Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 24
24 Erlent 16.–18. mars 2012 Helgarblað N ú falla vígin eitt af öðru hvað prentmiðla og annað prentað efni áhrærir. Spjaldtölvur ým- iss konar og Kindle-bókatölv- ur frá Amazon og fleira í þeim dúr virðist vera að ná yfirhöndinni. Nú er svo komið að fallegir bókarkilir með gylltu letri sem svo löngum hafa glatt lestrarhesta virðast brátt heyra sög- unni til – eftir 244 ár skal nú hætt að prenta alfræðisafn Encyclopædia Brit- annica. Fyrr meir gengu farandsölumenn hús úr húsi og falbuðu alfræðisafnið en héðan í frá, í anda raunsæis hvað varðar rafræna tíma og samkeppni frá til dæmis Wikipediu, munu útgefend- ur Encyclopædia Britannica fyrst og fremst leggja áherslu á alfræðiorða- bókina á netinu og fræðsluefni fyrir skóla. Síðasta prentaða útgáfa alfræði- safnsins – 32 bindi – kom út 2010. Heildarþyngd safnsins er tæp 60 kíló og í því má finna nýjar færslur sem varða hlýnun jarðar og kafla um verk- efni sem snýr að rannsókn genameng- is mannsins, Human Genome Project. Líkt og skutbíll í bílskúrnum Eflaust má leiða líkur að því að ein- göngu hafi verið tímaspursmál hvenær útgefendur Encyclopædia Britannica tækju þessa ákvörðun, en formaður útgáfufyrirtækisins, Jorge Cauz, velkist ekki í vafa um réttmæti hennar. Á vef The New York Times segir Cauz að eflaust muni margir verða nostalgískir og daprir vegna þessa. „En við höfum mun betri verkfæri núna. Vefsíðan er stöðugt uppfærð, hún er miklu umfangsmeiri og er með marg- miðlunarefni,“ er haft eftir Jorge Cauz. Encyclopædia Britannica er í hug- um margra táknmynd miðstéttar Bandaríkjanna og á sjötta áratug síð- ustu aldar var það að skarta alfræði- safninu í bókahillunni svipað og að hafa skutbíl í bílskúrnum. En safnið var ekki gefið og margar fjölskyldur þurftu að teygja sig nokkuð langt fjár- hagslega til að eignast safnið og jafnvel kaupa það á mánaðarlegum afborg- unum. En nú er hún Snorrabúð stekkur og netið hefur nánast yfirtekið mark- aðinn fyrir uppflettibækur og viðlíka rit, enda hafsjór sérhæfðra vefsíðna og fróðleiks – og ókeypis, þannig séð. Áhöld um nákvæmni Þó Wikipedia sé mikil uppspretta fróð- leiks er óvarlegt að taka allt sem þar er skrifað sem heilagan sannleika. Það sem þar stendur skrifað er fram- lag tugþúsunda og að mestu leyti talið vera nákvæmt, jafnvel af fræðimönn- um og háskólamönnum. Wikipedia nýtur þess enn fremur að efni á síðunni er hægt að uppfæra í rauntíma og er þar af leiðandi meira í takti við kröfur tímans. Jorge Cauz segist telja að Britann- ica hafi það fram yfir Wikipedia að efni Britannica megi rekja til mikils met- inna einstaklinga, það sé vandlega yfir farið og auk þess njóti alfræðisafnið trausts. „Britannica verður minni. Við getum ekki elst við allar teiknimynda- persónur, getum ekki elst við ástamál allra frægðarmenna […] en það [Brit- annica] verður ávallt rétt hvað stað- reyndir áhrærir,“ segir Cauz. Eitthvað virðist þó áreiðanleika Britannica vera við brugðið því sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru 2005 var ærin ástæða til að bera brigður á forskot Britannica hvað nákvæmni varðar miðað við Wiki- pediu. Í 42 greinum sem kannaðar voru var að finna, að meðaltali, fjórar villur í hverri grein hjá Wikipediu, en þrjár hjá Britannica. Útgefandi Britannica brást hinn versti við og vísaði niðurstöðunum í löngu máli til föðurhúsanna og sagði rannsóknina vera morandi í rang- færslum og hefði „alls ekkert gildi“. Dýrt er drottins orð Britannica er elsta alfræðisafn sem gefið hefur verið út reglulega á enskri tungu og er ekki gefið. Á vef Amazon er 2010-útgáfan í boði á 1.049–4.422 Bandaríkjadali, en þess ber að geta að meðalverðið liggur í kringum 1.400 Bandaríkjadali. Aðeins 8.000 sett af 2010-útgáfunni ku vera seld og afgangurinn, 4.000 sett, bíður kaupenda. Ljóst er að liðin er gullöld Britannica-safnsins en sala þess náði hámarki árið 