Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Qupperneq 54
54 Sport 16.–18. mars 2012 Helgarblað E ftir marga mánuði af rann- sóknarstörfum, prófunum í vindgöngum og ótal hringi á æfingabrautum er loks kom- ið að því: Formúla 1 2012 fer af stað um helgina. Tímabilið hefst í Ástralíu en ræst verður aðfaranótt sunnudags. Ríkjandi heimsmeist- ari, Sebastian Vettel, er langsigur- stranglegastur og er fátt sem ætti að koma í veg fyrir annað tímabil þar sem Red Bull drottnar yfir andstæð- ingum sínum. Ferrari og McLaren munu gera sitt besta en verður það nóg? Ein stærsta fréttin er þó end- urkoma heimsmeistarans frá árinu 2007, Kimi Raikkonen, en hann ekur fyrir Lotus. Hann sjálfur býst ekki við of miklu. Fátt sem stöðvar Vettel Þjóðverjinn Sebastian Vettel var í sérflokki á síðasta ári þegar hann varð yngsti maðurinn til að vinna heimsmeistaratitilinn tvö ár í röð. Red Bull-bíllinn virtist stundum fara um brautina á sjálfstýringu, svo auð- velt var fyrir Vettel að ná upp góðu forskoti. Það má þó ekki þakka bíln- um um of því Mark Webber, liðs- félaga Vettels, tókst að missa annað sætið í stigakeppninni til Jenson But- ton á McLaren sem átti frábært tíma- bil í fyrra. „Við eigum að geta unnið þetta aftur,“ segir Sebastian Vettel kok- hraustur í viðtali við þýska bílaritið Bild. Vettel þarf að vera ansi sigurviss til að segja svona því þrátt fyrir að vera með yfir 100 stiga forskot á síð- asta tímabili tönnlaðist hann enda- laust á þeirri klisju að „þetta væri ekki búið“. „Liðið hefur gert frábæra hluti með bílinn og mér líður vel í honum. Ég stefni auðvitað á topp- inn,“ segir Vettel. Endurkoma Finnans Einn allra hæfileikaríkasti ökuþór í sögu Formúlu 1, Kimi Raikkonen, er kominn aftur eftir smá hlé. Hann sat þó ekki auðum höndum með tærnar upp í loftið heldur skellti sér í heimsmeistarakeppnina í rallakstri þar sem hann náði ágætis árangri. Hann mun keyra fyrir Lotus, sem er í grunninn Renault, í ár ásamt hinum óreynda Romain Grosjean. Að sjálf- sögðu eru miklar væntingar bundn- ar við Kimi en sjálfur áttar hann sig fyllilega á stöðunni. Toppliðin þrjú eiga einfaldlega að vera á betri bíl- um. „Ég veit ekkert hvað gerist. Æfing- ar hafa verið upp og niður þannig við sjáum bara til hvernig okkur gengur í Ástralíu,“ segir Raikkonen í viðtali við BBC en Finninn verður seint sakaður um að gefa of mikið af sér í viðtölum. Aðspurður í sjónvarpsþættinum Top Gear hvort hann væri ekki spennt- ur að vera kominn aftur í Formúlu 1 svaraði hann: „Jú, jú. Ég meina – þetta eru sömu liðin og sama fólkið.