Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 36
36 Viðtal 16.–18. mars 2012 Helgarblað kunni norsku og þess vegna var allt- af náð í mig til að hlusta á talstöð- ina. Ég þýddi og þá komumst við kannski að því að þeir væru að koma og gátum brugðist við því og komist undan eins og við hefðum ekkert verið í Smugunni.“ Þrátt fyrir þessa heldur slælegu og furðulegu byrjun á sjómennsku- ferlinum hélt hann áfram á sjón- um. „Þegar ég er á sjónum er ég í tengslum við náttúruöflin. Ég finn þar fyrir innri ró og ég sæki í þá til- finningu. Ég fer enn á sjóinn, fer í da- gróðrartúra í félagi við annan. Það er vel upp úr því að hafa þegar veður leyfir,“ segir hann og lítur á klukkuna. Þeir ætla nefnilega að vita hvort það sé á það hættandi að fara út á mið- nætti. Það voru skipverjar á bátnum Hrafni föðurlausa sem skráðu hann til leiks í Idol-stjörnuleit og Kalli sló til. „Ég hugsaði með mér að sjó- mannssið: Þeir einir fiska sem róa – og ákvað að taka þátt og gefa allt í þetta. Ég skráði mig upp á von og óvon. Það var árið 2003 og mér finnst óravegur síðan, heil níu ár eru liðin,“ segir hann íhugull. Í öðrum veruleika Veruleiki Kalla Bjarna breyttist á ógn- arhraða. Hann líkir breytingunni við fæðingu Jesú Krists. „Lífið eftir Idol- ið er svona eins og fyrir Krist og eftir Krist. Það var algjört æði fyrir þess- ari keppni á Íslandi og það gat eng- inn gert sér í hugarlund áður. Hvorki ég né aðrir er stóðu að keppninni. Ég áttaði mig aldrei á því að eftir þetta yrði ekkert eins og gerði mér enga grein fyrir því hversu víðtæk áhrif velgengnin myndi hafa. Ég gat ekki lengur verið Jón Jóns- son og gert það sem ég vildi. Mað- ur hefði spurt sig áður hvort maður hefði viljað þetta. Á Íslandi þarftu að vera í ákveðnum ramma. Fólk veit hver þú ert og maður þarf að haga sér á ákveðinn máta. Maður er alltaf í ákveðnu hlutverki.“ Hann áttaði sig á því að hann var orðinn frægur í Kringlunni. „Í fyrsta skipti sem ég fattaði að ég var frægur var ég í rúllustiganum í Kringlunni og var að fara upp. Ég leit á rúllustig- ann til hliðar þar sem fólk var á leið niður og sá að allir í stiganum störðu á mig. Það var bara allur rúllustig- inn að horfa. Ég fór að þreifa svona varfærnislega á mér, hvort ég hefði sullað á mig remúlaði eða einhverju öðru. Þetta var svolítið skrýtið og ég verð að viðurkenna að mér fannst til- finningin að hluta til óhugnanleg.“ Notaði dóp til að keyra sig áfram Við tók álagstími í lífi Kalla Bjarna. Hann spilaði á fjölda tónleika á skömmum tíma og var keyrður áfram. Hann fór að missa tökin á til- verunni. „Því miður fór ég að nota dóp til þess að koma mér í gegnum allt prógrammið fram undan. Það voru kannski átta gigg á einni helgi og ég hefði aldrei átt að bóka mig svona stíft. Ég var bæði bókaður stíft og dýrt. Þetta var bara mjólkun í fjóra mánuði og svo var þetta bara búið. Reyndar ekki alveg, en miðað við hvað það var. En ég var aldrei þessi maður. Ég vildi ekki þessa keyrslu og vildi ekki selja mig svona dýrt. Ég vildi bara spila fyrir fólk.“ Skorti reynslu Kalli Bjarni segir sig hafa skort reynslu og að hann hafi þess vegna aldrei átt möguleika á því að lifa af í bransanum. Hann bregður upp myndlíkingu. „Tökum Formúluna sem dæmi. Ef það væri haldin keppni í formúluakstri fyrir óvana ökumenn. Sigurvegarinn væri svo settur beint úr þeirri keppni inn í hringinn með atvinnumönnunum. Það sjá allir hvernig færi. Hraðinn er of mikill. Mig skorti reynsluna sem fólk nær sér í með því að vera búið að prófa harkið og taka ömurleg gigg og góð gigg. Ég vissi nákvæmlega ekkert um bransann og átti aldrei möguleika á að lifa af. Það er fyrst núna sem ég á möguleika af því ég er reynslunni ríkari. Sem betur fer hélt ég áfram í músíkinni og nú finnst mér ég geta samið lög í fullri einlægni.