Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Qupperneq 37
Viðtal | 37Helgarblað 6.–8. maí 2011 Change og til London komu til þeirra Magnúsar og Jóhanns Birgir Hrafns- son og Sigurður Karlsson og seinna bættust í hópinn þeir Tómas Tómas- son og Björgvin Halldórsson. Magn- ús segir þennan tíma hafa einkennst af tímalausu fjöri og villimennsku. „Þegar maður er ungur og tíma- laus alveg þá er þetta bara eins og það er. Það er ekkert planað. Þú ert bara og það er æðislegt fjör. Bara svona villimennska. Þetta var æðis- lega skemmtilegur tími sem hafði ýmislegt í för með sér. Sterkari áhrifa- menn fóru að hafa áhuga á okkur, til að mynda EMI og Chapels. Svo kom frægur upptökustjóri frá L.A. sem allt í einu vildi fara að vinna með okkur og hann vildi bara vinna með mér og Jóhanni, leysa hljóm- sveitina upp. Barnum, hét hann, og var að vinna með Diönu Ross og alls konar fólki. Hann hafði áhuga á okk- ur sem lagasmiðum, vildi flytja okkur út, kynna okkur fyrir þessu frábæra fólki og láta okkur fara að vinna með session-mönnum. Okkur leist ekkert á það þannig að við höfnuðum þessu stórkostlega tilboði. Ég var meira að segja nýlega að skoða sögu tónlistar- innar í L.A. og þá er Barnum einn sá fremsti þar. Við hlógum bara að því, þetta fer bara eins og það fer.“ Fylgir innri rödd Magnús samdi Álfana úti í London og á mikið af óútgefnu efni frá því að hann dvaldi þar, þar á meðal rokkóperu sem hann ætlar að gefa sér tíma til að fín- vinna bráðlega. Change meikaði það ekki og smám saman tíndust félagarnir heim til Ís- lands. Magnús ílengdist hins vegar í London því að eitthvað innra með honum togaði í hann og bað hann að vera um kyrrt. „Mér fannst alltaf tilvistin í London ekki tengjast tónlistinni eða Change heldur ákveðnum þroska. Mér fannst ég þurfa að taka út ákveðinn þroska þarna. Það hefur alltaf verið einhver svona rödd inni í mér sem hefur hvíslað að mér, svona eins og frumbyggjar í Ástr- alíu þekkja. Þeir eiga sér svona „wal- kabout“ sem togar svona aðeins í þá í einhverja átt á lífsins leið. Ég fæ slíka tilfinningu og hef lært af reynslunni að þekkja hana og láta undan henni. Þetta gerðist í London. Ég stóð með miðann í hendinni og átti að fara heim daginn eftir og þá kom þetta og ég hugsaði: andskotinn, þetta er nú ekki nógu sniðugt. Ég er með konu og börn heima. En svo ágerðist tilfinn- ingin og ég hringdi bara í konuna og sagði henni að ég kæmi ekkert heim. Við skyldum bara finna hús hérna og búa í London með börnunum. Það gekk eftir.“ Huglæknirinn Terry kemur til skjalanna „En svo var ég alltaf að bíða eftir því hvers vegna mér var ætlað að verða eftir í London. Því ég fann að það var ekki tónlistarinnar vegna heldur vegna einhvers annars. Svo fékk ég bara þetta skrýtna símtal frá manni sem heitir Terry og er huglæknir. Hann hringdi bara úr blámanum og sagði: My name is Terry and I really have to meet you but in fact we have already met. Þetta hljómaði eitthvað í áttina að því sem mér fannst svona vera handan hornsins og því fylltist ég mikilli forvitni. Terry fullyrti það við mig að við værum starfandi í einhverri vídd sem var mér ekki ljós en ljós honum. Og ég sagði við hann að þetta hljómaði skemmtilega og að við skyldum hittast ef hann gæti sannfært mig um að þetta væri ekki bara eitt- hvert bull. Þá spurði hann mig hvort það nægði að hann lýsti mér. Ég játaði því og Terry lýsti mér í smáatriðum. Það sem sannfærði mig svo endanlega um það að hann væri raunverulegur sjáandi var það að hann sagði: Þeg- ar þú varst heima á Íslandi þá áttirðu rauðan gítar, þú varst klæddur í svona indjánajakka og spilaðir á gítar með annan fótinn uppi á stól. Þá sagði ég einfaldlega: Ókei, komdu í heimsókn!