldri borgarar uppfylla platónska frummynd fullkomnunar mannsins með hámörkun skynjunar sinnar í Hörpu. R annsóknir sýna að það er hagkvæmt fyrir hvítt rusl að niðurgreiða sinfóníutónleika fína fólksins. Skapandi greinar velta 189 milljörðum á ári. Svo fara 10–28 milljónir í gluggaþvott. Glugga­ þvottamaðurinn á Hörpu fær laun sem hann notar svo til að fara í Smárabíó og skapar störf fyrir popp­ sölumenn. Skapandi greinar eru burðarstólpi atvinnulífsins. En sumt fólk skilur það ekki. Alveg eins og sumir skynja ekki það sem gerist í Hörpu. Því það er ekki nóg að hlusta. Það þarf að heyra. Hvítt rusl hlustar kannski, en það heyrir ekki í Hörpu. H víta ruslið þjónar engu að síður tilgangi þegar kemur að Hörpu. Það borgar skatta til þess að niðurgreiða sinfóníuhljóm­ sveitina og Hörpu, svo andlegir vitar þessa lands geti skinið skært, öllum öðrum til leiðsagnar. Á sama hátt dregur blómið næringu úr moldinni og drullunni til að geta blómstrað í allri sinni fegurð og gætt veröldina fagurfræðilegri merkingu og inntaki. Hvað væri veröldin án blóma, gæti maður spurt? En um leið verður að spyrja, hvar væri blómin án moldar­ drullu? Þetta er allt samvirkt. Við höfum öll hlutverk. Hvíta ruslið og Harpa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.