“ Smyglið og svikin Kalli Bjarni vill lítið ræða um það hvernig það kom til að hann fór úr því að vera í neyslu til þess að smygla tveimur kílóum af kókaíni til lands- ins. Hann sætti sig við dóminn en segist hafa verið svikinn en tekið þá ákvörðun að taka á sig alla sök og standa fast í báða fætur. „Ég varð að sætta mig við það sem ég hafði gert og reyna að gera það besta úr því. Ég passaði mig á því að halda öllum öðrum en sjálfum mér utan við málið. Það var mikill styrkur í því. Það er heldur ekki minn karakt- er að benda á einn né neinn. Í sam- bandi við þetta mál var ég svikinn illa en ég tók alla sökina á mig. Von- andi launast það síðar. Ég náði að nýta mér fangelsisvistina vel. Ég var fljótlega kominn á Kvíabryggju og allt í einu var ég kominn með fjalla- sýnina sem ég ólst upp við hjá ömmu Elnu. Þetta er náttúrulega bara fyrir aftan Kirkjufellið. Þessi fjallasýn og nálægðin við ömmu, skömmin og auðmýktin gerðu það að verkum að ég náði að jarðtengja mig. Ég tengdi við hlýjuna úr æsku og allt það góða sem ég einu sinni lærði. Ég fékk stundum að fara með starfsfólkinu þegar það var að fara út í búð og það skildi mig eftir hjá ömmu í skamman tíma. Þetta var gott fyrir mig. Ég vildi frekar nýta mér þau úrræði sem voru í boði. Ég fékk aðstöðu til að semja og útsetja tón- list, sem ég gerði. Horfði til fjalla og spilaði á hljómborðið. Mörg þeirra laga sem ég samdi í fangelsinu verða á næstu plötu.“ Óþekku strákarnir úr Breiðholtinu í fréttum Það er stundum sagt að sumir for- herðist við það að fara í fangelsi. Kalli Bjarni segist hafa valið auðmýkt. Hann segist þó þekkja vel til þeirra manna sem eru hvað helst nafn- togaðir í undirheimum Reykjavíkur. Fólk verði að vara sig á því að fella dóma. „Ég er ekki að reyna að fegra eitt eða neitt, sumir af þeim eru í vafa- sömum félagsskap en ég þekki þetta lið. Þetta eru bara óþekkir strákar og sumir auðvitað úr Breiðholtinu,“ seg- ir hann og brosir. „Það er verið að búa til æsifréttir úr engu. Það eru mistök hjá lögreglu að vígbúast og efna til stríðs. Því að gengin tvíeflast. Auðvitað á lögreglan að skipta sér af því sem er brotlegt en ég er ekki viss um að allur þessi æs- ingur skili nokkru. Og hinn almenni borgari þarf ekki að hafa áhyggjur. Það eru þeir sem eru í neyslu og skulda pening sem eru í hættu. En þeir sem keyra Löduna sína bara niðri í bæ þurfa ekki að hugsa um þetta. Í Golfklúbbi Reykjavíkur eru örugglega menn sem eru á sama stað í lífinu og þeir nafntoguðu í undir- heimum Reykjavíkur,“ bætir hann við og glottir út í annað. „Þeir ættu kannski að fara að athuga það.“ Á dánarbeði föður síns Það voru erfiðir tímar hjá Kalla Bjarna stuttu áður en hann afplánaði dóm sinn. Konan hans þáverandi fór frá honum, samskipti hans við börn- in voru skert og hann missti föður sinn. „Þetta kom allt á sama tíma. Ég og fyrrverandi konan mín hættum sam- an og pabbi dó. Það var ofboðslega erfitt. Ég hélt í höndina á honum þeg- ar hann tók síðasta andardráttinn. Ég hefði samt aldrei viljað sleppa því að vera hjá honum og halda í höndina á honum þegar hann fór.“ Pabbi Kalla Bjarna var Guðmund- ur Aðalsteinn Sveinsson, góðvinur Bubba Morthens. „Þegar ég var að keppa í Idol mátti Bubbi ekki frétta af því að hann væri faðir minn. Pabbi var að flytja út Ut- angarðsmenn og Egó og Bubbi vissi þetta ekki fyrr en á úrslitakvöldinu þegar hann sá karlinn koma til að fagna sigri mínum.“ Missti fótanna eftir fangelsisvist Eftir fangelsisvistina rasaði Kalli Bjarni örlítið út en hann dvelur ekki við þau mistök. „Ég tók smá flipp sem endaði á því að ég var tekinn með tvö grömm af grasi og það komst í fréttir. Þá féllust mér svolítið hendur því nóg var skömmin fyrir. Allir fóru að tala um að ég væri á kafi í neyslu. Það var ekki rétt. Næstu mánuðir eftir þessa opinberu niðurlægingu voru ónýtir hjá mér en sem betur fer náðum við að hlífa fjölskyldunni fyrir þessu. Börnin mín lesa fréttir af mér og það er svo mikið af vondu fólki til sem hlakkar í þegar öðru fólki geng- ur illa. En það fær ekkert til að tala um í dag. Það eina sem vont fólk fær að tala um í dag er hversu vel mér líður. Ég er ástfanginn og horfi bjart- sýnn til framtíðar.