Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Qupperneq 33
Viðtal | 33Helgarblað 6.–8. maí 2011 Eineltið var gjöf Um tvítugt horfðist hún í augu við for­ tíðina og gerði þetta upp. „Ég þurfti að viðurkenna það fyrir sjálfri mér hvað þetta hafði mikil áhrif á mig. Ég hafði ekki viljað gera það þar sem mér fannst það niðurlægjandi. En ég varð að gera það til þess að geta sleppt tök­ unum og fyrirgefið. Mér reyndist það erfitt því það sem gerist í barnæsku getur verið svo sárt. En þrátt fyrir allt er ég þakklát fyrir þessa reynslu því ég held að ég þurfi ekkert að skammast mín fyrir það hver ég er í dag. Núna myndi þetta ekki líðast en á þessum árum var fólk ekkert að spá í eineltismál. En á vissan hátt var mér gefin gjöf með þessari framkomu. Ég þurfti að ganga í gegnum erfiðleika og sigrast á þeim. Erfið reynsla getur verið mjög dýrmæt ef maður velur að dvelja ekki í gremju og biturleika.“ Skar sig úr í síðpilsi Eitt af því sem gerði það að verkum að Sigurbjörg skar sig úr var að hún tók ákvörðun um það tólf ára gömul að ganga alltaf í síðpilsi. „Ég er þessi allt eða ekkert týpa, ef ég geri eitthvað vil ég gera það upp á tíu. Þetta var hluti af því. Ég vildi bara taka skrefið lengra. En þetta var erfiður tími og ég ákvað að hætta því þegar ég var fjór­ tán ára. Krakkarnir skildu þetta ekki. Ég gerði þetta algjörlega á mínum forsendum en fólk trúði því ekki. Að sama skapi var það mín ákvörðun að hætta þessu og það vafðist ekki fyr­ ir neinum nema mér, en Guð lítur á hjartað en ekki pilsið. Það skiptir engu máli.“ Þannig prófaði hún sig smám saman áfram. Meira að segja varð­ andi áfengi og sígarettur. „Fjölskyld­ an gerði allt sem aðrir gerðu nema hvað það var aldrei vín á heimilinu. Hins vegar var ég ekki alveg hundrað prósent með í kirkjunni á unglings­ árunum þar sem ég þurfti að finna mig og velja út frá mínum forsendum þannig að ég prófaði ýmislegt og þar á meðal þetta. Foreldrar mínir hafa alla tíð lagt áherslu á að trúin verði að vera val okkar, en ekki eitthvað sem þau geta valið fyrir okkur. En ég uppgötvaði það fljótt að þessi hugarró og festa sem ég finn í trúnni er mín sanna hamingja. Þetta tímabil varði kannski í nokkur ár en ég þurfti ekki að leita lengi áður en ég vissi að ég myndi snúa aftur. Það var ekki spurning. Því þegar þú hefur upplifað hamingju og fengið að kynnast þessum sálarfriði og fullvissu kemur ekkert í staðinn fyrir það.“ Þakklát fyrir hreinlífið Annað sem er einstakt við Sigur­ björgu er viðhorf hennar til kyn­ lífs. Hún var þrettán ára þegar móð­ ir hennar settist niður með henni og ræddi við hana um þessi mál. „Það var mjög vandræðalegt og hallæris­ legt. Ég var alltaf að vonast til þess að hún myndi hætta að tala. En það hafði samt áhrif á mig. Hún kenndi mér að bera um­ hyggju fyrir líkama mínum og ég trúi því einarðlega að það geti haft mjög mikil áhrif að byrja of snemma að stunda kynlíf, og meiri áhrif á stelp­ ur en stráka. Ef þú hefur ekki góða og heilbrigða sjálfsmynd fyrir getur þú jafnvel farið að skilgreina þig út frá kynlífi og nota það til þess að vinna þér inn einhver stig. Ég hef aftur á móti borið mjög mikla virðingu fyrir sjálfri mér og er lánsöm að því leyti. Ég gaf mig aldrei að þessu leyti þannig að það náði enginn tökum á mér og ég held að það sé ein ástæðan fyrir því að ég er svona ákveðin. Þetta var mitt og átti að gefa einhverjum sem Guð gaf mér. Ég er mjög þakklát fyrir það.“ Hrein mey í brúðkaupinu Fólki finnst þetta mjög sérstakt og spyr gjarna hvort hún hafi í alvörunni ekki flutt inn til hans fyrr en daginn eftir brúðkaupið. „Fólki finnst þetta hrikalega fyndið. Ég er svona Húsið á sléttunni týpa,“ segir hún og hlær góðlátlega að sjálfri sér. Þau höfðu verið saman í þrjú ár þegar þau gengu í hjónaband. Sigur­ björg var þá 25 ára gömul og Aðal­ steinn 29 ára, en hann heitir fullu nafni Aðalsteinn Scheving. Hann hafði verið besti vinur hennar frá því að hún var fimmtán. „Við þekkt­ umst því mjög vel, það vantaði ekki. Ég treysti honum alveg. En ég hafði heldur engar áhyggjur af því að við myndum ekki passa saman. Fólk lær­ ir bara að passa saman. Við pössum allavega sérlega vel saman, erum mjög ólík en það hjálpar okkur bara. Við vegum hvort annað upp.“ Ástin á milli þeirra er mikil en hann þurfti að ganga lengi á eftir henni til þess að sannfæra hana um hann væri rétti maðurinn fyrir hana. „Ég var ekki alveg viss. Fyrir mér var hann bara vinur. Hann bauð mér að vísu reglulega út annað slagið en ég var alltaf bara: nei, ekki alveg. Svo gerðist eitthvað og ég sá hann í öðru ljósi. Upp frá því óx ástin á milli okk­ ar.