Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 40
A nnie Le var myrt 8. sept- ember 2009 á lóð Yale- háskólans í New Haven í Connecticut í Bandaríkj- unum þar sem hún var í doktorsnámi í læknisfræði. Annie sást síðast á lífi í byggingu sem hýsir rannsóknaraðstöðu skólans 8. september og 13. sama mán- aðar. Einmitt þann dag hafði ver- ið ætlun hennar að ganga í hjóna- band. Að morgni 8. september yfirgaf Annie íbúð sína og fór í Sterling Hall-bygginguna á háskólasvæð- inu. Um tíuleytið fór hún fót- gangandi þaðan í aðra háskóla- byggingu, Amistad-bygginguna, þar sem rannsóknarstofan var til húsa, en hafði skilið hand- tösku sína, farsíma, krítarkort og reiðufé eftir á skrifstofu sinni í Sterling Hall. Upptökur úr eftirlitsmynda- vél sýna hana ganga inn í Amis- tad-bygginguna rúmlega 10 að morgni. Annie Le sást aldrei yfir- gefa bygginguna. Um níuleytið um kvöldið, þegar Annie hafði ekki skilað sér heim, hringdi einn samleigjenda hennar í lögregluna og viðraði áhyggjur sínar. Blóðug föt Lögreglu fannst undarlegt að hvergi á upptökum úr öryggis- myndavélum sást Annie yfirgefa bygginguna og innsiglaði því alla bygginguna. Lögreglan rannsak- aði einnig sorpbrennsluna í von um að finna eitthvað sem varpað gæti ljósi á hvarf Annie. Það var ekki fyrr en 13. septem- ber sem lík Annie fannst milli þilja í rannsóknarstofu í kjallara Amis- tad-byggingarinnar, en þar höfðu áður fundist blóðug föt. Um 75 eftirlitsmyndavélar fylgjast með svæðinu og til að komast inn í bygginguna og þaðan inn í hinar ýmsu vistarverur þarf aðgangskort. Rannsókn lögregl- unnar beindist því fyrst og fremst að starfsmönnum og nemendum Yale-háskólans. Á hvolfi á milli þilja Til að byrja með var ástandi líksins af Annie haldið leyndu af lögregl- unni en síðar var gert opinbert að lík hennar hafði verið á hvolfi inni í veggstokki í kjallara byggingarinn- ar. Brjóstahaldarinn hafði verið tog- aður upp að höfði hennar og nær- buxur hennar niður að ökklum. Á meðal áverka voru brotin kjálki og viðbein, og ljóst að það hafði gerst fyrir dauða hennar. Nú gerðust hlutir hratt; 17. september handtók lögreglan Raymond J .Clark, 26 ára tækni- mann við Yale-háskólann, sem hafði verið við störf í bygging- unni þegar Annie hvarf. Raymond hafði reyndar verið kallaður til daginn áður og hafði gefið DNA- sýni en síðan verið sleppt. Eftir að Raymond var handtek- inn var honum haldið í hámarks- öryggisfangelsi í Connecticut og kom fyrir dómara 6. október 2009 en gaf ekki neina yfirlýsingu um sekt eða sakleysi. Réttarhöldunum var frestað til 26. janúar 2010 þar sem lögfræðingar höfðu fengið öll gögn málsins og þann sama dag lýsti Raymond yfir sakleysi sínu. Iðraðist gerða sinna Það var ekki fyrr en 17. mars 2011 sem Raymond J. Clark ját- aði sig sekan um morðið á Annie Le gegn því að fá ekki lengri dóm en 44 ár. Raymond var einn- ig ákærður fyrir tilraun til að beita kynferðislegu ofbeldi gegn Annie og lýsti sig sekan sam- kvæmt svonefndri Alford-játn- ingu: „Ég er sekur en ég gerði það ekki,“ og viðurkenndi þann- ig að það lægju fyrir nægar vís- bendingar til að sakfella hann. Raymond lýsti yfir mikilli iðrun vegna gjörða sinna en gaf engar skýringar á ástæðum verknaðarins og engin ástæða var nokkurn tímann gefin. Raymond J. Clark losnar sennilega úr fangelsi árið 2053. 40 16.