Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Page 2
2 Fréttir 8.–10. júní 2012 Helgarblað
Öryggisvörður
missti sig
3 Það fór allt í háa loft eftir að blaðamaður Grapevine birti
myndband sem hann hafði tekið
á Hlemmi af
öryggisverði
taka í lurginn
á óþekktum
manni þar inn-
andyra. Fjöl-
miðlar birtu
myndbandið
sem vakti tals-
verðan óhug
enda framganga
öryggisvarðarins
harkaleg og ofbeldisfull. Öryggis-
vörðurinn, Andrés Björgvinsson,
viðurkenndi fúslega í samtali við DV,
vegna málsins, að hafa misst stjórn á
skapi sínu.
Hættu að borga
og byggðu glæsi-
hús á meðan
2 Skartgripahjónin Sævar Jóns-son og Helga Daníelsdótt-
ir voru í síð-
ustu viku dæmd
til að greiða
Arion banka
og Kaupthing
Mortgage fimm
og hálfa millj-
ón vegna van-
goldinnar leigu.
DV fjallaði um
viðskiptafléttu
hjónanna sem þrátt fyrir gjaldþrot
byggðu sér glæsihýsi. En á sama
tíma bjuggu þau í raun frítt í 16
mánuði í gamla húsinu sem Arion
banki hafði leyst til sín.
Uppnám í
kappræðum
1 Það varð uppi fótur og fit á sunnudagskvöld þegar þrír for-
setaframbjóðendur ákváðu að ganga
út úr beinni út-
sendingu Stöðv-
ar 2. Þau Ari
Trausti Guð-
mundsson,
Andrea Ólafs-
dóttir og Hannes
Bjarnason töldu
að þau hefðu
verið blekkt
með fyrirkomu-
lagi útsendingar
Stöðvar 2. Svo fór að Ólafur Ragnar
Grímsson, Þóra Arnórsdóttir og Her-
dís Þorgeirsdóttir sátu ein fyrir svör-
um í þættinum. En þremenningarn-
ir stálu senunni.
Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
N
ýir eigendur jarðarinnar
Horns í Skorradal í Borgar-
firði, Árni Hjörleifsson og
Ingibjörg Davíðsdóttir, hafa
lokað afleggjaranum sem
liggur að fjallinu Skessuhorni með
hengilási. Hingað til hafa fjallgöngu-
menn sem hyggjast klífa hið tignar-
lega Skessuhorn keyrt um þennan af-
leggjara í landi Horns til að komast að
fjallinu. Árni og Ingibjörg hafa verið
búsett í Austurríki þar sem Ingibjörg
hefur unnið fyrir utanríkiþjónustu Ís-
lands en hyggjast búa á jörðinni Horni
að hluta í framtíðinni að sögn Árna.
Ferðafélag Íslands hafði skipulagt
fjallgöngu á Skessuhorn með 100
manna hóp af göngufólki um helgina,
nánar tiltekið á laugardaginn. Ferðafé-
lagið reyndi að fá heimild þeirra hjóna
til að keyra umræddan veg upp að
fjallinu svo göngufólkið kæmist nær
fjallinu og gæti lagt bílum sínum í ná-
grenni þess. Þegar fararstjóri hópsins,
Páll Ásgeir Ásgeirsson, leitaði eftir leyfi
frá Árna til að leggja í landi Horns lagði
hann blátt bann við því að fjallgöngu-
fólkið legði bílum sínum á jörðinni og
benti Páli á að hópurinn gæti lagt bíl-
um sínum utan við jörðina.
Fararstjórinn ósáttur
Páll Ásgeir segir að Ferðafélagið
muni því leggja bílum sínum utan við
jörðina Horn og ganga lengri leið að
fjallinu en hingað til hefur verið þörf á.
Hann segir að aðgerðir eigenda Horns
lengi leiðina á Skessuhorn um tvo kíló-
metra. Lokun vegarins kemur því ekki
í veg fyrir að fjallgöngumennirnir haldi
á Skessuhorn. „Við viljum samt varð-
veita rétt göngumanna til þess að fara
um landið eins verið hefur. Í langflest-
um tilvikum mætum við skilningi og
hlýhug heimamanna sem vilja greiða
götu útivistar og heilbrigðs lífernis,“
segir Páll Ásgeir.
Gönguleiðin á Skessuhorn um
jörð Horns hefur löngum verið notuð
meðal fjallgöngufólks og bendir Ari
Trausti Guðmundsson meðal annars
á það í bók sinni um gönguleiðir á
íslensk fjöll að heppilegt sé að hefja
gönguna á fjallið við bæinn. Árni og
Ingibjörg eignuðust jörðina í lok apr-
íl þegar þau keyptu hana af Lands-
bankanum. Bankinn leysti jörðina til
sín árið 2010 en hún hafði áður ver-
ið í eigu jarðafélagsins Lendna ehf.,
áður Illugastaða ehf., sem var í eigu
Jóns Guðna Sandholt. Félagið lenti í
erfiðleikum vegna hundraða milljóna
króna skulda í erlendum myntum eft-
ir bankahrunið 2008.
