Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 43
43Helgarblað 16.–18. mars 2012
„Verkið er í senn fagurt ljóð
og grimmileg frásögn“
„Eldhressir
Vesalingar“
Dómnefnd Menningarverðlauna DV um bókina
Trúir þú á töfra? eftir Vigdísi Grímsdóttur Vesalingarnir
Uppáhaldsglæpamyndirnar?
„Goodfellas er efst á blaði yfir uppáhaldsglæpamyndirnar, fyrir utan Svartur á leik,“ segir
leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. „Scarface er líka í miklu uppáhaldi, þetta er allt
voðalega klassískt. Og þá má ekki gleyma hinni íslensku klassík, Sódómu Reykjavík.“
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Þ
etta verður ekki svo
mikið dómur heldur
frekar hugleiðing
íþróttaáhugamanns
sem ríkur er af þjóðar-
stolti og forvitinn um fortíð
síns lands. Frá því ég var lítill
hefur faðir minn sagt mér
sögur af Melavellinum sem var
miðstöð íþróttaiðkunar Íslend-
inga í áratugi. Lengi hefur mig
langað að sjá myndskeið frá
fornri tíð þar sem okkar helstu
íþróttakappar léku listir sínar
á þessum fræga velli. Menn
á borð við Clausen-bræður
í frjálsum, Gunnar Huseby í
kúlunni, Ríkharð Jónsson í fót-
boltanum og auðvitað kónginn
sjálfan, Vilhjálm Einarsson,
þrístökkvara. Því lít ég á það
sem mikið lán að kvikmynda-
gerðarmaðurinn Kári Schram
hafi tekið saman sögu vallarins
í máli og myndum í heimilda-
mynd sinni, Blikkinu - Sögu
Melavallarins, sem sýnd er
þessa dagana í Bíó Paradís.
Miðpunktur Reykjavíkur
Melavöllurinn var svo miklu
meira en bara 100x65 metra
fótboltavöllur með hlaupa-
braut þar sem hægt var að
stunda íþróttir. Þarna söfn-
uðust þúsundir manna og
kvenna saman í hvert skipti
sem kappleikir, frjálsíþrótta-
mót eða hátíðir voru haldnar.
Melavöllurinn var til dæmis
ávallt miðpunktur hátíðar-
halda þegar þjóðhátíðardag-
urinn rann upp og flykktust
þá allir á völlinn að sjá frjáls-
íþróttagarpana og glímu-
mennina leika listir sínar.
Í Blikkinu má sjá ótrúlega
mikið af óséðum myndum frá
atburðum á vellinum, bæði
íþróttatengdum atburðum
sem og dansleikjum sem sleg-
ið var upp á kvöldin. Melavöll-
urinn var nefnilega meira en
bara íþróttamannvirki, þetta
var staður þar sem harðdug-
legt fólk sem byggði þetta land
gat leyft sér að gleyma stað og
stund þó ekki væri nema í fá-
einar klukkustundir.
Vallarstjórinn ber af
Rætt er við marga mæta karl-
menn og konur í Blikkinu.
Einna helst kemur fyrir Baldur
Jónsson sem var vallarstjóri
Melavallar í þrjátíu og sjö ár,
allt frá árinu 1950, til 1987.
Frásögn hans er einlæg og
skemmtileg en eðli máls-
ins samkvæmt upplifði hann
tímana tvenna sem stjóri
þessa merka mannvirkis. Það
er ekkert sem hann veit ekki
um völlinn og er taumlaus
skemmtun að heyra hann
segja frá.
Einnig er rætt við íþrótta-
hetjur á borð við Ríkharð
Jónsson, Ellert B. Schram,
Hemma Gunn og frjálsíþrótta-
kappa sem lýsa því hvern-
ig var að keppa á vellinum.
Völlurinn gat verið einhver sá
besti malar völlur sem hægt
var að finna á Norðurlöndum
en þegar rigndi gat ýmislegt
spaugilegt gerst. Melavöll-
urinn var saklaus í sjálfu sér
eins og íþróttirnar sem stund-
aðar voru og mennirnir sem
æfðu þær. Á þessum tíma var
ekkert sem hét bónus, launa-
greiðslur eða bílahlunnindi.