“ Sagði manni á biðilsbuxunum upp Löngunin til þess að stunda kynlíf með ástmanni sínum eða konu verð­ ur stundum til þess að fólk gengur fyrr í hjónaband en ella ef það hef­ ur einsett sér að bíða fram yfir brúð­ kaupið. „Það er tilhneiging til þess en það er aldrei sniðugt. Best er að taka sér tíma og vera viss.“ Sjálf var Sigurbjörg með strák frá Bandaríkjunum sem vildi giftast henni og var á leiðinni til landsins með trúlofunarhring í vasanum. „Við hefðum trúlofað okkur ef hann hefði komið en ég fann að það var ekki rétt þannig að ég hringdi í hann og bað hann um að koma ekki. Ég vildi ekki flytja út með honum því fjölskyldan er mér of mikilvæg. Hér eru mínar rætur.“ Meiðandi gróusögur Sigurbjörg gengur fram í eldhús og sker niður bananabrauð sem hún bakaði fyrir börnin. Smyr það með þykku lagi af smjöri og býður blaða­ manni. Hún sest síðan aftur í sófann og dæsir um leið og hún viðurkennir að það sé því sérstaklega særandi að heyra gróusögur um að hún eigi við­ hald í World Class. „Ég hef bara verið með einum manni og það skiptir mig máli. Ég óttast að einhver trúi þessu en vona að flestir viti hvaða mann ég hef að geyma. Samt er það alltaf svoleiðis með gróusögur að ef þær ganga nógu lengi og eru sagðar nógu oft, þá verða þær sannleikur í huga fólks. Það er svo auðvelt að eyðileggja mannorð fólks. Dauði og líf er á tungunnar valdi, segir í ritningunni.“ Skilnaður foreldranna Hjónabandið er heilagt en meðlim­ ir kirkjunnar geta upplifað erfiðleika rétt eins og aðrir. Fjaðrafokið sem skilnaður Gunnars og Ingibjargar Guðnadóttur olli var einstakt. „Þau höfðu verið í hlutverki leiðtoga og margir settu þau upp á stall fyrir vik­ ið. Mamma fann sína köllun í hjálp­ arstarfi erlendis. Það breytti rosalega miklu á milli þeirra og þau fjarlægð­ ust hvort annað. Hún hafði talað um skilnað allt frá árinu 2006 og þau hefðu eflaust skil­ ið fyrr ef við hefðum ekki þvertekið fyrir það, þessar litlu frekjur sem við erum. Okkur fannst bara að þau ættu að geta látið þetta ganga en það var ekki vilji fyrir því þar sem þau höfðu vaxið í sundur. Hún vildi bara vera úti að sinna þessu starfi. Þannig að það var að hennar undirlagi að þau ákváðu að skilja.“ Þreytandi að fá aldrei frið Allt frá því að foreldrar Sigurbjargar stofnuðu Krossinn fyrir þrjátíu árum hafa þau helgað líf sitt þessari köll­ un. Hún var sex ára þegar þetta gerð­ ist og heimili hennar var öllum opið. „Heimili okkar var fyrsti vísirinn að áfangaheimili. Fólk var velkomið til okkar ef það vantaði mat eða gist­ ingu. Við ólumst upp við það að kær­ leikur Krists væri sýndur í verki og það væri eðlilegt að húsið væri öllum opið. Auðvitað fannst mér það stund­ um þreytandi að fá aldrei frið því það var alltaf eitthvert fólk að detta inn. Mamma gerði til dæmis alltaf ráð fyr­ ir fleirum í mat, því við vissum aldrei hvað hún þyrfti í raun og veru að elda fyrir marga. Eins sváfum við systkinin oft saman í herbergi því það var búið að lána okkar herbergi. Í þessu felst köllunin, það sem við gerum okkar minnstu bræðrum ger­ um við Drottni. Og þegar þú gefur af þér færðu það til baka. Stundum vildi ég samt bara fá að lifa mínu lífi, á mínum forsendum, en það var ekki alltaf hægt. En ég áttaði mig á því að þetta var þeirra köllun og að kirkjan á að snúast um þetta. Stærstur er sá sem þjónar.“ Óvenjuleg reynsla færði þau nær hvert öðru Fyrir vikið höfðu foreldrar hennar lít­ inn tíma fyrir fjölskylduna og hvort annað. „Allt annað kom á undan, sem var kannski það sem mér fannst erfiðast. En við tókum upp á því að eiga alltaf eitt fjölskyldukvöld í viku þar sem við fengum færi á því að spjalla saman. Vegna aðstæðna urðum við systk­ inin kannski enn nánari en ella. Óvenjuleg reynsla okkar hefur fært okkur nær hvert öðru.“ Amma var myrt Erfiðasta reynslan var án nokkurs vafa það þegar amma þeirra var myrt. Það gerðist árið 1999, þremur mánuðum eftir að Sigurbjörg gekk í hjónaband. Hún var enn á ham­ ingjuskýi þegar hún fékk símtal þar sem henni var greint frá voðaverkinu. „Ég mun aldrei geta lýst því hvernig það var þegar amma var myrt. Þetta var einn versti dagurinn í lífi mínu, gjörsamlega hræðilegt. Ég fór á fund fjölskyldunnar sem kom saman og við vorum mjög mikið saman næstu vikur á eftir. En ég var bara í taugaáfalli, viti mínu fjær af hræðslu. Ég varð mjög lífhrædd og ímyndaði mér að eitthvað hræðilegt gæti gerst. Óttinn sat lengi í mér. „Jónína er ekki full- komin frekar en aðrir. Hún er bara týpa og mér finnst hún frábær. Góð fyrir pabba. M y n d S ig tr y g g u r A r i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.