Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 50
50 Lífsstíll 16.–18. mars 2012 Helgarblað Virkilega flott róðrarvél Róður er ein besta líkamsrækt sem völ er á. Róðrarvélar hafa löngum verið vinsæl æfingartæki en núna er loksins komið slíkt æfingatæki sem ekki þarf að fela á heimilinu – því það er einfaldlega virkilega flott. WaterRower Row- ing Machine er smíðað úr viði og er búið sérstaklega hönnuðu Wa- terFlywheel-hjóli sem nær að líkja nokkuð nákvæmlega eftir vatni. Tækið þykir sérstaklega vel útbúið og að það skapi rétta taktinn og hreyfingarnar á móti æfingunum sem maður gerir á vélinni þannig að æfingin er sú sama og ef maður væri á raunverulegum báti að róa. Mottuleir Það eru ótalmargir karlmenn sem taka upp á því að safna yfirvara- skeggi, eða mottu, í marsmán- uði í tilefni átaksins Mottumars. Með Moustache Pomade geturðu mótað skeggið og gert það enn flottara. Leirinn er unninn úr líf- rænum efnum og er með örlítið af ilmolíu sem lætur skeggið ilma. Leirinn fer líka vel með húðina og skeggið og er því í raun ekki vitlaust að nota leirinn. Hægt er að kaupa Moustache Pomade á netinu fyrir tíu dali, jafnvirði 1.300 íslenskra króna. Ketilbjöllur djöfulsins Það má með sanni segja að ketil- bjölluæði hafi gripið um sig á Ís- landi og víðar. Bjöllurnar sem not- aðar hafa verið hingað til eru þó allar frekar látlausar og ekki hægt að segja að mikið sé hugsað um útlit þeirra. Það þarf þó ekki að vera þannig. Fyrir áhugasama er í boði að kaupa Demonbells, eða djöflabjöllur, sem eru hannaðar eins og andlit á hinum ýmsu ver- um. Ketilbjöllurnar eru því orðnar hálfgerð listaverk og þætti mörg- um ekki leiðinlegt að hafa þessar bjöllur heimavið þar sem fólk gæti séð. Bjöllurnar er hægt að kaupa á netinu fyrir 80 til 200 dali, jafnvirði 10.000 til 25.000 króna. n Skortur getur valdið ýmsum einkennum Drekktu átta glös af vatni á dag n Árið 1945 sendi lýðheilsustöð Banda- ríkjanna frá sér leiðbeiningar sem kváðu á um að fólk ætti að drekka minnst átta glös af vökva á dag. Áður en langt um leið voru margir farnir að tala um að nauðsynlegt væri að drekka átta glös af vatni fyrir utan það sem við borðum og drekkum alla jafnan. Sannleikurinn er hins vegar sá að þó að vatn sé frábært er inni í þessum átta glösum af vökva allur annar vökvi sem þú kannt að drekka yfir daginn, þar með talinn djús, mjólk og jafnvel kaffi. Borðaðu við kvefi, sveltu þig við hita n Kvef og hiti á sér yfirleitt orsakir í víruss- miti sem varir í sjö til tíu daga, sama hvað þú gerir. Það hafa engin tengsl fundist á milli mataræðis eða matarvenja að öðru leyti en því að mikilvægt er fyrir alla, sama hversu veikir þeir eru, að fá vökva. Það er því í raun þveröfugt miðað við full- yrðinguna um að fólk eigi að svelta sig við hita að það má í raun alls ekki gera, þar sem líkaminn þarf alltaf á næringu og vökva að halda. Stress gerir hárið á þér grátt n Það er ekki óalgengt að fólk segi að það sé að verða gráhært af stressi. Sann- leikurinn er hins vegar sá að það eru engar líkur á því að það sé satt. Of mikið stress og álag hefur líkamleg áhrif og getur haft mikil áhrif á andlega líðan okkar. Það hefur hins vegar aldrei verið sýnt fram á tengsl á milli stress og grárra hára á höfði okkar. Ferskt er alltaf betra en frosið n Lengi hefur verið talað um mikilvægi þess að borða ferskt grænmeti og ávexti en sú fullyrðing gefur til kynna að frosið grænmeti og ávextir séu ekki jafn góðir. Það er hins- vegar ekkert sem bendir til þess að frosið grænmeti eða ávextir séu verri en þeir fersku. Það er þó að sjálfsögðu mikilvægt hvenær frystingin átti sér stað og má færa rök fyrir því að sé grænmeti og ávextir frosnir við tínslu séu þeir í raun ferskari en þeir sem fara ófrosnir í flutninga á milli landa. Að lesa í lélegri birtu er slæmt n Þú hefur líklega heyrt um þetta hjá mömmu þinni að það fari illa með augun að lesa í lélegri birtu. Sannleikurinn er hins vegar sá að lestur í lélegri birtu getur reynt mikið á augun og þreytt þig en það hefur engin varanleg áhrif á augun í þér. Þreytt augu geta verið þurr og þig gæti verkjað í þau en það er ekkert sem