Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 47
Galli í heila veldur feimni n Mörg leiðindaeinkenni hverfa n Ný mikilvæg uppgötvun í baráttunni við félagsfælni F eimni getur verið afleiðing galla í heilanum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem framkvæmd var í Vander- bilt-háskólanum en niðurstöður rannsóknarinnar birtust í tímarit- inu Social Cognitive and Affective Neuro science. Vísindamenn komust að því að bældir einstaklingar gætu átt við brest í möndlu (e. amygdala) og dreka (e. hippocampus) í heila að stríða sem veldur því að þeir eiga erf- iðara en aðrir með að aðlagast nýju áreiti. Þátttakendur rannsóknarinnar voru látnir horfa á myndir af ókunn- ugum andlitum aftur og aftur. Ein- staklingar með óheflaða skapgerð sýndu fram á viðbrögð í möndlu- og drekasvæði heilans. Viðbrögðin jukust þegar andlitin birtust fyrst en minnkuðu eftir því sem andlitin birt- ust oftar. Hins vegar kölluðu myndir af andlitum sem bældu einstakling- arnir höfðu fengið að sjá mörgum sinnum sömu viðbrögð og þau gerðu í fyrsta skiptið. „Þessi brestur gefur okkur tauga- fræðilegan skilning á feimni og var- kárri hegðun sem er aðaleinkenni bældra einstaklinga,“ sagði Jennifer Urbano Blackford sem stóð að rann- sókninni og bætti við: „Líklega forð- ast einstaklingar sem eru lengi að að- lagast nýju fólki að lenda í óvæntum félagslegum aðstæðum á meðan þeir sem aðlagast fljótt leita frekar í nýjar og spennandi aðstæður.“ Blackford og félagar hennar telja að þessi brestur í heilanum geti verið lykilatriðið í ástæðunni fyrir félags- fælni en félagsfælni er næstalgeng- asta kvíðaröskunin og hefur áhrif á einn af hverjum tíu fullorðnum ein- staklingum í Bandaríkjunum. Blackford vinnur nú að rann- sóknum á félagsfælnum og bæld- um börnum til að kanna hvort þessi galli í heilanum gerist snemma á ævinni. Lífsstíll 47Helgarblað 16.–18. mars 2012 Reynir Traustason Baráttan við holdið É g barðist á móti storminum og stórhríðinni. Um tíma komst ég eitt skref áfram og annað aftur á bak. Veðurguð- irnir stigu trylltan dans á bæjar- fjalli Mosfellsbæjar þar sem ég reyndi eftir fremsta megni að komast á tindinn. Að vísu var hæsti punktur aðeins rúmlega 300 metrar en það skipti minnstu undir þessum kringumstæð- um. Þetta var spurning um að ná mark- miðinu og komast heill aft- ur til byggða. M eð í för var aðeins tíkin Jasmín. Hinar tvær voru heima af þeirri ástæðu að ekki var hundi út sigandi. Í einni hviðunni feyktist hundur- inn nokkra metra. Arsenal-treyj- an sem húmoristi í fjölskyldunni hafði gefið tíkinni virkaði eins og segl. Ég óttaðist hið versta þegar hundurinn hraktist undan rok- inu að klettabrúninni. Á elleftu stundu stöðvaðist hún. Það var óskaplegur léttir. Tíkin klóraði sig í áttina til mín með storminn í fangið. Við stauluðumst áfram áleiðis upp síðasta hjallann. Þ essi ferð á Úlfarsfell var númer 290 í röðinni á rétt rúmu ári. Ég hafði farið á fjallið undir alls konar kringumstæðum. Stundum í sól og blíðu en oftar í rigningu eða snjókomu. Þetta voru verstu aðstæður sem ég hafði upp- lifað. Hálfblindur af haglélinu sem skaust lárétt í augu mér eins og byssukúlur hugsaði ég til þess að það væri auðvitað óðs manns æði að fara á fjallið undir þessum kringumstæðum með hund sem hentaði betur í stofu en í óbyggðum. Smám saman nálguðumst við toppinn. Ég íhugaði að snúa við og hörfa til byggða. En þrjóskan var skyn- seminni yfirsterkari. Við héldum áfram upp. Ég hrasaði og tók bakföll en náði jafnvæginu aftur. Þetta leit ekki vel út. Við vorum hárs- breidd frá því að vera í háska. Ég hugsaði með mér að til þess gæti komið að björg- unarsveitir þyrftu að koma til skjalanna. V ið nálguðumst nú hvarfið áður en efsta tindinum yrði náð. Reglulega varð ég að snúa mér undan til að ná andanum. Hundurinn var orð- inn tvöfaldur að þyngd þar sem snjórinn fraus við feld hans. Ég hugsaði til þess með stolti að við værum tvö á fjallinu í bandvit- lausu veðri, maður og hundur. Hörkutól í óveðri. Tindurinn blasti við í gegnum sortann. S kyndilega birtist rauð- klædd kona með púðluhund í bleikri treyju. Hundur- inn var með bleika slaufu í hausnum. Konan skokkaði á móti mér og heilsaði glaðlega. Í gegnum hálffrosin augun sá ég að hún var berhent. Mér féllust hendur. Rauðklædda