Á Melavöllinn mættu menn,
kannski eftir 10 tíma á sjónum
eða í löndun, og gáfu sig alla í
leikinn því þeir þekktu ekkert
annað.
Þjóðin fann stolt sitt
Föstudagurinn 29. júní 1951 er
einn merkasti dagur í íslenskri
íþróttasögu og einn af þeim
stærri í íslensku þjóðlífi. Þann
dag vann Ísland sinn fyrsta
landsleik í fótbolta þegar Svíar
komu í heimsókn á Melavöll-
inn. Fótboltagoðið af Skagan-
um, Ríkharður Jónsson, skor-
aði öll fjögur mörkin í 4–3 sigri
Íslands fyrir framan tæplega
6.000 áhorfendur. Aldrei áður
hafa sést upptökur frá þessum
merka leik en Kári fann mynd-
efni á háalofti í Vesturbænum.
Ekki nóg með að loks hafi
Ísland þarna unnið landsleik í
fótbolta heldur voru íslenskir
frjálsíþróttamenn á sama tíma
að vinna stóra sigra á móti í
Danmörku. Þegar Baldur Jóns-
son, vallarstjóri, kallar þetta
yfir mannskapinn verður allt
hreinlega vitlaust. Að sjá þegar
fólkið ærist af fögnuði í Blikk-
inu er mögnuð stund.
Bjarni Felixson, íþrótta-
fréttamaðurinn fyrrverandi
sem lék með KR á gullárum
Melavallarins, orðar þetta
snilldarlega í myndinni. Ís-
land var þarna að finna fyrir
stolti almennilega sem sjálf-
stæð þjóð sem var að koma sér
á kortið. Fram að
þessu höfðu Ís-
lendingar verið
með gríðarlega
minnimáttar-
kennd, segir
hann, gagnvart
hinum Norð-
urlandaþjóð-
unum en þessi
merki föstudag-
ur gerði mikið til
að breyta þeirri
þróun.
Völlurinn hluti
af mönnum
Á þessu land-
svæði sunnan
Hringbrautar ólst
þjóðin upp að
hluta. Melavöll-
urinn var dægra-
stytting og hluti
af þjóðarsálinni.
Ríkharður Jónsson
talar um völlinn eins og hluta
af sjálfum sér. Nú þegar hver
byggingin á fætur annarri hef-
ur verið reist ofan á það sem
eitt sinn var Melavöllurinn
hverfur alltaf smá hluti af sögu
þjóðarinnar. „Þegar ég sé hluta
hverfa af vellinum hverfur
hluti af mér,“ segir Ríkharður
Jónsson einlægur í myndinni.
Í dag eru aðstæður til
íþróttaiðkunar mörg hundruð
sinnum betri. Það þarf eng-
inn að húka í skítakulda til að
sjá fótbolta í nóvember. Þá eru
menn bara inni í þar til gerð-
um knattspyrnuhöllum. Svo
eigum við líka þennan þjóðar-
leikvang, Laugardalsvöllinn,
sem er ekki samanburðar-
hæfur við gamla Melavöllinn.
Ekkert þessara mannvirkja
geymir þó sömu sál og Mela-
völlurinn hafði greinilega. Þó
gömlu íþróttamennirnir öf-
undi krakkana í dag af aðstöð-
unni sem þeir hafa má alveg
öfunda gömlu kempurnar líka
fyrir að hafa upplifað Melavöll-
inn í allri sinni dýrð. En svona
þroskast þjóðir.
Það er þó morgunljóst að
þegar Eiður Smári eða Her-
mann Hreiðarsson horfa til
baka eftir 50 ár til Laugardals-
vallarins munu þeir ekki fella
tár eins og Ríkharður
Jónsson yfir Melavell-
inum. Það var völlur sem
skipti fólkið máli.
Myndefnið gerir
Blikkið
Og þá stuttlega að þeim
hluta þessarar hugleið-
ingar sem snýr að gerð
myndarinnar. Mynd-
efnið sem Kári fann gerir
Blikkið að þeirri mynd
sem hún er. Ógleyman-
leg og ómetanleg heimild
fyrir komandi kynslóðir
að kynnast og læra um.
Það var þó ýmislegt við
myndina sjálfa sem mér
fannst ekki alveg nægi-
lega gott. Hún er eilítið
samhengislaus og það vantar
skýrari mörk á uppbyggingu,
risi og endi.
