Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 35
„Ég tók alla sökina á mig“ Viðtal 35Helgarblað 16.–18. mars 2012 Þ að er klukka í fjallinu. Risa- stór og sjálflýsandi eins og einhver illkvittinn morgun- hani hafi tekið tölvuvekj- araklukku og stækkað hana þúsund sinnum og gróðursett hana í fjallshlíð. Þessi risastóra klukka hefur víst verið þarna í áraraðir. Risavaxnir sjálflýsandi rauðir tölvugerðir stafir klukkunnar í fjall- inu segja að klukkan sé sjö um kvöld. Það er friðsælt og það er köld stilla. Mosinn er orðinn grænn og bólginn. Liggur ekki lengur grár í hlutleysi. Gufan úr orkuverinu við Svartsengi er líka grænleit í kvöldsól- inni og liðast hægt yfir sjónarsviðið meðan ekið er til fundar við Karl Bjarna Guðmundsson í Grindavík, betur þekktan sem Kalla Bjarna. Við hittumst á rótgrónum bar Grindavíkur. Kantinum við höfnina. Hann bíður á barnum með kók- dós. Í þykkri lopapeysu og gallabux- um. Heima í bænum er unnusta hans með barni. Hann er yfirmáta ástfang- inn, segir hann. Hann er eins og allir feður sem bíða fæðingu barns, fullur vonar og hugsar um framtíðina. Fyrir utan Kantinn eru banda- rískir, breskir og íslenskir fánar. Við erum í diplómu hér, segir eigandi hússins. Það er kalt og hún hellir upp á te. Við setjumst í betri stofuna þar sem bleikt ljósaskilti lýsir bjarma yfir brúnt leðursófasett. Kalli Bjarni hefur gengið í gegnum margt. Árið 2003 sigraði hann hjörtu þjóðarinnar með söng sínum og einlægni. Árið 2007 var hann dæmdur til fangelsisvist- ar fyrir smygl á tveimur kílóum af kókaíni. En fáir þekkja sögu Kalla Bjarna sem hann ætlar að segja hér af einlægni. Einlægni og auðmýkt er eina vitið. Það vita allir sem hafa far- ið alla leið. Og margir Ís- lendingar hafa farið alla leið. Fíknin er þjóðarsjúk- dómur. Kalli Bjarni hefur ekkert til að skammast sín fyrir. „Ef þú bendir, þá bend- ir einn fingur á mig. Hin- ir þrír benda á þig,“ segir hann réttilega. Býður öllum Grund­ firðingum í afmæli Kalla Bjarna er ekkert kalt. „Lopapeysuna fékk ég frá ömmu Elnu,“ segir hann og hún virðist hlý og þykk. Amma hans, Elna Orvokki Bárð- arson, er honum ofarlega í huga. Elna gekk Kalla Bjarna í móður stað þegar hann var lítill drengur. Á sunnudaginn, þann 18. mars, fagn- ar hún níræðisafmæli sínu og Kalli Bjarni hefur aðstoðað við að undir- búa stóra og veglega veislu. „Amma er listakona og býður öllum Grund- firðingum í afmælið sitt í Samkomu- húsinu. Í veislunni verður sýning á verkum hennar, söngur og glens. Hún vinnur verk úr grjóti og ég hef aðstoðað hana í seinni tíð. Verk- in eru allflest höggin í grjót með sleggju og þótt hún sé firnasterk reynist sleggjan henni þung nú þeg- ar hún er orðin níræð.“ Kalli Bjarni fékk bæjarstjórann til að lána sér Samkomuhúsið og segist þykja vænt um greiðvikni og hlýju bæjarbúa. „Það verður nóg að gera hjá kvenfélaginu að baka pönnsur. Þær buðust strax til þess. Þá lét sveitarstjórinn okkur hafa húsið til afnota frítt. Það er alltaf svo gott að koma til Grundarfjarðar og finna fyrir þessari hlýju. Grund- firðingar hafa ávallt tekið vel á móti mér, sama hvað hefur á dagana drif- ið. Þeir segja bara: Já, já, Kalli minn. Við erum búin að gleyma því. Þetta er allt í lagi. Ég hef margoft haft þörf fyrir þessa hlýju því sumir vilja frek- ar láta mann halda að maður sé einskis virði.