konan hvarf niður fjallshlíðina. Hetjudáð mín í bandvitlausu veðrinu varð að engu. Storminn virtist lægja þar sem við tíkin gengum þegjandi síðustu metrana upp á tindinn þar sem við komum okkur fyrir skjólmegin við vörðuna. Fárviðri á Úlfarsfelli V ið erum ekkert fjarri bjarg- brúninni þegar kemur að sýklalyfjum þegar svona stórt hlutfall stofnanna er orðið ónæmt,“ segir Vil- hjálmur Ari Arason læknir í samtali við DV. Í bloggfærslu á Eyjunni seg- ir hann að allt að 40 prósent þeirra stofna sem valda algengustu sýking- unum, á borð við eyrna- og lungna- bólgu, séu orðin ónæm fyrir sýkla- lyfjum. Maðurinn er við það að lenda í alvarlegri sýklalyfjakreppu þar sem við erum langt komin með að klára öll sýklalyf sem fundin hafa verið upp og engin ný eru að koma í stað- inn. Lyfin hætt að virka Hann segir að ofnotkun sýklalyfja sé einn alvarlegasti heilbrigðisvandi okkar í dag. Stór hluti heilsugæslu- þjónustu sé við veik börn en 50 pró- sent af öllum komum þeirra til lækna séu vegna eyrnabólgu og annarra sýkinga. Sýklalyf séu því númer eitt, tvö og þrjú af þeim lyfjum sem börn fá yfir höfuð. „Það er því mikill heil- brigðisvandi þegar lyfin eru hætt að virka en ekki komið nein ný í staðin síðast liðinn áratug. Þau lyf sem við höfum haft eru þannig farin að missa bitið og þegar pensilínið er hætt að virka höfum við engin góð lyf nema þau sem gefin eru inni á spítala.“ Sýkingar geta verið lífshættulegar Sýkingar af völdum pneumókokka eru aðallega eyrnabólgur, skúta- bólgur og lungnabólga, svo og al- varlegri sýkingar svo sem blóðsýk- ingar og heilahimnubólga sem eru oft lífshættulegar. Vilhjálmur segir að pneumókokkarnir séu aðalmein- valdur mannsins í vestrænum þjóð- félögum. Öll séum við með pneumó- kokka og farið sé að bólusetja gegn alvarlegustu stofnunum. „Það koma hins vegar alltaf nýir stofnar í stað- inn og því þarf að vinna markvisst að skynsamlegri notkun sýklalyfja til að takmarka þróun sýklalyfjaónæmu stofnanna. Við eigum aðeins að nota sýklalyfin þegar líkaminn getur ekki unnið á sýkingunni sjálfur og þar stendur hnífurinn í kúnni. Við eig- um ekki að nota þau sem eins konar gæðatryggingu á að ekkert geti farið úrskeiðis og best er að við vinnum á sýkingunum sjálf. Sér í lagi ef við getum boðið upp á náið eftirlit eftir þörfum.“ Tvíþættur vandi Hann bendir á að samkvæmt leið- beiningum landlæknis þá eigi læknar frekar að fylgja eftir eyrnabólgum og öðrum sýkingum á heilsugæslunni frekar en meðhöndla þessar sýking- ar af minnsta tilefni. Það sé þó erfitt þar sem læknarnir hitti börnin aðal- lega utan heilsugæslunnar á vökt- um því flestar heimsóknir barna sér- staklega séu á lækna- og bráðavaktir. „Vinnulagið býður ekki upp á þetta og undirmönnunin er slík að við get- um ekki fylgt eftir alþjóðlegum leið- beiningum í algengasta heilsuvanda barna á Íslandi,“ segir hann. Þjón- ustan sé því að mestu keyrð á vakt- þjónustu þar sem krafist er skjótra úrlausna og því fylgi meiri lyfjanotk- un. Vilhjálmur segir að hluti vandans liggi þó einnig hjá almenningi, því þrátt fyrir að fólk sé orðið upplýst- ara en áður um ofnotkun lyfja, þá sé þrýstingurinn enn mikill. Yfirvofandi hrun Á bloggsíðu sinni ræðir Vilhjálmur um að Íslendingar voni nú að botn- inum sé náð eftir fjármálahrunið, en að annað hrun sé yfirvofandi sem sé mun alvarlegra en hið efnahags- lega. „Hrun meðal okkar sjálfra eins og sagan hefur oft sannað gegnum aldirnar. Ekki bara vegna styrjalda og eigin tortímingaráráttu, heldur drep- sótta og náttúruhamfara. Ekki endi- lega veirusjúkdóma og faraldra eins og oft hafa verið til umræðu síðast- liðin misseri tengt umræðunni um heimsfaraldur inflúensu og við ráð- um töluvert við með hjálp lækna- vísandanna. Heldur vegna algengra kvilla sem hrjá okkur öll, mismikið, dagsdaglega,“ segir á bloggsíðu hans. gunnhildur@dv.is Sýklalyfjakreppa n Bakteríustofnarnir eru að verða ónæmir fyrir lyfjunum Sýklalyf Við erum langt komin með að klára þau lyf sem við höfum í dag. MYNd PHoToS.coM Vilhjálmur Ari Arason læknir Vilhjálmur segir að ofnotkun sýklalyfja sé einn alvarlegasti heilbrigðisvandi okkar í dag. MYNd SigTrYggur Ari Feimnin er galli Þessi brestur gefur okkur taugafræðilegan skilning á feimni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.