Þá hljóma oft raddir undir
myndunum sem ekkert nafn
er sett við fyrr en seinna. Þó
ég þekki nú flesta sem þarna
var talað við áttaði ég mig ekki
alltaf alveg á við hvern var
verið að ræða. En myndirnar
tala sínu máli og þessar sextíu
mínútur eru eitthvað sem allir
sem þekkja Melavöllinn verða
að sjá og ekki síður ætti Blikkið
að vera forvitnileg mynd fyrir
unga menn og konur sem vilja
kynnast þessu merka mann-
virki.
Uppeldi þjóðar á íþróttavelli
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Bíómynd
Blikkið - Saga
Melavallarins
Heimildamynd eftir Kára Schram
Sýnd í Bíó Paradís
60 mínútur
Blikkið Menn tímdu ekki
alltaf að borga sig inn.
Einstakt mannvirki Melavöllurinn hýsti nær
allt
íþróttalíf í áratugi.
Margir góðir sigrar Á Melavellinum hófst knatt-spyrnusaga Íslendinga.
Leikstjórinn
Kári Schram
gerði Blikkið.
Mynd EyÞóR ÁRnaSon
Stukku á tækifærið
leikhúsinu því það er svo
ógeðslega flott fólk sem vinn-
ur þarna. Við höfum reyndar
ekki borðað í mötuneytinu
ennþá en það styttist í það,“
segir Ari og hlær.
Ekki erfiðara á
stóra sviðinu
„Aðalmunurinn er að það er
alltaf einhver til að passa upp
á mann,“ segir Ari aðspurður
um muninn á kjallaranum
og stóra sviðinu. „Niðri er allt
meira heimatilbúið og við
sjáum sjálfir um tæknimálin.
En uppi eru sviðstjórar, ljósa-
meistarar og hljóðmaður og
allt gengur eins og klukka.
Það er í raun miklu léttara
að vera þar. Þetta er bara ólík
reynsla. Kjallarinn er sko eng-
in hola samt. Hann er æðis-
legur. Hann tekur svona 150
manns sem er frábær stærð
og nálægðin við áhorfend-
ur er mikil. Þar getur maður
reynt alls konar hluti. Það er
samt alls ekkert erfiðara að
vera uppi. Það er bara öðru-
vísi og viðbrögðin aðeins
öðruvísi þó maður sé með
sama efnið,“ segir Ari sem
segir salinn þann flottasta
sem hann hefur skemmt í.
„Ég hef aðeins verið að
skemmta á grínhátíðum á
Norðurlöndum og þar eru
margir fínir salir. Þjóleikhúsið
er samt sá fínasti og stærsti
sem ég hef komið í. Það
skemmtilega við sýningarnar
var samt ekki bara fjöldinn
heldur var gaman að það kom
svo mikið af fólki sem sem
við þekkjum ekkert. Það var
líka á öllum aldri. Aldursbilið
á stóra sviðinu var frá níu og
upp í níutíu ára. Það veit ég
fyrir víst,“ segir Ari.
Túrar um landið
Mið-Ísland ætlar aftur á stóra
sviðið þann 18. apríl og verð-
ur þá með í það minnsta eina
sýningu. En hvað svo? „Svo
eru þættirnir bara að fara í
sýningu og ég ætla að halda
áfram að skemmta þar sem
það er í boði. Svo er ég að fara
með bróður mínum í hring-
ferð. Við ætlum að ná fimmtíu
stöðum á svona fjórum mán-
uðum. Við byrjum í apríl og
ætlum að reyna að fara á alla
staði sem í boði eru á Íslandi,“
segir Ari sem finnst skemmti-
legt að fara með gamanmál
úti á landi.
„Ég hef farið víða nú
þegar en nú langar mig að
taka þetta kröftuglega. Það er
ógeðslega gaman að skemmta
úti á landi sem og auðvitað
hér í Reykjavík en ég er bara
búinn að gera svo mikið af
því. Svo er líka bara svo gam-
an að keyra einhverja vega-
lengd til að skemmta. Fara í
ferðalag. Maður verður bara
að túra,“ segir Ari Eldjárn.
tomas@dv.is
„Við erum
mjög
ánægðir með
að vera á sömu
stöð og Fóst-
bræður voru