“ Missti eiginkonu sína í eldsvoða Magnús segir Terry hafa verið skrýt- inn karl, lítinn og pervisinn en með ótrúlega andlega hæfileika. „Þegar við loksins hittumst þá hitti ég fyrir and- legan bróður og síðar lærimeistara. Hann hjálpaði mér gríðarlega í tilvist- inni og kenndi mér að hugsa og lesa í ákveðið tilfinningaflæði. Þá fannst mér vera kominn tilgangur ferðarinn- ar. Maður talar ekkert um þetta hvers- dagslega og kannski er það vitleysa að segja frá svona í viðtali en hann margs- annaði það fyrir mér að hann skynjaði meira en flestir aðrir. Hann varaði mig til dæmis við hlutum sem áttu eftir að gerast í mínu lífi, stóráföllum í lífi mínu þar á meðal. Þá fékk ég símtal þar sem hann sagði: Það á eitthvað mjög alvar- legt eftir að gerast eftir einn mánuð. Ég gat þá undirbúið mig undir það sem koma skyldi. Ég missti til dæmis eig- inkonu mína í bruna fyrir áratugum. Terry hafði varað mig við því áður. Ekki endilega einmitt þessum atburði en hann hafði sagt mér að ég myndi verða fyrir stóru áfalli sem myndi fella mig um koll. Svo sannarlega gerði það það þó að þessi harmleikur sé eitthvað sem ég hef sætt mig við í dag.“ Þessi fyrsta eiginkona Magnúsar Þórs var æskuástin hans, Rósa. Þau höfðu eignast tvær dætur sem dvöldu hjá þeim í London. Lífið í London reyndist þeim erfitt. Eiginkona hans drakk mikið og hann var sjálfur fullur óróleika. Þau sneru heim til Íslands. Þá varð sá harmleikur sem Magnús minntist á, þar sem Rósa lést af slys- förum í eldsvoða. „Ég hef lært að það þjónar engum tilgangi að dvelja við harmleik sem þennan. Stundum er líf- ið svona og það er þannig að það er svo auðvelt að nota eitthvað svona sem þú dettur um til þess að segja: Andskot- inn, þetta gengur allt saman illa.“ Særði til sín ástina Magnús Þór býr að Hveramörk með eiginkonu sinni Jenny Borgedótt- ur. Þau hafa verið farsæl árum sam- an og til hennar hefur Magnús samið mörg ástarlög. Þeirra á meðal lagið Ást við fyrstu sýn. Lagið á vel við því þau hafa verið ástfangin frá fyrstu stund. Rómantíkin endar ekki þar því Magn- ús segist hafa kallað hana til sín. „Ég særði hana eiginlega til mín,“ seg- ir hann og horfir beint í augu blaða- manns, kannski svo það fari ekki á milli mála að það var einmitt það sem gerðist. „Fyrir nokkrum árum ákvað ég að finna mér konu. Ég fann að ég þurfti á henni að halda og ég eiginlega kveikti á mér. Ég sendi frá mér strauma og beið svo eftir því að einhver myndi nema þá. Þetta var eftirför. Ég leitaði að ástinni og svo fann ég hana. Þegar ég hitti Jenny skynjaði ég strax á fyrstu sekúndunum að hún var sú rétta. Við höfum einfaldlega verið saman síðan við hittumst.“ Fer í ferðalag þegar hann fer í fýlu Magnús segist stundum verða erfið- ur í skapinu en hún Jenny kunni vel á öldurnar. „Jenny er rómantísk og gamaldags í eðli sínu og hún hefur gaman af ævintýrum. Hún er síbreyti- leg og hún er líklega eina konan sem getur verið með mér. Ég get nefnilega verið svo leiðinlegur í skapinu, ég get hlaupið fljótt upp en við Jenny erum búin að koma okkur upp ágætis kerfi. Þegar ég finn að ég þarf frið eða að skapið er að teyma mig eitthvert, þá segi ég einfaldlega við hana að ég sé að fara í ferðalag. Það sama á við um hana. Við gerum þetta bæði þegar við þurfum næði. Þegar ég fer í ferða- lag þá get ég verið fáeina daga í burtu þótt ég sé enn innan veggja heimilis- ins. Jenny bankar kannski í mig og spyr mig hvort ég vilji kaffi eða hve- nær ég komi til baka. Þetta er vina- leg leið okkar beggja til þess að stefna ekki því góða sem við eigum í hættu. Þetta er glimrandi skemmtilegt jafn- vægi. Við rífumst aldrei. Ég lærði af reynslunni þegar ég var að rífast og slást við konur í gamla daga. Ég geri það ekki lengur.“ Stormasamt samband við Þórunni Antoníu Magnús á sex börn, tvö börn með Jenny, tvær dætur með æskuástinni Rósu auk sonar og dóttur af hjóna- bandi númer tvö. Börnin sín segir hann öll vera ólík, miðjubörnin vera músíkölsk og þann yngsta vera of- virkan eins og hann var sjálfur. „Ég var hreinlega úti um allt og innan um allt, alltaf með vesen, gekk illa í skóla og var stöðugt til vandræða. Ég er enn ofvirkur og eldri sonur okkar Jenny er það líka. Ég get því miðlað honum af reynslu og þá sérstaklega hvernig má ná tökum á ofvirkninni og hvernig má nýta hana til góðs. Því ofvirkni er líka góð. Hún er taumlaus orka og hana má beisla.