nokkurra klukku- stunda svefn getur ekki lagað. Kuldi veldur kvefi n Þetta hafa líklega allir heyrt en það gerir það ekki satt. Sannleikurinn er sá að undir flestum kringumstæðum hefur kuldi engin áhrif á ónæmiskerfi líkamans og varnir hans til að takast á við vírussmit. Líkaminn þarf að ofkælast til að það geti haft áhrif á ónæmiskerfið og þá er margt annað en kvef sem þú þarft að hafa áhyggjur af. Það er hins vegar alveg satt að fólk fái frekar kvef á veturna en sumrin en það er vegna þess að á veturna er fólk frekar inni á meðal fólks en úti við og því auðveldara fyrir vírussmit að berast á milli manna. Kaffi er virkilega slæmt fyrir þig n Þó að of mikið kaffi geti haft áhrif á þig og fengið þig jafnvel til að halda að kaffi- neysla sé slæm fyrir þig. Það er þó ekki rétt. Kaffineysla hefur ýmis áhrif á líkamann og gefur sumum hverjum það auka orkuskot sem þarf til að byrja daginn. Það hafa þó aldrei fundist bein tengsl á milli sjúkdóma og kaffineyslu. Varaliturinn getur gert þig veika n Árið 2007 sögðu forsvarsmenn Campaign for Safe Cosmetics að varalitir gætu valdið skaða vegna blýsmits. Sögðu samtökin að smit úr hylkjunum utan um varalitinn sjálfan orsökuðu þetta en það er staðreynd að blý getur haft slæm áhrif á heilsuna. Sannleikur- inn er hins vegar sá að blýmagnið sem smitast í varalit er í það litlu magni að ekki þykir líklegt að það hafi áhrif á heilsu þína. Í raun eru talsvert meiri líkur á að fólk fái blýeitrun af gömlum rörum og málningu á heimilum. 1 5 2 6 3 7 4 8 8 hlutir sem ekki þarf að óttast n Heilsutengdar áhyggjur oftar en ekki byggðar á misskilningi Þ að er margt sem nútímafólk hefur áhyggjur af varðandi heilsu. Með tilkomu inter- netsins hefur fólk aukinn að- gang að upplýsingum um hvað gæti haft áhrif á heilsuna og hvað það á að gera til að bæta heilsu sína og hvernig á að lækna hina ýmsu sjúk- dóma. Það er þó oftar en ekki algjör vitleysa sem kemur fram á netinu og getur verið varasamt að taka upp- lýsingum af spjallborðum og blogg- síðum sem öruggum staðreyndum. Rich Buhler, stofnandi vefsíðunnar truthorfiction.com, þar sem sann- leiksgildi sögusagna á netinu er kannað, tók saman lista yfir nokkur áhyggjuefni fólks sem ekki eiga við rök að styðjast. Skortir þig magnesíum? Þ að er ýmislegt sem skort- ur á steinefninu magnesí- um getur valdið. Magn- esíum er lífsnauðsynlegur efnahvati í virkni ensíma sem hjálpar til við upptöku kalks og kalsíums. Magnesíumskortur getur haft áhrif á flutning tauga- og vöðvaboð og valdið depurð og taugaveiklun. Með því að taka inn magn- esíum er hægt að vinna gegn þunglyndi, svima, slappleika í vöðvum, vöðvakippum og fyrir- tíðaspennu. Það hjálpar einnig við að viðhalda eðlilegu sýrustigi í líkamanum og líkamshita. Magnesíum verndar veggi slagæða gegn álagi þegar skyndilegar breytingar á blóð- þrýstingi verða. Það skipar einnig stórt hlutverk í myndun beina og í efnaskiptum kolvetna og vítamína/steinefna. Magn- esíum ásamt B6-vítamíni get- ur hjálpað við að draga úr og leysa upp nýrnasteina og fyrir- byggir myndun þeirra. Rann- sóknir sýna að magnesíum get- ur einnig fyrirbyggt hjarta- og æðasjúkdóma, beinþynningu og ákveðnar tegundir krabba- meins. En það er ekki það eina; inntaka magnesíums á með- göngu getur dregið verulega úr fósturskaða við fæðingu, unn- ið gegn fyrirburafæðingum og samdráttarkrömpum hjá þung- uðum konum. Mögulegar birt- ingarmyndir magnesíumskorts eru ruglingur, svefnleysi, slök melting, hraður hjartsláttur, flog og æðisköst. Magnesíumskortur getur líka valdið svipuðum ein- kennum og sykursýki. Magnesíumskortur kemur gjarnan í ljós við upphaf margra hjarta- og æðavandamála. Hann getur verið meginorsök ban- væns hjartakasts, mikillar tauga- spennu og skyndilegs hjarta- stopps, auk astma, síþreytu, krónísks sársauka, þunglyndis, svefnleysis, ristiltruflana og lungnasjúkdóma. Rannsóknir hafa einnig sýnt að magnesíum- skortur getur ýtt undir myndun nýrnasteina. viktoria@dv.is Magnesíum finnst í flestum matvælum Kasjúhnetur, tómatar, spergilkál og þistilhjörtu innihalda einna mest magnesíum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.