Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Side 44
44 | Fókus 6.–8. maí 2011 Helgarblað S unnudagskvöldið 17. apríl síðastliðinn var stór stund fyrir þá Íslendinga sem staddir voru í Alexandr- inský-leikhúsinu í Skt. Pét- ursborg. Og stór stund fyrir allt íslenskt leikhús. Þarna vorum við komin, dágóður hópur af íslensku leik- listarfólki, til að fylgjast með afhend- ingu Evrópsku leiklistarverðlaunanna, sem verið var að veita í fjórtánda skipti frá því þeim var komið á fót árið 1986. Tilefnið vita allir nú: Vesturport okk- ar var meðal þeirra sex sem hrepptu þau að þessu sinni í þeim flokki sem kenndur er við nýsköpun og frum- kvöðlastarf, New theatrical realities heitir það á ensku og segir ekki mikið út af fyrir sig. Líklega væri nær lagi að kalla þetta hvatningarverðlaun, því að þau hafa yfirleitt, sýnist mér þegar ég renni í gegnum skrána, verið veitt fólki af yngri kynslóð. Aðalverðlaunin sjálf hafa hins vegar fallið í skaut einhverj- um þekktum leiklistarmanni, langoft- ast leikstjóra, sem hefur þegar hlotn- ast frægð og viðurkenning. Að þessu sinni var það þýski leikstjórinn Peter Stein sem fékk þau, en sérstök heið- ursverðlaun voru veitt sovéska leik- stjóranum og leikhússtjóranum Yuri Ljubimov. Á undan verðlaunaathöfninni sjálfri var vikulöng dagskrá með leik- sýningum, pallborðsumræðum og mannamótum sem slíku hátíðahaldi jafnan tilheyrir. Þar gafst okkur boðs- gestum færi á að sjá sýnishorn af list flestra verðlaunaþeganna í leikhúsum borgarinnar, og þau eru ærið mörg og ólík, sum gömul, önnur ný, sum glæsi- leg, önnur í þeirri niðurníðslu sem setur, því miður verður að segjast, enn alltof sterkan svip á þessa sögufrægu borg. Og það er rétt að hnykkja á því strax: Vesturport átti sér þarna flotta innkomu, í raun og veru flottari en aðrir í þeirra flokki, og það segi ég ekki af neinni þjóðrembu, nei, staðreynd- ir tala sínu máli: þau voru þarna sem sé með tvær stórar sýningar: Ham- skipti sín og Fást, sem flestir boðsgest- anna, nokkur hundruð talsins, munu hafa séð. Þarna var enginn sem gerði betur og auðfundið að þau uppskáru eftirtekt og áhuga eftir því. Og trúi ein- hver mér ekki, þá getur hann feng- ið það staðfest af óháðum aðila, eins og sagt er, og væntanlega allvel dóm- bærum, með því að fara inn á heima- síðu Vestur ports, vesturport.com, og tengja sig inn á afar lofsamlegan dóm Michaels Billington, gagnrýn- anda The Guardian. Billington stýrði þarna ágætum pallborðsumræðum um starf hópsins, umræðum sem höf- undi þessarar greinar veittist sá heið- ur að fá að taka þátt í; þar kom einnig skýrt fram hversu virt þau eru orðin í bresku leikhúsi. Raunar vill svo til að þetta er í fyrsta skipti sem skandinavískir fá að stíga á þennan verðlaunapall, og óneitan- lega skemmtilegt að það var finnskur leikstjóri, Kristjan Smeds, sem það gerði ásamt Vesturporturum. Má með nokkrum rétti segja að þar hafi sann- ast, sem stundum fyrr, að hinir fyrstu eiga til að verða síðastir og hinir síð- ustu fyrstir. Hvað er Vesturport? Á tímamótum er rétt og skylt að staldra við, líta um öxl og jafnvel, í framhaldi af því, hugleiða á hvaða leið menn séu. Fyrsta spurningin myndi þá líkast til vera sú, hvers konar kon- ar fyrirbæri þetta Vesturport eiginlega sé. En henni er nú ef til vill ekki eins auðsvarað og fræðimaðurinn helst myndi kjósa. Ef ég segði að Vestur- port væri Gísli Örn Garðarsson og fé- lagar þá kæmist ég nálægt sannleik- anum, en þó ekki alveg, því að meðal leiksýninga, sem taldar eru upp á ágætri heimasíðu hópsins (sem mætti raunar líka vera á íslensku), eru