1990 þegar seldust 120.000 sett í Bandaríkjunum. Nú eru það gjarna sendiráð sem kaupa safnið, bókasöfn og rannsóknarstofn- anir og stöku efnaðir neytendur sem ekki eru reiðubúnir að sjá á bak fallega innbundnum ritsöfnum. Gagnrýni Britannica var fyrst gefin út í Edinborg í Skotlandi árið 1769 og var að hluta til hugsuð sem svar við Encyclopédie-al- fræðisafni Denis Diderot og Jeans le Rond d‘Alembert. Eins og við er að búast hefur Brit- annica fengið sinn skerf af gagnrýni, þar á meðal vegna kynþáttafordóma og kynjamismununar. Í 11. útgáfu safnsins, 1910–1911, var til dæmis fjallað um Ku Klux Klan- samtökin sem verndara hvíta kyn- þáttarins og sagt að samtökin væru að koma skikk á ástandið í Suðurríkjum Bandaríkjanna í kjölfar borgarstyrjald- arinnar sem geisaði á árunum 1861– 1865, einnig nefndrar Þrælastríðið. Var meðal annars ýjað að nauðsyn þess að „hafa stjórn á negrunum“ og talað um „tíða glæpi negra sem nauðguðu hvít- um konum“. Í sömu útgáfu er ekkert ágrip af ævi Marie Curie þrátt fyrir að hún hafi unnið til Nóbelsverðlaunanna í eðlisfræði árið 1903 og Nóbels- verðlaunanna í efnafræði árið 1911. Hennar er reyndar aðeins getið í ágripi um eiginmann hennar, Pierre Curie. Í yfirlýsingu frá 2006 sagði: „Við [Britannica] viljum í engu gefa í skyn að Britannica sé villulaus; við höfum aldrei haldið því fram.“ „Britannica verður minni. Við getum ekki elst við allar teikni- myndapersónur, getum ekki elst við ástamál allra frægðarmenna […] en það [Britannica] verður ávallt rétt hvað stað- reyndir áhrærir. n Prentað efni lætur í æ ríkari mæli undan síga fyrir rafrænu Britannica bara rafræn Kolbeinn Þorsteinsson blaðamaður skrifar kolbeinn@dv.is Britannica Nú um stundir eru það gjarna sendiráð og bókasöfn sem fjár- festa í Britannica. MynD SiGtryGGur Ari Gamlar, lúnar og virðulegar Alfræðisafn Britannica verður fært í rafrænt form og ekki prentað á ný. Hrekkur fór illa úrskeiðis Táningsstúlka frá Arkansas í Bandaríkjunum komst í hann krappan á dögunum. Stúlkan, sem er fimmtán ára, ákvað að fram- kvæma hrekk og senda smáskila- boð í símanúmer af handahófi. Notaði hún símaskrá heimabæjar síns til að velja númer. Í skilaboð- unum sem hún sendi stóð: „Ég faldi líkið, hvað nú?“ Hrekkurinn fór hins vegar úr böndunum því svo óheppilega vildi til að sá sem tók á móti skila- boðunum var lögregluþjónn. Lög- regla rakti símanúmer stúlkunn- ar og áður en stúlkan vissi af var fjöldi lögregluþjóna kominn heim til hennar. Stúlkan sagðist hafa fengið hugmyndina af vinsælli vefsíðu, pinterest.com. Hún slapp með viðvörun. Ákærðir eftir harmleik Saksóknaraembættið í Egypta- landi hefur ákært 75 manns sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í óeirðum eftir knattspyrnuleik í landinu þann 1. febrúar síðast- liðinn. Að minnsta kosti 74 létust þegar mikil átök brutust út á milli áhorfenda á leik erkifjendanna al-Masry og al-Ahly í egypsku deildinni. Þeir sem nú hafa verið ákærðir eru grunaður um mann- dráp og alvarlegar líkamsmeið- ingar. Meðal þeirra sem ákærðir hafa verið er yfirmaður öryggismála í borginni Port Said þar sem átökin brutust út. Félögin hafa lengi eldað grátt silfur en talið er að fjölmargir áhorfendur hafi mætt vopnaðir á leikinn. Ljótasti hundur heims er dauður Tíkin Yoda, sem var þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera talin ljótasti hundur heims, er dauð. Yoda, sem var Chinese Crested og Chihuahua-blendingur, var fimm- tán ára. Talsvert var fjallað um Yoda á síðasta ári þegar hún bar sigur úr býtum í keppni sem fram fór í Bandaríkjunum. Þar var keppt um titilinn ljótasti hundur heims. Terry Schumacher, eigandi Yoda, tók hana í umsjá sína þegar hún var hvolpur. Hún hafði fundið hana yfirgefna í húsasundi og ákvað að taka hana að sér þrátt fyrir heldur ófrýnilegt útlit. „Minn- ingin um hana mun lifa að eilífu,“ segir Terry.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.