Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Side 55

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Side 55
„Þetta er allavega tvöfalt stærra en gamla húsið, einhverjir 18 til 19 hundruð fermetrar,“ segir bardaga- íþróttamaðurinn og yfirþjálfari bar- dagaíþróttafélagsins Mjölnis, Gunn- ar Nelson. Er hann þar að tala um splunkunýtt húsnæði Mjölnismanna sem verður opnað á næstu dögum en það er staðsett í gamla Loftkastalan- um. „Þarna er allt til alls. Það er heill salur fyrir víkingaþrekið. Boxið er niðri en glíman og MMA (blandað- ar bardagalistir) uppi. Þetta eru þrír risastórir salir og auðvitað fer MMA- búrið með,“ segir Gunnar Nelson. Mikil aukning iðkenda Ekki er langt síðan Mjölnismenn brutu niður vegg í gamla húsnæði sínu og tvöfölduðu þar með rými sitt. En það dugar ekki í dag. „Við höfum stækkað við okkur núna á ársfresti. Eftirspurnin er bara orðin það mik- il. Þrekið hjá okkur er mjög vinsælt. Sérstaklega eftir að við fórum að gera tímana fjölbreytta og skemmtilega. Svo er glíman auðvitað vinsæl auk byrjendatímanna. Aðsóknin geng- ur í bylgjum eins og allt en að jafn- aði er þetta að aukast hjá okkur og það töluvert hratt,“ segir Gunnar sem sjálfur kennir bæði gólfglímu og MMA. Allir hjálpast að Mikil fjölskyldustemning er í klúbbnum og leggja þar allir hönd á plóg við að koma nýja húsinu í stand. Þegar DV heyrði í Gunnari í vikunni var hann nývaknaður eftir lúr en hann hafði verið í mikilli erf- iðisvinnu í nýja húsinu. „Það hefur verið hellingur af fólki sem hefur hjálpast að. Fólk úr Mjölni, vinir og vandamenn. Það er Mjölnir í hnot- skurn,“ segir Gunnar. Eru fleiri efnilegir bardagamenn á leiðinni vegna þessa mikla áhuga? „Það er fjöldinn allur af efni- legum mönnum að koma upp. Keppnisliðið okkar fór til Finn- lands á dögunum og gerði vel og áður fór það til Danmerkur og gerði enn betur. Það er mikil gróska í bardagaíþróttunum,“ segir Gunnar Nelson. Sport | 55Helgarblað 3.–5. júní 2011 Þegar heilsan er annars vegar þá skipta gæði tækisins mestu máli. Omron blóðþrýstingsmælar fá hæstu einkunn í klínískum rannsóknum og eru viðkenndir af ESH, BHS og WHO. Omron blóðþrýstingismælar fást í estum apótekum. Þjónustuaðili Omron á Íslandi s:512 2800 Blóðþrýstingsmælar Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Verkamenn í eigin húsi n Bardagaíþróttafélagið Mjölnir flutt í tvöfalt stærra hús n Hjálpast að við að koma húsinu í stand n Mikil fjölgun iðkenda Mjölnismenn Allir leggja hönd á plóginn. Frábær aðstaða Mjölniskastalinn er enn í mótun og stefnt er á að allt verði klárt fyrir 17. júní. Myndir róBert reynisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.