“ Tveir franskir nýliðar Tveir nýliðar taka þátt í ár en þeir koma báðir frá Frakklandi. Charles Pic ekur fyrir lélegasta lið síðasta árs, Marussia, sem hét Virgin í fyrra. Þá verður Jean-Éric Vergne við stýrið hjá Toro Rosso ásamt Dani- el Ricciardo sem einnig er óreynd- ur. Einn efnilegasti ökumaðurinn, Adrian Sutil, verður ekki með í ár en Force India þurfti að láta hann fara. Það var vegna ákæru sem Sutil fékk á sig vegna líkamsárásar. Force India kom hvað mest á óvart í fyrra og náði sjötta sætinu. Það gerir einnig atlögu að því í ár eins og Sauber og kannski Toro Rosso. Þó tvö af liðunum þremur sem voru ein- faldlega fyrir öðrum bílum í fyrra, Caterham (áður Lotus) og Marussia (áður Virgin), hafi breytt um nafn og fengið meiri pening bendir fátt til þess að þau verði betri í ár. Eru þó mestar vonir bundnar við að Cater- ham rífi sig upp úr skítnum. Er hægt að stöðva vEttEl? Red Bull Höfuðstöðvar: Milton Keynes, Englandi Liðstjóri: Christian Horner Fyrsta ár í F1: 2005 Árangur í fyrra: 1. sæti Heims- meistaratitlar bílasmiða: 2 Sebastian Vettel Þjóðerni: Þýskur Aldur: 24 ára Frumraun í F1: Bandaríkin 2007 Heimsmeistaratitlar: 2 (2010, 2011) Mark Webber Þjóðerni: Ástralskur Aldur: 35 ára Frumraun í F1: Ástralía 2002 Heims- meistaratitlar: 0 McLaren Höfuðstöðvar: Woking, Englandi Liðstjóri: Martin Whitmarsh Fyrsta ár í F1: 1966 Árangur í fyrra: 2. sæti Heims- meistaratitlar bílasmiða: 8 Lewis Hamilton Þjóðerni: Breti Aldur: 27 ára Frumraun í F1: Ástralía 2007 Heimsmeistaratitlar: 1 (2008) Jenson Button Þjóðerni: Breti Aldur: 32 ára Frumraun í F1: Ástralía 2000 Heimsmeistaratitlar: 1 (2009) Ferrari Höfuðstöðvar: Maranello, Ítalíu Liðstjóri: Stefano Domenicali Fyrsta ár í F1: 1950 Árangur í fyrra: 3. sæti Heimsmeistara- titlar bílasmiða: 16 Fernando Alonso Þjóðerni: Spænskur Aldur: 30 ára Frum- raun í F1: Ástralía 2001 Heimsmeistara- titlar: 2 (2005 og 2006) Felipe Massa Þjóðerni: Brasilískur Aldur: 31 árs Frumraun í F1: Ástralía 2002 Heims- meistaratitlar: 0 Mercedes Höfuðstöðvar: Brackley, Englandi Liðstjóri: Ross Brawn Fyrsta ár í F1: 2010 Árangur í fyrra: 4. sæti Heimsmeistara- titlar bílasmiða: 0 Michael Schumacher Þjóðerni: Þýskur Aldur: 43 ára Frumraun í F1: Belgía 1991 Heimsmeistaratitlar: 7 (1994, 1995, 2000, 2001, 2002, 2003, 2004) Nico Rosberg Þjóðerni: Þýskur Aldur: 27 ára Frumraun í F1: Barein 2006 Heimsmeistaratitlar: 0 Lotus Höfuðstöðvar: Enstone, Englandi Liðstjóri: Eric Boullier Fyrsta ár í F1: 1977 Árangur í fyrra: 5. sæti (Sem Renault) Heimsmeistaratitlar bílasmiða: 2 (2005, 2006 sem Renault) Kimi Raikkonen Þjóðerni: Finnskur Aldur: 32 ára Frumraun í F1: Ástralía 2001 Heimsmeistaratitlar: 1 (2007) Romain Grosjean Þjóðerni: Franskur Aldur: 25 ára Frum- raun í F1: Nýliði Heimsmeistaratitlar: 0 Force India Höfuðstöðvar: Silverstone, Englandi Liðstjóri: Vijay Mallya Fyrsta ár í F1: 2008 Árangur í fyrra: 6. sæti Heimsmeistara- titlar bílasmiða: 0 Paul Di Resta Þjóðerni: Skoskur Aldur: 25 ára Frumraun í F1: Barein 2011 Heimsmeistaratitlar: 0 Nico Hülkenberg Þjóðerni: Þýskur Aldur: 24 ára Frumraun í F1: Barein 2010 Heimsmeistaratitlar: 0 Sauber Höfuðstöðvar: Hinwill, Sviss Liðstjóri: Peter Sauber Fyrsta ár í F1: 1993 Árangur í fyrra: 7. sæti Heimsmeistaratitlar bílasmiða: 0 Kamui Kobayashi Þjóðerni: Japanskur Aldur: 25 ára Frumraun í F1: Brasilía 2009 Heims- meistaratitlar: 0 Sergio Perez Þjóðerni: Mexíkóskur Aldur: 22 ára Frumraun í F1: Ástralía 2011 Heims- meistaratitlar: 0 Toro Rosso Höfuðstöðvar: Faenza, Ítalíu Liðstjóri: Franz Tost Fyrsta ár í F1: 2006 Árangur í fyrra: 8. sæti Heimsmeistaratitlar bílasmiða: 0 Jean-Éric Vergne Þjóðerni: Franskur Aldur: 21 árs Frumraun í F1: Nýliði Heimsmeistaratitlar: 0 Daniel Ricciardo Þjóðerni: Ástralskur Aldur: 22 ára Frumraun í F1: Silverstone 2011 Heims- meistaratitlar: 0 Williams Höfuðstöðvar: Grove, Englandi Liðstjóri: Sir Frank Williams Fyrsta ár í F1: 1975 Árangur í fyrra: 9. sæti Heimsmeistara- titlar bílasmiða: 9 Pastor Maldonado Þjóðerni: Venesúelskur Frumraun í F1: Ástralía 2011 Heimsmeistaratitlar: 0 Bruno Senna Þjóðerni: Brasilískur Aldur: 28 ára Frumraun í F1: Barein 2010 Heims- meistaratitlar: 0 Búist við því sama og í fyrra Red Bull er af flestum spáð tvöföldum sigri. n Tímabilið í Formúlu 1 hefst um helgina n Ræst í Ástralíu á sunnudaginn Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Caterham Höfuðstöðvar: Norfolk, Englandi Lið- stjóri: Tony Fernandes Fyrsta ár í F1: 2010 Árangur í fyrra: 10. sæti (Sem Team Lotus) Heimsmeistaratitlar bílasmiða: 0 Vitaly Petrov Þjóðerni: Rússneskur Aldur: 27 ára Frumraun í F1: Barein 2010 Heims- meistaratitlar: 0 Heikki Kovalainen Þjóðerni: Finnskur Aldur: 30 ára Frumraun í F1: Ástralía 2007 Heims- meistaratitlar: 0 HRT Höfuðstöðvar: Madríd, Spáni Liðstjóri: Luis Pérez-Sala Fyrsta ár í F1: 2010 Árangur í fyrra: 11. sæti Heimsmeistara- titlar bílasmiða: 0 Narain Karthikeyan Þjóðerni: Indverskur Aldur: 35 ára Frumraun í F1: Ástralía 2005 Heims- meistaratitlar: 0 Pedro de la Rosa Þjóðerni: Spænskur Aldur: 41 árs Frumraun í F1: Ástralía 1999 Heims- meistaratitlar: 0 Marussia Höfuðstöðvar: Banbury, Englandi Liðstjóri: John Booth Fyrsta ár í F1: 2010 Árangur í fyrra: 12. sæti (Sem Virgin Racing) Heimsmeistaratitlar bílasmiða: 0 Timo Glock Þjóðerni: Þýskur Aldur: 30 ára Frumraun í F1: Kanada 2004 Heimsmeistaratitlar: 0 Charles Pic Þjóðerni: Franskur Aldur: 22 ára Frum- raun í F1: Nýliði Heimsmeistaratitlar: 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.