–18. mars 2012 Helgarblað Sakamál 9. febrúar-morðinginn er viðurnefnið meints raðmorðingja, grunaður um þrjú morð í Utah í Bandaríkjunum. Sonia Mejia var barnshafandi og gengin sex mánuði með þegar hún var myrt í Taylors-ville 9. febrúar 2006 og Damiana Castillo var myrt í West Valley City – 9. febrúar 2008. Það var þó ekki fyrr en árið 2009 sem DNA-greining leiddi í ljós að morðin tengdust. Morðin voru aldrei upplýst.U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s F lugfreyjan Helle Crafts var myrt 19. nóvember 1986. Banamaður hennar var eiginmaður hennar, Richard, sem var bæði laus í rásinni og laus höndin. Helle var vel kunnugt um kvennastand Rich- ards og var fyrir dauða sinn farin að vinna í skilnaði þeirra hjóna. Að kvöldi 19. nóvember hafði vinur Helle skutlað henni heim, í Newtown í Connecti- cut í Bandaríkjunum. Eftir það sá hana eng- inn á lífi nema Richard. Næstu vikur reyndu vinir Helle ítrekað að ná í hana en Richard var með margar ólíkar sögur á takteinunum; Helle hafði farið í heimsókn til móður sinnar í Danmörku; hún hafði einfaldlega farið eitthvert og hann vissi ekki hvert; hún hafði farið til Kanaríeyja með vini sínum. Vinir Helle fylltust tortryggni og áhyggj- um því skapofsi hans var þeim vel kunnugur og Helle hafði haft á orði, einhvern tímann, „ef eitthvað kemur fyrir mig, ekki álykta að um slys hafi verið að ræða“. Lögreglan hafði fengið heimild til hús- leitar á heimili Craft-hjónanna 25. desember og hnaut um nokkrar vísbendingar. Búið var að skera burt búta hér og þar af gólfteppinu í svefnherbergi hjónanna, húshjálpin sagði lögreglunni frá einum blett sem hún hafði séð en var búið að skera burt og blóðblettur var á hjónarúminu. Þegar lögreglan kannaði kortayfirlit Rich- ards kom í ljós að hann hafði keypt sér ýmis- legt bæði fyrir og eftir hvarf Helle. Á meðal þess var frystikista sem hvergi var sjáanleg, nýr sængurfatnaður og rúmteppi og einnig hafði Richard leigt sér viðarkurlara. Einkaspæjari sem Helle hafði ráðið en síðan rekið fann í pappírum sem Helle hafði komið til hans kvittun fyrir keðjusög. Um- rædd keðjusög fannst síðar í Zoar-vatni og við ítarlega rannsókn fundust hvort tveggja hár og blóð sem hægt var að rekja til Helle. Bílstjóri snjóplógs gaf sig fram við lögregl- una og upplýsti að hann hefði séð Richard önnum kafinn við viðarkurlarann á brú yfir Zoar-vatn – í miðjum hríðarbyl – sama kvöld og Helle hvarf. Vegna þessara upplýsinga leitaði lögregl- an vísbendinga á því svæði í marga daga og hafði upp úr krafsinu 85 grömm af líkams- leifum; tönn, tánögl, beinflísar, hár, fingur- neglur og blóð sem stemmdi við blóðflokk Helle. Greining staðfesti að allt þetta hafði farið í gegnum viðarkurlara. Kenning lögreglunnar var að Richard hefði slegið Helle í svefnherbergi hjónanna þannig að hún missti meðvitund, sett líkama hennar í frystikistuna og geymt hann þar í smátíma. Síðar um kvöldið, sama kvöld og sást til hans við Zoar-vatn, bútaði Richard lík Helle niður og setti líkamshlutana í viðar- kurlarann. Richard var sakfelldur 21. nóvember 1989, í kjölfar langra réttarhalda og í janúar 1990 var hann dæmdur til 50 ára fangelsis- vistar. Bútaði eigin- konuna niður Setti líkamsleifarnar í viðarkurlara „Á meðal áverka voru brotin kjálki og viðbein, og ljóst að það hafði gerst fyrir dauða hennar. n Annie Le fór grunlaus á rannsóknarstofu Yale-háskóla Raymond J. Clark Iðraðist gjörða sinna en útskýrði aldrei ástæður þeirra. Á hvolfi inni í stokk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.