Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 42
Hvað er að
gerast?
Laugardagur
Föstudagur
Sunnudagur
17
mar
16
mar
18
mar
La Bohème frumsýnd
Óperan La Bohème eftir Giacomo
Puccini í uppfærslu Íslensku óper-
unnar er frumsýnd í Hörpu í kvöld.
Daníel Bjarnason er hljómsveitar-
stjóri. Sýningin hefst klukkan 20 og
miðaverð er frá 4.000 krónum upp
í 12.000 krónur.
Ingó töframaður
Töframaðurinn Ingó Geirdal verður
með töfrasýningu fyrir alla fjöl-
skylduna í Salnum Kópavogi í dag.
Ingó hefur sýnt töfrabrögð sín víða
um Evrópu og Asíu. Á sýningunni
býður hann upp á sjónhverf-
ingar, hugarlestur og töfrabrögð á
heimsmælikvarða. Sýningin hefst
klukkan 15 og aðgangseyrir er
1.800 krónur.
Afinn á Húsavík
Sigurður Sigurjónsson ferðast
um landið með leikverkið Afann.
Í kvöld er sýning á Fosshóteli
Húsavík sem hefst klukkan 20.
Miðaverð er 3.700 krónur.
Palli og Blár Opal
Páll Óskar treður upp á heimavelli
sínum, Nasa, ásamt hljómsveitinni
Bláum Ópal. Partítónlist verður
í hávegum höfð ásamt glingri,
blöðrum og konfetti-bombum.
Miðaverð er 1.500 krónur í forsölu
á midi.is.
David Bowie Tribute
Tónleikar til heiðurs David Bowie á
Úrillu Górillunni. Þekktir söngvarar
hafa skotið upp kollinum með Karli
Örvarssyni og Kóngulónum frá
Mars á undanförnum tónleikum,
svo sem Magni Ásgeirsson, Eyþór
Ingi og fleiri. Það má því búast við
góðum gestum að þessu sinni.
Hefjast klukkan 23.59 og miðaverð
er 2.000 krónur.
Söngkonur stríðsáranna
Kristjana Skúladóttir leikkona
flytur á tón-
leikunum
lög sem voru
vinsæl í síðari
heimsstyrjöld-
inni. Marlene
Dietrich, Veru
Lynn, Edith Piaf
og fleiri söngkvenna verður minnst,
bæði með söng en ekki síður með
frásögnum af afrekum þeirra á
stríðsárunum.
42 16.–18. mars 2012 Helgarblað
„Sorinn beint í æð“ „Ævintýri með
íslensku ívafi“Menning
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
Svartur
á leik
Kingdoms of
Amalur: Reckoning
Þ
etta leggst almennt
bara mjög vel í mig.
Ég er búinn að sjá
fyrstu þættina, þannig
að ég er bara góður,“
segir grínistinn og textahöf-
undurinn Ari Eldjárn um
gamanþætti Mið-Íslands-
hópsins sem fara í sýningar
á Stöð 2 næsta fimmtudag.
Ari ásamt þeim Bergi Ebba
Benediktssyni, Dóra DNA
og Jóhanni Alfreð, hefur
kitlað hláturtaugar lands-
manna undanfarin ár eftir
að grínhópurinn var stofn-
aður og fá þeir nú tækifæri til
að gera sjónvarpsþætti. Ari
segir framsetningu þáttanna
nýstárlega þó að í grunninn
sé ekkert nýtt undir sólinni
þegar kemur að gamanefni.
Sjálfur heldur hann í mikið
ferðalag í sumar og ætlar að
skemmta á nánast hverjum
einasta stað sem hann kemst
á.
Sex vikur í tökum
„Þetta byrjaði að rúlla mjög
fljótlega eftir að við byrjuðum
í Þjóðleikhúsinu,“ segir Ari
um aðdraganda sjónvarps-
þáttarins sem ber sama heiti
og hópurinn, Mið-Ísland. „Við
vorum í Þjóðleikhúskjallar-
anum í svona sex mánuði og
höfðu þá oft rætt okkar á milli
að gera sjónvarpsþátt. Við
vorum allir almennt til í þetta
og þetta gerðist fljótt eftir
að við fórum að þreifa fyrir
okkur. En við vorum mjög
ánægðir þegar Stöð 2 ákvað
að gera þetta með okkur. Við
erum mjög ánægðir með að
vera á sömu stöð og Fóst-
bræður voru,“ segir Ari.
