Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 32
32 Viðtal 16.–18. mars 2012 Helgarblað
É
g held að ég sé gömul sál. Ég
er alltaf að flýta mér. Líka að
eldast,“ segir Edda Hermanns-
dóttir, 25 ára, gift, tveggja
barna móðir, nemi á lokaári
í hagfræði við Háskóla Íslands, lík-
amsræktarþjálfari og spyrill í Gettu
betur.
Þrátt fyrir ungan aldur er Edda
með mörg járn í eldinum. Hún þreytti
frumraun sína í sjónvarpi í fyrra þeg-
ar hún tók að sér spyrilsstarf í spurn-
ingaþættinum vinsæla Gettu betur
og fetaði þar með í fótspor helstu
sjónvarpsstjarna landsins. Hún seg-
ist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi
um þegar henni bauðst starfið en
yngra barn Eddu var aðeins eins og
hálfs mánaðar gamalt þegar fyrsti
þátturinn fór í loftið.
„Þetta var mjög undarleg staða
– að vera með nýfætt barn og bjóð-
ast svona spennandi tækifæri. Ég
varð að grípa það. Sonurinn var sem
betur fer ofboðslega vær og sat alla
fundi með mér og svaf bara á meðan.
Svo skrapp ég eitt kvöld í viku í smá-
stund. Hann tók ekkert eftir þessu,“
segir hún og bætir við að hún hafi
strax fengið góð viðbrögð.
Í fótspor stjarna
„Eflaust fannst mörgum brjálæði að
setja óreynda manneskju í þetta starf
en Sigrún [Stefánsdóttir, dagskrár-
stjóri RÚV] treysti mér til verksins.
Þetta gekk vel og var tekið vel á móti
mér – furðu vel, fannst mér. Kannski
af því að fólk vissi ekkert á hverju það
ætti von. Vanalega erum við búin að
mynda okkur skoðun á þeim sem eru
í sjónvarpinu en það er erfitt þegar
við þekkjum ekkert til. Það virtust
allir tilbúnir að gefa mér tækifæri og
leyfi til að gera mín mistök.
Auðvitað var ég dauðstressuð yfir
að feta í fótspor sjónvarpsfólks eins
og Evu Maríu og Loga Bergmanns en
ég vildi fá að spreyta mig og ég bann-
aði sjálfri mér að bera mig saman
við þau. Það væri aldrei sanngjarn
samanburður. Ég vildi bara vera ég
sjálf og þróa minn eigin stíl,“ segir
Edda sem viðurkennir að hafa gælt
við þann draum að komast í sjón-
varp. „En sannarlega ekki á þessum
tímapunkti. Í rauninni opnaðist nýr
heimur fyrir mér með þessu. Hugur-
inn er rétt að fara af stað.“
Fimm ára fjarbúð
Edda er gift Halldóri Svavari Sigurðs-
syni sjúkraþjálfara og eiga hjónin tvö
börn, Sigurð sem er rúmlega eins
árs og Emilíu, fjögurra ára. Þau Hall-
dór Svavar kynntust þegar Edda var
aðeins 16 ára og var að hefja nám
í Menntaskólanum á Akureyri en
Halldór, sem er fjórum árum eldri,
hafði þá útskrifast úr sama skóla.
„Hann var besti vinur bróður míns
og við höfum verið saman í allan
þennan tíma. Við vorum samt í fjar-
búð í fimm ár. Fyrst fór hann í nám
til Reykjavíkur og svo fórum við bæði
að ferðast. Við gáfum hvort öðru það
svigrúm sem við þurftum,“ segir hún
og bætir við að það hafi allavega ver-
ið búið að reyna vel á sambandið
þegar börnin komu.
Hún segir að það hefði ekki átt við
hana að fara í fast og rótgróið sam-
band svona ung. „Ég vildi fá mitt
rými til að vera með vinkonum mín-
um. Hann ferðaðist um Suður-Amer-
íku en ég um Evrópu en svo fundum
við að þetta var orðið gott og ég kom
heim. Auðvitað reyndi svona löng
fjarbúð á sambandið en við vorum
alltaf ákveðin í að láta þetta ganga.
Kannski virkar þetta undarlegt en
okkur fannst þetta lítið mál og vorum
aldrei í því að hætta og byrja saman.
Eftir á að hyggja hljómar þetta
kannski pínu undarlegt. Við vorum
svo ung. En að sama skapi var þetta
mín besta ákvörðun í lífinu. Það er
yndislegt að eiga svona góðan eigin-
mann og minn besta vin sem styður
mig í öllu og þekkir mig vel.
