Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 46
Hefur góð áhrif á heilsu n Mörg leiðindaeinkenni hverfa E in af stærstu ástæðunum fyrir því af hverju farið var að skoða paleo-mataræðið er einmitt mat sérfræðinga hversu mikið vestrænir lífs- stílssjúkdómar hafa aukist með tilkomu nútímamataræðis. Rann- sóknir hafa sýnt skýrt að paleo- mataræði hefur jákvæð áhrif á blóðsykurstjórnun og þar af leið- andi sykursýki, hjarta- og æðasjúk- dóma og bólgusjúkdóma,“ segir Haraldur Magnússon sem starfar sem osteópati og er einn helsti talsmaður lágkolvetnafæðis á Ís- landi. Paleo-mataræði fellur ein- mitt undir lágkolvetnafæði. Hann segir það hafa góð áhrif á heilsu fólks. „Reyndar er alveg ótrúlegt hve mikill mælanlegur árangur hefur náðst með paleo- mataræði í rannsóknum. Í einni rannsókn var árangur svo mikill á nokkrum dögum í að snúa mæl- anlegum gildum fyrir blóðsykur, blóðfitu og bólgum að rannsak- endur sögðu að það hefði tekið að minnsta kosti hálft ár í lyfjameð- ferð að ná svipuðum árangri,“ segir Haraldur. Hann segist hafa séð mikinn mun á fólki sem byrjað hafi að borða á þennan hátt. „Fólk finnur fyrir aukinni orku og svona dags- dagleg óþægindi sem margir hverj- ir eru farnir að líta á sem venjuleg hverfa. Þessi óþægindi eru eins og meltingartruflanir, óreglulegar hægðir, höfuðverkir, óskýr og þokukennd hugsun, stíflaður önd- unarvegur og þess háttar.“ Hann segir það besta við paleo vera aukna vellíðan. „Síðan er þetta mataræði nokkuð einfalt, ef steinaldarmaður gat borðað það, þá mátt þú borða það. Aðalvanda- málið er hversu nútímasamfélag er gírað af drasl – og mikið unn- um mat, sem gerir það erfiðara að grípa í paleo-mat ef maður er ekki skipulagður. En það er vel þess virði að skipuleggja sig. Nánast allir lífsþættir standa og falla með heilbrigði einstaklingsins þannig að það er til mikils að vinna.“ viktoria@dv.is 46 Lífsstíll 16.–18. mars 2012 Helgarblað S tundum er líf mitt algjör sirkus. Aðallega vegna þess hve oft mér tekst að lenda í einstaklega furðulegum uppákomum. Ég kýs í flestum tilfellum að líta á þetta sem óheppni frekar en klaufaskap. Óheppni skrif- ast nefnilega á æðri máttarvöld á meðan klaufaskap er hægt að fyrir- byggja með athygli og varfærni. Ég lenti í einu sirkusat- riði í Bónus í Kringlunni í vik- unni þegar ég fékk synjun á kortið mitt. Verslunin var full af fólki og ég var með töluvert mikið af vörum. Þetta var væg- ast sagt vandræðalegt og allra augu beindust að mér þeg- ar afgreiðsludrengurinn hróp- aði fýlulega á bjagaðri íslensku: „EKKI HEIMILD!“ Ég reyndi að brosa en undir niðri svitnaði ég af vandræðalegheitum og í ör- væntingu minni bað ég hann vinsamlegast að reyna aftur. Það var sama sagan – ekki heimild. Í svitakófinu í fullri Bónusverslun af pirruðu fólki laust þeirri stað- reynd skyndilega niður í huga mér að ég hefði í raun gleymt að leggja pening inn á reikninginn. Vandræðalegt. V ar þetta bein afleiðing af nýhafinni persónulegri neyslustýringu minni. Felur hún í sér að ég legg reglulega ákveðna upphæð inn á reikninginn sem á að duga í ákveðinn tíma. Ekkert sérstak- lega heppilegt fyrirkomulag enda er ég hvort eð er alltaf að laumast til að leggja meira inn en þessa „ákveðnu upphæð“. (ég er ekkert sérstaklega staðföst sjáiði til). Svo gerast svona óheppileg slys, eins og í Bónus, þegar pen- ingurinn klárast. S irkusnum lauk þó ekki með synjuninni. Ég bað af- greiðsludrenginn að geyma fyrir