Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 16.–18. mars 2012 Helgarblað Ákærður fyrir hnefahögg n Skúli Steinn Vilbergsson fyrir dóm vegna meintra brota S kúli Steinn Vilbergsson, einn- ig þekktur sem Skúli „Tyson“ vegna frækilegrar framgöngu sinnar í hnefaleikum á árum áður, hefur verið ákærður fyrir líkams- árás, umferðar- og hegningarlagabrot. Samkvæmt ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er Skúla gefið að sök að hafa aðfaranótt laugardags- ins 28. maí í fyrra kýlt mann fyrir utan skemmtistaðinn Óliver á Laugavegi. Fórnarlambið féll við höggið aftur fyrir sig í jörðina með þeim afleiðingum að það hlaut sprungna vör, mar á höku og tannliðhlaup, en miðframtönn hægra megin færðist úr stað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skúli Steinn er ákærður fyrir líkams- árás og er þess skemmst að minn- ast að hann var dæmdur í héraðs- dómi árið 2010 fyrir að kasta glasi í andlit fyrrverandi kærustu sinnar, Hildar Lífar Hreinsdóttur, árið 2009 með þeim afleiðingum að hún nef- brotnaði. Skúli fékk 5 mánaða skil- orðsbundinn dóm en var síðar sýknaður í sama máli í Hæstarétti. Í málinu, sem þingfest var í Héraðs- dómi Reykjavíkur, á fimmtudag er Skúli einnig ákærður fyrir umferðar- og hegningarlagabrot. Þar er honum gefið að sök að hafa þann 24. júní í fyrra stolið skráningarnúmeri af bif- reið á verkstæði og í heimildarleysi og í blekkingarskyni sett það á bif- reið af gerðinni Dodge Neon og ekið henni þannig á röngum skráningar- merkjum suður Hafnarfjarðarveg þangað til lögreglan stöðvaði hann. Fórnarlambið í líkamsárásarákæ- ruliðnum krefst 500 þúsund króna í miskabætur auk einnar milljónar króna í skaðabætur vegna fjártjóns. Fyrir dóm Skúli Steinn var einn efnilegasti hnefaleikakappi Íslands fyrir nokkrum árum. Hér má sjá gamla mynd af honum eftir bardaga. Húsbrot og líkamsárás Lögreglan handtók einstakling í annarlegu ástandi í Hátúni á miðvikudag en hann var grun- aður um húsbrot og líkamsárás. Einstaklingurinn var vistaður í fangageymslu. Um svipað leyti á miðviku- dag varð umferðarslys á Kárs- nesbraut við Hábraut. Öku- menn bifreiðanna voru fluttir í sjúkrabifreið á slysadeild Land- spítalans. Bíll valt á bílastæði við Gróttu á miðvikudagskvöld að sögn lögreglu en ekki fengust upplýsingar um hvort ökumað- urinn hefði meiðst. Þá stöðvaði lögreglan tvo ökumenn á Selja- og Breið- holtsbraut á miðvikudag. Þeir voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Ökumaður- inn sem var stöðvaður á Selja- braut var án ökuréttinda og fundust fíkniefni í bílnum. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? VERÐI LJÓS Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum SHA-V5228 IP65 T5 Flúor lampi 2x28w 120cm 5.390 SHA-3902A T8 Loftljós flúor rakaþ. 2x36w 128x16,6cm 5.595 SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár 5.995 Rakaþolið Veggljós, svart ál 26W 3.990 SHA-3901 T8 Loftljós flúor rakaþ. 1x18w 67,5x11,2cm 2.865 SHA-3901A T8 Loftljós flúor rakaþ. 2x18w 67,5x16,6cm 3.595 Flóttamaður vildi flýja land Flóttamaður sem hefur dvalið hér á landi gerði tilraun til þess að flýja land og gerast laumufarþegi í súrálsskipi við Grundartanga- höfn á miðvikudagskvöld. Maður- inn hefur áður gert tilraunir til að komast um borð í skip, samkvæmt heimildum DV. Öryggisverðir urðu mannsins varir þar sem hann var sniglað- ist fyrir utan hafnarsvæðið og sáu þeir hann á eftirlitsmyndakerfi, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Borgarnesi. Þá upphófst leit að manninum á hafnarsvæð- inu en hann fannst þó ekki fyrr en á fimmtudagsmorgun. Um nótt- ina fannst matur og búnaður sem er talinn tilheyra manninum. Við frekari leit snemma á fimmtu- dagsmorgun fannst maðurinn um borð í súrálsskipinu, en hann hafði náð að komast inn á