“ Tvö barna Magnúsar hafa gert það gott í tónlist. Baldvin spilar með For- gotten Lores og Þórunn Antonía hef- ur átt afbragðs söngferil auk þess sem hún slær nú í gegn sem leikkona í þáttunum með Steinda á Stöð 2. Sam- band Magnúsar og dóttur hans Þór- unnar Antoníu var stormasamt til að byrja með. Magnús segir að það sé vegna þess hversu lík þau eru. „Hún hafði mikið fyrir því að hreinsa sig og skýra, rétt eins og ég. Við tókum þrjú ár í að rífast þar sem ég var að reyna að ala hana upp og hún var að reyna að láta mig ala sig ekki upp. Hún hafði ekki búið með mér og skandalíseraði sig eiginlega inn á mig. Það var bölv- aður óhemjugangur á henni, hún var með alltof stórt egó og lítinn skilning í litlum líkama. Ég var líka svona og því vissi ég vel að þetta gengi yfir. Ég gleðst innilega yfir velgengni hennar í dag. Við erum flest með eitthvað sem þarf að fylla upp í. Við erum öll mis- þroska.“ Særir líka til sín fiska Magnúsi finnst gott að búa í grennd við náttúruna og gengur upp í fjall á hverjum degi til að styrkja sig og njóta útiverunnar. Það hentar honum líka ágætlega að vera í nánd við náttúruna því hann er þekktur fyrir að vera hald- inn mikilli veiðidellu og hefur gaman af stangveiði. Í veiðinni fann hann út- rás fyrir ókyrrð sem hann hafði þörf fyrir að sleppa út á friðsaman hátt. „Það var ákveðin ókyrrð í mér sem ég vildi losna við. Brennandi eirðar- leysi og ég fann að ég fékk í sálinni sams konar útrás við veiðarnar og ég hafði áður fengið við að vera eitthvað að vesenast og lenda í vitleysu.“ Hann þykir vera einkar næmur og flinkur veiðimaður, særir hann til sín fiska eins og konur? „Já, kannski geri ég það stundum,“ segir hann og brosir. „Þetta er spurning um tilfinningu, að ná ákveðnu sambandi við náttúruna, skynja hvar fiskurinn er. Ég get verið mjög fiskinn.“ Halda upp á 40 ára starfs afmæli Félagarnir Magnús Þór og Jóhann halda upp á 40 ára starfsafmæli um þessar mundir, og ætla að fagna þeim tímamótum með tónleikum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Eftir þá félaga liggja fjölmörg lög sem eru stór hluti af íslenskri dægurlagasögu, lög eins og Ást, Söknuður, Dag sem dimma nátt, Yakety Yak, Þú átt mig ein, Blue Jean Queen, Mary Jane, Seinna meir, Ísland er land þitt og mörg fleiri. Blaðamað- ur fær að líta inn á æfingu og er yfir sig hrifinn. Staðreyndin er nefnilega sú að mörg þessara laga hafa þeir aldrei flutt sjálfir. En þarna sitja þeir á sviðinu og lág rödd Magnúsar syngur Ást sem hann samdi fyrir Ragnheiði Gröndal og röddin minnir á mjúkan Tom Waits. Tilefni tónleikanna er að í ár eru 40 ár síðan þeir komu fyrst saman en það var einmitt í Austurbæ í Reykjavík. Tónleikarnir verða þar um helgina, laugardaginn 7. maí, og verða svo endurteknir í menningarhúsinu Hofi á Akureyri 21. maí. Magnús segir Jón Ólafsson tónlistarmann hafa sannfært þá félaga um að gera alvöru úr þessu uppátæki. „Ég hef mest verið í því að semja lög og texta fyrir aðra mér yngri og er kannski orðinn svolítið einrænn í þessu,“ segir hann. „Ég hef ekki fundið hjá mér ríka þörf til að flytja tónlistina sjálfur,“ bætir hann við og brosir í kampinn meðan hann klórar sér í skegginu. Hann hugsar sig lengi um áður en hann segir: „En ég ber virðingu fyrir því sem aðrir vilja, svo er Jón Ólafsson svo skemmti- legur. Við ætlum líka að sitja eins og í gamla daga,“ segir hann svo og brosir aftur með sjálfum sér. kristjana@dv.is „Þegar ég hitti Jen- nýju skynjaði ég strax á fyrstu sekúndun- um að hún var sú rétta. „Ég er hættur að rífast og slást við konur“ Segir Magnús Þór sem hefur einbeitt sér að því í lífinu að þroskast og bæta sig. Hann er ástfanginn og sæll með eiginkonu sinni Jenny. Hér er hann með fjólubláa prjónahúfu á höfði sem hún prjónaði á hann. Stór fjölskylda Magnús á sex börn, tvö börn með Jenny, tvær dætur með æskuástinni Rósu auk sonar og dóttur frá hjónabandi númer tvö. Ást við fyrstu sýn Jenny og Magnús Þór á góðri stundu. Þau voru ástfangin frá fyrstu stund og Magnús Þór segist hafa kallað hana til sín. Stormasamt samband Magnús Þór með Þórunni Antoníu dóttur sinni. Þau eru lík, að sögn Magnúsar, og hnakkrifust í heil þrjú ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.