Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 54
54 Sport 16.–18. mars 2012 Helgarblað
E
ftir marga mánuði af rann-
sóknarstörfum, prófunum í
vindgöngum og ótal hringi á
æfingabrautum er loks kom-
ið að því: Formúla 1 2012 fer
af stað um helgina. Tímabilið hefst
í Ástralíu en ræst verður aðfaranótt
sunnudags. Ríkjandi heimsmeist-
ari, Sebastian Vettel, er langsigur-
stranglegastur og er fátt sem ætti að
koma í veg fyrir annað tímabil þar
sem Red Bull drottnar yfir andstæð-
ingum sínum. Ferrari og McLaren
munu gera sitt besta en verður það
nóg? Ein stærsta fréttin er þó end-
urkoma heimsmeistarans frá árinu
2007, Kimi Raikkonen, en hann ekur
fyrir Lotus. Hann sjálfur býst ekki við
of miklu.
Fátt sem stöðvar Vettel
Þjóðverjinn Sebastian Vettel var í
sérflokki á síðasta ári þegar hann
varð yngsti maðurinn til að vinna
heimsmeistaratitilinn tvö ár í röð.
Red Bull-bíllinn virtist stundum fara
um brautina á sjálfstýringu, svo auð-
velt var fyrir Vettel að ná upp góðu
forskoti. Það má þó ekki þakka bíln-
um um of því Mark Webber, liðs-
félaga Vettels, tókst að missa annað
sætið í stigakeppninni til Jenson But-
ton á McLaren sem átti frábært tíma-
bil í fyrra.
„Við eigum að geta unnið þetta
aftur,“ segir Sebastian Vettel kok-
hraustur í viðtali við þýska bílaritið
Bild. Vettel þarf að vera ansi sigurviss
til að segja svona því þrátt fyrir að
vera með yfir 100 stiga forskot á síð-
asta tímabili tönnlaðist hann enda-
laust á þeirri klisju að „þetta væri
ekki búið“. „Liðið hefur gert frábæra
hluti með bílinn og mér líður vel í
honum. Ég stefni auðvitað á topp-
inn,“ segir Vettel.
Endurkoma Finnans
Einn allra hæfileikaríkasti ökuþór í
sögu Formúlu 1, Kimi Raikkonen,
er kominn aftur eftir smá hlé. Hann
sat þó ekki auðum höndum með
tærnar upp í loftið heldur skellti sér
í heimsmeistarakeppnina í rallakstri
þar sem hann náði ágætis árangri.
Hann mun keyra fyrir Lotus, sem er
í grunninn Renault, í ár ásamt hinum
óreynda Romain Grosjean. Að sjálf-
sögðu eru miklar væntingar bundn-
ar við Kimi en sjálfur áttar hann sig
fyllilega á stöðunni. Toppliðin þrjú
eiga einfaldlega að vera á betri bíl-
um.
„Ég veit ekkert hvað gerist. Æfing-
ar hafa verið upp og niður þannig við
sjáum bara til hvernig okkur gengur í
Ástralíu,“ segir Raikkonen í viðtali við
BBC en Finninn verður seint sakaður
um að gefa of mikið af sér í viðtölum.
Aðspurður í sjónvarpsþættinum Top
Gear hvort hann væri ekki spennt-
ur að vera kominn aftur í Formúlu
1 svaraði hann: „Jú, jú. Ég meina –
þetta eru sömu liðin og sama fólkið.“
Tveir franskir nýliðar
Tveir nýliðar taka þátt í ár en þeir
koma báðir frá Frakklandi. Charles
Pic ekur fyrir lélegasta lið síðasta
árs, Marussia, sem hét Virgin í fyrra.
Þá verður Jean-Éric Vergne við
stýrið hjá Toro Rosso ásamt Dani-
el Ricciardo sem einnig er óreynd-
ur. Einn efnilegasti ökumaðurinn,
Adrian Sutil, verður ekki með í ár en
Force India þurfti að láta hann fara.
Það var vegna ákæru sem Sutil fékk á
sig vegna líkamsárásar.
