Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 38
S kítamórallinn var mikið ævintýri og uppgangur á árunum um og fyrir 2000. Eiginlega lærði ég allt á þessum árum sem ég kann í þessum bransa í dag,“ segir Ein- ar umboðsmaður þegar hann glaður á brá lítur til baka. Lag og texti Einars, Ertu þá farinn, tröllreið öllum útvarps- stöðvum og ballhúsum hér á landi og hvarvetna mátti heyra fólk söngla lagið. „Ég ferðað- ist mikið með þeim á tímabili og kannski er minnisstæðast að strákarnir voru alltaf með mjólk og matarkex í pásum, þetta stríddi á móti allri ímynd rokkarans,“ rifjar Einar upp. En það sem honum þykir að öðru leyti vænt um á ferl- inum er að hafa tekið þátt í að gera plötu Garðars Cortes. „Þessi plata var tilnefnd til bresku tónlistaverðlaunanna og er ein af allra bestu klass- ísku plötum ársins 2007. Ég er stoltur af henni,“ segir þessi óþreytandi athafnamaður. 38 16.–18. mars 2012 Helgarblað Dansar kannski við Pál Óskar É g er fædd og uppalin í Þingholtunum og gekk í Miðbæjarskólann. Það var mikið líf í hverfinu og pabbi rak hér heild- söluna Einar Ágústsson og co. Eftir skyldunám fór ég í Verzl- unarskólann og lauk námi þaðan.“ Meðfram námi starfaði María í frystihúsi Júpíters og Mars hjá Tryggva Ófeigssyni á Kirkjusandi. Eftir nám hóf hún svo störf á skrifstofu Skeljungs. „Ég var ekki langi þar, varð ólétt að henni Elísabetu minni og hætti snemma að vinna. Ég hef alltaf sagt að vegna þess hvað ég hugsaði vel um okkur mæðgur á meðgöngunni hafi stelpan verið óvenjulega vel heppnuð. Hún er falleg, 1979 varð hún ungfrú Útsýn og svo ungfrú Reykjavík og 1980 varð hún ungfrú Ísland, þú sérð að ég hef vandað mig,“ segir þessi glaðlynda kona stolt af sinni stelpu. Eftir að hún eignaðist stelp- una stofnaði hún með Trausta manni sínum iðnfyrirtæki sem hét Nælonplast og fram- leiddi vinnuvettlinga, gólf- klúta, viskustykki og ótal margt fleira. Upp úr 1970 seldu þau fyrirtækið og gengu til liðs við heildsölu föður hennar hvar þau störfuðu fram til 1996 að þau seldu fyrirtækið. „Þá fór ég að færa bókhald hjá dóttur minni og tengdasyni í Svefni og heilsu en 2010 veiktist ég og var marga mánuði á spítala og er nú hætt að vinna og sinni bara áhugamálum auk þess að prjóna mikið eins og ég hef alltaf gert. Ég prjóna ættar- sokka eins og amma mín gerði og eins og hún gef ég allt sem ég prjóna.“ Hún segist hafa verið haldin söfnunaráráttu frá barnsaldri og sýnir stolt hundruð söfnun- argripa á heimilinu sem allir er merktir og skráðir. „Ég hef alltaf haft gaman af að safna og nú er ég komin með 1.598 fingur- bjargir frá fjölmörgum löndum, 97 dúkkur af öllum stærðum og gerðum og 100 kveikjara sem eru yndislega asnalegir í laginu margir. Það gefur mér mikið að dunda við þetta,“ segir hún hugsi og dregur nautnalega að sér smókinn úr smávindli. „Ekki man ég nú hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, man þó að ég var viss um að ég ætlaði að vinna mikið. Á þeim árum þótti mikið til duglegs fólks koma. Ég hef gert það svikalaust að vinna mikið allt mitt líf og sé ekki eftir því, það hefur verið skemmtilegt.“ Hún segist ekki hafa verið mikið fyrir að halda upp á af- mælisdagana sína, helst þó að hún hafi ferðast í tengslum við þá. „Það er samt ekki þannig að ég hafi ekki gaman af veislum, ég elska þær og hef gaman af að dansa. Ég get dansað með glasið á höfðinu með drykkn- um í og hef aldrei misst það og fer varla að missa það héðan af. Svo á ég til að gleyma mér þeg- ar fjör færist í veislur og dansa uppi á borðum, maður á alltaf að njóta augnabliksins. Ég veit satt að segja ekki hvernig deg- inum verður varið. Páll Óskar er búinn að bjóða mér í partí á Nasa. Kannski að ég fari og dansi við hann í kvöld,“ segir afmælisbarnið glettið og býður vindil. María Á. Einarsdóttir, safnari og bókari, er sjötug þann 16. mars Einar Bárðarson er fertugur þann 18. mars Mjólk og