verk- efni sem félagi hans og mágur, Björn Hlynur Haraldsson, á heiður af, sem höfundur og/eða leikstjóri, og Vestur- ports-grúppan hefur að öðru leyti ekki komið mikið nærri. Kjarninn í hópn- um eru annars vegar þau Gísli Örn og kona hans, Nína Dögg Filippusdóttir, hins vegar Björn Hlynur og kona hans Rakel, systir Gísla Arnar. En nokkrir aðrir listamenn hafa unnið mikið með þeim; þar standa Ingvar E. Sig- urðsson, Víkingur Kristjánsson, Ólaf- ur Egill Egilsson og Börkur Jónsson leikmyndateiknari einna efst á blaði. Annars er frekar sérkennileg karla- slagsíða í liðinu; af nítján einstakling- um, sem birt er mynd af á heimasíð- unni, og samkvæmt því eru aðalfólkið, er fyrir utan Nínu Dögg aðeins ein leikkona: Nanna Kristín Magnúsdótt- ir, sem hefur að auki sést furðu lítið með þeim, aðallega í kvikmyndunum ef mér skjátlast ekki. Ég verð að játa að ég skil það ekki alveg, því að hún er ágæt leikkona. Oft hefur verið fárast yfir fjöl- skylduvenslum í leikhúsi; eitt sinn var talað um „hjónaklúbbinn“ í Leikfélagi Reykjavíkur og löngu fyrr um fjöl- skylduveldin tvö sem áttu að deila og drottna í sama félagi. En við megum gæta okkar í því efni; sannleikurinn er sá að slík veldi eru ekki nýtt fyrir- bæri og hreint ekki alltaf af hinu illa, öðru nær. Þannig voru margir af fyrstu atvinnuleikflokkunum, sem spruttu upp í síðrenessansinum, hálfgerð fjöl- skyldufyrirtæki, maður, kona, börn og þeirra skyldulið, og gekk oft ágætlega. Ekkert er nýtt undir sólinni, stendur þar ... Sjálf hafa þau lýst því svo í við- tölum að þau hafi viljað halda áfram að starfa og þroskast saman eftir að hafa lokið námi í Leiklistarskólanum. Það er ugglaust satt og rétt. En ætli það blasi ekki samt við að Gísli Örn er fyrir liði hópsins og sá sem öðrum fremur heldur honum saman. Ann- ars er best að þau séu sjálf til frásagn- ar um það hvernig grúppu-dýnamíkin er innan þeirra veggja. Það, sem okkur kemur við, er sú list sem þau hafa náð að skapa og eru að skapa, og um hana er sitthvað hægt að segja. Áhugi á klassík Ég ætla ekki að rekja sögu þeirra hér í smáatriðum. Allt byrjaði þetta eins og við vitum með ævintýrinu mikla um Rómeó og Júlíu, sem var, áður en nokkur vissi af því eða skildi eigin- lega hvernig það gerðist, þotin burt af Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu út til London, og heldur betur farin að gera það gott þar. Á þeim tæpu tíu árum sem síðan eru liðin eru þetta orðnar eitthvað um fimmtán leiksýn- ingar, ef heimasíðan er notuð sem heimild, og fimm leiknar bíómynd- ir í samvinnu við aðra. Þau hafa sýnt klassíkinni áberandi mikinn áhuga; byrja með Shakespeare, þá kemur Woyzeck Büchn ers, Hamskipti Kafka, nú síðast Fást, sjálfstæð útgáfa þeirra á Fástssögunni eins og hún er hjá Go- ethe. Ég má líka til með að nefna að Björn Hlynur setti upp, snemma á ferli þeirra, eigin gerð af Títusi Androní- cusi, blóði drifnu æskuverki Shake- speares, en hún var því miður aðeins sýnd einu sinni og af henni missti ég. Annars hef ég séð langflest sem þau hafa gert, sumt oftar en einu sinni, og við ólíkar kringumstæður. Þegar ég skoða val þeirra á verk- efnum og reyni að sjá í því einhvern rauðan þráð, er einkum tvennt sem slær mig. Í fyrsta lagi hversu áhuga- söm þau eru um erfið og sársaukafull samskipti kynslóðanna, glímu hinna yngri við þá eldri, og öfugt. Rómeó og Júlía er að sjálfsögðu prótótýpa allra verka sem um þetta efni fjalla með ástina í brennidepli, en svipað verð- ur upp á teningnum í meðferð þeirra á Hamskiptum Kafka og jafnvel Fásts- leiknum. Litli maðurinn andspænis