Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 16.–18. mars 2012 Helgarblað
Stal frá húsfélagi
n Nýtti peningana í eigin þágu
H
éraðsdómur Reykjavíkur hef-
ur dæmt karlmann í þriggja
mánaða skilorðsbundið fang-
elsi fyrir fjárdrátt. Maðurinn,
sem er fæddur árið 1963, var ákærð-
ur fyrir að hafa á tímabilinu frá 23.
mars 2010 til 24. nóvember sama ár, í
starfi sem gjaldkeri húsfélags í Breið-
holti, dregið sér og nýtt í eigin þágu
rúmar ellefu hundruð þúsund krón-
ur. Tók maðurinn fjármunina út af
reikningi húsfélagsins í Arion banka.
Ákærði játaði brot sitt skýlaust
fyrir dómi en hann hefur ekki áður
sætt refsingu svo kunnugt sé. Að því
virtu og með hliðsjón af skýlausri
játningu mannsins þótti hæfileg
refsing fangelsi í þrjá mánuði, en
dómurinn er skilorðsbundinn til
tveggja ára. Maðurinn samþykkti
að greiða húsfélaginu 805 þúsund
krónur til baka.
A
ndri Árnason, hæstaréttar-
lögmaður og verjandi Geirs
Haarde, segir að skýringuna
fyrir því að hann fór þess á
leit við Sigurð Einarsson,
fyrrverandi stjórnarformann Kaup-
þings, að hann sværi eið að vitnis-
burði sínum sé að einhverju leyti að
finna í vitnisburði Tryggva Pálssonar,
framkvæmdastjóra Seðlabankans.
Sigurður Einarsson gaf skýrslu á
mánudag en Tryggvi á þriðjudaginn.
Kaupþingsmaðurinn var eina vitnið
sem látið var sverja eiðstaf að fram-
burði sínum fyrir landsdómi. Yfirleitt
er ástæða þess að farið er fram á slíkt
sú að vitnisburður manna er ekki tal-
inn trúverðugur. Mikið ósamræmi var
á milli vitnisburðar Sigurðar og þeirra
starfsmanna Seðlabanka Íslands sem
hafa tjáð sig um aðdraganda hrunsins
og ástæður þess fyrir landsdómi.
Sýn Kaupþingsmanna
Andri vill ekki tjá sig um það sérstak-
lega af hverju hann fór þess á leit við
Sigurð að hann sværi eið að vitnis-
burði sínum en lætur þó áðurnefnd
orð um vitnisburð Tryggva fylgja
með: „Ég vil ekki tjá mig sérstaklega
um vitnisburð einstakra vitna. Dóm-
ararnir bara vega og meta þýðingu
framburðar hvers vitnis fyrir sig […]
En ég held að það hafi að einhverju
leyti skýrst í skýrslugjöf Tryggva Páls-
sonar daginn eftir.“
Fyrir landsdómi sagði Sigurð-
ur meðal annars að fernt hefði fellt
Kaupþing, engin þessara ástæðna
snéri beint að Kaupþingi sjálfu og
rekstri stjórnenda hans á bankan-
um. Ástæðurnar sem hann nefndi
fyrir falli Kaupþings voru: alþjóð-
lega fjármálakreppan, hávaxta-
stefna Seðlabankans, neyðarlögin
og aðgerðir breska fjármálaeftirlits-
ins (FSA) gagnvart Singer og Friedl-
ander, dótturfélagi Kaupþings í
Bretlandi. Hreiðar Már Sigurðsson,
fyrrverandi bankastjóri Kaupþings,
nefndi einnig í sínum vitnisburði að
neyðarlögin hefðu fellt Kaupþing að
hans mati.
„Djúp afneitun“
Í máli Tryggva Pálssonar kom hins
vegar fram að þeir bankastjórar sem
litu svo á að fyrirtæki þeirra hefðu
getað lifað af eftir haustið 2008 væru
í afneitun. „Fyrrverandi bankastjór-
ar sem halda því fram að þeir hefðu
getað lifað þetta áfall af, jafnvel fjórum
árum síðar, eru í djúpri afneitun,“ sagði
Tryggvi í vitnisburði sínum.