matarkex í pásum Stórafmæli Fjölskylda Maríu n Foreldrar: Sigríður Einarsdóttir húsfreyja f. 1920 d. 1990 Einar Ágústsson verslunarmaður f. 1917 d. 1983 n Maki: Trausti Ólafsson, glímukóngur og verslunarmaður, f. 1935 n Dóttir: Elísabet Traustadóttir, fegurðardrottning og verslunarkona, f. 1962 n Hennar maður: Sigurður Matthíasson, spjótkastari og verslunar­ maður. f. 1961 n Þeirra börn: Matthías Trausti Sigurðsson f. 1988, Aldís María Sigurðardóttir f. 1989, Bjartur Snær Sigurðsson f. 1999, Elísa Sól Sigurðardóttir f. 2000 Fjölskylda Einars n Foreldrar: Klara Sæland bóndi f. 1951, Bárður Einarsson húsasmiður f. 1950 n Fósturfaðir: Haraldur Arngrímsson bóndi f. 1951 n Eiginkona: Áslaug Thelma Einarsdóttir sviðsstjóri f. 1975 n Börn: Klara Þorbjörg Einarsdóttir f. 2006, Einar Birgir Einarsson f. 2008 Páll Óskar er búinn að bjóða mér í partí „Kannski að ég fari og dansi við hann í kvöld,“ segir af­ mælisbarnið glettið og býður vindil. Heimir 51 árs Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson fagnar 51 árs af- mæli sínu á sunnudaginn. Heimir stjórnar þættinum Í bítið alla virkna morgna á Bylgjunni. Þá er Heimir fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu en hann vann einnig Íslandsmeist- aratitilinn tvívegis með liði Víkings, árið 1980 og 1981. Heimir er giftur Rúnu Hjaltested Guðmunds- dóttur og saman búa þau í Hafnarfirði. Franskur 75 Kokteillinn French 75 er ótrúlega einfaldur en góður í hvaða afmælisveislu sem er. Í hann þarf gin, kampa- vín, sítrónusafa og sykur. Franskur 75 er vanalega borinn fram í kampavíns- glasi. Hráefni: Rétt ríflega einn hluti gin 1/4 hluti sykur 1/4 hluti sítrónusafi Kampavín eða freyðivín Aðferð: Setjið öll hráefnin í kokteilhristara sem er fullur af ís og hristið mjög vel. Hellið svo í hálftglas í gegnum sigti og fyllið glasið með kampavíni. Skreytið með sneið af sítrusávexti. Óþreytandi athafnamaður Einar Bárðarson fagnar fertugs­ afmæli um helgina. Fagnar tímamótunum Finnbogi Karl Andrésson er þrítugur þann 18. mars F innbogi er Reykjavík- urbarn en ættaður af Ströndum. Í æsku áttu íþróttir allan hans huga. „Ég spilaði allar íþróttir, sama hvað þær hétu þegar ég var barn og unglingur. Ekki er úti- lokað að mig hafi dreymt um að verða íþróttamaður þegar ég yrði stór. En þeir draumar voru svo sem breytilegir, einu sinni ætlaði ég að verða teiknimyndahetja og svo ninja,“ segir Finnbogi og hefur gaman af að rifja upp frum- bernskuna. Enn hefur hann áhuga á íþróttum þó áhuginn fara víðar um en áður var. „Helstu áhugamál mín nú eru útivera og ferðalög. Við ferðumst mikið til Bandaríkjanna þar sem tengdaforeldrarnir búa og næst fer strákurinn með okkur, hann verður þá orðinn hálfsárs og tilbúinn að takast á við heiminn.“ Finnbogi hefur starfað við ýmislegt á lífsleiðinni en mörg undafarin ár hefur hann stund- að verslunar störf og síðustu ár hefur hann starfað hjá Dress- mann í Kringlunni og hjálpað landanum að klæða sig. Hann kvíðir ekki tíma- mótunum heldur tekur þeim fagnandi. „Þetta er tími sem kemur í lífi hvers manns og ekki ástæða til að óttast það. Ég hef aldrei verið hræddur við að eldast. Ég mun fagna þessu með mikilli veislu með vinum ættingjum. Það verður boðið upp á súpu og kökur. Þetta verður miðdagsveisla fyrir alla aldurshópa. Það er miklu skemmtilegra þegar fólk getur komið með börnin sín með í veislur,“ segir kaup- maðurinn knái um leið og hann selur útlendum ferða- manni jakkaföt. Óttast ekki „Þetta er tími sem kemur í lífi hvers manns og ekki ástæða til að óttast það.“ 23 ára Theo Walcott knattspyrnumaður hjá Arsenal á afmæli á föstudaginn, þann 16. mars. 47 ára Hjartaknúsarinn Rob Lowe yngist með árunum og á afmæli á laugardaginn, þann 17. mars. 48 ára Vanessa Williams sem leikur eitt aðalhlutverkanna í Desperate Housewives á afmæli á sunnudaginn, þann 18. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.