Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Page 34
34 | Viðtal 6.–8. maí 2011 Helgarblað Ég átti líka erfitt með að trúa því sem gerðist því þetta var svo mik­ il geðveiki. Við amma vorum mjög nánar, ég heiti Sigurbjörg í höfuðið á henni og umgekkst hana mikið.“ Gráturinn hreinsar hjartað Næstu vikur var Sigurbjörg óvinnu­ fær vegna áfallsins. „Vinnuveitandi minn hvatti mig til þess að taka mér það frí sem ég þurfti og ég gerði það. Fyrst á eftir var ég dofin en síðan grét ég ofboðslega þungum gráti. Fyrir mér er gráturinn svo mikilvægur því hann hreinsar hjartað. Ég var umvafin fjölskyldunni og félögum mínum í kirkjunni en ég var mjög lengi að jafna mig á þessu. Að lokum var vanlíðanin orðin svo mikil og farin að hafa svo djúp áhrif á mig að ég var orðin að skelinni af sjálfri mér. Af því að ég tókst ekki á við þetta og leyfði reiðinni að ná tökum á mér.“ „Ég hata hann ekki“ Hluti af bataferlinu fólst í því að morð­ inginn fékk sinn dóm. Sigurbjörg mætti þó aldrei í réttarsal en fylgdist með málinu úr fjarska. „Dómurinn var eðlileg afleiðing gjörða hans, því þú uppskerð alltaf eins og þú sáir. Ég vildi samt ekki vera viðstödd því ég held að það ýti bara undir reiði að heyra nákvæma frásögn af því sem gerðist. Ég get ekki séð að það hjálpi mér á minni vegferð að því að verða heil aftur. Mín fyrirgefning fólst í því að sleppa tökunum og hugsa ekki um þennan mann. Ég hata hann ekki.“ „Erfitt að sjá pabba svona bugaðan“ „Það bætti síðan gráu ofan á svart þegar blaðamaður taldi sig hafa heimildir fyrir því að amma hefði verið myrt út af skoðunum morð­ ingjans á pabba. Það var ofsalega þung byrði að bera í þessum ömur­ legu aðstæðum og það bókstaflega kramdi hjarta hans að heyra þetta. Það virkilega gerði það og það var mjög erfitt að sjá pabba svona bug­ aðan. Við vorum svo varnarlaus. Alla vikuna átti pabbi von á frétt um að hann væri í raun valdur að dauða móður sinnar. Svo kom á daginn að það var eng­ inn ásetningur á bak við morðið. Maðurinn var bara í mikilli vímu og það var tilviljun að hann braust inn í þessa íbúð.“ Fyrirgefningin hjálpaði honum Maðurinn flúði af vettvangi en fannst skammt frá í mjög annarlegu ástandi. „Hann var ekki með sjálfum sér. Það var ekki hægt að yfirheyra hann eða neitt. Hann var mjög skemmdur af eiturlyfjaneyslu. Pabbi tók mjög fljótlega þá ákvörðun að fyrirgefa honum og gerði það opinberlega, þótt það hafi í raun og veru tekið lengri tíma að fara í gegnum það ferli. Það hafði afgerandi áhrif á líf þessa manns og hann þáði hjálp í átt að bata. Fyrirgefningunni má líkja við mann sem opnar fang­ elsisdyr og uppgötvar að hann sjálfur var fangi. Þegar við tökum ákvörðun um að fyrirgefa leysum við okkur úr viðjum biturðar og gremju. Pabbi tók mjög skynsamlega á þessu og sýndi okkur öllum gott for­ dæmi. Það er eitt að vera trúaður í orði og annað að vera trúaður á borði.