Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 26
Þ etta verður sorglegur dagur en jafnframt mjög áhuga- verður. Þarna mun nýr kafli hefjast í lífi mínu og ég er til- búinn,“ segir Don Sammons, íbúi í smábænum Buford í Wyom- ing í Bandaríkjunum. Don Sammons er raunar eini íbúi þessa litla bæjar sem eitt sinn taldi tvö þúsund íbúa. Nú hefur Sammons ákveðið að flytja burt og mun uppboðsfyrirtækið Williams & Williams bjóða allar fast- eignirnar í Buford upp. Uppboðið fer fram þann 5. apríl næstkomandi. Forseti kom í heimsókn Bærinn Buford var byggður árið 1866 fyrir verkamenn sem unnu við að leggja járnbrautarteina skammt frá. Um var að ræða mikið verk og þegar mest var bjuggu tvö þúsund manns í bænum. Saga þessa bæjar er fyr- ir margt merkileg. Þetta er næstelsti bær Wyoming og árið 1869 heimsótti Ulysses S. Grant, sem þá var forseti Bandaríkjanna, bæinn. Og nokkrum árum síðar framdi hinn frægi útlagi, Butch Cassidy, vopnað rán í verslun í Buford. Hann náðist stuttu síðar og afplánaði dóm í fangelsi skammt frá. Íbúum Buford fór fækkandi þegar nýir járnbrautarteinar voru lagðir og bærinn varð ekki lengur í alfaraleið. Bærinn fór ekki í eyði þrátt fyrir að íbúum hafi fækkað hægt og bítandi undanfarna áratugi. Bréf frá öllum heimshornum „Þetta var frábær tími fyrir mig og fjölskyldu mína,“ segir Sammons í viðtali við Wyoming News. Árið 1980 yfirgaf Sammons stórborgina Los Angeles ásamt fjölskyldu sinni til að gerast kaupmaður í Buford. Árið 1992 keypti hann verslun en á sama tíma tíndust íbúar, þar á meðal börn hans, burt úr bænum. Sammons rak verslunina allt til loka síðasta árs er hann sá sig tilneyddan að loka. Eng- inn íbúi var eftir í bænum til að hann gæti haldið starfseminni gangandi. Þó svo að lífið hafi verið heldur einmanalegt fyrir Sammons undan- farin misseri hefur bærinn, og þar með Sammons, öðlast talsverða frægð. Fjallað hefur verið um bæinn í bandarísku sjónvarpi og Sammons hefur fengið bréf frá öllum heims- hornum þar fólk lýsir undrun sinni á stöðu hans. „Fólk er undrandi á þeirri staðreynd að það sé til bær með ein- ungis einum íbúa,“ segir hann. Þann- ig hefur hann fengið bréf frá Úkraínu, Rússlandi og Kína og eitt frá Kostaríka sem var æði sérstakt. „Það var frá fjöl- skyldu sem bjó í spýtukofa.“ Amy Bates sér um uppboðið fyr- ir hönd Williams & Williams og seg- ir hún að um einstakt tækifæri sé að ræða enda geti íbúum aðeins fjölgað, eðli málsins samkvæmt. Lágmarks- tilboð í bæinn er hundrað þúsund dalir, eða 12,7 milljónir króna. „Það munu margir sýna þessu áhuga,“ segir hún að lokum. 26 Erlent 16.–18. mars 2012 Helgarblað Útiloka ekki hjartaáfall n Rannsókn á hörmulegu rútuslysi í Sviss í fullum gangi E kki er útilokað ökumaður rútu sem ók á vegg í neðanjarðar- göngum í Sviss á þriðjudags- kvöld hafi fengið hjartaáfall undir stýri. Tuttugu og átta, þar af tuttugu og tvö börn, létust í slysinu. Börnin höfðu verið í skíðaferð í Sviss og voru á heimleið til Belgíu þegar slysið varð. Fimmtíu og tveir farþeg- ar voru í rútunni og slösuðust margir alvarlega. Saksóknarar hafa útilokað að hraðakstur hafi orsakað slysið en sem fyrr segir er ekki útilokað að öku- maðurinn hafi fengið hjartaáfall eða aðsvif. Aðstæður til aksturs þar sem slysið varð voru góðar; veðrið var ágætt og umferð tiltölulega lítil. Tveir ökumenn voru í rútunni og skiptust þeir á að aka. Þeir létust báðir í slys- inu. Slysið varð einungis 45 mínútum eftir að rútan lagði af stað til Belgíu. Olivier Elsig, svissneskur saksókn- ari sem fer með rannsókn málsins, segir að þrjár hugsanlegar ástæður geti verið fyrir slysinu. „Í