mig vörurnar á meðan ég stykki og reddaði pening. „NEI, EKKI HÆGT,“ hrópaði hann jafn fýlulega. Ég brosti af- sakandi til fólksins í röðinni fyrir aftan mig en bölvaði inni í mér. Brosið var ekki endurgoldið. Ég skaust í verslun Símans þar sem ég komst í tölvu og gat lagt inn á kortið í gegnum heimabankann. Það gekk eins og í sögu. É g hafði fimm mínútur til stefnu áður en Bónus lok- aði og rétt náði aftur í röð- ina með vörurnar mínar. Afgreiðsludreng- urinn renndi þeim í gegn en þegar ég ætlaði að borga greip ég í tómt. Ég hafði skilið fjand- ans kortið eftir í verslun Símans. Við tók því annað vandræðalegt svitakóf og ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara þegar ég afsakaði mig brosandi, í annað sinn, og laumaðist út. Að sjálfsögðu var svo búið að loka verslun Símans þar sem kortið mitt var í gíslingu. Ég þurfti því að berja mig auma á glerið þangað til starfsmaður átt- aði sig á vandræðum mínum og afhenti mér kortið. Ég fæ reglulega að heyra að svona uppákomur í lífi mínu gefi lífi annarra lit. Lít ég því svo á að ég sé að fórna mér fyrir fjöldann. „EKKI HEIMILD!“ Líf mitt í hnotskurn Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Fleiri lífsstílssjúkdómar Haraldur segir vestræna lífsstílsjúkdóma hafa færst í aukana með nútímamataræði. É g uppgötvaði paleo-matar- æðið síðasta sumar og hef far- ið eftir því með nokkrum hlé- um síðan þá. Ég byrjaði vegna þess að Margrét vinkona mín vakti áhuga minn á því og ég mátti til með að prófa,“ segir Sirrý Svöludótt- ir sem heldur úti lífræna blogginu svoludottir.wordpress.com. Sirrý hefur lengi haft áhuga á heilsu og hollu mataræði og ákvað að prófa að borða samkvæmt paleo- mataræðinu. Í því er lögð áhersla á að borða það sem þeir sem voru uppi á steinöld hefðu borðað. Engan unninn mat, helst lífrænt ræktað og þá fæðu sem nýtist sem best ef mað- ur vill halda bæði uppi orku og heil- brigði að sögn Sirrýjar. Kjörþyngd er bónus Sirrý segir einfaldleika mataræð- isins hafa heillað hana. „Það tók á þeim þáttum sem ég vel að huga að hvað varðar mataræði. Þar er lögð áhersla á að fá daglega gott prótín, nóg af grænmeti og heilnæmar fitur og smá sterkju. Það besta við paleo er klárlega það að mataræðið stuðlar á heilbrigðan hátt að því að borða rétt til að ná árangri, hvort sem þú ert að leita að meiri orku eða árangri í lík- amsræktinni eða almennri vellíðan. Svo nærðu jafnvel kjörþyngd í bón- us.“ Hellingur sem má borða Í paleo-mataræðinu er ekki allur matur leyfilegur. „Ekkert kornmeti, belgjurtir, baunir eða sykur. Þannig að það er heill hellingur eftir sem má borða nóg af: kjöt, fiskur, grænmeti, ávextir, hnetur, fræ, hreinar mjólkur- vörur og margt fleira. Það má nota til dæmis kókoshveiti og möndlumjólk til þess að útbúa pönnukökur og pa- leo-brauð, sem er alveg dásamlegt á bragðið. Svo nota ég lífræna stevíu stundum til að fá sætuna og/eða líf- rænt hágæðahunang,“ segir Sirrý. Hún segir það ekki hafa reynst sér erfitt að sleppa vissum fæðutegund- um. „Það fer eftir því hversu háður þú ert brauði, kornmeti, linsum og baunum og sykri í mataræðinu. Fyrir mig var þetta ekki erfitt. Flestir reyna að forðast brauðmeti og þvíumlíkt og að sleppa einnig belgjurtum, baun- um og korni er ekkert svo mikið mál.“ Orkan jafnari Sirrý segist hafa fundið mikla breyt- ingu á sér eftir að hún byrjaði að borða samkvæmt paleo. „Ég finn mun á húðinni og ég verð ekki upp- þembd eftir neina einustu máltíð. Svo er orkan jafnari og mér líður bet- ur. Svo er himnasending að vera ekki háð sykri.