Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Síða 32
32 | Viðtal 6.–8. maí 2011 Helgarblað E flaust minnast margir þeirra tíma þegar konurnar í Kross- inum voru ómálaðar með sítt hár í síðpilsum. Sú mynd á þó ekkert skylt við Sigurbjörgu Gunnars- dóttur sem tók við hlutverki forstöðu- manns þegar faðir hennar, Gunnar Þorsteinsson, ákvað að draga sig í hlé síðasta vetur vegna ásakana um kyn- ferðislega áreitni á hendur sjö kon- um. Sigurbjörg tekur brosandi á móti blaðamanni með sítt ljóst hárið tekið upp í tagl, fullan farða og á hlýraboln- um þannig að stæltur líkaminn nýtur sín vel, enda er hún fitness-drottn- ing með meiru. Hún ákvað að stíga fram og segja sögu sína í von um að þagga niður í gróusögum um viðhald í World Class og lægja öldurnar. Hún efast ekkert um sakleysi föður síns og segir það sárt að horfa upp á þessa aðför að mannorði hans. Það er þó ekkert í samanburði við annað sem þau hafa gengið í gegnum, eins og morðið á ömmu hennar og þá stað- reynd að tvisvar hefur líf barns henn- ar hangið á bláþræði. Ótímabær fæðing Tvíburarnir eru heima þegar blaða- mann ber að garði. Þeir eru sjö ára, nýbyrjaðir í skóla en nú er vetrarfrí. Gunnar notar tækifærið til þess að æfa sig á trommunum og syngur há- stöfum en Hulda María situr prúð fyrir framan sjónvarpið með teikni- myndirnar sínar. Sigurbjörgu langar í fleiri börn en tekur ekki þá áhættu að eignast aftur tvíbura. Það er nóg að gera það einu sinni. Hún býður upp á Sprite Zero og við setjumst inn í sófa. Tvíburarnir fæddust fimm vikum fyrir tímann og þar sem Gunnar var b-tvíburinn var hann svo veikburða að honum var vart hugað líf þegar hann fæddist. Lungun höfðu ekki náð fullum þroska og féllu saman eftir fæðingu. „Mér var sagt að það væru aðeins helmings- líkur á að hann myndi hafa það af. Sem betur fer var nýbúið að finna upp lyf sem bjargaði lífi hans með því að víkka út æðarnar í lungunum. Við vorum ansi lengi uppi á spít- ala en hann náði fullum bata. Síðan hefur þetta ekki háð honum en þetta breytti því hvernig ég hugsa. Ég hef alltaf haft áhyggjur af því að eitthvað muni koma fyrir hann. Kannski af því að strax í byrjun læddust inn einhverjar áhyggjur og ég fór ósjálfrátt að hugsa í þá átt.“ Martraðir í hálft ár Áfallið hafði áhrif á svefninn og Sigurbjörg svaf lengi illa. „Í hálft ár fékk ég martröð á hverri einustu nóttu um að ég væri að missa hann. Það var skelfilegt en sýnir hvernig svona áföll setjast í undir- meðvitundina. Ég var lengi að sleppa tökunum á þessu og það var meira en að segja það.“ Þegar dóttir hennar veiktist alvar- lega nokkrum árum seinna rifjaðist þetta allt upp fyrir henni aftur. Þá vissi hún að eitthvað væri að dóttur sinni og kallaði því á lækni. Hann vitjaði stúlkunnar og sagði hana með flensu. „Ég óttaðist að hún væri með heila- himnubólgu en hafði ekkert fyrir mér í því. Þetta var bara einhver tilfinning sem ég upplifði mjög sterkt og held að hafi verið Guð að pikka í öxlina á mér. Þannig að ég spurði hvort það gæti verið en læknirinn fullvissaði mig um að það væri ekkert að henni.“ Stúlkunni hrakaði þó stöðugt og daginn eftir var hún orðin svo veik að hún var við það að missa meðvit- und. Þá ákvað Sigurbjörg að fara með barnið upp á spítala og fá annað mat. Dóttirin næstum dáin Uppi á spítala fór hún í mænustungu en lækninum var það löngu ljóst þeg- ar niðurstöðurnar úr sýnatökunni bárust að grunur Sigurbjargar reynd- ist réttur. Stúlkan var með meningó- kokka-heilahimnubólgu sem er bráð- drepandi. „Klukkutíma eftir að við komum upp á spítala féll súrefnis- mettunin niður. Hún hefði pottþétt dáið ef við höfðum verið heima. Hún var á gjörgæslu yfir nóttina og við vorum síðan með henni uppi á spít- ala næstu tíu daga. Ég hef aldrei lent í öðru eins,“ segir Sigurbjörg einlæg. „Þetta var mjög dramatískt. Ég titraði bara og skalf í viku á eftir. Ég var bara í losti. Líka af því að það rifjaðist svo sterkt upp fyrir mér hvernig þetta var með Gunnar litla.“ Bað um fullkomna lækningu „Meningókokka-heilahimnubólgan virkar þannig að það tekur stuttan tíma fyrir hana að verka og fólk deyr ef hún er ekki meðhöndluð. Hins veg- ar skilur hún eftir sig fáar aukaverk- anir, hægt er að missa sjón, heyrn og fá ADHD. Dóttir mín missti hluta af sjóninni eftir þetta. Annað augað var latt og nánast óvirkt þannig að hún gekk með lepp næstu vikurnar á með- an hún var að þjálfa það upp.