Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir Ókeypis aðstoð við framtalið n Lögrétta, félag lögfræðinema við HR, aðstoðar framteljendur Þ að var mjög góð aðsókn í fyrra og við vonum að þetta verði jafnvel enn aðgengilegra og meira áberandi í ár,“ segir Sigríður Marta Harðardóttir, fram­ kvæmdastjóri Lögréttu, félags laga­ nema við Háskólann í Reykjavík. Núna á sunnudaginn mun Lögrétta halda árlegan skattadag í samstarfi við KPMG, Arion banka og Mannréttinda­ ráð Reykjavíkurborgar. Þá mun fé­ lagið veita endurgjaldslausa ráðgjöf við gerð skattframtala í Háskólanum í Reykjavík. Auk sérfræðinga verður pólskur túlkur á staðnum sem aðstoð­ ar pólskumælandi við gerð framtals­ ins. Sigríður Marta segir að allir séu velkomnir og að félagið muni aðstoða alla eftir bestu getu. „Markmiðið er að enginn fari héðan fyrr en hann er bú­ inn að skila framtalinu.“ Ráðgjöfin verður veitt þann 18. mars frá klukkan 11.00 til 17.00 í að­ albyggingu Háskólans í Reykjavík. Það sem fólk þarf að hafa meðferð­ is er lykilorð og auðkennislykil til að komast inn í heimabanka, veflykil inn á rsk.is og verktakamiða síðasta árs, ef við á. Skilafrestur á skattframtali ein­ staklinga er til 22. mars en hægt er að sækja um frest eins og áður á rsk. is. Upplýsingar um skattadaginn á ensku og pólsku má finna á Face­ book­síðu Lögréttu auk heimasíðu Reykjavíkurborgar. gunnhildur@dv.is F innur Sveinbjörnsson, fyrr­ verandi formaður skilanefnd­ ar Kaupþings og fyrrverandi bankastjóri Arion banka, segist hafa fundað með Davíð Oddssyni seðlabankastjóra út af FIH­bankanum danska í kjöl­ far efnahagshrunsins haustið 2008. Seðlabankinn eignaðist veð í danska bankanum þegar Kaupþing fékk 500 milljóna evra lán frá Seðlabankan­ um þann 6. október 2008. Lán Seðla­ bankans til Kaupþings hefur verið gagnrýnt harkalega síðastliðin ár. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, vís­ aði til fundarins í vitnisburði sínum fyrir landsdómi í vikunni og sagði að lýsingarnar af fundinum hefðu ekki verið „fallegar“. Finnur var formað­ ur skilanefndar Kaupþings í um tvær vikur eftir hrunið í október 2008. Mismunandi skoðanir á FIH Finnur segir að á fundinum hafi Seðla­ bankinn vilja leysa veðið í FIH­bank­ anum til sín. Skilanefnd Kaupþings hafi hins vegar ekki verið á því þar sem eigendabreyting á hlutabréfunum í FIH hefðu getað teflt lánasamningum danska bankans í uppnám. „Það voru mismunandi skoðanir aðila varðandi FIH. Hlutabréfin í FIH voru veðsett Seðlabankanum. Hins voru vegar voru ákvæði í lánasamningum FIH um að þeir gætu opnast ef eigendabreytingar yrðu á bankanum. Seðlabankinn var á því að hann ætti að fá þessi hlutabréf afhent en að mati skilanefndarinnar þurfti að fara varlega vegna þessara ákvæða í lánasamningunum.“ Finnur segir að Seðlabankinn hafi ekki fengið það sem hann vildi, bréfin í FIH, en að bankinn hafi fengið annað af tveimur stjórnarsætum Kaupþings í bankanum. Vill ekki ræða hvað Sigurður gerði Fyrir landsdómi sagðist Sigurður hafa unnið fyrir skilanefnd Kaupþings „að sölu erlendra eigna“ á þessum tíma. Hann hætti að vinna fyrir skila­ nefndina skömmu síðar. Þá hafði hann skilað minnisblaði til skilanefndar­ innar um sölu þeirra eigna sem hann vann að sölu á. Sigurður nefndi ekki hvaða eignir þetta hefðu verið og vill Finnur ekki gera það heldur í ljósi bankaleyndar. „Ég sat einn fund með Davíð. Sá fund­ ur snérist um FIH­bankann. Ég man ekki eftir því að nafn Sigurðar Einars­ sonar hafi komið upp; að Davíð hafi æst sig út af honum. Sigurður var að kanna ákveðna möguleika varðandi tilteknar eignir sem voru þá í eigu Kaupþings.