Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 23
„Átti ekki að lifa þetta af“ Fréttir 23Helgarblað 16.–18. mars 2012 n SMS-skilaboð: „Eg ætla ad fokking RÚSTA thessari [...] TUSSU!!“ góðir menn tengist þessu og vil segja frá því hvað gerðist og hver aðdrag- andinn var. Það útskýrir kannski mín viðbrögð í raun og veru.“ Kúgaðist af reiði Andrea lýsir árásinni með þeim hætti að hún hafi ekki verið skipu- lögð. „Sko, þegar við komum upp í íbúð þá ætlaði ég aldrei að ráðast á hana. Við töluðum ekkert um það í bílnum eða neitt. Ég vildi bara at- huga hvort hún væri heima og ætl- aði að sækja símann minn,“ segir hún og heldur áfram: „[Hún] var ekkert slegin í rot eða neitt því hún var hvæsandi á mig allan tímann. Ég man bara eftir því að ég hef aldrei reiðst jafn mikið á ævi minni og þegar hún hvæsti á mig og fór að hóta dóttur minni […] Ég fann bara að ég varð mjög reið, ég sver það ég kúgaðist ég varð svo reið.“ Hún heldur áfram: „Ég ætlaði að skera úr henni hárlengingarnar. Ég hélt svo fast um hárið á henni að ég fékk sár í lófann eftir neglurnar mínar.“ Hún segist vera viss um að fórnar- lambið hafi verið með meðvitund þegar hún fór. „Ég man að ég horfði í augun á henni þegar við fórum út en hún hvæsti á mig. Ég fékk rosalegt samviskubit því mér þótti vænt um þessa stelpu. En það var ekki reynt að klippa af henni putta eða neitt svoleiðis. Ég hef svo mikið ógeð á nauðgurum.“ Andrea segist hafa fengið sam- viskubit þegar fórnarlambið missti þvag í árásinni. „Ég man að ég tog- aði í hárið á henni og þá pissaði hún á sig. Ég fékk þá strax samvisku- bit.“ Andrea sem einnig þekkt sem Andrea „slæma stelpa“ segir það viðurnefni vera sagt í kaldhæðni því að hún sé góður vinur vina sinna og vilji allt fyrir þá gera. „Ég er rosa- lega góð við alla vini mína og vill allt fyrir þá gera. Þess vegna er ég kölluð slæma stelpa. En það er í kaldhæðni. Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri eitthvað svona, alveg sama hvað orðsporið segir. Ég er ekki svona vond.“ Reikull framburður Tveir aðrir einstaklingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar, annar þeirra er kærasti Andreu. Sá er meðlimur í vélhjólagenginu S.O.D sem er stuðningshópur Hells Ang- els á Íslandi. Hann neitaði alfarið að tjá sig í yfirheyrslu lögreglunnar, en Andrea hefur játað að hann hafi verið á staðnum á meðan árásin var framin. Hún gerir lítið úr hlut hans. Annar maður sem situr í gæslu- varðhaldi er vinur þeirra Andreu og kærasta hennar. Fórnarlambið segir hann hafa beitt sig kynferðis- ofbeldi en hann er jafnframt sá eini sem var með grímu fyrir andliti sínu við árásina. Framburður hans við yfirheyrslur hefur verið mjög reikull. Hann ber fyrir sig minnis- leysi og segist vera 75 prósent öryrki vegna þunglyndis og kvíða. Hann muni almennt lítið og allir dagar í lífi hans séu eins. „Þetta hefur verið mjög þokukennt, ég er nýbyrjaður á nýjum lyfjum og þau gera mér erfitt með að muna.“ Hann segir Andreu vera eins og systur sína og þau séu mjög náin og góðir vinir. „Hún er vinkona mín. Hún er eins og stóra systir mín, því að við höfum alltaf verið góð við hvort annað. Hún var með mér í meðferð og við kynnt- umst þar mjög vel.“ „Ég var ekki grófastur held ég“ Þegar lögreglan segir honum að samkvæmt framburði annarra málsaðila hafi hann tekið þátt í árásinni vill hann ekkert kannast við það og segist mjög hissa á því. Eftir að á hann var gengið við yfir- heyrslur sagði hann: „Ég var staddur á þessum stað. Ég man ekki hvað gatan heitir. Ég vil sem minnst segja, bara minn part og búið. Andrea er ein af mínum bestu vinkonum og finnst skrýtið að hún skuli benda á mig. Ég er traustur vinur vina minna en fyrir minn part vil ég segja að ég var þarna og tuskaði hana eitthvað til en kynferðisofbeldi er ekki inni í myndinni. Ég var ekki meira en 20 mínútur.“ Hann bætir síðar við: „Ég tók hana, hrifsaði hana til og henti henni niður. Það voru smá átök, en ég var ekki grófastur held ég. Ég vildi ekki taka hana og berja af fullum krafti, og danglaði í síðuna á henni og henti henni niður. Svo var ein- hver óreiða.“ Prófaði að lemja sjálfan sig Hann var beðinn um að lýsa árás- inni betur. „Hún var komin í gólfið og það var sagt mér [sic] að hún væri að þykjast vera rotuð þannig að ég barði með krepptum hnefa í aðra löppina á henni, neðarlega. Hún lá þá á gólfinu. Hún lét heyra í sér, hún var ekkert rotuð sko. Hún var ekki búin að fá neitt högg í hausinn. Eða ekki frá mér allavega.