Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 12
A nnþór Kristján Karlsson, sem lengi vel gekk und- ir nafninu handrukkari Ís- lands vegna grófra aðferða sinna við innheimtu skulda, er einn þeirra sem handteknir voru í svokallaðri undirheimarassíu lögregl- unnar á miðvikdag. Alls voru fimm einstaklingar handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á skipu- lagðri glæpastarfsemi; líkamsmeið- ingum, hótunum, innbrotum, þjófn- uðum og peningaþvætti. Annþór var þar á meðal og hefur hann ver- ið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. mars næstkomandi. Samkvæmt heimildum DV er Annþór meðal ann- ars grunaður, ásamt Berki Birgissyni, um að hafa ráðist hrottalega á karl- mann fyrir um tveimur mánuðum. Sá á að hafa kært árásina til lögreglu. Ekki er langt síðan Annþór lauk af- plánun á fjögurra ára dómi sem hann hlaut fyrir stórfellt fíkniefnasmygl árið 2008. Hann losnaði af áfangaheim- ilinu Vernd í ágúst í fyrra og hefur því að öllum líkindum rofið skilorð verði hann fundinn sekur um þau brot sem hann er grunaður um að hafa framið á síðustu mánuðum. Fyrirmyndarfangi með lyklavöld Annþór hafði um það stór orð, á með- an hann afplánaði síðasta dóm sinn á Litla-Hrauni og í kjölfarið á Bitru, að hann væri búinn að snúa blaðinu við og ætlaði að halda sig á beinu braut- inni. Hann væri búinn að fá nóg af þessari vitleysu. Hann sýndi það svo sannarlega í verki innan fangelsis- veggjanna að hann væri að taka sig á. Hann fór að sækja AA-fundi, hóf nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands og lauk þaðan stúdentsprófi af húsasmíða- braut vorið 2011. Þá var hann einnig virkur í Afstöðu, félagi sem berst fyrir réttindum fanga. Annþór taldist til svokallaðra fyrir myndarfanga og samkvæmt heimildum DV hafði Margrét Frí- mannsdóttir, fangelsisstýra á honum miklar mætur. Heimildirnar herma jafnframt að hann hafi gjarnan hang- ið langtímum saman í dyrgættinni á varðstofu fangavarða þar sem spjall- að var um daginn og veginn. Þá mun það jafnvel hafa komið fyrir að hann valsaði inn og út af varðstofum, við mismikinn fögnuð fangavarðanna þó. Annþór var meðal örfárra fanga sem fengu að aðstoða við að stand- setja opna fangelsið á Bitru, enda þykir hann handlaginn með ein- dæmum. Hann fékk svo að afplána hluta af dómi sínum þar. Samkvæmt heimildum sá hann einnig um að dytta að hinu og þessu inni á Litla- Hrauni og hafði þar lyklavöld að ýmsum herbergjum. Annþór mun vera góður náms- maður og síðan hann útskrifaðist úr FSU hefur hann stundað nám við Tækniskóla Íslands. „Djöfull er karlinn töff“ Annþór lýsti því yfir í opinskáu viðtali í portrettverki listamannanna Ólafs Ólafssonar og Libiu Castro sem sýnt var í Listasafni Reykjavíkur síðla árs 2008 að íslensk dagblöð hefðu gert hann að þekktum glæpamanni og hann sæi því ekki annan kost í stöð- unni en að flýja land þegar hann losn- aði úr fangelsi. Í viðtali í Fréttatím- anum fyrir ári sagði hann íslenska fjölmiðla vera búna að búa til glans- mynd af glæpamönnum. Hann við- urkenndi að hafa hugsað: „djöfull er karlinn töff,“ þegar hann sá umfjöllum um afbrot sín í fjölmiðlum. Í portrettverkinu sagði hann jafn- framt að sá félagsskapur sem hann hefði umgengist gegnum árin tengd- ist hans gamla lífi sem ofbeldismanns og fíkils og því væri betra fyrir hann að hefja nýtt líf á nýjum stað. Hann hafði hug á að fara til Spánar, læra tungu- málið og jafnvel stofna byggingafyrir- tæki. Þessi plön hans virðast þó hafa farið fyrir ofan garð og neðan þegar hann losnaði út á síðasta ári. Rekur sólbaðsstofu Í apríl árið 2011, þegar Annþór var á Vernd, tók hann sæti í stjórn fyrirtæk- isins Mebbakk ehf. ásamt Berki Birg- issyni, sem einnig var handtekinn á miðvikudag og situr nú í gæsluvarð- haldi. Fyrirtækið rekur meðal annars sólbaðsstofuna Bahamas á Grensás- vegi í Reykjavík og gerði fjöldi ein- kennisklæddra lögreglumanna hús- leit þar í undirheimarassíunni. Tilgangur fyrirtækisins samkvæmt samþykktum er rekstur sólbaðs- og snyrtistofu, heild- og smásala, kaup, sala, leiga og rekstur fasteigna, bygg- inga- og lánastarfsemi og önnur skyld starfsemi. Varð fyrir einelti í æsku Annþór er fæddur þann 1. febrúar 1976 og er því nýorðinn 36 ára. Í sam- tali við DV fyrir nokkrum árum sagði faðir hans, Karl Jensen Sigurðsson, að hann teldi vanda Annþórs liggja í rætnu