Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 21
11 GLÆPAHÓPAR ÍSLANDS
Fréttir 21Helgarblað 16.–18. mars 2012
n Glæpahópar skjóta rótum á Íslandi n Lögregla fylgist með 11 hópum n Vélhjólagengi og stuðningsklúbbar keppa við erlenda glæpamenn
1 Hells Angels
Interpol skilgreinir Hells Angels sem skipulögð
glæpasamtök. Forseti Hells Angels á Íslandi er
Einar „Boom“ Marteinsson sem situr í gæslu-
varðhaldi grunaður um aðild að líkamsárásinni í
Hafnarfirði fyrir jól. Íslenski klúbburinn hét áður
MC Iceland og hafði farið í gegnum nokkurra ára
inngönguferli í samtökin áður en hann fékk fulla
aðild. Lögreglan telur að Hells Angels tengist
fíkniefnaheiminum hér á landi, en auk þess er
forvígismaður hópsins grunaður um að fyrir-
skipa hrottalega líkamsárás. Einar hefur hins
vegar þrálátlega haldið fram sakleysi sínu og
sagt Hells Angels vera fjölskylduklúbb.
10 Bandidos
Alþjóðleg vélhjólasamtök sem tilheyra svo-
kölluðu „eina prósentinu“, en það er hugtak
er notað yfir þau samtök véhjólamanna sem
fara ekki að lögum og reglum – hin 99% vél-
hjólaklúbbanna geri það hins vegar. Bandidos
eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök og
teygja anga sína út um allan heim. Klúbburinn
var stofnaður í Texas árið 1966 með slag-
orðinu „Við erum fólkið sem foreldrar okkar
vöruðu okkur við.“ Samtökin eru með 2.400
meðlimi í 16 löndum. Bandidos-samtökin
eru tengd við fíkniefnasmygl, vopnasmygl,
fjárkúgun, morð, peningaþvætti og ógun við
vitni. Lögreglan telur sig hafa vitneskju um
að sendiboðar Bandidos hafi komið hingað til
lands til þess að undirbúa að samtökin geti
skotið rótum hér. Ekki er vitað hvort einhverjir
Íslendingar tengist samtökunum, en þau eru
skilgreind sem bandamenn Outlaws-sam-
takanna og óvinir Hells Angels-samtakanna.
11 Mongols
Alþjóðleg glæpa- og vélhjólasamtök
sem falla einnig inn í skilgreininguna um
„eina prósentið“. Samtökin voru stofnuð í
Bandaríkjunum árið 1969 af mönnum frá
Rómönsku-Ameríku sem var neitað um
aðild að Hells Angels vegna litarháttar
síns. Mongols eru með starfsemi í 14 ríkjum
Bandaríkjanna, auk þess sem þau hafa
skotið rótum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi,
Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og fleiri ríkjum.
Meðlimir í Mongols eru taldir á bilinu 1.000
til 1.500 um allan heim. Þeir eru taldir
tengjast fíkniefnasmygli, vopnasmygli,
bílþjófnaði, okurlánastarfsemi, fjárkúgun
og leigumorðum. Líkt og með Bandidos eru
Hells Angels-samtökin skilgreind sem óvinir
Mongols. Lögreglan telur að samtökin séu
að undirbúa að skjóta rótum hér á landi.
Framhald á næstu opnu