Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Side 8
8 Fréttir 16.–18. mars 2012 Helgarblað Ákærður fyrir hnefahögg n Skúli Steinn Vilbergsson fyrir dóm vegna meintra brota S kúli Steinn Vilbergsson, einn- ig þekktur sem Skúli „Tyson“ vegna frækilegrar framgöngu sinnar í hnefaleikum á árum áður, hefur verið ákærður fyrir líkams- árás, umferðar- og hegningarlagabrot. Samkvæmt ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er Skúla gefið að sök að hafa aðfaranótt laugardags- ins 28. maí í fyrra kýlt mann fyrir utan skemmtistaðinn Óliver á Laugavegi. Fórnarlambið féll við höggið aftur fyrir sig í jörðina með þeim afleiðingum að það hlaut sprungna vör, mar á höku og tannliðhlaup, en miðframtönn hægra megin færðist úr stað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skúli Steinn er ákærður fyrir líkams- árás og er þess skemmst að minn- ast að hann var dæmdur í héraðs- dómi árið 2010 fyrir að kasta glasi í andlit fyrrverandi kærustu sinnar, Hildar Lífar Hreinsdóttur, árið 2009 með þeim afleiðingum að hún nef- brotnaði. Skúli fékk 5 mánaða skil- orðsbundinn dóm en var síðar sýknaður í sama máli í Hæstarétti. Í málinu, sem þingfest var í Héraðs- dómi Reykjavíkur, á fimmtudag er Skúli einnig ákærður fyrir umferðar- og hegningarlagabrot. Þar er honum gefið að sök að hafa þann 24. júní í fyrra stolið skráningarnúmeri af bif- reið á verkstæði og í heimildarleysi og í blekkingarskyni sett það á bif- reið af gerðinni Dodge Neon og ekið henni þannig á röngum skráningar- merkjum suður Hafnarfjarðarveg þangað til lögreglan stöðvaði hann. Fórnarlambið í líkamsárásarákæ- ruliðnum krefst 500 þúsund króna í miskabætur auk einnar milljónar króna í skaðabætur vegna fjártjóns. Fyrir dóm Skúli Steinn var einn efnilegasti hnefaleikakappi Íslands fyrir nokkrum árum. Hér má sjá gamla mynd af honum eftir bardaga. Húsbrot og líkamsárás Lögreglan handtók einstakling í annarlegu ástandi í Hátúni á miðvikudag en hann var grun- aður um húsbrot og líkamsárás. Einstaklingurinn var vistaður í fangageymslu. Um svipað leyti á miðviku- dag varð umferðarslys á Kárs- nesbraut við Hábraut. Öku- menn bifreiðanna voru fluttir í sjúkrabifreið á slysadeild Land- spítalans. Bíll valt á bílastæði við Gróttu á miðvikudagskvöld að sögn lögreglu en ekki fengust upplýsingar um hvort ökumað- urinn hefði meiðst. Þá stöðvaði lögreglan tvo ökumenn á Selja- og Breið- holtsbraut á miðvikudag. Þeir voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Ökumaður- inn sem var stöðvaður á Selja- braut var án ökuréttinda og fundust fíkniefni í bílnum. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? VERÐI LJÓS Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum SHA-V5228 IP65 T5 Flúor lampi 2x28w 120cm 5.390 SHA-3902A T8 Loftljós flúor rakaþ. 2x36w 128x16,6cm 5.595 SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár 5.995 Rakaþolið Veggljós, svart ál 26W 3.990 SHA-3901 T8 Loftljós flúor rakaþ. 1x18w 67,5x11,2cm 2.865 SHA-3901A T8 Loftljós flúor rakaþ. 2x18w 67,5x16,6cm 3.595 Flóttamaður vildi flýja land Flóttamaður sem hefur dvalið hér á landi gerði tilraun til þess að flýja land og gerast laumufarþegi í súrálsskipi við Grundartanga- höfn á miðvikudagskvöld. Maður- inn hefur áður gert tilraunir til að komast um borð í skip, samkvæmt heimildum DV. Öryggisverðir urðu mannsins varir þar sem hann var sniglað- ist fyrir utan hafnarsvæðið og sáu þeir hann á eftirlitsmyndakerfi, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Borgarnesi. Þá upphófst leit að manninum á hafnarsvæð- inu en hann fannst þó ekki fyrr en á fimmtudagsmorgun. Um nótt- ina fannst matur og búnaður sem er talinn tilheyra manninum. Við frekari leit snemma á fimmtu- dagsmorgun fannst maðurinn um borð í súrálsskipinu, en hann hafði náð að komast