hafnar- svæðið og komast um borð í skip- ið og er samkvæmt heimildum DV líklegt að maðurinn hafi falið sig um borð í björgunarbát. Maður- inn var handtekinn og yfirheyrður og svo færður á gistiheimilið Fit í Reykjanesbæ. E ignarhaldsfélag skoska fjár- festisins Toms Hunter á Ís- landi, WCC (Iceland) ehf., hefur verið tekið til gjald- þrotaskipta og er skiptum á félaginu lokið. Félagið skuldaði nærri 1.800 milljónir króna í lok árs 2007. Skuldirnar voru við móður- félag WCC ehf., West Coast Capi- tal, fjárfestingarfélag Toms Hunter á Bretlandi, samkvæmt ársreikningi félagsins. Hunter var um tíma ríkasti maður Skotlands og var viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Baug- stengdra aðila. Hann tók meðal ann- ars þátt í yfirtökunni á verslanakeðj- unni House of Fraser með Baugi árið 2006. Tók þátt í Project Tornado Eignarhaldsfélag Hunters hér á landi var stofnað árið 2007 til að taka þátt í yfirtöku FL Group á Glitni. Yfirtaka FL Group gekk undir nafninu Pro- ject Tornado hjá Kaupþingi sem fjár- magnaði yfirtökuna að mestu. Heild- arverðmæti yfirtökunnar námu um 80 milljörðum króna og voru keypt að mestu af eignarhaldsfélögum í eigu Milestone og Einars og Bene- dikts Sveinssona. WCC ehf. átti um helmingshlut í eignarhaldsfélaginu Jötni Holding, á móti Baugi og eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar, Fons. Jötunn Holding átti um 5 prósenta hlut í Glitni. Með yfirtökunni náðu aðilar tengdir FL Group og Baugi yf- irhöndinni yfir Glitni. Kaupverðið á bréfunum sem Jötunn keypti nam 18,75 milljörðum króna og fjármagn- aði Kaupþing viðskiptin. Í kjölfar yf- irtökunnar var skipt um forstjóra bankans, Bjarna Ármannsson, og Lárus Welding tók við, auk þess sem ný stjórn var kjörin yfir bankann. Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis er fjallað um það „… hvern- ig FL Group  keypti síðan nær öll hlutabréf Jötuns Holding ehf. í maí 2008 á mun lægra verði en Jötunn Holding ehf. hafði keypt þau fyrir áður“. Í skýrslunni segir að Jötunn hafi tapað rúmlega átta milljörð- um króna á þessum viðskiptum: „Tap Jötuns Holding ehf. á þessum viðskiptum var þegar orðið um 8,4 milljarðar kr. í lok maí 2008.“ Þessi orð segja nokkuð mikið um það hversu eðlileg þessi viðskipti Jöt- uns voru. Skuldaði fjórtán milljarða króna Jötunn Holding skuldaði tæplega fjórtán milljarða króna í árslok 2010. Þá hafði félagið var yfirtekið af Baugi að fullu og var félaginu stýrt af þrotabúi Baugs. Jötni Holding var slitið í lok janúar síðastliðinn. Stef- án Hilmarsson, stjórnarmaður í fé- laginu, sagði opinberlega árið 2009 að lán sem Jötunn fékk frá Kaup- þingi fyrir bankahrunið 2008 hefðu verið greidd að fullu eftir viðskiptin við FL Group árið 2008. Í lok febrúar síðastliðinn var bú WCC ehf. gert upp eftir gjaldþrota- meðferð. Óskar Sigurðsson, hæsta- réttarlögmaður sem þekktastur er fyrir að vera skiptastjóri eignar- haldsfélagsins Fons, var skiptastjóri félagsins. Skiptunum á búinu lauk með því að kröfurnar í búið voru afturkallaðar. „Skiptum á búinu var lokið 15. febrúar 2012 samkvæmt 154. gr. laga nr. 21/1991 með því að allar lýstar kröfur voru afturkallað- ar.“ Með þessu er búið að gera upp bæði félögin sem Tom Hunter tengdist hér á landi vegna yfirtök- unnar á Glitni árið 2007. Félag Toms Hunter í þrot n Ríkasti Skotinn keypti í Glitni n Skuldaði fjórtán milljarða„Hunter var um tíma ríkasti mað- ur Skotlands og var við- skiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Baug- stengdra aðila. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Einn ríkasti maður Skotlands Tom Hunter var um tíma ríkasti maður Skotlands á árunum fyrir hrun. Hann keypti hlutabréf í Glitni í gegnum Jötun Holding á fyrri hluta árs 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.