Við upphaf síðasta árs
fundu strákarnir sér skrifstofu
og fóru að skrifa. „Fyrst hitt-
umst við og eyddum tveimur
mánuðum bara í að fá hug-
myndir. Næstu tvo mánuði
vorum við að raða þeim sam-
an í þætti og skrifa og endur-
skrifa. Þegar fór að líða á maí
vorum við fyrir löngu komnir
með átta handrit og var meira
að segja rosalega miklu hent.
Eftir það tókum við smá frí
til að læra handritið og tökur
hófust í ágúst á síðasta ári.
Þær stóðu í sex vikur með
tveggja vikna hléi,“ segir Ari
Eins og átta litlar
bíómyndir
Ari segir hvern og einn af
þeim átta þáttum sem sýndir
verða að mestu leyti sjálf-
stæðan. „Í sjálfu sér er ekkert
nýtt undir sólinni í þessum
efnum en framsetningin á
þáttunum er ný og fersk. Þetta
verða átta þættir sem eru að
miklu leyti sjálfstæðir eða að
það eru tengingar í hverjum
og einum þætti. Þetta er eins
og átta litlar bíómyndir. Þetta
eru í grunninn sketsar en
með upphaf, miðju og endi og
hnýttir saman á öðruvísi hátt,“
segir Ari en á veggspjaldinu
fyrir þáttinn má sjá strákana
í ýmiss konar gervi. Verð-
ur mikið um skemmtilega
karaktera í þáttunum?
„Það er slatti af þeim og
margir koma bara einu sinni
fyrir. Ég vil samt ekki segja
neitt of mikið frá þeim,“ segir
Ari en finnst honum hópur-
inn ekki hafa náð langt á af-
skaplega skömmum tíma?
„Ég er bara ekki dómbær á
það því mér finnst þetta alltaf
vera eins,“ segir hann og hlær
við. „Maður lifir bara viku frá
viku og staldrar aldrei við til
að hugsa hversu mikið þetta
hefur undið upp á sig. Ég
á rosalega erfitt með að sjá
muninn á okkur þegar við
vorum að byrja og hvernig
við erum núna. Ég hef alltaf
átt rosalega erfitt með að
setja hluti í samhengi því mér
finnst bara alltaf eins og allt
sé eins.“
Ástfangnir af
Þjóðleikhúsinu
Meðlimir Mið-Íslands eru
að verða algjörar mublur í
Þjóðleikhúsinu en þar hélt
hópurinn gríðarlega vinsæl
uppistandskvöld í kjallara
hússins lengi vel. Fyrr á þessu
ári hófu þeir að sýna á stóra
sviðinu fyrir fullum sal. „Ég
hafði einu sinni staðið á stóra
sviðinu þegar ég var að kynna
á Reykjavík International Film
Festival. Það var eina skiptið
sem ég hafði séð salinn frá
sviðinu. Við höfðum verið
slatta mikið í kjallaranum og
rætt hversu gaman það væri
að komast upp ef við fengjum
tækifæri til þess. Svo losnuðu
nokkur kvöld þannig að við
stukkum á þau þegar okkur
var boðið þetta tækifæri. Við
þökkuðum bara kærlega fyrir
okkur,“ segir Ari en hópnum
líður vel í Þjóðleikhúsinu.
„Það eru allir svo frábærir
þarna. Ása, sem sér um sýn-
ingarnar okkar, hefur verið
frábær sem og Ari Matt og
Tinna. Þau hafa haft rosalega
mikið frumkvæði og eru flink
að láta sér detta hluti í hug
sem hjálpa okkur. Við erum
algjörlega ástfangnir af Þjóð-
Stukku á tækifærið
Grínhópurinn Mið-
Ísland hefur kitlað
hláturtaugar lands-
manna undanfarin
ár. Næsta fimmtu-
dag hefjast sýningar
á grínþætti þeirra
á Stöð 2 sem Ari
Eldjárn, einn með-
lima hópsins, segir
verða nýstárlegan
og ferskan. Sjálfur
heldur Ari í lang-
ferð í sumar þegar
hann ætlar að túra
um allt landið með
uppistand sitt.
Sá fyndnasti Ari Eldjárn á
sér fáa jafnoka þegar kemur
að uppistandi. mynd Sigtryggur Ari