Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 52
52 Lífsstíll 16.–18. mars 2012 Helgarblað
Hakkað í 24 tíma
n Jónsson & Le’macks leitar að ferskum hugmyndum
L
augardaginn 24. mars verður
auglýsingastofan Jónsson &
Le’macks með hugmynda-
keppni sem kallast J&L Break-
fast Hackathon. Þar mega einstak-
lingar eða teymi koma með hugmynd
að smáforriti (app), vefsíðu eða ein-
hverju öðru sniðugu. Skila þarf inn
hugmyndum fyrir 24. mars og verða
þær fimm bestu valdar til að keppa.
Þeir sem fá að mæta koma svo árla
morguns laugardaginn 24. mars og
verður hvert teymi parað saman með
grafískum hönnuði. Allt teymið hefur
svo 24 klukkustundir til að koma hug-
myndinni á laggirnar. Þetta heitir ekki
Morgunverðar-Hackathon út af engu.
Boðið verður upp á egg, beikon og
amerískar pönnukökur enda þarf að
fylla á orkutankinn til að vinna langt
fram á nótt.
Áhugasamir geta sent hugmynd
sína á breakfast@jl.is. Dæmi um hug-
myndir á vefsíðu Jónsson & Le’macs
eru: Auto-generated lagalisti á
Groove shark með þeim sem spila í
Hörpu eða Airwaves, Listi yfir skyndi-
bitastaði í farsíma sem raðað er eftir
staðsetningu, SMS-póstlisti sem út-
varpar einu „happy-hour“ tilboði á
mánuði og tilkynningar sem geta bor-
ist í síma eða með tölvupósti.
Hver hugmynd fær svo .com-lén
og hýsingu ef þess þarf sem og aðstoð
við að koma síðunni upp. Á svæðinu
verða starfsmenn J&L sem mun vinna
við að gagnrýna, endurbæta og koma
hugmyndunum í framkvæmd.
K
evin Systrom og Mike
Krieger, forsvarsmenn fyr-
irtækisins á bak við snjall-
símaforritið Instagram,
tilkynntu á SXSW-hátíð-
inni að Android-útgáfa af snjall-
forritinu yrði gerð opinber „á
næstunni“. Lengi hefur verið beðið
eftir þessari útgáfu en núna virð-
ist loksins eitthvað vera að gerast
í málinu. Á sviðinu á SXSW tók
Systrom fram Galaxy Nexus-síma,
sem keyrir á Android-stýrikerfinu
frá Google, sem var með forrit-
ið uppsett. „Þetta er eitt magnað-
asta Android-snjallforrit sem þið
munuð nokkurn tímann sjá,“ sagði
hann og bætti við: „Á margan hátt
er þetta betra en iPhone-útgáfan.“
Tugir milljóna notenda
Ljóst er að margir Android-not-
endur hafa beðið lengi eftir að fá
Insta gram í símana sína en forritið
hefur verið mjög vinsælt á meðal
iPhone-snjallsímanotenda. Meira
en 27 milljón eintök af forritinu
hafa verið sett upp í iPhone-snjall-
símum, þar af 12 milljónir frá því
í desem ber síðastliðnum. Systrom
segir að vinsældirnar megi líklega
rekja til þess að Apple valdi Instag-
ram sem snjallsímaforrit ársins
2011 og útgáfu iPhone 4S, sem er
með einstaklega góða myndavél.
Android-útgáfan er ennþá að-
eins til í prufuútgáfu og er hún
í notkun hjá lokuðum hópi sem
þróunarteymi forritsins setti sam-
an. Systrom sagði aðspurður á
hátíðinni að prufuútgáfan væri
mjög hraðvirk, hentaði vel stórum
skjáum og væri með tengimögu-
leika við Tumblr, Twitter, Facebo-
ok og fleiri samfélagsmiðla.