Segist eiga fjallið
Páll Ásgeir segir raunar að þó að
eigendur Horns geti ekki bannað
göngufólki að ganga um land sitt og á
Skessuhorn þá reyni þeir með þessu að
takmarka aðgang að fjallinu líkt og þeir
vilji sitja einir að því. „Hvað sem líður
öllum lagabókstöfum og rétti land-
eigenda til þess að banna bílastæði
á landi sínu þá finnst mér að því fylgi
einhverjar skyldur að hafa þjóðarger-
semi og náttúruvætti eins og Skessu-
horn í landareign sinni. Árni og Ingi-
björg verða að sætta sig við að þau eiga
þetta fjall ekki ein þótt það væri það
sem þau helst vildu,“ segir Páll Ásgeir.
Ummæli á fésbókarsíðu Ingi-
bjargar, þar sem hún ræðir um kaupin
á Horni, benda raunar til þess að hún
líti á Skessuhorn sem sína persónu-
legu eign. Þar segir Ingibjörg meðal
annars: „Við eigum núna Matterhorn
Íslands (Tobleronefjallið) – Skessu-
horn, sem er í landi Horns.“ Þá birt-
ir hún mynd af Skessuhorni þar sem
hún segir: „Þvílík fegurð!! Ég á ’etta.“
Fagnar áhuga göngufólks
Árni Hjörleifsson segir það af og frá að
þau Ingibjörg vilji meina göngufólki
að fara á Skessuhorn. Hann segir að
afleggjarinn sé „heimtröðin að hús-
inu“ á Horni og hann kæri sig ekki um
stöðugan átroðning göngufólks þar
sem þau ætli sér að vera með heimili
á jörðinni. „Við kærum okkur ekki um
að það séu tugir bíla stanslaust keyr-
andi heimtröðina heim að húsinu.
Þetta er vegur sem er í okkar umsjá og
við sjáum um viðhald á honum. Bara
í hópi Ferðafélagsins eru 50 bílar. Ég á
ekkert að skaffa þessu fólki bílastæði.
Það er hægt að labba á Skessuhorn frá
ýmsum punktum. Göngufólk munar
ekkert um að labba 400 metra til við-
bótar,“ segir Árni en með þessu vís-
ar hann til þess að hægt sé að hefja
göngu á fjallið utan við jörðina Horn.
Aðspurður segir Árni að þó þau
vissulega eigi fjallið Skessuhorn vilji
þau ekki takmarka aðgang fólks að
því. „Það er hið besta mál ef fólk vill
labba um og skoða landið sitt og er
skýrt kveðið á um það í landslögum.
Ég hvet fólk bara til þess að gera það.
En ég samþykki það ekki að fólk noti
heimtröðina og hlaðið fyrir bílastæði.
Þetta eru hreinar línur.“
„Ég á ’etta“
n Nýir eigendur loka aðgangi að Skessuhorni í Borgarfirði
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Dapurleg framkoma Páll Ásgeir Ás-
geirsson segir framkomu eigenda Horns vera
dapurlega en hann hugðist fara um landið
með 100 manna hóp um helgina.
Takmarka umferð að Skessuhorni
Nýir eigendur jarðarinnar Horns í Skorradal
hafa lokað afleggjaranum að fjallinu sem
opinn hefur verið almenningi um árabil.
Hiðið sést hér með Skessuhorn í baksýn.
Neituðu að
borga
Tveir ölvaðir menn voru hand-
teknir í miðbæ Reykjavíkur um
kvöldmatarleytið á miðviku-
dagskvöld eftir að hafa farið frá
ógreiddum reikningi á veitinga-
húsi og síðar ráðist að starfsfólki á
öðru veitingahúsi. Brutu þeir rúðu
á seinni staðnum en þeir voru
vistaðir í fangageymslu.
Töluverður erill var hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu
aðfaranótt fimmtudags. Handtók
hún mann í austurborginni sem
var með ætluð fíkniefni heima hjá
sér. Þá fundust einnig sterar, landi,
rafbyssa og tveir snákar.
Ölvunarásakanir
á hinu háa Alþingi
Björn Valur Gíslason, þingflokks-
formaður Vinstri grænna, sakaði
þingmann stjórnarandstöðunnar
um að vera undir áhrifum áfengis
á þingfundi sem stóð til rúmlega
hálf tvö aðfaranótt fimmtudags.
Björn Valur mun hafa átt við Jón
Gunnarsson, þingmann Sjálf-
stæðisflokksins, en Jón bar af sér
sakir og sagðist ekki hafa bragð-
að áfengi allt kvöldið. Jón fór fram
á afsökunarbeiðni frá Birni sem
neitaði að verða við því. Við upp-
haf þingfundar á fimmtudags-
morgun braut Björn Valur odd af
oflæti sínu og bað Jón afsökunar
á ummælunum og dró þau alfarið
til baka. Fyrir það hafði forsætis-
nefnd Alþingis fundað um málið.
Sofnaði
undir stýri
Lítil meiðsl urðu á fólki en tals-
verðar skemmdir á tveimur bílum
þegar rúmlega tvítugur ökumaður
ók aftan á bifreið á Reykjanesbraut
í Hvassahrauni á miðvikudag.
Öku maðurinn tjáði lögreglunni á
Suðurnesjum að hann hefði sofn-
að við aksturinn og því hefði far-
ið sem fór. Þegar betur var að gáð
reyndist hann vera með útrunnið
ökuskírteini. Hann var einn í bif-
reiðinni, en ökumaður og farþegi
í bílnum sem hann ók á. Allir þrír
fundu til minni háttar eymsla og
ætluðu sjálfir að leita til læknis
teldu þeir sig þurfa þess.