Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 18
Þ að voru mjög mörg ljós og bjöllur og annað sem hefðu átt að valda því að ákærði átti að grípa til aðgerða,“ sagði Sigríður Friðjónsdóttir, sak- sóknari Alþingis, í munnlegum mál- flutningi sínum í landsdómsmálinu á fimmtudag. Sigríður fór nákvæmlega yfir fundi þar sem slæm staða fjár- málakerfisins var rædd og vitnaði til fjölda margra skýrslna sem unn- ar voru um slæma stöðu kerfisins til að sýna fram á að að Geir Hilm- ari Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, hafi átt að vera fullkomlega ljóst að óveðursský hrönnuðust upp yfir íslenskum fjármálafyrirtækjum á mánuðunum og árunum fyrir hrun. Sigríður ítrekaði í byrjun ræðu sinnar að menntun Geirs, sem er með próf í hagfræði, og starfsferill hans í Seðla- bankanum hefði átt að gefa honum enn betri tækifæri til að sjá þá hættu sem var aðsteðjandi en öðrum. Geir er ekki ákærður fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir efnahagshrun- ið 2008 og hefur margoft komið fram það álit vitna og Geirs sjálfs að ekki hafi verið hægt að afstýra hruninu árið 2008. Töldu sum vitnin að það hafi í raun verið ómögulegt allt frá árinu 2005. Sigríður benti á þetta og sagði að ákæran snéri að því að Geir hefði ekki reynt að bregðast við þeim viðvörunarbjöllum sem klingdu allt í kringum hann. „Það er hægt að beita bankana þvingunum án lagasetningar,“ sagði Sigríður og vitnaði hún til vitnisburðar Tryggva Pálssonar, framkvæmdastjóra fjár- málasviðs Seðlabanka Íslands, um að hægt hafi verið að hóta bönkun- um að birtar yrðu slæmar upplýsing- ar um þá, meðal annars um slæma stöðu þeirra, og þvinga þá þannig til að selja eignir eða minnka efnahags- reikning sinn með einhverjum öðr- um hætti. Var haldið upplýstum af Davíð Sigríður nefndi sérstaklega svar Geirs við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs, um samskipti þess fyrrnefnda við Seðla- bankann. Fyrirspurnin var lögð fyrir sumarið 2008. „Vegna þeirra aðstæðna sem hafa verið að undan- förnu, eins og allir þekkja í hinum al- þjóðlega fjármálaheimi með þeim áhrifum sem það ástand hefur haft hér á landi, þá hefur þetta samstarf verið enn meira og enn þéttara en oft áður,“ sagði Geir í svari við fyrirspurn Steingríms og bætti við: „ég fullyrði því að hér er allt með eðlilegum og hefðbundnum hætti nema það að ástandið hefur verið þannig að þetta samstarf hefur þurft að vera meira, tíðara og óformlegra en oft áður.“ Sig- ríður segir að þetta svar gefi skýrt til kynna að Davíð Oddsson og aðrir þá- verandi seðlabankastjórar hafi hald- ið Geir upplýstum um stöðu mála en Davíð lýsti því sjálfur yfir úr vitna- stúkunni í landsdómi í síðustu viku að hann hafi margoft varað við hætt- unum. „Hann hefur því fengið beint í æð, ef svo má segja, viðhorf Seðla- bankans um stöðu bankanna,“ sagði Sigríður. Seðlabankinn varaði við stöðu bankanna og hafa seðlabankamenn sagt fyrir dómnum að lykilsetning hafi verið í skýrslu bankans sem kom út þann 8. maí árið 2008 þar sem sagt var að reyna myndi á viðnámsþrótt bankanna á næstunni. Þetta sagði Davíð hafa verið eins sterkt að orði komist og hægt hafi verið að gera í skýrslu frá Seðlabankanum og að annað hefði aukið á vandamálin í ís- lensku fjármálalífi frekar en annað. Þetta segir Sigríður hafa átt að vera Geir fyllilega ljóst og að hann sem hagfræðingur og fyrrverandi starfs- maður bankans hefði átt að geta les- ið úr skýrslunni. Hún benti einnig á vitnisburð Tryggva Pálssonar um að Seðlabankinn hafi aldrei frá árinu 2003 talað um að staða bankanna hefði batnað á milli ára, aðeins stað- ið í stað eða versnað. Leitaði seint eftir ráðgjöf Sigríður nefndi sérstaklega að Geir hafi ekki leitast eftir ráðgjöf varðandi bankana fyrr en seint á árinu 2008 en fyrsta og eina formlega ráðgjöfin sem Geir óskaði eftir hafi verið 14. september árið 2008 þegar hann bað Tryggva Þór Herbertsson, þáverandi efnahagsráðgjafa Geirs og núverandi þingmann, um álit en í kjölfarið rit- aði Tryggvi honum minnisblað sem snéri að hugsanlegum aðgerðum rík- isins vegna fjármálaáfalls. Tryggi Þór tók til starfa í forsætisráðuneytinu sem efnahagsráðgjafi 1. ágúst 2008. Þá kom það einnig fram í ræðu Sigríðar að vissulega hafi skort á stefnumótun hjá samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðug- leika. Hún benti á að hópurinn hafi ekki haft í höndunum það sem hann þurfti til að klára þá vinnu sem hon- um var falið þar sem stjórnvöld hafi ekki svarað þeim grundvallarspurn- ingum sem hópurinn hafði krafist. Þá hafnaði hún algjörlega að það hafi verið vinna hópsins sem hafi verið lögð til grundvallar neyðarlaganna sem sett voru haustið 2008, sú vinna hafi farið fram helgina fyrir lagasetn- inguna í flýti og undir miklu álagi. Sigríður hefur krafist þess að Geir verði dæmdur til refsingar fyrir að- gerðaleysi sitt en vildi ekki segja til um hversu þung sú refsing ætti að vera þar sem hún gæti ekki vitnað til dómafordæma – því þau eru ekki til. Benti hún þó á til refsiminnkun- ar að Geir hefði hreina sakaskrá en til refsiþyngingar að brotin sem Geir hefði framið væru stórfelld. 18 Fréttir 16.–18. mars 2012 Helgarblað Vandaðir álsólskálar og glerhýsi Vissi allt en gerði ekkert n Saksóknari segir í málflutningsræðu sinni skýrt að Geir hafi sofið á verðinum Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Hann hefur því fengið beint í æð, ef svo má segja, viðhorf Seðlabankans um stöðu bankanna. Ákærður Geir Haarde er fyrsti ráðherra Íslandssögunnar sem dreginn er fyrir landsdóm. MynDir Eyþór Árnason Flutti mál sitt á fimmtudag Sigríður sagði Geir hafa fengið viðhorf Seðlabankans um stöðu íslensku bankanna beint í æð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.