“ Hann segist eiga bágt með að skilja dómhörkuna. Allir Íslendingar þekki áfengissýki og fíkn. „Ég skil ekki þessa grimmd. All- ar fjölskyldur þekkja fíknivandann af eigin raun. Ég veit reyndar að ég er enn í afneitun með fortíðina. Ég stóð til dæmis á AA-fundi um daginn og sagði: Ég heiti Kalli Bjarni og er í afneitun. Mér líður ekki vel í þessu kerfi. Á einum kafla lífs míns hall- aði bratt undan fæti, ég viðurkenni að hafa verið í rosalegri neyslu. En ég held ég hafi samt ekki enn áttað mig á því í hversu slæmu ástandi ég var. Ég var líka í blússandi vörn og að berjast fyrir einhverja gaura. Í dag berst ég bara fyrir góðu lífi mínu og barna minna og ég er yfirmáta ást- fanginn. Unnusta mín styður við mig og er mikill styrkur í lífi mínu í dag.“ Missti sambandið við dóttur sína Unnusta hans Kalla Bjarna er kom- in sex mánuði á leið. Þetta er fjórða barnið sem er á leiðinni. „Maður skýtur engum púðurskotum,“ segir Kalli Bjarni. „Elsta stelpan mín fermdist í fyrra og ég hlakka til þess að byggja upp okkar samband. Ég missti sambandið við dóttur mína vegna neyslu minnar og fangelsis- dómsins. Án þess að ég vildi það. Hún varð fyrir áreiti í skóla fyrir það eitt að vera dóttir mín. Ég veit ekki hversu gott það er að ræða þetta hennar vegna, en ég held að það sé betra að vera einlægur en ekki. Við erum nýbyrjuð að kynnast aftur. Hún sendi mér styrkjandi skilaboð um daginn og sagði við mig: Maður getur allt saman sem maður vill. Þig verður bara að langa það nógu mik- ið. Þetta voru hjartastyrkjandi skila- boð frá henni sem hreyfðu við mér. Þessi stelpa er með allt sitt á hreinu. Ég samdi til hennar ofboðslega fal- legt lag sem verður á næstu plötu minni sem heitir My Own Blood. Ég set það fljótlega í spilun og er að tala til hennar í því.“ Hann og unnusta hans búa í Grindavík til þess að vera nærri son- um Kalla Bjarna úr fyrra sambandi. „Börnin pluma sig vel í Grindavík og þetta er góður staður að búa á. Þetta er ekki eins og í Breiðholtinu í gamla daga. Strákarnir leika sér í mesta áhyggjuleysi og ég gæti vel hugsað mér að búa hér áfram þótt ég fari til náms í Reykjavík. Það er engin fyrir- staða í því.“ Með BA-próf í skóla lífsins Nýr kafli er við það að hefjast í lífi Kalla Bjarna. Hann hefur fengið inn- göngu í leiklistardeild Kvikmynda- skóla Íslands og byrjar í námi næsta haust. „Ég söng lag eftir sjálfan mig og svo lék ég lítinn leikþátt og ég virtist hafa það sem til þarf. Það var ótrúlegt að ég skyldi fá að fara í inntökupróf því forkröfur voru stúdentspróf eða háskólapróf. En ég ákvað samt að fylla út umsókn eftir hvatningarorð frá unnustunni og móðir mín lét mig ekki í friði með þetta. Ég skrifaði á umsóknina að ég væri með BA-próf í skóla lífsins og að ef þeir vildu vita eitthvað meira þá skyldu þeir bara gúggla mig á net- inu. Þetta kom mér í áheyrnarpruf- ur og það kom mér innilega á óvart.“ Einlægari og auðmjúkari Kalli Bjarni segist hafa breyst mik- ið síðustu ár. Fram undan er undir- búningur geisladisks sem ætlunin er að gefa út í haust. Á honum verða frumsamin lög eftir hann þar sem hann sýnir óhræddur tilfinningar sínar. „Ég er einlægari og auðmjúkari en áður og mörgum finnst ég full einlægur. Ég vil bara frekar láta allt vaða. Það er ákveðin tenging sem ég er komin með í tónlistinni núna. Ég er hættur að semja lög sem ég held að einhverjum eigi eftir að líka við. Tónlistin kemur til mín af fullum krafti í dag því allt það sem ég hef gengið í gegnum hefur á einhvern máta opnað mig.“ n „ Í sambandi við þetta mál var ég svikinn illa en ég tók alla sökina á mig. „Ég missti sam- bandið við dótt- ur mina vegna neyslu minnar Yfirmáta ástfanginn Kalli Bjarni á von á barni með unnustu sinni, hefur nám í Kvikmyndaskólanum næsta haust og líður vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.