Force India kom hvað mest á
óvart í fyrra og náði sjötta sætinu.
Það gerir einnig atlögu að því í ár eins
og Sauber og kannski Toro Rosso. Þó
tvö af liðunum þremur sem voru ein-
faldlega fyrir öðrum bílum í fyrra,
Caterham (áður Lotus) og Marussia
(áður Virgin), hafi breytt um nafn
og fengið meiri pening bendir fátt
til þess að þau verði betri í ár. Eru þó
mestar vonir bundnar við að Cater-
ham rífi sig upp úr skítnum.
Er hægt
að stöðva
vEttEl?
Red Bull
Höfuðstöðvar: Milton Keynes, Englandi
Liðstjóri: Christian Horner Fyrsta ár í
F1: 2005 Árangur í fyrra: 1. sæti Heims-
meistaratitlar bílasmiða: 2
Sebastian Vettel
Þjóðerni: Þýskur Aldur: 24 ára Frumraun í
F1: Bandaríkin 2007 Heimsmeistaratitlar:
2 (2010, 2011)
Mark Webber
Þjóðerni: Ástralskur Aldur: 35 ára
Frumraun í F1: Ástralía 2002 Heims-
meistaratitlar: 0
McLaren
Höfuðstöðvar: Woking, Englandi
Liðstjóri: Martin Whitmarsh Fyrsta ár í
F1: 1966 Árangur í fyrra: 2. sæti Heims-
meistaratitlar bílasmiða: 8
Lewis Hamilton
Þjóðerni: Breti Aldur: 27 ára Frumraun í
F1: Ástralía 2007 Heimsmeistaratitlar:
1 (2008)
Jenson Button
Þjóðerni: Breti Aldur: 32 ára Frumraun í
F1: Ástralía 2000 Heimsmeistaratitlar:
1 (2009)
Ferrari
Höfuðstöðvar: Maranello, Ítalíu Liðstjóri:
Stefano Domenicali Fyrsta ár í F1: 1950
Árangur í fyrra: 3. sæti Heimsmeistara-
titlar bílasmiða: 16
Fernando Alonso
Þjóðerni: Spænskur Aldur: 30 ára Frum-
raun í F1: Ástralía 2001 Heimsmeistara-
titlar: 2 (2005 og 2006)
Felipe Massa
Þjóðerni: Brasilískur Aldur: 31 árs
Frumraun í F1: Ástralía 2002 Heims-
meistaratitlar: 0
Mercedes
Höfuðstöðvar: Brackley, Englandi
Liðstjóri: Ross Brawn Fyrsta ár í F1: 2010
Árangur í fyrra: 4. sæti Heimsmeistara-
titlar bílasmiða: 0
Michael Schumacher
Þjóðerni: Þýskur Aldur: 43 ára Frumraun
í F1: Belgía 1991 Heimsmeistaratitlar: 7
(1994, 1995, 2000, 2001, 2002, 2003, 2004)
Nico Rosberg
Þjóðerni: Þýskur Aldur: 27 ára Frumraun í
F1: Barein 2006 Heimsmeistaratitlar: 0
Lotus
Höfuðstöðvar: Enstone, Englandi
Liðstjóri: Eric Boullier Fyrsta ár í F1: 1977
Árangur í fyrra: 5. sæti (Sem Renault)
Heimsmeistaratitlar bílasmiða: 2 (2005,
2006 sem Renault)
Kimi Raikkonen
Þjóðerni: Finnskur Aldur: 32 ára Frumraun
í F1: Ástralía 2001 Heimsmeistaratitlar:
1 (2007)
Romain Grosjean
Þjóðerni: Franskur Aldur: 25 ára Frum-
raun í F1: Nýliði Heimsmeistaratitlar: 0
Force India
Höfuðstöðvar: Silverstone, Englandi
Liðstjóri: Vijay Mallya Fyrsta ár í F1: 2008
Árangur í fyrra: 6. sæti Heimsmeistara-
titlar bílasmiða: 0
Paul Di Resta