“ Erfiðast var að upplifa þetta varn- arleysi gagnvart börnunum. „Ég vil allt fyrir þau gera en stundum get ég ekki hjálpað þeim. Þá verð ég að treysta því að allt fari eins og það á að fara. Lífið kennir okkur æðruleysi og ég treysti því og trúi að allt sé eins og það á að vera. Að það sé tilgangur með öllu. Þetta var erfið og bitur reynsla en hún gerði mig sterkari. Ég lærði að treysta Guði betur og treysta hon- um fullkomlega fyrir börnunum mín- um. En það gerðist ekki strax á fyrsta degi. Ég þurfti að fara í gegnum þessar tilfinningar, upplifa van- máttinn og ganga í gegn- um þetta ferli. Það er svo stutt á milli lífs og dauða. Þannig að ég grét og bað Guð um fullkomna lækn- ingu.“ Stimpluð skrýtin vegna föðurins Sjálf gekk hún í gegnum ýmsa erfiðleika í æsku þótt hún ætti góða for- eldra sem sinntu henni af alúð og kærleika. Vegna trúarinnar átti annað fólk hins vegar erfitt með að skilja fjölskylduna og dæmdi börnin út frá söfnuðinum eða því sem það taldi að hann snérist um. Sigurbjörgu líka. „Mér var ekki boðið með þegar krakkarnir voru að fara eitthvert og ég var gjarna sett til hliðar sem varð til þess að ég upplifði höfnun og velti því fyrir mér hvað væri að mér. Ég var ekki meðtekin og það var mjög afger- andi upplifun. Sumum fannst ef til vill skrýtið að ég væri dóttir Gunnars í Krossinum. Ef það er sagt nógu oft að fólk sé skrýtið þá verður það skrýtið í hugum fólks. Fyrir mér er þetta skort- ur á þekkingu. Fordómar grassera í vanþekkingu. En ég er bara ósköp venjuleg og hef alltaf verið. Ég fer í gegnum lífið eins og annað fólk. Eini munurinn felst kannski í trúnni sem hefur auð- vitað áhrif á afstöðu mína í ýmsum málum. En að öðru leyti lifi ég ósköp venjulegu lífi. Það er ekki eins og ég sé einhver framandi vera,“ segir hún og hristir höfuðið. Upplifði sig skítuga Foreldrar hennar stofnuðu Krossinn þegar Sigurbjörg var sex ára en ein- eltið hófst þegar hún var tíu ára hnáta. „Þetta stóð yfir á þeim tíma þar sem ég var að mótast hvað mest. Kannski eru þessi ár þar sem þú ert að komast á fyrstu gelgjuna erfiðustu ár lífsins. Fólki finnst það kannski léttvægt en það hafði mjög mikil áhrif á mig þegar mér var ekki alltaf boðið í bekkjarpartí og annað. Í því fólst ákveðin útskúfun og það var sárt. Verst var samt þegar ég hélt bekkj- arpartíið og var þá valin sætasta stelp- an í einhverjum kosningum. Ein- hverjar stelpur fengu sjokk og gátu ekki hugsað sér neitt verra þannig að það var kosið aftur. Mér fannst það mjög meiðandi því það gaf ákveðin skilaboð um að það væri óhugsandi að ég gæti unnið nokkuð slíkt. Í kjöl- farið leið mér mjög illa og ég velti því fyrir mér hvað væri að mér, hvort ég væri eitthvað skítug. En ég veit að ég er mjög sæt,“ bætir hún við og hlær. „Nei, djók,“ segir hún enn hlæjandi. „Þetta hafði þau áhrif á mig að þegar fulltrúar módelsamtaka komu í skólann og hvöttu mig áfram þorði ég það ekki fyrir mitt litla líf. Þetta atvik sat lengi í mér.“ Pabbi er saklaus Sigurbjörg Gunnarsdóttir í Krossinum efast ekkert um sakleysi föður síns og segir ásakanir á hendur honum særa hjarta hennar, en sjö konur sökuðu Gunnar um kynferðislega áreitni. Henni þykir líka sárt að sitja undir gróusögum um við­ hald í World Class. Það er þó ekkert miðað við sársaukann sem fjölskyldan upplifði þegar amma hennar var myrt. Í kjölfarið lærði hún að treysta Guði í gegnum dauðans dimma dal. Hún segir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur frá æsku­ árunum, söfnuðinum, eineltinu og útskýrir af hverju hún var enn hrein mey í brúðarkjólnum. „Mér þykir vænt um pabba minn og það særir hjarta mitt að hann þurfi að sæta þess­ um ásökunum. Samrýmd fjölskylda Gunnar ásamt Jónínu Benediktsdóttur, börnum og tengdabörnum. Hvert áfallið á fætur öðru hefur fært þau nær hvert öðru og saman standa þau sterk. Æskuárin Hér eru þau Gunnar og Ingibjörg á meðan allt lék í lyndi og Krossinn var í uppbyggingu. Guðni, Jóhanna og Sigurbjörg eru með þeim en yngsta bróðurinn, Gunnar Inga, vantar á myndina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.