Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 62
Slær í gegn á Youtube n Vissi ekki að neinn vildi hlusta á hana É g er bara orðlaus yfir viðbrögðunum sem ég hef fengið frá fólki sem ég þekki ekki neitt,“ seg- ir Tinna Gunnlaugsdóttir, 27 ára Reykjavíkurmær, sem sendi frá sér lag og mynd- band á vefsíðuna Youtube á dögunum en þar syngur Tinna lagið Make you feel my love af mikilli innlifun. Hún segist aldrei áður hafa sungið opinberlega. „Ég byrjaði að syngja í vinnunni. Fyrst á jólahlaðborðinu og svo á árshátíðinni. Annars hafði enginn heyrt í mér nema þá kærastinn og son- urinn,“ segir Tinna en bætir við að hún hafi alltaf vitað að hún gæti sungið. „Mér hefur alltaf þótt gaman að syngja en mér datt aldrei í hug að einhverjir vildu hlusta á mig. Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum og setti þetta bara inn á netið svo vinir mínir gætu séð þetta.“ Aðspurð segir hún upp- átækið virðast ætla að opna nýjar dyr. „Það er eitthvað í gangi og einhverjir búnir að hafa samband við mig en ekkert sem ég er búin að skoða almennilega. Von- andi verður eitthvað meira úr þessu. Ég væri alveg til í að vinna sem söngkona,“ segir hún og bætir aðspurð við að tónlistarkonan Adele sé í miklu uppáhaldi. „Mér finnst Adele æðisleg. Hún er svo einlæg og stólar bara á röddina sína. Hún er ekk- ert að reyna að vera eitthvað annað en hún er heldur er bara hún sjálf,“ segir Tinna og bætir við að þannig vilji hún líka vera. „Ég vil bara syngja og hef engan áhuga á að sýna mig. Ætli fólk kunni ekki að meta það,“ segir hún og bætir við að hún myndi aldrei láta undan þrýstingi um að sýna af sér kynþokka til að komast lengra í brans- anum. „Það er alls ekki ég. Ég held líka að maður verði að hafa hlutina eins og mað- ur sjálfur vill en ekki eins og aðrir vilja að þeir séu. Ég er bara ég og ætla að halda því áfram.“ 62 Fólk 16.–18. mars 2012 Helgarblað María Sigrún „kú kú“ í Cocoa Puffs Fréttakonan ófríska María Sigrún Hilmarsdóttir er ein þeirra sem er ósáttir við nýja Cocoa Puffs-ið sem er hollara en það gamla og öðruvísi á bragðið. „Þið getið tekið gleði ykkar á ný. Sjálfri líður mér eins og Sonny í þessari auglýs- ingu. Gamla góða Cocoa Puffs- ið mun fást í Kosti á allra næstu dögum! Sullenberger gekk í málið og splæsti í gám þegar hann frétti af ófrískri konu, öðru reiðu og óánægðu fólki sem henti nýja óæta stöffinu fram af svölum sín- um sem fuglafóðri í bræðiskasti. Húrra fyrir honum!“ skrifar frétta- konan á Facebook-vegg sinn. Herra Gay Ísland í flug- freyjuna „Þetta hefur lengi verið draumur hjá mér en þar sem ég var 130 kíló fyrir nokkrum árum gerði ég mér aldrei vonir um að fá að starfa við þetta fag,“ segir Vilhjálmur Þór Davíðsson, fyrrverandi herra Gay Ísland, sem er byrjaður í flug- þjónanámi hjá Icelandair. Vil- hjálmur flutti heim til Íslands frá Noregi fyrir jólin. „Ég fór í gegnum umsóknarferlið hjá þeim síðasta vor án þess að fá ráðningu en svo höfðu þau samband núna í febrúar og vildu fá mig í viðtal. Það gekk líka svona vel,“ sagði Vil- hjálmur þegar DV hafði samband við hann. Ýmislegt í pípunum Við eigum eflaust eftir að sjá meira af Tinnu í framtíðinni. Einar Bárðarson vill Geir-dal Athafnamaðurinn Einar Bárðar- son hefur komið með nýja hug- mynd að gjaldmiðli ef marka má fésbókarfærslu hans. „Margir eru að tala um að taka upp Kanada Dal hérna á Íslandi. Sumir tala um Bandaríkja Dal - Ég hef vilja ræða um að taka upp Geir-dal (Jón Gunnar Geirdal) þá helst,“ skrifar Einar og Jón Gunnar, sem er þekktur grínisti og höfundur flestra frasanna sem festust á heila landsmanna eftir Vakta-seríurnar, var ekki lengi að setja „like“ á þráð útvarpsstjórans. „Heyrheyr vinur... eflaust margt vitlausara!