inn á hafnar- svæðið og komast um borð í skip- ið og er samkvæmt heimildum DV líklegt að maðurinn hafi falið sig um borð í björgunarbát. Maður- inn var handtekinn og yfirheyrður og svo færður á gistiheimilið Fit í Reykjanesbæ. E ignarhaldsfélag skoska fjár- festisins Toms Hunter á Ís- landi, WCC (Iceland) ehf., hefur verið tekið til gjald- þrotaskipta og er skiptum á félaginu lokið. Félagið skuldaði nærri 1.800 milljónir króna í lok árs 2007. Skuldirnar voru við móður- félag WCC ehf., West Coast Capi- tal, fjárfestingarfélag Toms Hunter á Bretlandi, samkvæmt ársreikningi félagsins. Hunter var um tíma ríkasti maður Skotlands og var viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Baug- stengdra aðila. Hann tók meðal ann- ars þátt í yfirtökunni á verslanakeðj- unni House of Fraser með Baugi árið 2006. Tók þátt í Project Tornado Eignarhaldsfélag Hunters hér á landi var stofnað árið 2007 til að taka þátt í yfirtöku FL Group á Glitni. Yfirtaka FL Group gekk undir nafninu Pro- ject Tornado hjá Kaupþingi sem fjár- magnaði yfirtökuna að mestu. Heild- arverðmæti yfirtökunnar námu um 80 milljörðum króna og voru keypt að mestu af eignarhaldsfélögum í eigu Milestone og Einars og Bene- dikts Sveinssona. WCC ehf. átti um helmingshlut í eignarhaldsfélaginu Jötni Holding, á móti Baugi og eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar, Fons. Jötunn Holding átti um 5 prósenta hlut í Glitni. Með yfirtökunni náðu aðilar tengdir FL Group og Baugi yf- irhöndinni yfir Glitni. Kaupverðið á bréfunum sem Jötunn keypti nam 18,75 milljörðum króna og fjármagn- aði Kaupþing viðskiptin. Í kjölfar yf- irtökunnar var skipt um forstjóra bankans, Bjarna Ármannsson, og Lárus Welding tók við, auk þess sem ný stjórn var kjörin yfir bankann. Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis er fjallað um það „… hvern- ig FL Group  keypti síðan nær öll hlutabréf Jötuns Holding ehf. í maí 2008 á mun lægra verði en Jötunn Holding ehf. hafði keypt þau fyrir áður“. Í skýrslunni segir að Jötunn hafi tapað rúmlega átta milljörð- um króna á þessum viðskiptum: „Tap Jötuns Holding ehf. á þessum viðskiptum var þegar orðið um 8,4 milljarðar kr. í lok maí 2008.“ Þessi orð segja nokkuð mikið um það hversu eðlileg þessi viðskipti Jöt- uns voru. Skuldaði fjórtán milljarða króna Jötunn Holding skuldaði tæplega fjórtán milljarða króna í árslok 2010. Þá hafði félagið var yfirtekið af Baugi að fullu og var félaginu stýrt af þrotabúi Baugs. Jötni Holding var slitið í lok janúar síðastliðinn. Stef- án Hilmarsson, stjórnarmaður í fé- laginu, sagði opinberlega árið 2009 að lán sem Jötunn fékk frá Kaup- þingi fyrir bankahrunið 2008 hefðu verið greidd að fullu eftir viðskiptin við FL Group árið 2008. Í lok febrúar síðastliðinn var bú WCC ehf. gert upp eftir gjaldþrota- meðferð. Óskar Sigurðsson, hæsta- réttarlögmaður sem þekktastur er fyrir að vera skiptastjóri eignar- haldsfélagsins Fons, var skiptastjóri félagsins. Skiptunum á búinu lauk með því að kröfurnar í búið voru afturkallaðar. „Skiptum á búinu var lokið 15. febrúar 2012 samkvæmt 154. gr. laga nr. 21/1991 með því að allar lýstar kröfur voru afturkallað- ar.“ Með þessu er búið að gera upp bæði félögin sem Tom Hunter tengdist hér á landi vegna yfirtök- unnar á Glitni árið 2007. Félag Toms Hunter í þrot n Ríkasti Skotinn keypti í Glitni n Skuldaði fjórtán milljarða„Hunter var um tíma ríkasti mað- ur Skotlands og var við- skiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Baug- stengdra aðila. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Einn ríkasti maður Skotlands Tom Hunter var um tíma ríkasti maður Skotlands á árunum fyrir hrun. Hann keypti hlutabréf í Glitni í gegnum Jötun Holding á fyrri hluta árs 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.