“ Mætti morðingjanum Fyrir nokkrum mánuðum mætti Sig­ urbjörg þessum manni í fyrsta skipti. Það var á samkomu í Krossinum en hann kom þangað til þess að votta föður hennar virðingu og láta vita af því að hann hefði náð bata. „Mér brá. Ég átti ekki von á honum þannig að það var óþægilegt að því leyti. En af því að ég er búin að fyrirgefa hon­ um hafði það ekki mjög djúpstæð áhrif á mig. Ég fylgdist samt svolítið með honum þennan dag. Hann var þarna með vinkonu sinni og sat á næst­ fremsta bekk. Pabbi gerði grein fyrir honum, hver hann væri og hvað hann gerði, enda var pabbi að tala um hatur í predikuninni og hvað orkan sem felst í hatrinu er eyðileggjandi. Það er auðvitað þannig að kirkjan er öll­ um opin og þangað geta allir leitað. En ég sé ekki neinn flöt á því að við gætum verið í einhverjum samskipt­ um. Ég efast líka um að hann gæti verið í kirkjunni, þar sem hann væri stöðugt minntur á það sem gerðist.“ Svartnættið Þótt Sigurbjörg sé frjáls gagnvart þessum manni í dag reyndist það langt og strangt ferli að komast þangað. „Ég barðist við að reyna að ná utan um þetta, skilja hvað gerð­ ist og af hverju. Á meðan ég var í þeim fasa lá þetta þungt á mér. Ég ætla ekki að segja ég hafi verið þung­ lynd en þetta var næsti bær við. Ég var vonlaus og í mínum huga var líf­ ið búið. Fyrir vikið gerði ég ekki það sem mér var ætlað að gera.“ Sársaukafullur klofningur Til að auka álagið varð klofningur í Krossinum á sama tíma. Krossinn hafði verið tengdur öðrum söfnuði sem var strangari en Gunnar vildi að söfnuður sinn væri. „Pabbi ákvað að slíta sig frá þeim söfnuði og breyta stefnunni. Hugmyndir hans urðu til þess að söfnuðurinn klofnaði og það var mjög mikilvægt og gott þegar lit­ ið er til baka. En á þessum tíma var það mjög erfitt, þetta gerðist á sama tíma og amma var myrt og stór orð voru látin falla. Einn sagði að dauði ömmu væri Guðs leið til að hegna okkur. En Guð er ekki þannig. Guð blessar okkur til að framkvæma vilja sinn, því hann er kærleikur. En trúin á það sameiginlegt með pólitíkinni að vera fólki mikið hjart­ ans mál sem verður kannski til þess að fólk segir eitthvað svona í hita leiksins. Áður en þetta gerðist var söfnuðurinn eins og ein stór fjöl­ skylda og þeir sem brugðust svona við höfðu margir hverjir verið sam­ herjar okkar í gegnum tíðina. Eftir þetta átti ég erfitt með að skilja fólk, ég treysti því ekki og þurfti að læra að gefa Guði áhyggjur mínar og fyrirgefa. Það var töluvert ferli fyrir mig og tók tíma, eða rúm tvö ár.“ Ætlaði ekki að lifa svona lífi Á þessum tíma þyngdist hún ótæpi­ lega og leit illa út að eigin sögn. „Ég hugsaði ekki um sjálfa mig. En eftir rúmt ár tók ég ákvörðun um að nú væri nóg komið og sleppti tökunum. Þetta var orðið gott, því ég ætlaði ekki að leyfa því sem gerðist að hafa vald yfir hamingju minni og framtíð. Ég ætlaði ekki að lifa svona lífi. Ég var reið og talaði í reiði. Mér fannst ég eiga það skilið því ég væri búin að fara í gegnum erfiða reynslu. Fólk sem fer í gegnum erfiðleika tal­ ar svona en við þurfum að læra að segja stopp. Ég get kosið að horfa stöðugt í baksýnisspegilinn og lifa í beiskju og reiði eða sleppt tökun­ um og haldið áfram. Þú skalt gleyma því sem að baki er og seilast eftir því sem fram undan er, skrifaði Páll postuli, og þetta orð er mér kært. Það að sleppa og fyrirgefa kemur ekki í veg fyrir uppgjör en það gerir okkur kleift að halda áfram á með­ an reiðin gerir það að verkum að við komumst ekki lengra. Síðan fór ég að gera það sem ég hafði alltaf vitað að ég ætti að gera en hafði ekki stundað. Um leið sner­ ist líf mitt við á einu augabragði, blessanir komu inn í líf mitt sem mig hafði ekki órað fyrir og ég sá tækifæri í hverju horni. Ég hafði þyngst um þrjátíu kíló og missti þau öll. Bara vegna hugarfarsins. Við stjórnum því sjálf hvort við náum árangri.