Þjóðerni: Skoskur Aldur: 25 ára Frumraun
í F1: Barein 2011 Heimsmeistaratitlar: 0
Nico Hülkenberg
Þjóðerni: Þýskur Aldur: 24 ára Frumraun í
F1: Barein 2010 Heimsmeistaratitlar: 0
Sauber
Höfuðstöðvar: Hinwill, Sviss Liðstjóri:
Peter Sauber Fyrsta ár í F1: 1993 Árangur
í fyrra: 7. sæti Heimsmeistaratitlar
bílasmiða: 0
Kamui Kobayashi
Þjóðerni: Japanskur Aldur: 25 ára
Frumraun í F1: Brasilía 2009 Heims-
meistaratitlar: 0
Sergio Perez
Þjóðerni: Mexíkóskur Aldur: 22 ára
Frumraun í F1: Ástralía 2011 Heims-
meistaratitlar: 0
Toro Rosso
Höfuðstöðvar: Faenza, Ítalíu Liðstjóri:
Franz Tost Fyrsta ár í F1: 2006 Árangur
í fyrra: 8. sæti Heimsmeistaratitlar
bílasmiða: 0
Jean-Éric Vergne
Þjóðerni: Franskur Aldur: 21 árs Frumraun
í F1: Nýliði Heimsmeistaratitlar: 0
Daniel Ricciardo
Þjóðerni: Ástralskur Aldur: 22 ára
Frumraun í F1: Silverstone 2011 Heims-
meistaratitlar: 0
Williams
Höfuðstöðvar: Grove, Englandi Liðstjóri:
Sir Frank Williams Fyrsta ár í F1: 1975
Árangur í fyrra: 9. sæti Heimsmeistara-
titlar bílasmiða: 9
Pastor Maldonado
Þjóðerni: Venesúelskur Frumraun í F1:
Ástralía 2011 Heimsmeistaratitlar: 0
Bruno Senna
Þjóðerni: Brasilískur Aldur: 28 ára
Frumraun í F1: Barein 2010 Heims-
meistaratitlar: 0
Búist við því
sama og í
fyrra Red Bull
er af flestum
spáð tvöföldum
sigri.
n Tímabilið í Formúlu 1 hefst um helgina n Ræst í Ástralíu á sunnudaginn
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
Caterham
Höfuðstöðvar: Norfolk, Englandi Lið-
stjóri: Tony Fernandes Fyrsta ár í F1: 2010
Árangur í fyrra: 10. sæti (Sem Team Lotus)
Heimsmeistaratitlar bílasmiða: 0
Vitaly Petrov
Þjóðerni: Rússneskur Aldur: 27 ára
Frumraun í F1: Barein 2010 Heims-
meistaratitlar: 0
Heikki Kovalainen
Þjóðerni: Finnskur Aldur: 30 ára
Frumraun í F1: Ástralía 2007 Heims-
meistaratitlar: 0
HRT
Höfuðstöðvar: Madríd, Spáni Liðstjóri:
Luis Pérez-Sala Fyrsta ár í F1: 2010
Árangur í fyrra: 11. sæti Heimsmeistara-
titlar bílasmiða: 0
Narain Karthikeyan
Þjóðerni: Indverskur Aldur: 35 ára
Frumraun í F1: Ástralía 2005 Heims-
meistaratitlar: 0
Pedro de la Rosa
Þjóðerni: Spænskur Aldur: 41 árs
Frumraun í F1: Ástralía 1999 Heims-
meistaratitlar: 0
Marussia
Höfuðstöðvar: Banbury, Englandi
Liðstjóri: John Booth Fyrsta ár í F1:
2010 Árangur í fyrra: 12. sæti (Sem
Virgin Racing) Heimsmeistaratitlar
bílasmiða: 0
Timo Glock
Þjóðerni: Þýskur Aldur: 30 ára Frumraun í
F1: Kanada 2004 Heimsmeistaratitlar: 0
Charles Pic
Þjóðerni: Franskur Aldur: 22 ára Frum-
raun í F1: Nýliði Heimsmeistaratitlar: 0