Einfalt og vinsælt
Instagram er eins konar mynda-
vélarforrit sem gerir notendum
kleift að taka myndir og breyta
þeim með einföldum hætti og gefa
þeim sérstætt útlit. Forritið vakti
strax mikla athygli þegar það kom
út en það virkar sem samfélagsvef-
ur þar sem myndum er deilt á milli
notenda. Hægt er að fylgjast með
öðrum notendum og fá myndirn-
ar sem þeir taka og deila í gegn-
um forritið í straum á upphafssíðu
forritsins. Það er líka hægt að deila
myndum beint úr forritinu yfir á
ýmsa aðra samfélagsmiðla, eins
og Tumblr og Twitter.
Þegar Andorid-útgáfan af
Insta gram kemur á markað má
segja að nýjar víddir opnist fyrir
fyrirtækið sem stendur á bak við
forritið. Um 300 milljón Android-
snjalltæki voru í notkun í febrúar
síðastliðnum, sem er talsvert fleiri
en iPhone-tæki sem eru í notkun.
Instagram hefur vaxið mjög
hratt og er ekki neitt sem gefur til
kynna að sú þróun stöðvist. Forrit-
ið kom út árið 2010 og í lok þess
árs um voru notendur um ein
milljón. Núna tveimur árum síðar
hafa notendur því tuttuguogsjö-
faldast.
n Eitt vinsælasta iPhone-forritið kemur á markað fyrir Android
Instagram loksins
í boði fyrir Android
„Þetta er eitt magn-
aðasta Android-
snjallforrit sem þið munuð
nokkurn tímann sjá.
Ertu með góða hugmynd?
Sendu hana þá inn!
Rússar ætla
til Mars
Skjöl sem láku frá geimvísinda-
stofnun Rússlands sýna að Rússar
hafa stór og mikil áform um geim-
ferðir á næstu áratugum. Meðal
annars kemur fram að byggja eigi
geimstöð við tunglið og þangað
eigi að koma manni árið 2020.
Fjármunir til þessa munu koma
frá einkaaðilum sem og ríkinu en
allt er þetta hluti af stóra plan-
inu sem er að koma mönnuðu
geimfari til mars árið 2050. Á
sama tíma er NASA, geimvísinda-
stofnun Bandaríkjanna, að safna
fyrir ferð til mars en kostnaður við
geimferð til mars er talinn í tugum
milljarða dollara.
Íssamlokan
mætt á S2
Einn allra vinsælasti sími landsins,
Samsung Galaxy S2, hefur fengið
nýjustu útgáfu Android-stýrikerfis-
ins, hina svokölluðu Íssamloku. Ís-
lendingar eru á meðal þeirra fyrstu
í heiminum sem fá nýjustu útgáf-
una en fram kom á tæknisíðunni
The Verge að aðeins Kórea, Pól-
land, Svíþjóð og Ungverjaland áttu
að fá hana í vikunni. Mikilvægt er
að vera tengdur neti öðru en 3G til
að uppfæra símann því Íssamlokan
er hátt í 200 Mb. Þegar uppfærslu
er lokið á Andriod útgáfa 4.0.3 að
vera á símanum ykkar.
Skjárinn
vekur lukku
Skjárinn á nýja iPad-inum með
hinni rosalegu 2.046x1.536 „Ret-
ina Display“-upplausn hefur
slegið í gegn. Hver tæknigúrúinn
á eftir öðrum hefur varla átt orð til
að lýsa skjánum. Walt Mossberg,
sem dæmdi nýja iPad-inn fyrir
tæknisíðuna AllThingsD, skrifaði:
„Að nota nýja skjáinn er eins og
að fá ný gleraugu frá augnlækni.
Maður áttar sig strax á því að það
sem maður hélt að maður væri að
sjá skýrt var bara alls ekkert skýrt
fyrr en nú.“ Margir gagnrýnendur
hafa þó bent á að eigendur iPad 2
þurfi þó ekkert endilega að kaupa
„The New iPad“. Skjárinn sé það
helsta sem trekkir að.