Við höfum þroskast í svipaða átt
og eigum bara mjög vel saman. Hann
er mjög rólegur, með milt skap en
það hef ég alls ekki. Saman myndum
við gott jafnvægi. Ég get verið mjög
snögg upp en ég hef lært að fara jafn-
skjótt niður aftur. Ég hef alltaf haft
mikið skap en ég fæ enga útrás fyrir
það þar sem ég á mann sem tekur
ekkert í þetta þegar ég reyni það,“
segir hún brosandi.
Au pair hjá Eiði Smára
Edda var um tíma au pair hjá knatt-
spyrnumanninum Eiði Smára Guð-
johnsen og eiginkonu hans, Ragn-
hildi Sveinsdóttur, á Spáni sem hún
segir hafa verið mikla upplifun. „Það
var dásamlegt að vera í Barcelona,“
segir hún og játar því að þarna hafi
hún orðið vitni að veröld sem hún
þekkti ekki áður. „Ég var samt mest í
fjölskyldurútínunni með þeim og þar
var bara hversdagslegt líf fjölskyld-
unnar. Hins vegar hitti ég nokkra
heimsfræga fótboltamenn án þess
að gera mér grein fyrir því fyrr en
eftir á. Enda hafði ég engan áhuga á
fótbolta. Eiginmanni mínum fannst
hins vegar ekkert sanngjarnt að hann
væri ekki á staðnum.“
Enginn djammari
Hún segist hafa notið þess að passa
drengi hjónanna og fljótlega gert sér
grein fyrir að hún vildi sjálf verða
mamma. „Drengirnir þeirra eru
yndislegir og fljótlega eftir að ég
kom heim ákvað ég að ég vildi líka
eignast börn. Barneignirnar voru
því planaðar. Ég vildi eignast börn
í háskóla. Mér finnst dásamlegt að
vera með frjálsan tíma til að vera
með þeim,“ segir Edda og bætir við
að hún hafi því ekki upplifað þetta
hefðbundna háskólalíf með tilheyr-
andi drykkju og skemmtanahaldi.
„Ég á fullt af vinum í skólan-
um en ég læt það alveg eiga sig
að mæta í vísindaferðir og slíkt. Á
meðan bekkjarsystkini mín eru að
fá sér bjór eru pítsukvöld hjá mér
og krökkunum. Ég hef aldrei verið
mikill djammari og byrjaði ekki að
smakka áfengi fyrr en ég útskrifaðist
úr MA svo mér fannst ég aldrei vera
að missa af neinu. Auðvitað kíki ég
út ef tilefnið er gott en annars finnst
mér best að vera heima í rólegheit-
unum.
Þessi fjölskyldurútína á mjög vel
við mig,“ segir hún og bætir við að
henni þyki það ekki spennandi til-
hugsun að vakna eldsnemma með
krökkunum eftir gott skrall um nótt-
ina.
Frægur pabbi
Edda er Akureyringur í húð og hár.
Mamma hennar heitir Emilía Jó-
hannsdóttir og fósturfaðir hennar
Eiður Guðmundsson. Líkt og marg-
ir vita er fjölmiðlamaðurinn Her-
mann Gunnarsson líffræðilegur fað-
ir Eddu.
„Eiður hefur alltaf verið pabbi
minn. Hann ól mig upp frá sex
mánaða aldri. Ég vissi samt alltaf
af Hemma og samband okkar hef-
ur aukist í seinni tíð. Við erum góð-
ir vinir í dag og hann er mjög hjálp-
samur og sérstaklega í tengslum við
margt sem viðkemur þættinum,“
segir hún og bætir aðspurð við að
það hafi verið skrítið að eiga svona
frægan pabba.
Grátur og bónorð
Edda var 22 ára þegar hún varð
móðir en þau Halldór giftu sig árið
2009 þegar stelpan þeirra var eins
árs. Brúðkaupið var ekta sveita-
brúðkaup og fór fram í sveitinni hjá
tengdaforeldrum hennar sem búa
rétt fyrir utan Kópasker. Hún segir
Halldór Svavar hafa beðið um hönd
hennar.
„Hann vissi að hann yrði að fylgja
öllum amerískum reglum í þeim efn-
um,“ segir hún brosandi og bætir við
að bónorðið hafi verið borið upp þeg-
ar þau voru úti að borða. „Þegar við
vorum að gera okkur tilbúin til að fara
á veitingastaðinn spurði hann mig
hvort ég gæti ekki verið aðeins fínni
enda var ég ennþá í vinnugallanum.
Þarna var ég komin 20 vikur á leið og
hálfþreytt. Skapið fór alveg með mig
og ég byrjaði að gráta og harðneit-
aði að fara út að borða. Sem betur fer
hætti hann ekki við enda höfðu skap-
sveiflurnar lægst þegar hann bar upp
bónorðið.