einelti sem hann varð fyrir sem barn. Faðir Annþórs lést í desember í fyrra. Annþór stundaði meðal annars nám við Hagaskóla og þegar hann var unglingur var hann lagður inn á barna- og unglingageðdeild á Dal- braut vegna hegðunarvandamála og ofbeldisofsa. Afbrotaferill Annþórs hófst af al- vöru þegar hann var 15 ára og síðan þá hefur hann verið kærður nær hundrað sinnum. Frá árinu 1993 hefur hann hlotið tíu refsidóma fyrir skjalafals, þjófnað, nytjastuld, lík- amsárás, húsbrot, frelsissviptingu og fíkniefnabrot. Fórnarlömb hans hafa þó oftar en ekki dregið kærur til baka vegna ótta við hefndaraðgerðir. Strauk úr gæsluvarðhaldi Árið 2005 var hann til að mynda dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir hrottalega líkamsárás ásamt Ólafi Valtý Rögnvaldssyni. Lömdu þeir rúmliggjandi mann til óbóta vegna þess að hann skuldaði leigu. Ann- þór var því enn á skilorði þegar hann var handtekinn vegna gruns um að- ild að stórfelldu fíkniefnasmygli í byrjun árs 2008, sem hann hlaut síð- an fjögurra ára dóm fyrir. Honum tókst heldur betur að koma sér í frétt- irnar á meðan hann var í gæsluvarð- haldi vegna málsins. Hann strauk úr ólæstri fangageymslu á Hverfisgötu, braut upp hurð á geymslu þar sem hann fann kaðal sem hann lét sig síga í út um glugga af efstu hæð byggingar- innar. Annþór fannst tólf tímum síðar inni í skáp í húsi í Mosfellsbæ. „Auðvitað var ég hættulegur Að sögn þeirra sem þekktu til Ann- þórs á árum áður voru aðferðir hans við handrukkun mjög grófar og oft mun grófari en dómar gefa til kynna. „Hann er einn hataðasti bófinn í und- irheimunum en enginn þorir annað en að vera almennilegur við hann,“ sagði fyrrverandi samfangi Annþórs í samtali við DV árið 2008. Í áðurnefndu portrettverki viður- kennir Annþór að hafa verið hættu- legur. „Ég var ekki eins og annað fólk. Auðvitað var ég hættulegur. En ég gekk aldrei upp að saklausu fólki og barði það til óbóta,“ sagði hann. Ann- þór lýsti því einnig hvernig honum leið þegar hann lamdi fólk og sagð- ist hann lítið hafa hugsað út í afleið- ingarnar. Hann bjó sér hins vegar til afsakanir í huganum. Til dæmis að viðkomandi hefði svikið hann, logið að honum eða látið hann líta illa út. „Ég var heppinn að ég varð engum að bana þegar ég barði einhvern. En ég var bara lítið barn í stórum líkama, ég 12 Fréttir 16.–18. mars 2012 Helgarblað Ísfirðingar tapa milljónum fólk dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð miðvikudagur 18. febrúar 2009 dagblaðið vísir 31. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 gróðrarstÍa peningaþvættis fréttir gerir upp ofbeldi og hand- rukkun fréttir pitsuveisla barna- nÍðings RóbeRti wessman stefnt vegna fRamkvæmdagleði: nágrannar í stríði við auðmann hlakkar til að verða afi n ævisaga annþórs Í vinnslu Catalina farin úr landi fólk fergie og duhamel: nýgift og sjóðheit n rannsóknanefnd fær ábendingar um tortryggileg fjármálaviðskipti fréttir fréttir n botnlanginn er ónýtur segir tannlæknir Í næsta húsi n jarðsig Í fossvogi n róbert krafinn um bætur fólk n árni sigfússon á von á fyrsta barnabarninu Handrukkarinn sem var til fyrirmyndar n Annþór var handtekinn í umfangsmikilli undirheimarassíu n Losnaði af Vernd í ágúst í fyrra n Fangelsisstýran hafði miklar mætur á honum F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.isbesta rannsóknarblaðamennska ársins þriðjudagur 28. október 2008 dagblaðið vísir 200. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 handrukkarinn annþór karlsson opnar sig í fyrsta sinn: JÁTNINGAR ANNÞÓRS fréttir fréttir n Hjónin Ólafía Guðmundsdóttir og Þórarinn Siggeirsson hafa í tvígang misst aleiguna í bruna. AleiGAn fuðrAði upp í AnnAð Sinn Bjargaði eigin hagsmunum Guðjón gagnrýnir ráðuneytisstjórann fAnn ekki fyrir Höndunum n Sex unglingar slösuðust í skelfilegri gassprengingu n Byrjaði í glæpum með því að stela frá mömmu n laus við fíkniefni og áfengi í fyrsta sinn n „ég var mikill vandræðagripur“ n flytur til Spánar eftir afplánun slær í gegn á listasýningu „Ég var ekki eins og annað fólk. Auð­ vitað var ég hættulegur. 28. október 2008. 18. febrúar 2009. Í gæsluvarðhaldi Annþór var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. mars næstkomandi, en hann var handtekinn í umfangsmikilli undir- heimarassíu lögreglu á miðvikudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.