“ Finnur vill hins vegar ekki meina að Sigurður hafi starfað fyrir skilanefndina þar sem hann hafi ekki þegið laun eða neitt slíkt. Ekkert varð úr þeim möguleika sem Sigurður vann að fyrir skilanefndina. „Það kom ekk­ ert út úr þessu,“ segir Finnur. Sigurður neitar að ræða málið Sigurður Einarsson neitar að ræða málið betur við blaðamann þegar DV slær á þráðinn til hans til London. DV nær ekki að bera upp erindið við hann áður en hann lokar á frekari samræð­ ur: „Ég vil ekki svara neinu um þetta. Ég vil ekki tala við þig.“ Orðrétt sagði Sigurður fyrir lands­ dómi á mánudaginn: ,,Eftir hrunið 2008 fékk skilanefnd Kaupþings mig til að starfa fyrir sig að sölu erlendra eigna. Formaður skilanefndarinnar fór svo og hitti þáverandi formann bankaráðs Seðlabankans og það voru ekki fallegar lýsingarnar af þeim fundi. Þetta endaði með því að ég var látinn hætta að vinna fyrir skilanefndina.“ Finnur segir að hugsanlega hafi Sigurður verið að vísa til þess ágrein­ ings sem var um bréfin í FIH þegar hann sagði að lýsingarnar af fundin­ um hefðu ekki verið fallegar. „Seðla­ bankinn var á þeirri skoðun að hann ætti að fá afhent þessi hlutabréf og taka við öllum réttindum og skyldum sem þeim fylgdu. En vegna þessara ákvæða í lánasamningunum þurfti að fara hægar í sakirnar.“ Finnur segir að Sigurður hafi svo hætt að vinna fyrir skilanefndina þegar ekki gekk eftir að selja þær eignir sem hann var að reyna að koma í verð. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Davíð vilDi bréf Kaupþings í fiH 16.–18. mars 2012 Helgarblað n Finnur fundaði með Davíð n Ekki fallegar lýsingar af fundinum Ágreiningur um FIH Finnur Sveinbjörnsson segir að ágreiningur hafi verið milli skilanefndar Kaupþings og Seðlabanka Íslands um danska bankann FIH. „Ég vil ekki svara neinu um þetta. Ég vil ekki tala við þig. Ekki fallegar lýsingar Sigurður Einarsson sagði fyrir landsdómi í vikunni að lýsingar Finns af fundi með Davíð Oddssyni hefðu ekki verið fallegar. Hann sést hér yfirgefa Þjóðmenningarhúsið á mánudag. Dæmdur fyrir 13 brot: Sviptur öku- leyfi í fimm ár Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi og til ökuleyfissviptingar í fimm ár fyrir ítrekaðan þjófnað og umferðarlaga­ brot. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Maðurinn var ákærður fyrir þrettán brot sem hann framdi á tæpu ári en hann gekkst við þeim öllum. Hafði hann gerst sekur um að aka bifreið undir áhrifum kannabisefna og örvandi efna, en hann var stöðvaður sjö sinnum af lögreglunni vegna akstur undir áhrifum vímuefna. Hann hafði einnig brotið af sér með því að flýja af vettvangi eftir að hafa ekið á kyrr­ stæða bifreið í Kópavogi. Þá hafði hann einnig gerst sekur um að aka óskráðri bifreið. Þá stal hann fartölvu af tann­ læknastofu í Kópavogi, kjúklinga­ bringum í verslun í Kópavogi og gerðist hann einnig sekur um að aka bíl sem hann átti ekki, í leyfis­ leysi. Manninum var gert að greiða lögfræðingi sínum rúmar tvö hundruð þúsund krónur í máls­ kostnað og rúmar 640 þúsund í sakarkostnað. Fyrst kvenna formaður SI Svana Helen Björnsdóttir var kjör­ in formaður Samtaka iðnaðarins á aðalfundi samtakanna á fimmtu­ dag. Þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti formanns. Í stjórn­ ina voru endurkjörin Bolli Árna­ son, GT tækni ehf., Sigsteinn P. Grétarsson, Marel hf., og Vilborg Einarsdóttir, Mentor ehf. Fyrir í stjórn samtakanna eru Andri Þór Guðmundsson, Ölgerð­ inni Agli Skallagrímssyni ehf., Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís ehf., Kolbeinn Kolbeinsson, Ístaki hf., og Tómas Már Sigurðsson, Al­ coa Fjarðaáli. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is FULL BÚÐ af flottum fötum fyrir flottar konur Stærðir 40-60 Framkvæmdaráð Lögréttu Sigríður Marta, Klara Briem, Sunna Elvira og Elísabet Aagot. Á myndina vantar Sif Steingrímsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.