“ Lærði að treysta Hún sleppti tökunum á reiðinni sem hafði litað allt hennar líf frá því að morðið var framið. „Ég veit núna að það er ástæða fyrir öllu, Guð veit allt og það er engin paník á himnum þegar eitthvað gerist. Það þýðir ekki að ég skilji allt, áður en ég áttaði mig á því sá ég allt út frá mínum sjónarhóli. En ef ég myndi skilja Guð væri hann á sama plani og ég vitsmunalega séð. Þá væri hann ekki Guð. Ég lærði að treysta því að hann myndi vel fyrir sjá. Ég hef lært að treysta honum í gegnum dauðans dimma dal. Um leið og ég gerði það gat ég tileinkað mér ný viðhorf og haldið áfram. Eins og ég sé það, þá er lífið eitt risastórt próf. Maður getur fall­ ið á prófinu og þarf þá að fara aftur í gegnum sömu kringumstæðurnar. Best er bara að ná hlutunum strax og ákveða að vera hamingjusamur.“ Pabbi stærsta fyrirmyndin Þrátt fyrir allt segist Sigurbjörg vera ótrúlega lánsöm. „Ég get ekki kvart­ að. Mamma og pabbi eru góðir for­ eldrar, systkini mín hafa reynst mér vel og ég á bæði góðan mann og börn. Auk þess sem tengdaforeldr­ ar mínir eru hreint gull. Ef ég beini sjónum mínum að því get ég ekki annað en upplifað gæsku Guðs. Ég get alltaf fundið kærleikann.“ Pabbi hennar er mikill pabbi, segir hún, og bætir því við að hann hringi reglulega til að athuga hvern­ ig hún hafi það. „Hann segir hvað honum þykir vænt um mig og er mín stærsta fyrirmynd. Hann er mik­ ill karakter og prinsippmaður. Þótt hann sé alls ekki fullkominn held ég að hann hafi verið fæddur til þess að vera í forystu, hann finnur sig best í predikunum og hjálparstarfi og þekkir Biblíuna út og inn. Ég þekki ekki fróðari mann. Hann er líka mjög hreinskilinn en reynir alltaf að forð­ ast átök.“ „Söfnuðurinn er mín fjölskylda“ Gunnar ákvað sjálfur að stíga til hlið­ ar þegar hann var sakaður um kyn­ ferðislega áreitni. Sigurbjörg tók þá við forystunni. „Þetta var hans ósk og margir voru ósáttir við það. Ég var þá hvött til þess að taka við og hefði aldrei skorast undan því þar sem mér þykir svo vænt um þennan söfnuð. Hann er hluti af mínu hjarta. Þetta er mín fjölskylda. Ég sá aldrei fyrir mér að ég tæki við Krossinum en mér finnst gaman að stíga út á vatnið og prófa. Fara út fyrir þægindahringinn og láta reyna á það sem ég get. Fyrir vikið finn ég betur fyrir styrk mínum. Það er eins og þetta teygi á mér og það er ofsa­ lega gott. Þegar maður fer í gegn­ um hvirfilvinda gefur Guð það sem maður þarf. Maður getur meira á ögurstundu en maður heldur. Við gerum allt of lítið úr hæfni okkar og getu.“ „Jónína er mikill persónuleiki“ Mamma hennar er líka á leiðinni heim og mun þá sækja kirkjuna. „Það er pláss fyrir okkur öll þar,“ seg­ ir Sigurbjörg en pabbi hennar er gift­ ur annarri konu í dag, Jónínu Bene­ diktsdóttur, sem hefur tekið virkan þátt í starfi Krossins frá því að þau byrjuðu saman. „Jónína er mikill persónuleiki. Ég held að þau eigi vel saman en ég var alveg á báðum áttum fyrst. Ég þekkti hana ekkert en hafði fylgst með henni í fjölmiðlum. Það er eldmóð­ ur í henni og hún er fljót að bregðast við, sem er í senn kostur og löstur. Við erum fínar