Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Side 48
48 | Lífsstíll 6.–8. maí 2011 Helgarblað Í talir hafa löngum faðmast og kysst þegar þeir hitta vini sína og ættingja en ekki er langt síðan Íslendingar tóku upp þennan sið. Fram að því var heilsast með þéttu handabandi og þá gilti einu hvort um ættingja, konu eða karl var að ræða. „Það er frekar nýlega sem fólk er farið að kyssast með þessum hætti hér á Íslandi en segja má að siðurinn hafi einfaldlega lagst af í góðan tíma því hér á öldum áður voru menn mik- ið meira í því að kyssast,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur sem búsett er í Lundúnum en hún hefur kynnt sér hefðir og venjur Íslendinga í gegnum tíðina. „Á 19. öld tíðkaðist það víða í sveit- um landsins að bændur ekki einasta föðmuðu hver annan þegar þeir hitt- ust heldur kysstust þeir líka og það beint á munninn,“ segir Bryndís og bætir við að þessi hefð hafi greinilega dottið upp fyrir í flestum sveitum en það gefi til kynna að samskiptavenjur manna séu stöðugt að breytast. Kurteisi getur verið sviðsetning Víðast hvar erlendis er það til siðs að kynna sig með nafni og ef um tvo er að ræða, sem mæta þriðja aðila, þá er réttast að sá sem báða þekkir kynni þá. Íslendingar hafa verið nokkuð seinir til hvað þetta varðar en hver kannast ekki við að ganga niður Laugaveginn með vini sínum sem svo hittir kunn- ingja sem hann gefur sig á tal við án þess að kynna ykkur? Á meðan stend- ur þú og sparkar í gangstéttina eða horfir inn um búðarglugga og bíður þess að félagarnir ljúki sínu spjalli. Bryndís segir Íslendinga hafa verið áberandi seina hvað varðar kynning- ar og að hún hafi sjálf þurft að minna sig á þessa samskiptareglu. En það er meira sem kemur til: „Þetta getur líka verið spurning um stétt og stöðu og oft fer þetta jafn- vel eftir því hvort okkur finnst fólk eiga erindi með að kynnast hvert öðru. Sumir eiga það líka til að vera ókurt- eisir við einstaklinga sem þeir líta nið- ur á eða finnst ekki sérlega merkilegir. Kurteisi, eða ókurteisi, getur þannig verið ákveðinn performans eða svið- setning. Þannig geta sumir kannski verið dónalegir við afgreiðslumann í verslun en svo ofurkurteisir klukku- stund síðar í samskiptum við ein- hverja manneskju sem viðkomandi finnst merkileg,“ segir Bryndís og bæt- ir við að á Englandi sé kurteisin alltaf til staðar sama hvaða stétt og stöðu sé um að ræða enda sé hún nauðsynleg í samskiptum þeirra sem búa í fjöl- mennum borgum. „Ég fann mjög sterkt fyrir þessu þegar ég kom til Tókýó. Maður mátti einfaldlega ekki vera með frekju og ærslagang til að allt gengi upp en á slíkum reglum þurfum við ekki eins mikið að halda í Reykjavík því hér er ekki svo gríðarlega mikið af fólki.“ Sem dæmi um samskiptareglur ókunnugra nefnir Bryndís ákveðna herramennsku enskra karlmanna. „Hér hleypa karlar alltaf konum út á undan sér í lest eða strætó og þetta upplifi ég daglega. Ég man að mér fannst þetta svolítið fyndið til að byrja með. Þetta gerðist svona einu sinni á ári á Íslandi. Ég lét það jafnvel fara í taugarnar á mér á femínískum for- sendum en svo hætti ég því. Kurteis- isvenjur sem þessar eru mjög mikil- vægar í stórum samfélögum til að samskiptin geti gengið sem best fyrir sig.“ Ég ætla aðeins að fara að pissa Glöggir útlendingar hafa tekið sér- staklega eftir því að Íslendingar eiga það til að vera mjög upplýsingaglaðir þegar farið er á salernið. Tilkynning- in „Ég er að fara að pissa“ myndi lík- legast hvergi heyrast á Englandi eða í Japan nema kannski á leikskólum en hér segja fullorðnir menn glaðir frá því hvað er í vændum þó að hurðinni sé læst á meðan. Bryndís segir tilfinningu manna gagnvart eigin líkama og annarra mjög misjafna eftir þjóðerni og að hispursleysi gagnvart líkamanum megi til dæmis greina á því hvernig klósettskálar eru hannaðar í hverju landi fyrir sig. „Í Hollandi og Þýskalandi eru kló- sett með þeim hætti að það fellur allt niður á eins konar stall þannig að hægt sé að leggja mat á úrganginn og meta þannig heilsufar og hvaðeina. Líklegast væru Íslendingar ekkert allt of áhugasamir um svona,“ segir Bryn- dís og heldur áfram. „Allt sem tengist líkamanum er mikið tabú í flestum menningar- heimum og líkamlegar þarfir eru oft álitnar andstæða siðmenningar. Þannig mætti nú leiða líkur að því að það þætti ekki endilega gott að gefa svo nákvæmar upplýsingar um hvað maður ætlar sér að gera á salerninu.“ Er brjóstagjöf dónaskapur? Bryndís hefur sérstakan áhuga á við- horfum þjóða til brjóstagjafar á al- mannafæri en hún segir þau í stöð- ugri þróun. „Hér í Bretlandi varð uppi fótur og fit um daginn þegar móðir gaf barni sínu brjóst inni á pöbb. Henni var vís- að út og gefin sú skýring að þarna væri fólk að borða. Málið vakti mikla eftir- tekt og fólk var almennt þeirrar skoð- unar að rangt hefði verið að vísa kon- unni á dyr en þetta bendir til þess að skoðanir Breta séu að breytast hvað þessi mál varðar meðan Norður- landabúar og til dæmis Þjóðverjar líta á brjóstagjöf sem sjálfsagt mál,“ segir Bryndís að lokum. Alltaf í símanum? Ekki er langt síðan GSM-símar hófu innreið sína í menninguna og nú er svo komið að bæði börn og fullorðn- ir ganga með slíka síma á sér öllum stundum. Stundum vilja símtölin trufla sam- skipti og bjóða auðveldlega upp á ókurteisi við ýmsar aðstæður. Meðal annars fær afgreiðslufólk að upplifa þetta en víða hefur nú verið bann- að að tala í síma meðan greitt er fyrir vörur. Hver kannast svo ekki við að vera til dæmis á mannamóti þar sem nokkrir gesta eru meira eða minna „fjarverandi“ sökum anna við að tala í símann og senda SMS? Að sama skapi þykir sumum óþægilegt að vera farþegi í bíl þegar bílstjórinn talar án afláts í síma. Fyrir daga GSM-símans hefði enginn tekið Aðgát skal höfð í nærveru sálar Íslendingar eru um margt ólíkir öðrum þjóðum en eitt af því sem greinir okkur frá hinum er meðal annars smæðin. Að búa í fámennu samfélagi hefur margvísleg áhrif og meðal annars á það hvernig samskiptavenjur þróast. Eru Íslendingar ókurteisari en aðrar þjóðir? „Lífið verð- ur svo miklu skemmtilegra ef maður tek- ur eftir fólki og tekur til- lit til þess“ Mannasiða- Tobba og símalestir Tobba Marinós- dóttir segir dónalegt að vera „fjarverandi“ á mannamótum í símanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.