“ n Breytti nafninu í leiklistarskóla n Tók ættarnafn skoskrar konu Damon heitir Ásgeir L eikarinn Damon Youn- ger fer með eitt aðal- hlutverkanna í íslensku myndinni Svartur á leik sem gerir það gott í kvikmyndahúsum lands- ins. Tugir þúsunda hafa séð myndina sem er byggð á sam- nefndri skáldsögu rithöfund- arins Stefáns Mána. Damon leikur glæpamanninn sið- blinda Brúnó í myndinni og hefur fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína. Fólk heldur að ég sé útlendingur Þrátt fyrir erlenda nafnið er Damon Íslendingur og var skírður Ásgeir Þórðarson en hann segir söguna á bak við nafnið í nýjasta hefti Monitor. „Fólk heldur oft að ég sé út- lendingur. Ég lendi stundum í því að heyra: „Svakalega tal- ar þú nú góða íslensku.“ Ég er auðvitað sífellt spurður hvers vegna ég heiti þessu nafni. Ég heiti sem sagt Ásgeir Þórðar- son, þótt ég hafi reyndar lesið í blaðinu um daginn að ég héti Ásgeir Ásgeirsson en ég veit ekki hvaðan það kom.“ segir hann og heldur áfram: „Þegar það fór að nálgast útskrift úr leiklistarskólanum úti þá kall- aði skólameistarinn mig til sín og sagði við mig: „Jæja, það er kominn tími til að þú veljir þér eitthvað leikaranafn því þú átt aldrei eftir að fá vinnu hérna sem Ásgeir Þórðarson.“,“ segir Damon en hann lærði leiklist í The Webber Douglas Aca- demy of Dramatic Art í Eng- landi og útskrifaðist þaðan árið 2001. „Ég tók hann á orð- inu,“ segir Damon í Monitor um ábendingu skólameistar- ans en nafnið sem hann valdi sér tengdist góðri konu sem hann kynntist í Skotlandi. Nýtti sér Damon Albarn- æðið „Ég ólst upp í Skotlandi og það var kona þar sem gekk mér hálfpartinn í ömmustað sem hét May Young og hún átti enga afkomendur. Hvort sem þú trúir því eða ekki þá ákvað ég það þegar ég var lítill að ef ég þyrfti einhvern tímann að taka upp enskt nafn, þá myndi ég vilja taka upp eftirnafnið hennar,“ segir Damon en fyrra nafnið kemur úr Blur-æðinu sem var hér heima á sínum tíma. „Ég var að ræða við einn félaga minn um hvaða fornafn ég ætti að velja og hann spurði hvort það væri ekki eitthvað Damon Albarn-æði á Íslandi og við hlógum mikið að því svo ég ákvað að nota fornafn- ið Damon. Daginn eftir fór ég í leikarasambandið í Bretlandi og ætlaði að fá að skrá þetta nafn. Þá kom í ljós að það var einhver annar leikari skráður sem Damon Young. Þá barði ég í borðið og spurði hvort að Damon Younger væri laust og það reyndist vera. Síðan festist nafnið bara við mig úti enda var svo sem alltaf dálítið snúið að heita Ásgeir þarna úti,“ seg- ir leikarinn Damon Younger í viðtalinu. tomas@dv.is „Ég lendi stundum í því að heyra: „Svaka- lega talar þú nú góða íslensku.“ Slær í gegn Damon Younger er góður í Svartur á leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.