Hann er orðinn vanur þessu skapi
mínu. Við vegum hvort annað vel
upp. Hann er þessi rólegi og ljúfi mað-
ur sem ég þarf. Hann er líka passlega
spontan og skemmtilegur og hefur
jafn gaman af því og ég að brjóta upp
rútínuna. Við þrífumst illa í of mikilli
rútínu.“
Krefjandi móðurhlutverk
Hún segir þau strax hafa tekið meðvit-
aða ákvörðun um að láta börnin ekki
koma í veg fyrir að þau myndu lifa
sínu lífi eins og þau vildu.
„Ég hef oft verið spurð hvort börn-
in hafi verið plönuð. Ég held samt
að öllum í kringum okkur hafi fund-
ist þetta eðlileg þróun. Okkur finnst
ofsalega gaman að ferðast og erum
heppin með ömmur og afa sem koma
og hjálpa okkur að passa. Æskuvin-
konurnar hafa líka verið duglegar að
hjálpa mér en þeim hefur ekki legið
jafn mikið á og mér og hafa því getað
hjálpað mér í uppeldinu,“ segir hún
brosandi.
Hún segir móðurhlutverkið mest
krefjandi hlutverk sem hún hafi tekist
á við. „Að vera mamma er dásamlegt
en um leið mjög krefjandi. Við höfum
verið heppin, það hefur alltaf gengið
vel með krakkana. Við erum líka dug-
leg að taka þau með okkur og leyfa
þeim að upplifa hlutina með okkur.
Næst á dagskrá er að ferðast
meira með þau en stelpan er orði
spennt fyrir hinum og þessum lönd-
um og þjóðum og það verður gaman
að kynna fyrir þeim nýja heima,“ seg-
ir hún og bætir aðspurð við að Em-
ilía fylgist spennt með mömmu sinni
í sjónvarpinu. „Hún situr og bíður
spennt eftir að ég veifi til hennar og
skilur ekki af hverju hún fær aldrei
neitt frá mér.“
Stendur á tímamótum
Dagurinn byrjar snemma hjá Eddu.
Oftast nær er hún mætt um sexleyt-
ið í líkamsræktarstöðina World Class
þar sem hún kennir námskeiðin
Súperform, Þol og styrk og Tabata.
„Ég vel að vakna svona snemma
til að sprikla og eiga smátíma fyr-
ir sjálfa mig því mér finnst verra að
fara frá krökkunum eftir leikskóla. Þá
er heilög stund. Dagurinn er oft þrí-
skiptur hjá mér. Á morgnana er það
leikfimin, á daginn er það hagfræðin
og þessa dagana er það svo sjónvarp-
ið á kvöldin. Ég stefni í þrjár áttir,“
segir Edda sem á erfitt með að segja
til um hvaða átt togi sterkast í hana.
„Ég stend á tímamótum. Ég er á
lokasprettinum í hagfræðináminu og
mun ljúka við BS-ritgerðina í sumar.
Á sama tíma finnst mér mjög spenn-
andi að skoða fjölmiðlana nánar. Ég
elska að hafa mörg járn í eldinum og
er búin að komast að því að ég þrífst
best þegar það er mikið að gera og
mikið um að vera. Ég á erfitt með að
sjá mig fyrir mér staðna lengi á sama
staðnum. Álag á vel við mig og ég er
vön að þurfa að skipuleggja tímann
mjög vel. Til dæmis vildi ég alltaf
vera í vinnu meðfram náminu í MA
því mér fannst ég læra meira ef ég var
undir pressu. Margir hafa reynt að fá
mig til að hægja aðeins á en það hef-
ur ekki gengið vel hingað til,“ segir
Edda en viðurkennir að vissulega sé
álagið stundum mikið.
Þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára er Edda Hermannsdóttir með mörg járn í
eldinum. Edda er gift tveggja barna móðir, nemi á lokaári í hagfræði, líkams-
ræktarþjálfari og spyrill í Gettu betur. Hún hafði fundið rétta manninn þegar hún
var aðeins sextán ára en parið var í fjarbúð í fimm ár áður en það fóru að búa
saman. Hún hefur alltaf átt drauma um frama í sjónvarpinu og segir nýjan heim
opnast. Edda spjallaði við Indíönu Ásu Hreinsdóttur um draumana, fjölskyld-
una og markmiðin en Edda veit hvað hún vill og setur markið hátt.
Grét fyrir
bónorðið
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Viðtal
„Ég vissi samt
alltaf af Hemma
og samband okkar hefur
aukist í seinni tíð.
Dreymdi um að
komast í sjónvarpið
Eddu Hermannsdóttur
langaði alltaf að komast í
sjónvarpið en var ekki með
hugann við það takmark
sitt þegar boðið kom
enda með nýfætt barn á
brjósti. Hún lét það þó ekki
stoppa sig. mynDIr Eyór ÁrnASon