vinkonur þótt ég sé ekki sammála öllu sem hún gerir. Jónína er ekki fullkomin frekar en aðrir. Hún er bara týpa og mér finnst hún frábær. Góð fyrir pabba. Þau eru bæði „larger than life“ karakterar og hafa farið í gegnum stormasama tíma. Hún er umtöluð og umdeild og er fyrir vikið með þykkan skráp. Þú þarft að hafa það til þess að geta ver­ ið með pabba, hann gæti ekki verið með hvaða konu sem er. Ég er til dæmis orðin svolítið ónæm fyrir umfjöllun um hann og þau. Ég get ekki látið hana hafa áhrif á mig, þá lægi ég bara undir sæng alla daga. Þetta er okkar leið til þess að komast af.“ „Pabbi sér ekki sólina fyrir Jónínu“ Fyrst og fremst vill hún að pabbi sinn sé hamingjusamur. „Þetta var hans ákvörðun og ég virði hana. Þau eru rosalega skotin í hvort öðru og mér finnst það pínu fyndið,“ segir hún og glottir en bætir einlæg við: „Um leið er svo fallegt að sjá hvern­ ig þau höndla hamingjuna eins og táningar sem bera einlæga ást til hvort annars. Ef ég tala bara fyrir sjálfa mig þá fórum við í þann fasa að sinna for­ eldrahlutverkinu þegar við eignuð­ umst tvíburana. Við gleymdum því að við erum líka gift og þurfum að hlúa að sambandinu. Vera svolítið rómantísk, en áttuðum okkur sem betur fer og kipptum því í liðinn. Jónína og pabbi eru til dæmis mjög dugleg að koma hvort öðru á óvart. Þau eru bara yfir sig hrifin. Pabbi sér ekki sólina fyrir Jónínu og öfugt. Ef þau eru aðskilin í smá­ stund sakna þau hvort annars al­ veg svakalega,“ segir hún hlæjandi. „Það er yndislegt að horfa upp á þetta og finna að það er hægt að fá annað tækifæri. Pabbi og mamma gleymdu sér í amstrinu og fórnuðu öllu fyrir kirkjuna.“ Ásakanirnar særa hjarta hennar Dýrmætasti lærdómurinn af öllu sem á undan er gengið er að taka engu sem sjálfsögðum hlut. „Og að lífið getur tekið mjög miklum breyt­ ingum á skömmum tíma. Ég hefði til dæmis aldrei trúað því fyrir ári að svona væri komið fyrir fjölskyld­ unni í dag. Ég hefði aldrei trúað því að hjónaband pabba og Jónínu gæti haft svona mikil áhrif. Ég skil held­ ur ekki af hverju það þarf að bera út óhróður um mig líka. Ég skil ekki hvað frænkum mín­ um gengur til og held að þeim líði illa. En ég bið fyrir þeim og trúi því staðfastlega að sannleikurinn muni koma í ljós. Pabbi er saklaus, það er enginn efi í mínu hjarta. Mér finnst bara hræðilegt að hann þurfi að ganga í gegnum þetta. Líka af því að pabbi hefur reynst þeim systr­ um svo vel. Þessi ofsi og þetta hatur særir mömmu líka. Mér þykir vænt um pabba minn og það særir hjarta mitt að hann þurfi að sæta þessum ásökunum. Í raun er það átakanlegt. En hann er með breitt bak og ef ein­ hver getur farið í gegnum svona að­ stæður þá er það hann. Mamma hefur líka hjálpað mér mikið að fara í gegnum þetta og það er alveg ljóst hver hennar afstaða er. Hún trúir á sakleysi pabba rétt eins og við hin og telur þetta sprottið af afbrýðisemi. Hún lítur á þetta sem aðför að pabba og kirkjunni. En ég er búin að ákveða að fyrir­ gefa þetta. Þetta mál mun ekki stjórna lífi mínu og ég lít með óbil­ andi bjartsýni á framtíðina.“ „Að lokum var vanlíð- anin orðin svo mikil og farin að hafa svo djúp áhrif á mig að ég varð orðin að skelinni af sjálfri mér. M y n d S iG tr y G G u r a r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.