“ Alinn upp af ömmu Sterk tengsl Elnu og Kalla Bjarna eru einstök því hún er ekki skyld honum að nokkru leyti. Móðir Kalla Bjarna átti við erfiðleika að etja, vildi hlífa honum við þeim og sendi hann í sveit til móður manns sem hún var í sambandi með á þeim tíma. „Ég átti í upphafi aðeins að dvelja hjá ömmu Elnu í þrjár vikur. En þar plumaði ég mig svo vel að þrjár vikur urðu að 11 árum. Við áttum svo gott skap saman. Við erum bæði glaðlynd og orkumikil og hún sá strax músíkina í mér og hvatti mig óspart áfram. Mínu fyrstu minningar um músík eru úr rútuferðalögum okk- ar á milli Reykjavíkur og Grund- arfjarðar því að sjálfsögðu heim- sótti ég mömmu oft. Það tók fimm klukkutíma að keyra frá Reykjavík til Grundarfjarðar. Þá stóð ég oft fremstur í rútunni með hljóðnem- ann í hönd og söng fyrir farþegana. Ég söng lög sem hún kenndi mér og hafði gaman af, Stóð ég úti í tungls- ljósi og Sestu mér hjá og líka finnsk lög. Hún var ansi klók og mútaði mér stundum með loforðum um sælgæti á næsta áfangastað. Heima að greiða ömmu Kalla Bjarna hefur ávallt fundist móðir hans hafa tekið góða ákvörð- un, að leyfa honum að alast upp með Elnu. „Mamma var með þrjú börn í heimili og sá hvað ég dafn- aði vel hjá ömmu Elnu. Það var erfitt fyrir hana að leyfa mér að alast upp á öðrum stað. En hún sýndi styrk í því að sleppa af mér takinu. Þegar mamma og maðurinn sem hún var að hitta hættu saman voru tengsl mín og ömmu Elnu orðin það sterk að þau urðu ekki rofin. Ekkert gat slitið okkur í sundur. Þegar Bárður afi dó þá vorum við svo allt í einu tvö ein. Ég var með eitt herbergi fyr- ir BMX-hjólin mín og eitt fyrir legó- kubbana og eitt fyrir kisurnar. Það var þvílík gleði að alast upp á þennan máta og ég fékk að vera með henni þar til ég varð 14 ára gamall. Þá toguðu skólayfir- völd í móður mína. Amma var nefnilega svo frjálsleg í hugsun, ef ég vildi vera heima á daginn í stað þess að fara í skólann, þá fannst henni það bara allt í lagi. Hún sagði þá bara: Farðu þá bara í skólann á morgun. Síðan var ég kannski bara heima að dunda mér, greiða ömmu og svona,“ segir hann og hlær. Kalli Bjarni segir faðm ömmu sinnar ávallt hafa verið opinn, sama hverju hann hefur tekið upp á. „Amma Elna kenndi mér allt það góða í lífinu, gaf mér sterkan grunn sem ég bý alltaf að. Hún kenndi mér samkennd og kærleika. Að koma fram við náungann eins og þú vilt að komið sé fram við þig. Hún tal- aði líka mikið um Guð og trúna og mér fannst tilveran öll hlýrri og fal- legri með spekinni hennar ömmu. Hún sagði mér hins vegar aldrei að það væri nokkuð slæmt í þessum heimi. Hún hefur alltaf elskað mig, alveg sama hvað hefur gengið á. Það er ofsalega gott. Í seinni tíð hef- ur mamma líka sýnt mér væntum- þykju.