“ Ein helsta gagnrýni á mataræðið hefur snúið að því að öllu kornmeti sé sleppt. Er kornmetið slæmt að mati Sirrýjar? „Alls ekki, en kannski borðum við bara of mikið af því. Ef þú horfir á hefðbundinn fæðu- píramída þá sérðu að það er meira en helmingur af honum brauð og slíkt. Það er að sjálfsögðu hollt og gott að borða kornmeti ef það er heilkorn í einhverju magni á hverjum degi og ef við látum það ekki vera aðal- fæðugjafann okkar. Ég tel mikilvægt að setja fæðuna rétt saman, prótín, kolvetni og fitu. Við erum flest háð brauði og paleo-mataræðið hjálpar manni að minnsta kosti að minnka þá neyslu og koma öðru hollu að í staðinn.“ n viktoria@dv.is Himnasending að vera ekki háð sykri n Sirrý Svöludóttir hefur verið á paleo-mataræði síðan síðasta sumar Paleo-dagur hjá Sirrý „Ég borða morgunmatinn minn í hádeginu og það besta sem ég veit er að fara í Lifandi markað og fá mér kjúkling eða fisk með miklu salati og strá möndlum og fræjum yfir salatið. Svo um kaffileytið geri ég mér hristing í blandaranum með lífrænni möndlumjólk, grænkáli, berjum, eplum og „dass“ af lífrænu hágæðapróteindufti og dass af kókosolíu. Kvöldmaturinn er svo yfirleitt svipaður og hádegismaturinn. Með því að borða svona þá þarf ég ekki að snarla milli mála, en ef til þess kemur eru hnetur, möndlur og fræ aldrei langt frá eða eitthvert grænmeti eða jafnvel ávöxtur. Svo er mikilvægt að sjálfsögðu að drekka nóg af vatni og ég fæ mér lífrænan rauðrófusafa oft í viku, til dæmis á morgnana eða fyrir hádegismat. Þetta er frekar einfaldur matseðill sem hentar mér ágætlega þar sem ég hef ekki mikla ástríðu fyrir kokkahlutverkinu eins og er.“ Sirrý á alltaf til: Brúnegg, chia-fræ, kókosafurðir (t.d. lífræna kóksolíu), kókoshveiti og kókosflögur, lífrænt kjöt ef það fæst, fisk, grænmeti (helst lífrænt), lífrænt skyr og gríska jógúrt frá Biobú, möndlumjólk frá Isola og lífrænt möndlumjöl frá Horizon, hnetusmjör frá Rapun- zel og sætar kartöflur og annað rótargrænmeti sem ég geri stundum „paleo-franskar“ úr og svo á ég alltaf lífræn frosin ber í frystinum til að bragðbæta heilsuhristinginn minn eða setja út á salat.“ Paleo-mataræðið Borðað að steinaldarsið Paleo-mataræðið snýst um að borða þá fæðu sem steinaldarmennirnir sem voru uppi fyrir um 2,5 milljónum ára borðuðu. Í paleo er því haldið fram að lifnaðarhættir og mataræði þessa skeiðs hafi hentað mann- skepnunni best. Steinaldarmaðurinn borðaði það sem landið og náttúran höfðu upp á að bjóða: villibráð, kjöt, fisk, skelfisk, egg, ávexti, grænmeti, ber, hnetur og fræ. Þetta var allt lífrænt. Paleo snýst því í raun um að sneiða hjá allri unninni matvöru og velja þess í stað lífrænan mat. Ýmsar rann- sóknir hafa sýnt fram á að paleo-mataræði komi í veg fyrir ýmis heilsufarsvandamál, stuðli að eðlilegri starfsemi meltingarfæranna, auki orkuna, auk þess sem kvillar eins og mígreni, aukakíló, svefntruflanir og kvíðaköst minnka. Þumalputtaregla paleo er: það sem stein- aldarmaðurinn borðaði mátt þú borða (með nokkrum undantekningum þar sem við lifum ekki á steinöld). En það er algjörlega sneitt hjá sykri, einföldum kolvetnum, kornvörum, mjólkurvörum, unnum kjötvörum og mörgum jurtaolíum. Jafnari orka Sirrý segist hafa jafnari orku og svo sé það himnasending að vera ekki lengur háð sykri. Mynd Sigtryggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.