fyrsta lagi tæknileg vandamál, í öðru lagi heilsa ökumanns og í þriðja lagi mistök öku- manns,“ er haft eftir honum í vefútgáfu breska blaðsins The Telegraph. Tólf ára stúlka sem komst lífs af úr slysinu segist hafa heyrt hvell áður en rútan kastaðist á vegg með hörmuleg- um afleiðingum. Stúlkan handleggs- brotnaði og fótbrotnaði á báðum fót- um. Kona, Marielle, sem kom að slys- inu segir að aðstæður á vettvangi hafi verið skelfilegar. „Það var blóð úti um allt. Þetta var skelfilegt og ef þetta hefðu verið börnin mín veit ég ekki hvað ég hefði gert.“ Ruslfæði minnkar gæði sæðis Karlmenn sem borða mat sem inniheldur mikið af mettaðri fitu framleiða lakara sæði en karl- ar sem innbyrða betri fitu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem vís- indamenn við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum birtu fyrir í tíma- ritinu Human Reproduction. 99 karlar tóku þátt í rannsókn- inni sem stóð yfir í fjögur ár. Vel var fylgst með mataræði mannanna og þá voru sæðissýni tekin reglu- lega. Niðurstöðurnar voru þær að gæði sæðis þeirra sem innbyrtu ruslfæði voru minni en þeirra sem innbyrtu hollari mat, til dæmis fisk sem inniheldur mikið af Omega-3 fitusýrum. Sæðisfrumur hjá þeim innbyrtu óhollasta matinn voru 43 prósentum færri en hjá þeim sem borðuðu hollasta matinn og þá var hreyfanleiki sæðisfrumanna mun minni. Jill Attaman, prófessor við Har- vard-háskóla, leiddi rannsóknina og segir hún við BBC að þó tengsl- in virðist ljós sé þörf á frekari rann- sóknum. Ölvaður stökk fram af brú Hinn 44 ára Thomas Robert Har- ter gerðist ansi djarfur þegar hann var stöðvaður fyrir ölvunarakstur í New Orleans á dögunum. Lög- regla hafði fengið tilkynningu um óvenjulegt aksturslag og var Thomas stöðvaður í kjölfarið. Þeg- ar lögregla ræddi við hann fyrir utan bifreið hans vaknaði grunur um að hann væri ölvaður. Þegar hann var beðinn um að blása í mæli brást hann við með því að hlaupa í burtu og stökkva fram af brú sem var skammt frá. Thomas komst í land af sjálfsdáðum en var of þrekaður til að hlaupa lög- reglu af sér. Hann var því handtek- inn og ákærður fyrir akstur undir áhrifum áfengis – í áttunda skiptið á ævi sinni. Hættur að stækka Sultan Kosen, sem er hæsti maður heims samkvæmt heimsmeta- bók Guinness, er loksins hættur að stækka. Kosen, sem er 29 ára Tyrki, er hvorki meira né minna en 2,51 metrar. Kosen hefur þjáðst af svoköll- uðum æsavexti sem lýsir sér í því að líkaminn framleiðir allt of mik- ið af vaxtarhormónum. Hann fór í meðferð við sjúkdómnum árið 2010 og hefur hún nú borið árang- ur. „Við erum mjög ánægð með að hafa hjálpað Sultan. Ef hann hefði haldið áfram að stækka hefði ástand hans orðið lífshættulegt,“ segir Jason Sheehan taugaskurð- læknir sem meðhöndlaði Sultan. n Smábær í Bandaríkjunum verður seldur á uppboði Síðasti íbúinn er fluttur burt „Það munu margir sýna þessu áhuga. Þetta verður selt n Verslunarhúsnæði n Bensínstöð n Pósthúsið n Fjarskiptamastur n Fimm byggingar, þar á meðal þriggja herbergja íbúð. n Skólabygging sem var byggð árið 1905 n Bílskúr og verkfærageymsla n Tíu ekra land n Stórt bílastæði Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Á uppboð Sjoppan og bensínstöðin á myndinni verða seld á uppboði þann 5. apríl næstkomandi. Hræðilegar aðstæður Aðstæður á slysstað voru skelfilegar. Rannsókn beinist meðal annars að því hvort ökumaðurinn hafi fengið hjartaáfall. Mynd ReuteRS Sá síðasti Don Sam- mons stendur hér við skilti í Buford þar sem sjá má íbúafjölda bæjarins. Sammons hefur yfirgefið bæinn og er enginn eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.