“ Í meðferð 16 ára Það voru því blendnar tilfinningar sem hrærðust í brjósti Kalla Bjarna þegar hann fluttist fjórtán ára gam- all til móður sinnar sem þá bjó í Neðra-Breiðholti. Hann saknaði ömmu en á sama tíma örlaði á vissri ævintýraþrá. „Ég mætti bara á gúmmítútt- unum í Breiðholtið og þar var veruleikinn allt annar. Ég gekk í Breiðholtsskóla og stemningin var sú að mínu mati að annaðhvort þurfti maður að vera með genginu sem réð öllu eða vera með þeim sem voru undir. Ég valdi óþekka gengið, því miður. Amma gleymdi alveg að segja mér að lífið væri ekki allt svona smurt og fínt eins og heima í Grundar firði. Mig langar ekkert rosalega til að tala um þessa neysluhlið á lífi mínu. Ég er orðinn svo þreyttur á því. En auðvitað segi ég satt og rétt frá. Mamma greip í taumana hjá mér þegar ég hafði ver- ið með óþekku krökkunum í Breið- holtinu í tvö ár. Ég var að drekka landa og reykja hass og það stefndi í ógöngur hjá mér.“ Kalli Bjarni var sendur á með- ferðarstofnunina Tinda 16 ára og meðferðin gekk vonum framar. „Ég var edrú í þrjú ár og kynntist fullt af skemmtilegum krökkum á Tindum. Við stofnuðum hljómsveitina Viridi- an Green og spiluðum svona músík eins og Sigur Rós í dag. En því miður hættum við að spila, ákváðum að við myndum aldrei slá í gegn með þessu væli. Fjölskyldan flutti til Vopna- fjarðar og ég náði að halda mér edrú á þessum mótunarárum. Það er svo margt sem brotnar og ekki grær hjá unglingum í neyslu og ég þakka fyrir að svo varð ekki hjá mér.“ 17 ára á sjó Kalli Bjarni hefur verið meira og minna til sjós frá sautján ára aldri. Hann fór í fyrsta túrinn sautján ára á Hágangi II, sem þá var gerður út frá Vopnafirði. Leiðin lá norður í Smug- una. „Í túrnum áður en ég steig um borð skaut norska landhelgisgæslan á bátinn. Mér fannst þetta svalt og var svolítið spenntur fyrir þessu. Þetta var ekkert grín því í vélarrúm- inu voru 20 sentimetra göt á bátn- um. Stemningin í þessa daga var snarvitlaus því þeir höfðu hrein- lega mætt með haglarann út á brú- arvæng og klárað pumpuna.“ Þrátt fyrir að norska landhelgisgæsl- an hafi ekki mætt með haglarann í brúna í þessum fyrsta túr Kalla Bjarna var hann eftirminnilegur, svo ekki sé meira sagt. „Þessi fyrstu kynni mín af sjómennsku voru stór- furðuleg. Það fiskaðist ná- kvæmlega ekkert. Ég man til dæmis eftir því að einu sinni toguðum við í átta tíma og það eina sem við höfð- um upp úr krafsinu voru þrír aftur hlerar af Lödu, eitt dekk og inni í einu brakinu sem upp kom var einn lítill, magur þorskur! Eftir þrjátíu og átta daga útiveru var af- raksturinn aðeins átta tonn af unnum saltfiski,“ segir Kalli Bjarni. Fyrir utan hvað lítið veiddist fór töluverður tími í að sniðganga norsku landhelgisgæsluna og Kalli Bjarni var oft settur í að hlusta á talstöðina. „Tenging mín við Noreg var sterk þar sem fað- ir minn býr í Noregi, ég Árið 2003 varð Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni, frægur á svipstundu þegar hann sigraði í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2. Árið 2007 var hann dæmdur til fangelsisvistar fyrir smygl á tveimur kílóum af kókaíni. Fáir þekkja söguna alla, sem Kalli Bjarni segir hér af einlægni. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Því mið- ur fór ég að nota dóp til þess að koma mér í gegnum allt prógrammið fram undan Illa svikinn „Ég tók alla sökina á mig,“ segir Kalli Bjarni um fangelsisdóminn sem hann afplánaði á Kvíabryggju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.