Samstarfsmaður Tryggva í Seðla-
banka Íslands, Sigurður Sturla Páls-
son, sagði í vitnisburði sínum í síð-
ustu viku að Kaupþing hefði verið
rúið trausti á alþjóðamörkuðum strax
í febrúar 2008. Þá sagði hann jafnframt
að erlendir aðilar hefðu haft áhyggj-
ur af krosseignatengslum í íslenska
bankakerfinu. „Tvær fjármálastofnanir
sögðu að Kaupþing væri algerlega rúið
trausti en áhyggjurnar af hinum bönk-
unum væru líka miklar […] Erlendir
aðilar töldu að þó að það hefði verið
undið ofan af miklum eignatengslum
eftir krísuna 2006 þá væru krosseigna-
tengsl þannig að fall eins banka hlyti
að hafa mjög mikil áhrif á þann næsta.“
Vitnisburður seðlabankamanna
var því á þá leið að erfiðleikar íslensku
bankanna hefðu að hluta til verið inn-
anhússvandamál hjá þeim en ekki
ytri vandamál sem aðrir aðilar bæru
ábyrgð á. Kaupþingsmennirnir Sig-
urður og Hreiðar bentu hins vegar á
ytri ástæður fyrir falli Kaupþings.
Hagsmunir Geirs
Þeir lögfræðingar sem DV hefur rætt
við um málið segja nokkuð líklegt að
Andri hafi metið vitnisburð Sigurðar
sem svo að hann væri ekki trúverð-
ugur og hafi því viljað að sú sýn hans
kæmi fram með því að hann yrði lát-
inn sverja eið um sannleiksgildi hans.
Einn lögfræðingur bendir á að krafa
um slíkan eiðstaf sé eins konar hirt-
ing, eða umvöndun, þar sem lögmað-
ur vilji koma því áleiðis að vitnið hafi
ekki verið trúverðugt. Andri sjálfur vill
ekki ræða þessa kröfu sína efnislega
heldur vísar til orða Tryggva og segir:
„Þetta er það sem allir mega búast við
þegar þeir gefa framburð, að þurfa að
staðfesta hann.“
Í landsdómsmálinu gegn Geir Ha-
arde þjónar það hagsmunum hans
að grafa undan skýringum á banka-
hruninu þar sem opinberir aðilar eru
taldir bera mesta ábyrgð á því en ekki
stjórnendur bankanna sjálfra með
áhættusækni, blekkingum og vafa-
sömum rekstri til margra ára. Skýr-
ingar Sigurðar á hruni Kaupþings
voru að hluta til opinberar skýringar,
meðal annars neyðarlögin, sem sett
voru af ríkisstjórn Geirs, og aðgerð-
ir Seðlabankans. Hagsmunir Geirs
felast því meðal annars í því að fyr-
ir liggi að stjórnendur og hluthafar
bankanna beri mesta ábyrgð sjálfir
á falli þeirra en ekki hann, aðrir ráð-
herrar, Seðlabanki Íslands eða aðrir
opinberir aðilar.
Skýringuna að finna
í vitnisburði Tryggva
n Sigurður Einarsson sór eið n Seðlabankamaður talar um afneitun bankastjórnenda
„Fyrrverandi
bankastjórar sem
halda því fram að þeir
hefðu getað lifað þetta
áfall af, jafnvel fjórum
árum síðar, eru í djúpri af-
neitun.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Eina vitnið Andri Árnason fór fram á að Sigurður Einarsson myndi sverja eið að vitnisburði
sínum í landsdómi á mánudaginn. Andri sést hér með Geir í landsdómi.
Ólík sýn Þeir starfsmenn Seðlabankans sem borið hafa vitni eru með aðra sýn á íslenska
bankahrunið en stjórnendur íslensku bankanna, meðal annars Kaupþings. Lögmaður Geirs
Haarde segir skýringuna á eiðstaf Sigurðar Einarssonar vera að finna í skýrslugjöf Tryggva
Pálssonar.
Játaði brotið Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.