valdinu, hörðu, grimmu og miskunn- arlausu: það er auðvitað líka stórt at- riði í Woyzeck. En í öðru lagi er eins og eitthvað togi í þau að skoða málin frá báðum hliðum: ekki aðeins að draga fram vanmátt hinna ungu sem finna sig ofurselda skilningsleysi, vald- hroka og sérgæsku hinna eldri; þau hafa einnig tekið til meðferðar hlut- skipti eldra fólks, þeirra sem vita að lífið er að líða hjá og finna sig setta til hliðar af unga fólkinu. Einsemd þeirra og sorg. Söngleikur þeirra Víkings og Gísla Arnar, Ást, sem gerðist á elli- heimili, var skýrt dæmi um þetta, og svo kemur Fást sem í þeirra búningi gerist einnig á elliheimili! Ætli ein- hver myndi ekki segja að þetta benti til að þau séu „gamlar sálir“! Ef ég væri hallur undir kenningar um sálnaflakk er ég ekki viss um að ég myndi gera ágreining um það. Engin sérstök hugmyndafræði Þau hafa ekki starfað eftir neinu sér- stöku hugmyndafræðilegu pró- grammi, að því er séð verður, og þau hafa ekki skilgreint sig í andstöðu við stóru leikhúsin, stofnanaleikhúsin. Þvert á móti hafa þau náð að vinna með þeim og notfæra sér það sem þar er í boði þegar best lætur. Að þessu leyti eru þau mjög frábrugðin ýms- um frægum forverum sínum í okkar stuttu leiksögu; ég nefni bara Grímu og Alþýðuleikhúsið. Grímuliðum, sem störfuðu á sjöunda áratug ald- arinnar, fannst stofnanirnar hvorki sinna því nógu vel að rækta innlenda leikritun né flytja það bitastæðasta í erlendri samtímaleikritun – og þá var, gerólíkt því sem nú er, veruleg gróska í evrópskri og bandarískri leikritagerð. Ég er ekki viss um að framlag Grímu hafi breytt svo miklu hvað varðar kynningu á erlendri leik- ritun, sem leikhúsin reyndu nú þrátt fyrir allt nokkuð að sinna, á stundum með allgóðum árangri, en hvað leik- ritagerð varðar, þá eiga bæði Oddur Björnsson og Guðmundur Steinsson sína fyrstu góðu spretti í Grímu. Þátt Grímu í ferli þeirra merku höfunda, sem íslensk leikhús virðast nú stað- ráðin í að gleyma, má aldrei vanmeta. Alþýðuleikhúsið, sem kemur til um miðjan áttunda áratuginn, átti víst í upphafi að verða tæki 68-kynslóðar- innar til að beita leiklistinni í þágu hinnar sósíalísku heimsbyltingar; það fór eins og það fór. Leikhúsið lifði býsna lengi, þó að aldrei eignaðist það þak yfir höfuðið, yrði „leikhús“ í þeim skilningi; að nokkru var skýringin sú að yngri leikarar, sem tóku að útskrif- ast úr Leiklistarskólanum eftir 1980, fundu þar starfsvettvang sem aðalleik- hús okkar þrjú buðu ekki upp á. Mér hefur alltaf fundist merkilegt íhugun- ar- og rannsóknarefni hversu lengi Al- þýðuleikhúsið lifði, þó að flest virtist því öndvert og fyrstu liðsoddar hóps- ins gæfust fljótt upp á því skelfingar basli, sem tilvera þess var og hlaut að vera. Þannig gleyptu stofnanirnar með nokkrum hætti eldhugana sem urðu að sjálfsögðu að starfa á forsendum þeirra, eftir að inn fyrir dyr þeirra var komið. Gott að starfa í útlöndum Vesturportarar hafa hingað til ekki gengið í nein slík björg, ef við viljum nefna það því nafni. Aðstæðurn- ar hafa verið þeim hagfelldar, satt er það. Þau nutu þess í upphafi og hafa Leikhús Jón Viðar Jónsson Vesturport stelur senunni n Með Vesturporti í borg heilags Péturs Pallborðsumræður Michael Billington ásamt öðrum þátttakendum í pallborðsumræðum um Vesturport. Gísli Örn Garðarsson Veitir Evrópsku leiklistarverðlaununum í flokki nýsköpunar- og frumkvöðla- starfs viðtöku. Á bak við standa Ingvar E. Sigurðsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Víkingur Kristjánsson. myndir GEorGina oEdkEr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.