“ Inntur eftir því hvort einhver vopn hafi verið notuð við árásina: „Það var svona leðurpyngja með höglum í, samt ekki höglum. Ég prófaði að lemja sjálfan mig með þessu til að sirka út hvað maður mætti beita þessu harkalega, ég vildi ekki valda neinum stórskaða. Svo sá ég bara smá blóð og reyndi að koma mér í burtu. Ég vissi ekki hvaðan þetta væri að koma, sá það ekki. Það voru smá læti í kringum mig. Pyngjan var svona sirka hnefa- stór og með handfangi. Ég sá nátt- úrulega ekkert annað, ég er bara að tala um sjálfan mig.“ „Göturéttlæti“ Hann vildi engu svara um aðdrag- anda málsins en bætti þó við: „Að- dragandi málsins, að mér fannst, var alvarlegur. Ég vil ekki taka hit´n run útaf engu.“ Aðspurður hvort peningar hafi verið ástæða árásarinnar svaraði hann neitandi. „Nei, ég get ekki sagt þér það. En þetta var svívirði- legt af hennar [fórnarlambsins] hálfu og mér fannst þetta vera götu- réttlæti.“ Lögregla spurði hvort hann hefði sagt eitthvað við fórnarlamb- ið. „Ég sagði við hana að hún hefði ekki átt að vera fokkast í þessari fjölskyldu.“ Hvort að hann væri þá að vísa í Hells Angels sagði hann að hann meinti Andreu því hann kalli hana systur. Ertu að meina Hells Ang- els? „Nei, bara mig og Andreu og þannig fjölskyldu. Ég kalla hana systur. Um orsökina fyrir þessu þá voru þetta nokkrir stórir klasar sem komu saman af [fórnarlambsins] hálfu.“ Hvaða klasar voru það?. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Þetta var nóg til að gera mig brjálaðan allavega.“ Andrea sendi svohljóðandi sms-skilaboð sem fundust í síma hans, en hann mundi ekki eftir að hafa fengið þau: „Eg ætla ad fokk- ing RÚSTA thessari [fórnarlambið] TUSSU!!! Heldurdu ad tikin se ekki farin ad hringja i X og fokking ljuga uppa mig!!“ Stuttu síðar er annað sms-skeyti sent og í því stendur: „HRINGIR I MANNINN MINN OG FOKKING DRULLAR YFIR MIG!!! Baðst vægðar Óttar Gunnarsson, sem lögreglan telur að hafi opnað fyrir Andreu og árásarfólkinu á heimili fórnar- lambsins, hafði leigt íbúð fórnar- lambsins um nokkurt skeið þegar hún fór til Bandaríkjanna og hugð- ist dvelja þar um tíma. Sú ferð varð styttri en áætlað var svo konan og Óttar bjuggu saman í íbúðinni á tímabili. Óttar hafði verið með- limur í S.O.D en hafði sagt sig úr samtökunum. Hann var vinur fórnarlambsins en einnig Andreu og kærasta hennar og lenti inni í miðjum deilunum. Óttari hafði verið hótað lífláti en fram kemur í skýrslum lög- reglunnar að mjög áreiðanlegur einstaklingur hafi haft samband við lögreglu og sagt að Óttar hafi fengið líflátshótanir sem hann tæki mjög alvarlega. Sá sem hafði samband sagði að það væri búið að gefa út svokallað veiðileyfi á hann. Tveir aðilar ásamt liðs- mönnum Hells Angels væru á eftir Óttari. Sagt var að hann yrði líflátinn en Óttar á að hafa farið heim til Einars „Boom“ og beðist vægðar. Einar hafi svarað honum neitandi og sagt við hann að hann fengi það kvöld til að koma sér út úr bænum. Hótað að meiða börn Upplýsingaraðilinn á að hafa sagt að fjölskyldu Einars „Boom“ hefði einnig verið hótað af vinum fórnarlambsins. Einar hefði fengið skriflegt hótunarbréf þar sem kæmi meðal annars fram að beita börn hans grófu ofbeldi. Aðilinn sagði að Hells Angels og aðrir stuðnings- menn þeirra væru búnir að vopn- ast og verði vopnum beitt í þessari deilu. Vopnin væru ekki geymd á heimilum félagsmanna eða klúbb- húsum þeirra heldur leyndum stöðum. Hótun sem send hefði ver- ið frá Einari með sms-skilaboðum væri að finna í síma mannsins sem bjó með Andreu á tímabili. Sá hefði verið formaður S.O.D sem er stuðn- ingsklúbbur Hell Angels en væri nú hættur og nyti því engrar vægðar eða stuðnings frá Hells Angels. Ljóst má vera af þessum lýsing- um að ofbeldið sem þrífst í undir- heimum Reykjavíkur er bæði gróft og viðbjóðslegt og hótanirnar engu síður. Búið er birta Andreu og Ein- ari „Boom“ ákæru ásamt hinum meintu árásarmönnum tveimur, en ekki er ljóst hvenær réttarhöld hefj- ast. Fórnarlambið dvelur í leynilegu athvarfi þangað til. n Andrea Kristín Unnarsdóttir Kölluð Andrea „slæma stelpa“. Segir að viðurnefnið sé til komið af kaldhæðni. Hún sé alls ekki svo slæm. SMS-skilaboð Andrea Kristín sendi kunningja sínum skilaboð í aðdraganda árásarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.